Þjóðviljinn - 24.07.1955, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.07.1955, Blaðsíða 8
Mjólkurbú Flóamanna hyggst reisa nýja stórbyggingu fyrir starfsemi sína Á 25 árum hefur mjólkurbuiS tekiS á 1 móti 244 milljónum kg af mjólk Hinn 5. desember 1929 var fyrst tekið móti mjólk í hinuj nýreista Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. 1 vetur voru því liðin 25 ár frá því starfsræksla þess hófst. Var þess afmælis minnzt með mjög niyndarlegri hátíð sem mjólkurbúið efndi til í gærkvöld austur á Selfossi, eins og greint var frá í blaðinu í gær. Síðastliðinn þriðjudag var' áveitusvæðinu". Nefnd þessi blaðamönnum boðið austur á Selfoss til að skoða mjólkur- búið og fá nokkrar upplýsingar um sögu þess og starf þennan aldarfjórðung. Eftir að Flóaáveitan hafði tekið til starfa og gefið góða raun komu fram ýmsar tillögur um framkvæmdir á Flóaáveitu- svæðinu, og 1926 skipaði ríkis- stjórnin 3ja manna nefnd ,,til þess að gera tillögur um, hver mannvirki skuli gera á Flóa- skilaði áliti 8. nóvember 1927 og lagði til „að landsstjórnin noti heimild viðaukalaga frá 1926 um áveitu á Flóann frá 1917 til þess: 1. að gangast fyr- ir stofnun mjólkurbús .......“ Nefndin gerði lauslega áætlun um rekstur mjólkurbúsins, er ynni úr 3 milljónum mjólkur- lítra á ári. Stofnfundur búsins var hald- inn 10. desember þá um vetur- inn, og „skuldbundu sig þá þeg- Fjögurra hreyfla flugvél iendir í fyrsta sldpti á Egilsstalaflugvelli Flugvöllurinn talinn sæmilegur varailugvöllur fyrir millilandaflugvélar í fyrradag lenti fjögurra hreyfla flugvél í fyrsta skipti á Egilsstaðaflugvelli, og var það ,,Sólfaxi“ Flugfélags ís- lands. Flugstjóri var Jóhannes H. Snorrason og aðstoðar- flugmaður Magnús Guðbrandsson. Farið var frá Reykjavik kl. 16.15 í dumbungsveðri og lent á Egilsstöðum í glampandi sól- skini og steikjandi hita eftir rösklega klukkutíma flug. Sveinn Jónsson bóndi á Egils- stöðum hafði boð inni fyrir á- höfn og farþega „Sólfaxa" og var veitt af miklum rausnar- skap. Bauð Sveinn flugvélina velkomna og fagnaði þeirri öru þróun, sem orðið hefur hin síð- ari ár í flugmálum okkar og þá um leið í flugsamgöngum við Austurland með tilkomu hins nýja flugvallar á Egils- stöðum. Fyrsta flugvélin lenti á Egils- stöðum í ágúst '1938 og stjórn- Vill fá einkarétt á öskuhaugunum Pétur Hoffmann Salómonsson hefur snúið sér til bæjarráðs Reykjavíkur með tilmæli um að hann fái einkarétt til hagnýt- ingar.á verðmætum sem kynnu að finnast á sorphaugunum og emifremur lögregluvernd gegn ásókn annarra á haugana. Eng- an stuðning fékk þetta erindi Péturs þegar það var lagt fyrir fund bæjarráðs 22. þ. m. Pétur h°fur áður snúið sér til bæjar- réðs sömu erinda en fengið neit- un. i aði henni Agnar Kofed-Hansen en með honum var Bergur G. Gíslason. Var það lítil tveggja manna flugvél. Örn Ó. Jónsson fór í fyrsta farþegaflugið þang- að 1939, en farþeginn var Framhald á 5. síðu. ar 52 menn, og áttu 324 kýr‘“. Formaður bússtjórnar var kos- inn Eiríkur Einarsson, en aðrir í stjóm þeir Dagur Brynjólfs- son og Eggert Benediktsson. Egill Thorarensen hefur verið formaður félagsstjórnar síðan 1931, en með honum eru nú í stjórn: Sveinbjöm Högnason, Eggert Ólafsson, Dagur Bryn- jólfsson og Sigurgrímur Jóns- son. Haustið 1928 vom hafnar byggingaframkvæmdir, og kost- aði mjólkurbúið fullgert, með öllum útbúnaði, 333.324,25 kr. og var þá reiknað með að búið gæti tekið við 3 milljónum kg. mjólkur á ári. Fyrsta heila starfsárið, sem raunar var 13 mánuðir, var innvegið mjólkur- magn rúmlega 1.2 milljónir kg. En þróunin hefur orðið örari en nokkurn mátti óra fyrir. Ár- ið 1954 var innvegið mjólkur- magn 23.7 milljónir kg, 8 sinn- um meira en upphaflega var miðað við er áætlanir vom gerðar og stöðva.rhús reist. Þá hafði félagsmönnum einnig FramhalH á 2. síðu. Nýr fram- fœrslufulltrúi Sigurður Halldórsson, sem verið hefur starfsmaður í Ráðn- ingarstofu Reykjavíkurbæjar, hefur verið skipaður fram- færslufulltrúi í stað Ragnars Lámssonar, er nú er tekinn við forstjórn Ráðningarstofunnar. Mjólkurbú Flóamanna hefur nú látið fullgera teikningu af fjTirhugaðri bjg^gingu sinni. Likan J>etta af fram- hlið byggingarinnar