Þjóðviljinn - 10.07.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.07.1955, Blaðsíða 5
— UR LIFI ALÞÝÐUNNAR Spyrðmsr Sunnudagur 10. júlí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Hann mátti muna sinn fífil fegri. Hér stóð haxm nú, bundinn af hinum gamla, slitna skrokki sínum, innan- um stráklinga og kasir af hínum bröndótta aldavini sin- iim, dauðum. Utan af firð- inum barst vélaskrölt bát- anna, lífgað upp af gargi mávanna og lykt af þangi og slori. Já, hann tók tvo sloruga og kramda þorska og og smeygði spyrðubandinu yfir sporðana með þykkum, stirðum öróttum hnúum, dökknuðum af sjóseltu í glím- uhni við hinn silfurgráa, sem hann nú spyrrti saman, tvo og tvo, svo líflausa og slyddu- lega. Hve oft hafði hann ekki fundið vöðva sína hnyklast og harðna, er hann, við snöggan og þungan kipp, hafði dregið, fullur krafts og eftirvæntingar, hinn brönd- ótta hægt og sigandi upp úr djúpinu, þrátt fyrir öfluga mótspyrnu og bægslagang hans. Þá hafði hinn grái fengið rúmgott banabeð á bátsbotninum innan um fé- laga sína, sem sömuleiðis höfðu orðið að lúta í lægra haldi fyrir mannskraftinum og gjalda með lífinu viðleitni sína til öflunar fæðu. En nú var þeim bröndótta mokað upp úr djúpinu með vélarafli, meinað að neita afls síns, og stúfað niður í stórar, daun- iilar lestar eins og hann ætti sér enga sögu. O svei, þvilíkur munur. Vélarskröltið færðist nær. Hann vissi, að karlarnir, sem höfðu efni á að eiga trillur, voru að koma að landi með aflann eftir nótt- ina. Hann langaði helzt til að fleygja frá sér spyrðu- böndunum, og rölta ofan á bryggjuna, sjá hvernig sjór- inn freyddi hátt á stefni bát- anna, er þeir legðust drekk- hlaðnir að, finna lyktina af nýjum fiski og heyra blauta hljóðið, er þeir fleygðu fisk- inum með stinginum upp á bryggjuna. En hann varð að vera þar sem hann var kom- inn. Það var bót í máli, að enn voru menn, sem vildu hætta á gömlu veiðiaðferðina, enda þótt hún gæfi minna í aðra hönd en landvinna. Hann herti sig við spyrðinguna. Hann gæti alltaf fengið að fljóta með einn og einn túr. Kaldur Iöðrungur Hann hrökk upp úr hugs- unum sínum við það, að fiskhausar flugu um höfuð hans. Strákarnir voru byrj- aðir aftur. Hann varð að beygja sig hvað eftir annað til að haus, sem ætlaður var strák skömminni við hlið hans, hafnaði ekki á höfði hans sjálfs. Það var nú meira hvað unglingarnir nú á dög- um voru baldnir og málugir. Þó þessir eiginleikar ættu kannski ekki við hér, mundi þeim koma þeir í góðar þarf- ir, er þeir kæmust til vits og GlfsU ára og yrði ljóst að þeir lifðu í hernumdu landi. Þeir kváðu líka véra miklir fyrir sér, þessir útlendu dátar, þótt aðal iðja þeirra væri að sögn sú, að reyna að koma áfengum drykkjum ofan í hálfvaxna telpukrakka. Ekki var nú karlmennskunni fyrir að fara hjá þeim: Að vera að burð- ast með vín en þora ekki að gera því skil sjálfur. Hann hastaði á strákana en þeir espuðust aðeins. Hann minnt- ist fyrstu sjóferðar sinnar, sem hann fyrir þrábeiðni sína hafði fengið að fara með föður sínum, sem þá var há- seti á sexæringi. Það var þungt loft og ólgu sjór. Hon- um var sagt að vera í háls- rúminu, en þar voru viðvan- ingar vanalega hafðir. Það var á móti út fjörðinn, og hann