Þjóðviljinn - 03.07.1955, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 03.07.1955, Qupperneq 7
Sunnudagur 3. júlí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Hans Kirk: 34. dagur gröfurum, spilafölsurum og svindlurum innanum heiö- arlega verkamennina sem neyöin hafö'i rekiö á þennan staö. Og viö verklok streymdu mennirnir inn til borgar- innar. Verkamennirnir fóru í vistarverur sínar sem þeir þurftu aö borga fyrir of fjár. Þeir bjuggu saman þrír og fjórir í leiguherbergjum, í xuslakompum sem í skyndi hafði veriö breytt í mannabústaöi, í kjölluium og útihúsum og þeir borguðu meira á fermeta en gestirnir á hótel Fönix. Þeir boröuöu á litlum matstöðum eða elduðu í sig sjálfir og það sem afgangs var sendu þeir heim til konu og barna. En allt var rándýrt í þessari borg þar sem peningarnir streymdu svo ört handa á milli. Þegar maður vinnur fyrir miklum peningum, veröur maður líka aö lifa eins og ríkum manni sæmir. Þaö var líf og fjör á stóru veitingahúsunum, þar sem óðalsbænd- ur næstu sveita vöndu áöur komur sínar. Nú streymdi nýtt fólk inn í gylltu salina, þar sem músikkin dunaöi og glösin glömruöu, dugandi viöskiptamenn sem höfðu vit á að nota tækifærið og græöa íé. Þarna voru verktak- ar og vagnstjórar, kaupmenn og söluménn, heildsalar og umboösmenn sem höföu vörur á boöstólum handa varnarliöinu og kunnu að veröleggja þær. Og straumur af kvenfólki fylgdi í kjölfar þeirra, á hverjum degi komu nýjar gleöikonur .frá Kaupmannahöfn, því aö þarna var miöstööin. Og þaö var orö og aö sönnu. Norðurjózka borgin sem áöur hafði verið heiðarleg iönaöar- og verzlunarborg, haföi á skammri stund breytzt í spillingarinnar sódómu. Sperrtir varnarliösmenn stikuöu um göturnar og kunnu vel viö sig 1 hinu danska fyrirmyndarverndarríki. Þeir sátu með vinkonur sínar innanum hermangarana á veit- ingahúsunum, á Lindinni og á Borginni, og fyrir kom aö mikilsvirtir borgarar opnuöu hús sín fyrir' þeim. Hamingjan góöa, voru Þjóðverjarnir þá svo slæmir? Þeir vom kurteisir og prúðir í framkomu og borguöu skilvís- lega fyrir sig. Með milljörðum Þjóðbankans. Venjulegt fólk kreppti hnefana í vösunum. Þaö talaði með fyrirlitningu um hermangarana og spákaupmenn- ina og lét sem þaö sæi ekki hermenn óvinanna þegar það mætti þeim á götu. Þeir voru ekki til, vom eins og loft. Það stafaði fjandsamlegum kulda frá fólki og þegar von Drieberg mætti þessum þöglu óvinum ók hann sér og hugsaði: — Þetta er fagurt land og auðugt og þjóöin er hrein- ræktuð og arísk þótt hún hafi dofnaö með ámnum og hafi misst hinn upprunalega gemianska kraft. En einnig hér hefur hinn gyðinglegi bolsévismi sáð frækorni sínu. En bíðið bara, viö eigum eftir að ráða niöurlögum hans. Viö Þjóöverjar erum hingað komnir og viö ætlum að vera hér framvegis og viö skulum sjá um uppeldið á þessu úr- kynjaöa pakki þegar tími er til kominn. En annars hajföi byggingastjórinn ekki ástæöu til að kvarta. Hann hafði náð sér í holduga, ljóshærða og aríska ástmey. Hún var frammistööustúlka á veitinga- húsi og í rauninni fulldýr, fannst von Drieberg, sem var góður og heiöarlegur Þjóðverji og engin eyðslukló. En á hinn bóginn buöust nú óvenju margir möguleikar á fjár- málasviðinu, svo aö hægt var aö leyfa sér sitt af hverju. Til dæmis var hægt að selja ögn af benzínbirgöum O.T. Þaö var