Þjóðviljinn - 16.07.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.07.1955, Blaðsíða 7
 Laugardagur 16. júlí 1955 — ÞJÓÐVILJINN (7 Hans Kirk: 1111 1 tl 44. dagur svipað að sofa hjá henni og aðalsmannatali. Ég held að þú hafir einmitt þörf fyrir ástandsdömu. Sem ég er lif- andi. /— Evelyn, nú er of langt gengiö, sagði Tómas Klit- gaard. — Við lifum á alvarlegum tímum og þessi kvöld- stund verður ekki eingöngu glens og gaman, heldur út- heimtir hún alvöru og járnharðan aga. Vertu skynsöm, Evelyn, mundu að þú ert fulltrúi dönsku þjóðarinnar. Samkvæmissalimir voru fagurlega skreyttir þegar veizlugestir komu á vettvang. Þjóðverjar og Danir voru aðskildir fyrst í stað, en þegar búið var að renna niður fyrsta kokkteilnum fóru hóparnir aö nálgast hvor ann- an. Þeir skiptust á kurteisisorðum sem góðir samstarfs- menn af tveim þjóðernum. Kaas yfirverkfræöingur var HcLrið á henni var liðað og ondúlerað \í furðulegustu bylgjur og lokka sá eini sem hímdi kyrr í sínu homi. Tómas Klitgáard gekk til hans. — Kæri yfirverkfræðingur, sagði hann. — Verk okk- ar er fullkomnað og ég er þeirrar skoðunar að þér eigið skilið að taka yður leyfi. Þér hafið lagt hart að yður við erfið skilyrði. Þér þurfið að taka yöur góða hvíld og síðan tökum viö til við ný og stórkostleg verkefni. — Nýtt hermang, eigið þér við, sagði Kaas þungbú- inn. — Þér þurfið ekki að líta reiðilega á mig, ég hef unnið fyrir fööur yöar og hef vanizt því að segja það sem mér býr í brjósti. Þetta er ógeðslegt athæfi .... Tómas Klitgaard sneri sér frá honum sárgramur. Þarna kom maður í mesta sakleysi og ætlaöi að sýna undirmanni sínum velvild. Og sem svar fékk maður ekki annað en ósvífni og móðganir. En máðurinn var veikur, veslings Kaas var að tapa sér. Hann þurfti að taka sér leyfi, fá hæfilega fjámpphæð og fara síðan upp í sveit og liggja á meltimni. Því að svíniö var nefnilega ómiss- andi. Dymar að borðsalnum vom opnaðar og við augum gestanna blasti dýrleg sjón. Forboðna kalda borðið hafði til hátíðabrigða stigið upp úr gröf sinni. Dýrlegar nauts- steikur og rauðir humi’ar glóðu, steiktar endur lágu sak- leysislegar á fötunum og reyndu að láta sem minnst á sér bera. Skinkumar, lifrarkæfumar, salötin, reykti laxinn og állinn, æjá, það var eins og hinn mildi mynda- smiðm’ hefði sjálfur gert þessa mynd handa börnum sínum. Fat viö fat og skál við skál og raðir skínandi kristallsglasa sem lofuðu góðu. — Ó, þetta himneska land, andvai’páði von Drieberg. — Þáð endar með því áö ég vei’ð sannur danskur fööur- landsvinur. Kæri Klitgaard verkfræðingur, leyfist mér að kynna yður og vini ýöar fyrir dömu sem hefur gert mér þann heiöur að fylgja mér til þessai’ar veizlu. Ungfrú Fríða. Fríða feita, eins og hxin var venjulega kölluð á veit- ingahúsinu þar sem hún hafði framreitt sitt af hverju, hafði gert sér dagamxxn. Hárið á henni var liðað og ond- úlerað, í furðxxlegustu bylgjm* og lokka og til þess aö Yfirburðir í lofti Framhald af 4. síðu. komið Vesturveldunum á ó- vart í vopnaframleiðslu á síð- ustu árum. Hann sagði meðal annars: „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sovétríkin raska því tímatali sem við höfum samið. Eg skal nefna dæmi: Við héldum að þeir gætu ekki smíðað sprengjuflugvél sam- hærilega við gerð okkar B- 29 á skemmri tíma en sex til sjö árum. Þeim nægðu tvö ár. Við héldum að þeimmyndi ganga illa að smiða eftirmynd af brezka þrýstiloftshreyflin- um. Þeir smíðuðu annan betri á tæpu ári. Sumir sérfræðing- ar héldu að þeir gætu ekki smíðað kjarnorkusprengju á skemmri tíma en áratug, ef þeim tækist það þá nokkurn- tíma. Þeir hristu heiminn með óvæntri sprengingu eftir þrjú ár. Það er svipaður tími og við Bandaríkjamenn vorum að framleiða fyrsta kjam- orkuvopnið.“ □ ins og vænta mátti hafa fregnirnar um hinar nýju herflugvélar Sovétríkjanna vakið athygli víðar en í Bandaríkjunum, ekki sízt í Vestur-Evrópu. Þar hafa þær átt þátt í því áð þeir sem reynt hafa að halda því fram að sáttfús framkoma sovét- stjórnarinnar í alþjóðamálum stafi af ótta hennar við hem- aðaryfirburði Vesturveldanna og þá einkum Bandaríkjanna hafa orðið að gjalti. Brezka sósíaldemókratablaðið New Statesman and Nation ræddi málið í forystugrein 9. þ.m. og segir þar meðal annars: „Frá því . 