Þjóðviljinn - 04.08.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.08.1955, Blaðsíða 12
máli séra iMSÍmars Iokið í bili Búreikníngar skólastjórans gefa enga skýr- ingu á fjárdrœftinum - Hafa veriS rannsök- uS tengsl hans viS AlþySuprentsmiSjuna? Rannsókn Þórðar Björnssonar, fulltrúa sakadomara, á smiðjunnar, en skólastjórinn var iainu stórfellda fjárdráttarmáli séra Ingimars Jónsson- sem kunnugt er nánasti sam- JÖÐVIUniN ar er að mestu lokið, og fer málið nú í endurskoðun á nýjan leik. Að henni lokinni hefjast yfirheyrslur enn, ef endurskoðunin gefur tilefni til, en síðan verða niöur- stöður rannsóknarinnar sendar dómsmálaráðherra sem íekur ákvörðun um málshöfðun. Þórður Björnsson var sem Austurbæjar hafa numið á aðra milljón króna um langt - árabil, en það er einhver stórfelldasti kunnugt er skipaður rannsóknar- dómari í mál þessu og skýrði ihann Þjóðviljanum frá þessu í ■ þjófnaður sem upp hefur kom- gær. Kvað hann nú unnið að því I ið hérlendis. Hlýtur það að að vélrita málskjölin, siðan yrðu bau send fjármálaendurskoðanda skólamála, Aðalsteini Eiríkssyni, og endurskoðunardeild fjármála- ráðuneytisins. Kvað Þórður trú- ilegt að endurskoðunin tæki nokkurn tíma, því þetta væri að sjálfsögðu mikið reikningsmál; pyrfti að fara vandlega yfir öll l'jármál Gagnfræðaskóla Austur- bæjar um langt árabil. Er Þórður var að því spurður hvort rannsóknin hefði að ein- hverju leyti snúizt um samband séra Ingimars við Alþýðuprent- smiðjuna, Alþýðuhúsið og Al- þýðubrauðgerðina, svaraði hann aðeins: — Eg vil ekki segja neitt um það að svo stöddu. Það mun koma í ljós á sínum tíma. Að öðru leyti kvaðst Þórður ekkert geta um rannsóknina sagt eða niðurstöður hennar á þessu stigi málsins. Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá mun fjárdráttur séra Ingimars frá Gagnfræðaskóla Listvinahúsið hefur gluggasýningu hjá Haraldi Árnasyni Um þessar mundir eru liðin 25 ár síðan leirmunaverkstæði Guðmundar Einarssonar mynd- höggvara, Listvinahús, hélt fyrstu sýningu sína, og í tilefni þess hefur verið gefinn út bæklingur með myndum af ýmsum leirmunum sem gerðir hafa verið á þessu tímabili í Listvinahúsinu. Er frágangur bókarinnar' allur hinn smekk- Jegasti. Listvinahúsið hefur að und- anförnu tekið þátt í sýningum víða erlendis, m.a. í Þýzkalandi, Gautaborg, New York, Chicago og San Fransisco. Hefur Guð- mundur Einarsson nú látið af forstöðu fyrir leirmunaverk- stæðinu, en við er tekinn Einar sonur hans sem hefur lagt stund á leirmunagerð hérlendis og erlendis. í dag opnar List- vina.húsið gluggasýningu hjá Haraldi Árnasyni, og verða þar -sýndir munir sem Einar hefur •gert að undanförnu, en hann hefur tekið upp ýmsar nýung- ar í þessari listgrein. vera eitt meginverkefni rann- sóknarinnar að kanna í hvað þessu fé hefur verið varið, af hverjum hvötum því var rænt og hvort einhverjir aðrir hafa verið í vitorði með séra Ingimari, beint eða óbeint. Eins og kunnugt er hefur séra Ingimar jafnan verið talinn mjög traustur fjármálamaður, ná- kvæmur og gætinn. í plöggum hans, sem tekin voru til rann- sóknar, munu m. a. hafa fundizt mjög nákvæmir búreikningar þar sem færð voru öll útgjöld hans sjálfs, konu hans og kostn- aður vegna barna þeirra um langt árabil. Mun ekkert það hafa fundizt í búreikningum þessum sem gæfi nokkra skýr- ingu á fjárdrættinum mikla. En í plöggum séra Ingimars fundust einnig kvittanir fyrir fjárframlögum til Alþýðuprent- verkamaður Stefáns Jóhanns Stefánssonar og hægri klíkunnar í Alþýðuflokknum og sérfræð- ingur hennar í fjármálum. Munu fjárframlög séra Ingimars til Al- þýðuprentsmiðjunnar hafa verið svo rífleg að hann eignaðist þannig eina setningarvélina í prentsmiðjunni. Verður ekki öðru trúað en að rannsókn fjár- dráttarmálsins hljóti að veru- legu leyti að snúast um þessi at- hyglisverðu tengsl, enda þótt á- hrifaríkir menn vilji að sjálf- sögðu umfram allt forðast að þau viðskipti komi fram í dagsljósið. Fimmtudagxir 4. ágúst 1955 — 20. árgangur — 172. tölublað iiilii helinsmeti m hnekkt Nýtt mei í þiístökki sett i Varsjá Tveir keppeada á íþróttamóti í Osló hnekktu í gær 18 ára gömlu heimsmeti í 800 metra hlaupi. Keppnina á Bislet leikvangin- um vann Belgíumaðurinn Moens. Hljóp hann 800 metr- ana á 1.45.7 en næstur var Norðmaðurimi Boysen á 1.45.9. Gamla metið, 1.46.6, átti Þjóðverjinn Harbig. Setti hann það í keppni á Italíu sumarið 