reyndar ekki fullkomlega löglegt en stríö er nú einu sinni stríð og hvaöa: máli skipti þessi ögn í hinu mikla peningaflóöi?, og von Drieberg virti og elskaöi foringja sinn og vissi að foringinn var stórbrotinn per- sóna sem skeytti ekki um smámuni. Og vinnunni við flugbrautimar miðaði áfram meö geysihraða. Duglegir menn danskir verkfræöingar! Þeir voru vel heima í sínu starfi. Vitaskuld græddu þeir á tá og fingri, maður vissi nú sitt af hverju .... en enga smá- munasemi fyrst verkinu miðaöi áfram með nægum hraða. Og þegar öllu væri lokiö fengi hann sjálfur sann- gjama viöurkenningu, ef til vill hækkun í tign, jafnvel Viðskípfi við alþýðuríkin Framhald af bls. 5. ar fleiri vörutegundir væri hægt að flytja frá Sovétríkj- unum og öðrum alþýðuríkjum, ef þar stæðu ekki í vegi gróða- hagsmunir auðmannastéttar- innar, sem heldur dauðahaldi í ,,sambönd“ sín og umboð frá auðvaldslöndunum, án minnsta tillits til þjóðarhags. ★ Það hefur vakið heimsat- hygli, að Sovétríkin eru nú að hjálpa. til að skapa stóriðju í Indlandi, og lána til þess stór- lán með einungis 2% vöxtum. Þetta gerjst á sama tíma og islenzk fyrirtæki eru að slig- ast undan vaxaokri af lánum hinna vestrænu ,,vinaþjóða“ og „bandamanna“. Reynsla liðinna ára sýnir það og sannar, að sósíalistar hafa haft rétt fyrir sér um við- skiptin við sósíalistískulöndin og hagsmuni Íslands af þeim viðskiptum. Nú ríður á, að þjóðin öll, en ekki sízt atvinnu- rekendur og kaupsýslumé'nn, geri sér ljóst hvérsu gífurlegir möguleikar eru fólgnir i við- skiptum við alþýðuríkin, lönd sem eru í harðri efnahagslegri þróun og búa kreppulausum þjóðarbúskap. Það eru hags- munir íslenzku þjóðarinnar sem í veði eru, ef það aftur- haldsofstæki, sem blöð Sjálf- stæðisflokksins og fleiri flokka ala á daglega, fær að ráða því, að tafin verði og hindruð þró- un eðlilegra viðskipta Islands og heims sósíalismans. LEIKFÉLAG KEYKJAVÍKUR Framhald af 8. síðu. Aðalfundurinn kaus nýjan heiðursféiaga, frú Kristínu Thorberg, sem starfaði sem leik- kona hjá félaginu frá 1901 til 1907 en var auk þess um 20 ára skeið sölukona aðgöngumiða. Samþykkt var að L.R. gerðist aðili að Alþjóðaleiklistarráð- stefnunni í París. r N ✓ Þnínöður smébeima Börn sem væta sig valda foreldrum sínum miklum á- hyggjum, og það er erfitt að sýna þolinmæði þegar þriggja og fjögurra ára gömul börn Væta rúmið á hverri nóttu, en ef til vill er sumum huggun í að vita að þetta er mjög al- gengt og í rauninni eru fá börn alveg hætt að bleyta. sig fyrr en þau eru þriggja til fjögurra ára. Hvað getur leitt af því að neyða barnið of snemma til hreinlætis? Hér eru tvö dæmi, sem því miður eru ekki sjald- gæf. 5 ára drengur var bund- inn við koppinn þegar hann var lítill og flengdur ef hann vætti sig. Árangurinn er sá, að nú þegar hann er orðinn fimm ára, er hann svo hræddur um að ptesa í buxurnar að hann getur elcki verið úti lengur en tíu mínútur í einu, því að hon- um finnst hann verða að fara á klósett. Ef móðirin sinnir þessu engu og kallar þetta ó- hemjuskap, fer ævinlega svo að hann pissar í sig. Af hræðslu og taugaóstyrk getur drengurinn ekki haldið í sér, og þetta er orðið móðurinni mikil raun, því að hún getur aldrei haft hann með sér þegar hún þarf að fara út. Verst er að hún lítur á þetta sem óþekkt af barnsins hálfu, en skilur