hafðið sviðið í andlitið af sjávarseltunni. Karlarnir voru allir þöglir og svipþung- ir eins og loftið. Jafnvel Stjáni, sem taldi frú sinni trú um, að allar stelpur væru skotnar í sér, var óvanalega alvörugefinn. Hann hafði reynt að bera sig mannalega þótt hann hafi helzt langað til að færa hafinu fórnina, sem það krafðist svo freklega. En hann hafði harkað af sér. Þeir létu nú reka út af Barð- anum. Stór og gljáandi þorsk- ur með hausinn afkáralega beygðan aftur, hafði þegar litað botnfjalirnar með blóði sínu, sem vætlaði út um hnífs- sárið, og lamdi með sporðin- um, eins og til að mótmæla þessari meðferð á sér. Brátt tojcu fíeiri þátt í þessum mót- mælum. Honum gekk erfið- lega að innbyrða. Það var sama hvað hann fékk inn af færinu, það rann alltaf jafn- mikið út aftur. Hann langaði helzt til að fleygja færinu út- byrðis og leggjast niður og orga hástöfum Báturinn virtist stjórnast af hugsunum hans, sem voru á hinni mestu ringulreið. Hann var lagstur út á öldu- stokkinn með tár í augunum, og kúgaðist. Hann hefði helzt viljað sofna, Einhver þreif í hann aftan frá, hann sá reiðilegt andlit föður síns og fann snöggan og kaldan sviða á vangann, er blautur vettlingurinn small á hann. Hann reiddist ofsa- lega. Ekki föður sínum eða neinum sérstökum. Sjóveikin var nú horfin og hann skynj- aði nú aftur himin og haf svo óendanlega vítt, og brátt hafði hann blóðgað þann fyrsta. ■ Illgresi. Strákarnir voru nú hættir að henda hausum, en byrjað- ir að kveðast á. Þetta var holl íþrótt ungum Islendingi. Hann var oftast búinn að koma með vísu í huganum á undan strákunum. Nú vora hausarnir farnir að rífast eitthvað út af fé og fóður- gjöf. Hann vantaði spyrðu- bönd. Hann sendi strák eftir þeim, og lagði við hlustirnar, Framhald á 7. síðu » UJUWW'MM ......... II nmm Heimsfriðarráðið, sem á hvei’ju ári sæmir nokkra menn viðurkenningu fyrir starf þeirra í þágu heimsfrið- arins, veitti Chaplin verðlaun Hollenzki meistarinn, höfund- ur „Söngs fljótanna", Joris Ivens. í fyrra; eixmig i ár urðu m.a. tveir kvikmyndamenn fyrir valinu; þeir Cesare Zavattini i og Joris Ivens. I Öllum sem þekkja verk I þeirra mun bera saman um, ! að þeir verðskuldi slíka við- ! urkenningu, þó mun það sann- I ast sagna, að flestir hafi ekki i heyrt þeirra getið; nöfnum 1 þeirra hefur ekki verið haldið i á loft með auglýsingaskrumi. ! ' Kithöfundurinn að baki { myndanna I Zavattini er einn í hópi ! þeirra tiltölulega lítt þekktu { höfunda, sem skrifa einvörð- 1 ungu fyrir kvikmyndir, semja kvikmyndarit.. Að sjálfsögðu vekja leikararnir mesta eftir- tekt þeirra, sem kvikmyndir sjá; stundum, en þó sjaldnast festist nafn kvikmyndastjór- ans í vitund áhorfenda — nöfn eins og John Ford, Eisenstein, Kené Clair eru nærri því á vörum jafnmargra og nöfn „stjamanna" — en þeir eru sárafáir sem taka eftir nafni rithöfundarins, sem allt starf hinna byggist þó á. Hins vegar má öllum vera það ljóst, að starf Zavattinis hefur verið engu þýðingar- minna en hinna miklu leik- stjóra í þeim mikla árangri sem ítalskar kvikmyndir hafa náð eftir striðið, hann hefur verið helzti frumkvöðull hinn- ar ítölsku raunsæisstefnu í kvikmyndum. Hann hefur fyrst og fremst haft mjög nána samvinnu við