Þjóðviljinn - 24.07.1955, Side 7

Þjóðviljinn - 24.07.1955, Side 7
Suimudagur 24. júli 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 l Hans Kirk: L ~““~———— — Og auk þess er ég fullur, hvæsti byggingafulltrúinn. Hvað á maður að gera á þessum tímum annað en drekka. Þetta er allt vonlaust, og enn verra verður það ef við sigrum. — Sigrið þiö° — Ég veit það ekki. Ég vona ekki en það verður hræðilegt blóðbað áöur en þeir koma okkur undir. For- ingjar okkar eru glæpamenn, samvizkulausir bófar, brjálaðir hundar! Hún naut þess að hlusta á illskuhreiminn í rödd hans og í rauninni skipti þaö engu máli þótt hann drykki. Það var hræðilegt fyrir gáfaöan mann að vera í styrjöld og það fyrir Hitler. Þótt frú Evelyn hefði aldrei brotið heil- ann um stjórnmál, vissi hún þó hvað nasismi var. Þræla- búðir og gyðingaofsóknir. Hann nam staðar viö krána í Stövring og þau fóru út úr bílnum. í veitjngasalnum vakti koma þemra skelfingu. Tveir menn í teningsspili hættu í miðju kafi meö bik- arana á lofti og störðu á einkennisbúning Funches, með- an framreiðslustúlkan þaut burt til að leita að aðstóð. Taugaóstyrkur bjónn kom stikandi. — Við ætluðmn bara að fá eitthvað að borða, sagði Evelyn. — Gerið svo vel að koma þessa leið, sagði þjónninn. Hér fyrir innan er meira næöi. Þeim var vísaö inn í stóran, auðan sal og Evelyn pantaði léttan hádegisverö. — Snaps! sagöi byggingafulltrúinn. — En ekki of mikiö, sagöi Evelyn. Muniö að þér þurf- ið að aka heim aftur. — Verið alveg rólegar, sagði Funche. Ég er ekki hættu- legur nema þegar ég hef ekki fengið fullan skammt. — En hvers vegna drekkið þér svona hræðilega mikið? sagði Evelyn og horfði blíðlega á hrukkótt hrossandlit hans. — Vegna þess aö ég er sekur, sagði Funche bygginga- fulltrúi. En hvernig ættuð þér, falleg dönsk kona aö 'skilja það? Vegna þess að ég er heimskur og ragur menntamaður sem sætti mig við ósómar.n án þess aö berjast gegn hinu illa meöan tími var til. Vegna þess aö ég hef svikið allt það sem maður má aldrei svíkja — þess vegna á ég í dag ekki annars úrkosta en að drekka. Hvernig ætti ég að öðrum kosti aö geta þraukað. Gerið yður í hugarlund að hafa skepnu eins og von Drieberg fyrir yfirmann! Lítinn feitan dindil, sem hefur ekki ' hundsvit á því sem hann er að gera, en hefur potað sér upp úr auviröilegri stöðu sem teiknari á verkfræðistofu fyrir tilstilli flokksins. Og hver á sökina a því að þorp- aramir geta setiö í embættum sem þeir hafa troöiö sér í með ágengni og pólitískri spillingu? Þaö eru færu starfsmennirnir — það erum við sem höldum þeim uppi. Án þekkingar okkar og tækni væru þeir ekki neitt. Og spyrjið þér hvers vegna ég drekki, náðuga frú! Evelyn tók um höndina á þessum æsta manni og strauk hana örb’tiö. — Mér fellur mjög vel við yöur, og það gerir ekkert til þótt þér drekkið fyi'st þér emö tilneyddur, sagði hún. Þér minnið svo mikiö á góðan og vitran hest, sem orðið hefur reiöur að ærnu tilefni. Og ég hef svo mikið dá- læti á hestum.......... 16. KAFLI Ári6 líður. Það hefur verið gróðavœulegt fyrir hermangara, braskara, okrara og ekki sízt fyrir hin heiöarlegu fyrirtœki Klitgaard og Syni og Pro Patria. Við rœðum ögn um viðskipti og verðurn auk pess að fylgjast með leiðinlegum atvikum, par sem eiginkonur prjózkast gegn vilja eiginmanna og börn gegn vilja foreldra sinna. HlutafélagiÖ Pro Patría hafði hlotið lagalega skírn og fermingu hjá Seidelin héraðsdómslögmanni, og þaö blómgaðist þegar frá upphafi. Virðing Jóhannesar Klit- gaards á þorparanum Egon hafði aukizt að mun, því að í rauninni hafði pilturinn fengið fyrij.'taks hugmynd. í stóra geymslusalnum 1 Nörresundby ráðsmennskaðist hann nú yfir hópi verkakvenna sem bjuggu til felunet. Hann.var forstjóri og Fríða feita hafði fengið pelsinn 1 þakklætisskyni fyrir þann stuðning sem hún hafði veitt fyrirtækinu með kuriningsskap sínum við von Drieberg. Auövitað vissu allir að Egon var þorpari og lagaði launa- listana til, en Jóhannes Klitgaard studdi fingri á slagæö fyrirtækisins og vissi aö þaö stórgræddi, svo aö hann gerði ekkert veður út af því. Með reglulegu millibili fór hann til Alaborgar til að yfirlíta. Hann