ekki að hún á sjálf aðalsökina á þessum vandræð- um. Hrædd \áð koppinn. í hinu tilfellinu var um að ræða fjögurra ára telpu sem var hætt að væta sig þegar hún var ársgömul. Þegar hún var orðin þriggja ára og þrjózkutímabilið upphófst, neitaði hún að setjast á kopp- inn. Hún lamdi koppinn og sagði: Svei, vondur koppur! Og hún fékkst hvorki með illu né góðu til að setjast á hann. Fjögurra ára gömul vætir hún enn buxurnar og lætur í ljós hræðslu við að setjast á kopp. í þessu tilfelli var móðurinni Rauði Krossinn Framhald af 8. síðu fleiri heldur en árið 1953, eða eins'og hér segir: Innanbæjarflutningar . . 3273 Utanbæjarflutningar . . 162 Flutningar vegna slysa . . 177 Alls. 3612 Eins og sjá má af þessu fara sjúkraflutningarnir ört vaxandi. I samráði við R.K.I. vinnur deildin að því að endurnýja og auka mjög birgðir sjúkragagna, sem lánuð eru til heimila í bæn- um án endurgjalds, þeim sem þess þurfa með í sjúkratilfellum. Kennsla í hjálp í viðlögum hefur verið veitt, undir stjórn Elíasar Eyvinssonar, læknis. og verður henni haldið áfram. Öskudagssöfnunin 1955 gekk mjög vel, deildin þakkar öllum, börnum og fullorðnum, sem þá lögðu fram lið sitt. Stjórn deildarinnar var öil endurkosin, en hana skipa: Jón- Auðuns, dómprófasfur, formað- ur; Gísli Jónasson, skólastjóri, ritari; Jón Helgason, kaupmað- ur, féhirðir; Óli J. Ólason, kaup- maður; Jón Sigurðsson, borgar- læknir; Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúi; Guðrún Bjarna- dóttir, hjúkrunarkona. til allrar liamingju ljóst að hún átti sökina og hún hefur með dugnaði og skilningi reynt að hjálpa barninu. Hún hefur hætt að reyna að þvinga telp- una, heldur hefur hún smám saman farið að hvetja hana til að setjast á alvöru klósettið, sem hún var ekki eins hrædd við og koppinn. Þetta virðist ætla að takast og smátt og smátt ætti þetta vandamál litlu telpunnar að leysast. Dæmin sýna fyrst og fremst að það getur hefnt sín að þvinga börnin til hreinlætis of snemma, vandamálin geta orð- ið þeim mun erfiðari síðar. I flestum tilfellum eru rósemi og þolinmæði áhrifamesta* að- ferðin til að venja börn á þrifnað. ^ * ÚTBREIÐIÐ * *\ * * ÞJÓDVILJANN > Þœgilegur hœgindasióll Danskur arkitekt liefur teiknað þenn a.n nýstárlega hæg indastól. Bakið er þrískipt og það er sjálfsagt það sem gefur honum dálit- ið annarlegan svip » við fyrstu sýn. —- Stóllinn er mjög þægilegur og ein- mitt skiptingin á stólbakinu gerir það að verkum að hægt er að sitja í honum í óvenju mörgum hvíldar- stellingum, t.d. er hægt að sitja á ská í honum og leggja fæturna upp á neðsta arminn, en þannig vilja marg- ir sitja og lesa. Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um hve falleg- ur hann er, en allir sem reynt hafa eru á einu máii um að hann sé með afbrigðum þægi- legur. IIJÓÐVIUINN .ftjg.m. Útgefandi: Samemingarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb) —• Fréttastjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónssoii, Magnús Torfi ólafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjóm, afgreiðsla, augiýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- > Stai:'7500 (3 linur). — Askrtftarverð kr; 20 á, mán. í Rvík og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Lausasöluvarð kr. 1, — Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.