Þjóðviljinn - 03.07.1955, Page 8

Þjóðviljinn - 03.07.1955, Page 8
Sumarferðir reykvískra sósíalista: Fyrsta ferð um Suðurlandsund- irlendið farinum næstu helgi Seint í júlí verður efnt til 10 daga sumar- leyfisferðar um Norður- og Austurland Sósíalistafélag Reykjavíkur og Æskulý'ösfylkingin í Reykjavík efna til ferðalaga í sumar. Fyrsta ferðin ver'ður farin um næstu helgi 9. og 10. júlí, og er fólki þá gefinn kostur á að velja milli eins og tveggja- daga ferðalags. Farið verður um Suðurlandsundirlendið. I Þeir, sem æskja tveggja daga ferðalagsí leggja af stað frá Tjamargötu 20 laugardaginn 9. júlí kl. 2 e. h. og aka sem leið liggur austur í Þjórsár- dal. Stanzað verður á helztu sögustöðum leiðarinnar: Ás- hildarmýri, en þar var gerð hin fræga Áshildarmýrarsam- þykkt 1396, og bundnust Is- lendingar þá samtökum gegn erlendum yf irgangi; Þrándar- holti, þar tók Gissur jarl Þórð Andrésson af lífi sökum and- stöðu hans gegn norska kon- ungsvaldinu, en í Þjórsárdal verða skoðaðar fornminjar auk ýmissa undurfagurra staða. Þá gefst þeim, sem frá- astir eru á fæti, einnig tæki- færi að sjá Háafoss, hæsta foss landsins, yfir 120 m. 1 Þjórsárdal verður dvalið um nóttina. Sunnudaginn 10. júlí verð- ur ekið um morguninn úr daln- um að Ægissíðu í Holtum, en þangað mun koma um svipað leyti sá hópur manna, sem kosið hefur eins dags ferðalag. Hann leggur af stað frá Tjamargötu 20 kl. 8.30 á sunnudagsmorgun. Þegar hóp- arnir hafa hitzt á Ægissíðu og skoðað hellana, verður haldið að Keldum á Rangárvöllum, en þar em elztu og bezt varð- veittu bæjarhús á íslandi, skáli frá því um 1200 og jarðgöng e. t. v. enn eldri. Síðan* verður farið að Sáms- stöðum í Fljótshlíð og litið á akra Klemenzar bónda, þá að Hliðarenda, Múlakoti, Berg- þórshvoli og Odda, en þaðan til Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að fólk sjái sér sjálft fyrir nesti og viðleguútbúnaði, en að dmkk- ið verði sameiginlega kaffi í Múlakoti eða öðmm stað eftir ástæðum. Nauðsynlegt er, að þeir, sem ætla sér að taka þátt í ferðalagi þessu tilkjmni þátt- töku sína sem fyrst í skrif- stofu Sósíalistafélags Reykja- víkur, Tjarnargötu 20, sími 7511. Fargjaldi er stillt mjög í hóf. Auk þess hefur verið ákveðið að efna til 10 daga sumarleyf- isferðar um Norður- og Aust- urland seinni partinn í' júlí og verður nánar um það tilkynnt ar síðar í blaðinu. Fararstjóri í fyrstu ferð fé- lagsins verður Bjöm Þorsteins- son sagnfræðingur. HJóÐvujmii Sunnudagur 3. júlí 1955 — 20. árgangur 146. tölublað 3612 sjúklingar fluttir í bílum Rauða krossins á síðast liðnu ári Reykjavíkurdeild. Rauða krossins hélt aðalfund sinn 27. f.m. Deildin á nú 2 sjúkravagna og fara flutningarnir ört vaxandi, voru fluttir 3612 sjúklingar á s.l. ári. Tveir ísl. lista- menn fá náms- styrki í Danmörk Hinir tveir íslenzlm listamenn Bragi Ásgeirsson og Karl Kvar- an, hafa hvor um sig fengið D. kr. 1500,00 frá Berlingske Tid- ende í Kaupmannahöfn, til náms dvalar í Danmörku. Peningar þessir hafa komið inn við sölu sýningarskrár, sem Berlingske Tidende gaf til íslenzku myndlistasýningarinn- arínnar í Ráðhúsi Kaupmanna- hafnar síðastliðið vor. Friðbjöm Björnsson