1945 til 1950 vó einokun Vesturveldanna á kjarnorkuvopnum upp á móti gífurlegum yfirburðum komm- únista hvað hefðbundinn vopnabúnað snerti. Svo, eftir að Rússar sprengdu fyrstu kjamorkusprengju sína, hófst kapphlaupið um smíði vetnis- sprengjunnar. Þegar því lauk á síðasta ári með jafntefli, hélt bandaríska herstjórnin því enn fram að hún hefði þó að minnsta kosti úrslita- yfirburði á einu sviði. „Jafn- vel þótt Rússar kunni að smíða kjarnorkuvopn“, sagði hún, „eru þeir þó mörg ár á eftir okkur í framleiðslu sprengjuflugvéla sem flogið geta milli meginlanda og megna að greiða rothögg þau sem flugher Bandaríkjanna er nú þegar fær um að greiða.“ Flugsýningin yfir Moskva síð- astliðinn sunnudag afsannaði fullyrðingu bandarísku her- stjórnarinnar. Ef með því að semja úr sterkri aðstöðu er átt við að semja úr sterkri hernaðaraðstöðu, þá munu Vesturveldin verða að semja úr veíkri aðstöðu í Genf, þrátt fyrir fjögurra ára níðþungar hervæðingarbyrðar.“ Alhliia þvottaefni. Tll UPPÞVOnA. I maukeii I 10 Ktra at *cl bcitu vatni. AlBOt leysir upp afla fitu samstundii, tuiriun veriur failegur og gljáandi AIB01 ER 8ETRA EN N0KKU8 SÁPA. ALBOL tR ALBEZT OUUVERZLUN IbLANDS @ J|laðið bætir því við, að þessi uppljóstrun muni „valda þeim einum áhyggjum sem staðhæfa að valdbeiting sé eina málið sem kommún- istar skilji og að það séu her- væðingin og Atlanzhafsbanda- lagið sem hafi komið því til leiðar að Rússar hafi fallizt á að setjast við samninga- borðið.“ Hið brezka sósíal- demókratablað áfellist Dulles utanríkisráðherra Bandaríkj- anna og aðrá vestræna ráða- menn fyrir að reyna að þakka það stefnu sinni að horfur séu nú á að hægt sé að binda endi á kalda stríðið. Ef slíkt sé reynt þurfi ekki að búast við neinum árangri í Genf. Mergurinn málsins sé að eftir tilkomu vetnisvopnanna sé hervald ekki lengur tæki sem sem hægt sé að beita til að hafa nokkurt stefnumál fram. Á öld vetnissprengjunnar sé um tvennt að velja, lausn deilumála með samningum og gagnkvæmum tilslökunum eða gereyðingu. M. T. Ó. Launajafn- rétti kvenna ' Framhald af 4. síðu. meira af vinnumarkaðnum en við nú gerum. Hvernig skyldi standa á því að svo fáar stúlkur fara í iðn- greinar ? Eg veit til þess að í vetur vildi prentsmiðja ein hér í bænum ráða stúlku til að læra prentiðn, ég veit ekki til að ein einasta stúlka vildi líta við því starfi. Hver er á- stæðan ? Ekki er þó hér um erfiðisvinnu að ræða, auk þess gefur þetta starf iðnréttindi og er vel borgað þegar búið er að læra það. Myndi ekki á- stæðan vera sú að hér væri gamla sjónarmiðið á ferðinni, stúlkum fyndist þetta vera karlavinna en ekki kvenna, af því að það hefur hingað til vei’ið unnið af körlum? Marg- ar fleiri iðngreinir gæti kven- fólk einnig farið í, dettur mér þar t.d. í hug rafvirkjun og málaraiðn, ég er viss um að þær eru ekkert erfiðari en t.d. blautfiskvinna og hreingern- ingar, sem konur leggja fyrir sig án þess að kvarta hót yfir því. Þá gæti kvenfólk eflaust unnið ýmsa verkamannavinnu eins og t.d. gatnagerð og byggingarvinnu, ég hugsa að naglhreinsa timbur sé t.d. talsvert léttara en að salta síld, en það finnst okkur öll- um eftirsóknarverð vinna. Eg þekki allmargar konur, sem unnið hafa sjálfar að smíðum húsa sinna og líkað það ágæt- lega. Um leið og konur legðu fvr- ir sig fleira og fleira af þeim störfum sem áður hafa verið eingöngu unnin af körlnm verður erfiðara að standa gegn kröfunni um fullt launa- jafnrétti. Þá myndum við einnig losna við þá gömlu hleypidóma verkakvenna sjálfra að við eigum ekki kröfu á sama kaupi og karlar og væri þá vafalaust skammt • til sigurs. BBMM Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. —Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb) — PPJIÍWwMBwlIWPa Fréttastjóri: Jón Bjarnason. — Blaðaménn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi ólafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. •— Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: SkólavörðU' ~iSg 1£K — Sími- 7500 (3 línur). — Áskríftarverð kr. 20 » mán. í Rvík og nágrenni: kr. 17 annars staðar. —, Lausasöluverð kr. 1, — Prentamiðja Þjóðviljans h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.