hefur Sverrir Haraidsson gert eft- ir teikningu Skarphéðins Jóhannssonar arkitekts. Sumarbistaða- löndum úthlutað í Hamrablíð Á fundi sínum í fyrradag út- hlutaði bæjarráð 50 erfðafestu- löndum í Hamrahlíð í Lamb- hagalandi. Umsækjendur um löndin voru nær 200. Ákveðid var að lönd þessi yrðu leigð út samkvæmt sömu skilmáfum og reglum og sumarbústaðalöndia við Rauðavatn. þlðÐVILJINM Sunnudagur 24. júlí 1955 — 20. árgangur — 164. tölublað Hin nýja smurstöð h.f. Shell við Reykjanesbraut, sem opnuð var í fyrradag. Shell opnar nýja smurstöð við Rey k j anesbraut í fyrradag tók til starfa á vegum h.f. „Shell“ á ís- landi smurstöö í nýjum húsakynnum áföstum viö ben- zínafgreiöslustöö félagsins viö Reykjanesbraut. Svo sem kunnugt er hófst bensínsala þama um miðjan ágúst s.l. ár. Áilt frá því fyrsta er félag- inu var úthlutað lóð fyrir um- rædda starfsemi á þessum stað, en sú úthlutun var af hálfu bæjaryfirvaldanna liður í þeim áformum að fjarlægja bensín- afgreiðslustöðvar úr miðbæn- um, hefur staðsetning bygg- inga, svo og önnur mannvirki utanhúss, miðað að þvi að gera umferð alla sem greið- Hefði Bárði Daníelssyni nægt umhugsunarfrestur til ú standa gegn hækkun útsvaranna? „Frjáls þjóð“ reynir í gær að afsaka aumingjaskap Bárðar Daníelssonar á síð- asta bæjarstjórnarfundi í sambandi \ið hækkun út- svaranna með því að Bárður hafi ekki haft nægan undir- búningstíma til að átta sig á því hvort honum bæri að standa með öðrum fulltrú- um minnihlutaflokkanna gegn ránsherferð íhaldsins á hendur verkalýð og Iaunþeg- um eða fylgja auðstéttar- flokknum eins og oftast lief- ur verið reglan síðan Bárð- tók sæti sitt í bæjarstjórn. Segir „Frjáls þjóð“ að þetta sé ástæðan til þess að hend- ur bæjarfulltrúans urðu máttlausar við atk\æða- greiðsluna. Á öðrum stað í sama biaði „Frjálsrar þjóðar“ er Bárð- ur látinn gera tilraun til að skýra fylgi sitt við 100% hækkun strætisvagnafar- gjaldanna. Rifjar hann þar upp sögu málsins og skýrir frá því að hann hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu um fyrri hækkunartillögu í- haldsins þann 17. des. s.l. Sú hækun náði ekki fram að ganga vegna andstöðu inn- f I utni ngsskrif stof unnar. Fékk Bárður því frest til að hugsa málið allt til 25. júni s.I. þegar íhaldið fór á stúf- ana að nýju. Umhugsunar- frestur Bárðar var rúmlega 6 mánuðir. Niðurstaða heila- brotanna varð sú að I»jóð- vamarfulltrúinn féli mjúk- lega i faðm íhaldsinsóg sam- þykkti að bæta 2—3 millj. kr. útgjöldum á farþega strætisvagnanna. Þar sem Bárði Daníelssyni nægðu ekki sex mánuðir til að komast að réttri niður- stöðu í fargjaldamálinu eru vissulega litlar likur til ann- ars en sagan hefðí endur- tekið sig þótt hann hefði fengið umhugsunarfrest í einn eða tvo daga um hækk- un útsvaranna. Hann sá sér, ekki fært að veita rökstuddri frávísunartillögu Sósíalista- flokksins, Alþýðuflokksins Framsóknar stuðning og sat með hendur í skauti eins og 17. des. Frestur til að hugsa og athuga málin er ekki alfó af einhlrtur til réttrar nið- urstöðu, sízt þegar hjartað slær með andstæðingum al- þýðunnar og aliur viljinn beinist að þvi að verða þeim að gagni í herferðinni á hendur Iaunastéttunum. asta. og um leið sem hagkvæm- asta. Hefur öll lóðin, um 3300 m2, sem félagið hefur yfir að ráða, þegar verið jöfnuð og tekin til afnota. Rúmgott þvottastæði Auk sjálfrar byggingarinnar Framhald á 7. síðu. Skora á bæjar- stjórn að hef ja framkvæmdir við leikvelli Mikil og almenn óáxxægja er rikjandi meðal íbúa í smáíbúða- hverfinu við Sogaveg út af því að engar framkvæmdir eru enn hafnar við barnaleikvallagerð í hverfinu. Hafa 195 húsráðend- ur þar sent bæjarráði skriflega áskorun um að hefja þegar framkvæmdir við leikvelli í hverfinu. Var áskorunin lögð fram á fundi bæjarráðs 22. þ. m. og henni vísað til umsagnar leikvallanefndar. Nýir byggingameistarar Bygginganefnd Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 18. þ. m. að veita Jónasi Jónssyni, Tjarnargötu 10A og Árna Guð- laugssyni Bólstaðahlíð 9 leyfi til að standa fyrir byggingum í Reykjavík sem húsasmiðum og Sigurjóni Sveinssyni, Laugateig 17 sem múrara.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.