Síðasta tækifærið að sjá danska ballettinn í dag Danski ballettflokkurinn, en í honum em 10 manns, 4 karlar og 6 konur, hafði tvær sýning- ar í Austurbæjarbíói í gær. í hópi dansaranna er Friðbjörn Björnsson, en hann hefur starf- að hjá ballettinmu í Höfn frá því 1949. Danski ballettinn er heims- kunnur og munu þ\ú Revkvik- ingar nota eina tækifærið sem þeir eiga í bráð til að sjá hann, en það er í Austurbæjarbíói kl. 3 í dag, en að aflokinni þeirri sýningu heldur flokkurinn áfram til Bandarikjanna Formaður séra Jón Auðuns, dómprófastur, flutti skýrslu um störf deildarinnar árið ’54 og það sem af er þessu ári. Sumarið 1954 rak deildin þrjú sumardvalarheimili fyrir böm í tvo mánuði. Að Laugarási dvöldu 119 böm, að Silunga- polli 60 böm og að Reykja- skóla í Hrútafirði 64 böm, samtals 243 böra. Rekstursaf- koma varð mjög erfið þrátt fyrir styrki frá riki og bæ, varð reksturshalli kr. 73.181. 08 eða sem sva.rar kr. 301.20 á bam. Deildin hefur ekki hækkað meðlag með börnum síðustu 8 árin, en eins og all- ir vita, hefur fæðiskostnaður, flutningur, kaup starfsfólks, allar hreinlætisvömr o. fl., hækkað mjög mikið síðan. Hinsvegar er mikil þörf fyrir sumardvalimar og fer eðlilega vaxandi í hlutfalli við fjölgun bæjarbúanna. Deildin sér því ekki fram á annað en nauðsyn- legt verði á næsta ári að hækka meðlögin. I sumar rekur deild- in sumardvalarheimili fyrir börn að Laugarási, Silungapolli. og Skógaskóla. Alls dvelja á þessum heimilum 274 böm. Sjúkravagnar deildarinnar voru 2 árið 1954, en nú á þessu ári var nýr sjúkravagn tekinn. í notkun. Eins og undafarin ár önnuðust brunaverðir Reykja- víkur sjúkraflutningana, og er deildin þeim mjög þakklát fyrir ágæta þjónustu þeirra. Sjúkra- flutningar árið 1954 vom 498 Framhald á 7. siðu Kristín Thorberg heiðursfélagi LR Aðalfundur Leikfélags Rvíkur var haldinn í fyrrakvöld. Á Ieik- árinu voru 'sýnd 6 leikrit á sam- tals 106 sýningum. I fundarbyrjyn minntist Lár- us Sigurbjörnsson formaður látins heiðursfélaga, Friðfinns Guðjónssonar, og risu fundar- menn úr sætum til virðingar hinum látna. — Reikningar fé- lagsins endurskoðaðir lágu ekki fyrir en samkvæmt bráðabirgða- reikningsyfirliti endurskoðanda og framkvæmdastjóra hafði orð- ið nokkur reksturhalli á árinu. Stjórn L.R. var öll endurkjör- in en hana skipa Lárus Sigur-1 björnsson formaður, Jón Leós gjaldkeri og Steindór Hjörleifs- son ritari. Varastjórn var líka endurkjörin: varaíormaður ] Bryjólfur Jóhannesson og aðr-j ir varamenn Guðjón Einarsson .. . og Árni Tryggvason. I íeikrita- Malverk Sigurðar Sigurðssonar listmalara, fœrt Mennta valsnefnd vom endurkjömir skó}énum að gjöf viö skólauppsögn 16. júní s.l., frá 25 ára Þorsteinn Stephensen og Bryn- stúdentum. — (Myndin átti að fylgja rceðu Þorvaldar jóifur Jóhannesson. i Þórarinssonar, sem Þjóðviljinn birti fyrir nokkrum dögum, Framhaid á 7. síðu I en ékki náðist i Ijósmynd í tœka tíð). Eitt vandaðasta kirkjuorgel landsins vígt í Hafnarfjarðarkirkju í dag v> Kirkjan orðin ein íegursta kirkja á landinu Nýtt orgel verður vígt í Hafnarfjarðarkirkju í dag. Er það eitthvert vandaðasta kirkjuorgel sem til er á landinu. Kii'kjan hefur