gekk gegnum salinn þar sem láglaunaðar konur kepptust við og stöku sinnum heilsaöi hann upp á Fríðu feitu, sem hafði líka fengið starf þarna, hvern fjandann sem hún svo geröi. Auðvitað var það gervi- starf. En meðan hún vann að nafninu til hjá fyrirtæk- inu var þaö öruggt um nýjar pantanir og góða samninga og þeir keppinautar sem reyndu aö skjóta þeim ref fyrir rass, gátu eins sparaö sér fyrirhöfnina. Og auövitaö voru stöku sinnum haldnar dýrlegar matarveizlur, sem bygg- ingastjórinn, Egon forstjóri og Fríða feiia tóku þátt í, því að viðskiptalífið útheimtir slíkt. Það þarf að vanda sem vel á að standa. DauðadóiBti lireytt Brezka herstjórnin breytti i gær dauðadómi yfir liðþjáifa að nafni Emmet-Dunne í ævi- lagt fangelsi. Var hann dæmd- ur fyrir að myrða eiginmann konu sem hann giftist síðar. Dauðadómnum var ekki full- nægt vegna þess að hann var kveðinn upp í Vestur-Þýzka- landi, en Vesturveldin hafa heitið því að fullnægja ekki dauðadómuum þar fyrir afbrot sem ekki varða dauðarefsingu að vestur-þýzkum lögum. SmurstöS Framhald af 8. síðu. ;r á lóðinni mjög rúmgott wottastæði, þar sem hægt er íð þvo nm 8-10 bíla samtímis. ?á er afgreiðsla til bensín- og iiesel-bifreiða algjörlega aðskil- ,n, sem er að sjálfsögðu til nikilla þæginda fyrir viðskipta- nenn. Akbrautir að og frá stöðinni út á Reykjanesbraut ;ru hinar breiðustu, sem þekkj- ist hérlendis en við það og hið mða svæði framan við stöðina skapast viðsýni yfir hina fjöl- íörnu umferðaæð, til aukins ör- yggis. Björt og rúmgóð smurstöð Sjálf smurstöðin, sem nú hef- ur tekið til starfa, er mjög rúmgóð og björt. Er hún út- búin með einni lyftu 5 tonna fyrir alla venjulega fólks- og vörubíla og eina smurgryfju, sem fyrst og fremst er ætluð fyrir stærri fólksflutningabíla og önnur þung ökutæki. Er gryfja þessi, sem er um 10 m að lengd, algjört nýmæli hér- lendis hvað útlit og öllu fyrir- komulagi viðvíkur. Smurgryfj- ur hafa síðustu árin rutt sér óðfluga til rúms víða um heim og þykja í flestu taka bifreiða- lyftum fram, en þó fyrst óg fremst hvað snertir skjóta af- greiðslu. Þá þykir óhentugt að nota mjög stórar lyftur við smurningu smærri bifreiða, en í gryfju slciptir slíkt engu máli. Skjót og örugg þjónusta Öll tæki á stöðinni eru af fullkomnustu gerð, sem þekkist erlendis og er fyrirkomulag allt miðað við að hægt sé að veita viðskiptamönnum í senn, skjóta og örugga þjónustu. SKIPA BIKISINS Vestur um land til Isafjarðar hinn 28. þ.m. tekið á móti flutn- ingi til Snæfellsneshafna, Flateyjar og Vestfjarðahafna á morgun. Farseðlar seldir á miðvikudag. Herðabreið Austur um land til Raufarhafn- ar hinn 28. þ.m. Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarf jarðar, Mjóafjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar og Raufarhafnar á þriðjudag. Farseðlar seldir á miðvikudag. Hvítt vesti og sjalkragi Vor- og sumarkjólarnir eru nú margir hverjir með hvítu brjósti eða vesti, minna dálít- ið á skokkkjólana nema hvað þeir eru með ermum. Kjóllimi á myndinni er saumaður úr einlitu bómullarefni og við hann er notað hvítt brjóst. Stóri sjalkraginn nær alveg út fyrir axlirnar. Ef ermunum er sleppt má nota venjulegar blússur í stað brjósts, erma- stuttar og ermalangar eftir vild. > > ÚTBREIÐIÐ > > ^ ÞJÓDVILJANN * >1 Langsjal með vösum Breiða langsjalið með vös- unum er- fallegt og þægilegt. Sjalið á myndinni er úr gráu jersey, bryddað svörtu og það fer vel við svarta kjólinn. Kjól- beltið er gert úr sama gráa jerseyinu og heildarsvipurinn. er mjög snotur. Það er auð- velt að sauma sér stólu eða prjóna hana úr mjög smáu ull- argarni. Hið siðainefnda er mjög fallegt, jafnvel við spari- kjóla. Ll|||M Étgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu ■— Sósfalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb) — UVIUIIlR Fréttastjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafisson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðm ’ife 19. — Simi: 7500 (3 línur). •—Áalonftarverð kr. 2Q k máru í Rvik og nágrenni: kr. 17 annars staðar. — Lausasöluvárð kr. X. — Preaiamiðja ÞjóðviljanB h.f.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.