Vittorio de Sica: flestar kvikmyndir de Sica hafa orðið til í samvinnu vio Zavattini, allt frá Sciusica, sem f jallaði um betlidregnina í Napóli, sem burstuðu stígvél hinna bandarísku hermanna, til Undranna í Mílanó og Um- berto D. Síðasta snilldarverk ítalskrar kvikmyndalistar, sem sýnt hefur verið hér í Keykjavík, Kóm klukkan 11, byggði leikstjórinn Giuseppe de Santis einnig á handriti eftir Zavattini. Allar kvik- myndir Zavattinis bera með sér að honum var alvara þeg- ar hann sagði: Höfuðverkefni krikmynd- anna í dag er að Ieggja fram síaukinn skerf til friðarbar- áttxumar. Þung ábyrgð hvílir á herðum Mstamanna. Anda- giftin ein nægir ekki. Lista- mennirnir verða einnig að ívvikmyndalistin og friðarbaráttan geta fært hana i raunsæjan búning. Brýr og fólk, skurðir og fljót Joris Ivens er í öðrum hópi kvikmyndamanna, sem fæstir þekkja: hann býr til sann- fræðikvikmyndir (dokument- arfilm). :■ Hann varð fyrst kunnur fyrir nokkrar fram- úrskarandi kvikmyndir um brýr og skurði Hollands og hina miklu varnargarða í Zuidersjó, Síðan tók hann að gera kvikmyndir um lif- andi fólk í stað dauðra hluta; hann bjó til Imkmynd um líf- ið í belgíska námuhéraðinu Borinage og hann samdi aðra um borgarastyrjöldina á Spáni. Hann vakti athygli á sér eftir heimsstyrjöldina, þegar hollenzka stjórnin réði hann til að gera kvikmynd í Indónesíu meðan nýlendu- stríðið stóð yfir. Þegar Ivens varð þess áskynja hvað var að gerast í Indónesíu sleit hann samningnum, fór til Ástralíu og samdi þar kvik- Cesare Zavattini (til hægri) og Vittorio de Sica, sem hafa í sameiningu skapað ýms mestu sniUdar- verk ítalskrar kvikmyndalistar. Myndin er tekin af þeim á fundi, sem ítalskir kvikmyndamenn héldu nýlega í Bóm til að ræða um ráðstafanir til að veria kvikmyndaiðnað Italíu fyrir þeim hættum, pólitiskom og f járhagslegum, sem að honum steðja. mynd um aðstoð þá sem hafn- arverkmennirnir þar veittu hinum stríðandi frelsisliðum Indónesíu. Sú mynd, Indones- ia Calling, hefur verið sýnd hér á vegum Filmíu. Mesta afrek hans er þó kvikmynd sú sem hann gerði að tilhlutun Alþjóðasambands verkalýðsins Söngur fljót- anna. Hún hefur enn ekki komið hingað til lands, en vonandi verður þess ekki langt að bíða. Söngur fljót- anna fjallar um fólkið sem býr við hin miklu fljót: Missi- sippi, Amazón, Níl, Ganges, Volgu og Jangtsekíang, Myndin sýnir líf þessa fólks, alls konar fólks af ólíkum kynþáttum, daglegt strit þess, neyð þess, baráttu og ham- ingju og það er óefað þessi mynd fyrst og fremst, sem Heimsfriðarráðið hafði í huga, þegar það sæmdi Ivens verð- laununum. Tvöfökl ábyrð Minnast má orða Ivens, sem hann mælti þegar hann und- irritaði Stokkhólmsávarpið um bann við kjarnorkuvopn- um fyrir fimm árum. Þau eru enn í gildi: — Við sem viimurn í þágii menningarinnar tökum á oklc- ur tvöfalda ábyrgð, þegar við undirritum þetta ávarp. Við verðrnn að gera hvort tveggja: vara fólkið við þess- um sprengjum og beita okkar eigin vopnmn til að túUca trúna á lífið. Við verðum að beita okkur fyrir því, að gamlar hendnr og ungar hend* ur, harðar hendur og mjúkar hendur verði að einni hönd — voldugum hnefa sem lyftist gego eyðilegginguimi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.