einnig verið endurbætt og skreytt svo nú er hún ein fegursta kirkja landsins. Hafnarfjarðarkirkja var vígð 14. des. 1914 af Þórhalli Bjama- syni biskupi. Kirkjan er byggð -eftir teikningu Rögnvaldar Ól- afssonar. — Frestað var að minnast 40 ára afmælis kirkj- unnar þar til hið nýja orgel hefði verið sett í kirkjuna. Fyrir þrem árnrn var kosin 6 manna nefnd til að afla fjár til orgelkaupanna, þeir Adolf Björnsson bankafulltrúi, er var formaður nefndarinnar, Bene- dikt Tómasson skólastjóri, séra Garðar Þorsteinsson, Guðmund- ur Gissurarson forseti bæjar- stjómar, Páll Kr. Pálsson org- anisti og Stefán Jónsson forstj. Hefur nefndin unnið af miklum dugnaði og notið hins bezta stuðnings safnaðarmanna. Kirkjunni hafa verið gefnar margir góðir gripir og hún skrejft. Er hún nú ein feg- ursta kirkja landsins. PÁLMI HANNESSON, REKTOR Sovéfríkin 9 V2 Bandar. 2 1h 1 dag verður tefld í Moskva þriðja umferðin i skákkeppni Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. Eftir tvær fyrstu umferð- irnar hafa sovézku skákmenn- irnir 9y2 vinning en Bandaríkja- menn 2y2 og er þá ólokið 4 bið- skákum, 1 úr fyrstu umferð og 3 úr annarri. Biðskák Botvinn- iks og Reshevskys úr fyrstu umferð lauk svo að heimsmeist- arinn gafst upp. í annarri um- ferð gerðu þeir hinsvegar jafn- tefli. Ræða Zantovskýs Framhald af 1. síðu. í vörusýningu í Reykjavík í fyrsta skipti. Meirihluti þeirra tékkóslóvakískra félaga, sem annast viðskipti við önnur lönd, sýna hér vaming sinn. Tékkóslóvakískar framleiðslu- vörur em þekktar á íslandi, og sumar þeirra hafa . þegar náð miklu áliti og útbreiðslu. Eg er sannfærður um, að þátttaka vor í Reykjavíkur- sýningunni muni ná tilgangi sínum og muni stuðla að þvi að styrkja og bæta enn betur hin gagnkvæmu viðskiptasam- bönd. Við þetta tækifæri vil ég taka það fram, að Tékkósló- vakía hefur hug á aukningu viðskipta og efnalegra sam- skipta við ísland, en það mundi án efa leiða til eflingar vin- áttusambandsins milli þjóða vorra. Þjóð vor fylgist af miklum áhuga og samúð með uppbygg- ingarstarfi yðar. Verk margra íslenzkra rithöfunda hafa verið þýdd á tékkneskt mál: Gunn- ars Gunnarssonar, Kristmanns Guðmundssonar, Guðmundar Kambans og Halldórs Laxness. En það þýðir, að þjóð vorri er einnig kunnur hinn mikli menningararfur og menningar-. líf Islands. Leyfið mér að láta í ljós einlægt þakklæti, fyrst og fremst gagnvart íslenzku ríkis- stjóminni fyrir alla þá fyrir- greiðslu og skilning, er hún hefur sýnt þessari sýningu. Mig langar til þess að þakka hæstvirtum viðskiptamálaráð- herra, herra Ingólfi Jónssyni, fyrir fmmkvæði hans að skipu- lagningu vömsýningarinnar. Þá vildi ég á þessum stað mega flytja bæjarstjóra Reykjavikur þakkir, sérstak- lega borgarstjóranum, herra Gunnari Thoroddsen, fyrir stuðning við allan undirbúning og fyrirkomulag, og formanni Verzlunarráðs íslands, herra Eggert Kristjánssyni, fyrir þá aðstoð, sem hann hefur veitt forgöngumönnum vörusýning- arinnar. Ég er viss um, að þessi vöru- sýning mun ekki einungis styrkja verzlunarsamskipti vor, heldur einnig efla gagnkvæman skilning með þjóðum vomm.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.