1939. Það var eitt af fáum fyr- irstríðsmetum sem ekki hafði verið hnekkt. Á íþróttamótí á Heimsmóti æskunnar í Varsjá setti Sérba- koff frá Sovétríkjunum nýtt heimsmet í þrístökki í gær. Stökk hann 16.35 m. Fyrra met- ið, 16.23 m, átti hann sjálfur. Meðalhiti júlímánaðar á Héraði var 13.8 stig Heitasti mánuðuí sem þai helui venS síðan veðusathuganir hóiust, árið 1937 Héraði í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Júlímánuður varð hlýjasti mánuður sem hér hefur verið mældur síðan veðurathuganir hófust, en það var árið 1937. Meðalhitinn reyndist 13.8 stig, en meðalhiti júlímánaðar þessi 18 ár hefur verið 11 stig. Hlýjasti mánuður áður á þessu tímabili var ágúst 1939, en þá varð meðalhitinn 13,2 stig'. En Tunnulaust á Siglufirði Siglufirði í gærkvöld. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Héðan hafa verið fiuttar þúsundir síldartunna undanfama daga til annarra síldarbæja norðanlands, og má nú lieita tunnu- laust á Siglufirði. ráðsmennsku að láta hana ekki starfa lengur en gert er. Hafa máttarvöld ríkis og bæjar lít- inn sóma viljað sýna þessari verksmiðju, og hafa á undan- förnum árum fellt eða svæft margar tillögur sósíalista um starfrækslu hennar. Nokltur skip komu hingað i gær með dálitla veiði, en aðeins 1 skip í dag með tæpar 100 tunnur, er veiðzt liöfðu hér úti. Allar síldarhafnir norðan- lands hafa verið tunnulausar um skeið, og hefur þá gengið ört á tunnubirgðirnar hér á Siglufirði. Mun horfa til vand- ræða um sildarsöltun mjög fljótlega, ef ekki koma tunnur annarsstaðar frá einhvern næsta - daginn. Tunnuverksmiðja starfar hér hluta úr ári, og kemur nú glöggt í ljós afleiðing þeirrar eins og hitinn núna varð langt yfir meðallagi varð úrkoman langt undir því: varð 14 mm, en meðaltalið mun vera tæpir 50 mm. Hefur verið afarmikið sólskin sér allan mánuðinn. Mestur hiti hér varð sunnudag- inn 24. júlí: 26 stig. Töðuslætti er nú lokið að mestu, og hefur verið afbragðs verkun á heyjum. Hinsvegar voru tún ekki sérstaklega vel sprottin, og veidur því klaki í jörð fram eftir vori, svo og þurrkar miklir. Meiri ferðamannastraumur er nú austur hingað en nokkru sinni fyrr. Gistihúsin á Hallormsstað og Egilstöðum hafa verið fullset- in að undanförnu, og er gert ráð fyrir að svo verði fram um miðj- an þennan mánuð. Ferðum til tunglsins og Mars fyrir næstu oldamót spáó Sumir geimsiglingafræðingar eru þeirrar skoðunar að ferðalög til tunglsins og jafnvel reikistjörnunnar Mars muni eiga sér stað áður en tuttugustu öldinni lýkur. Prófessor frá Stuttgart í Vest- ur-Þýzkalandi lét þá skoðun í ljós á þingi Aiþjóða geimfara- sambandsins í Kaupmannahöfn í gær, að þessar ferðir yrðu farnar innan 30 ára. Bandaríkjamaðurinn Frederic. Durant, forseti Geimfarasam- bandsins, taldi að ef tæknifram- farir yrðu jafn örar framvegis og síðustu ár myndu menn geta lent geimförum á tunglinu áður en öidin er úti. Þjóðverjinn Kraft-Ericke, sem nú starfar í Bandarikjunum, gerði grein fyrir áætlun sem hann hefur gert um að senda út í geiminn kúlu fyllta vísinda- tækjum, sem yrði fylgihnöttur reikistjömunnar Venusar. Myndu skeyti frá hinum sjálfvirku tækj- um g'eta veitt mönnum vitneskju um yfirborð Venusar, sem aldrei sést fyrir gufuhjúp sem umlyk- ur stjömuna. Bandarískur prófessor kvaðst hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að likamir manna muni þola flugtak og lendingu geimfara, en engin vörn sé enn fundin við áhrifum geimgeislanna. Ekki nægi að hafa með sér súrefni á geymum, heldur verði að framleiða eðlilegt andrúmsloft í hinum loftþéttu geimförum. Nýbýlsð lendir í uppistöðunni Héraði í gær. Frá fréttai'itara Þjóðviljans. Nú verður brátt hafizt handa um virkjun Grímsár, eins og getið hefur verið áður. Myndast mikil uppistaða ofan við stífluna. Var í fyrra reist nýbýli skammt ofan við þann stað þar sem stífl- an verður steypt. Samkvæmt teikningum á nú nýbýli þetta að lenda í lóninu — og þykir mönnum hér þetta athyglisvert dæmi um skipulagið á íslandi: Landnám ríkisins lætur byggja nýbýli á einum stað; síðan koma Rafmagnsveitur ríkisins og segja: þetta nýbýli á að fara í lónið sem myndast hérna ofan við stífluna! Flugvél ferst á Keflavíkurvelli Mannbjörg varð en á- höfnin hlaut nokkur meiðsli Könnunarflugvél úr banða- ríska flotanum fórst í lendingu á Keílavikurflugvelli um kl. 4 e, fa, á þriðjudag. Mannbjörg varð, en loftsigl- ingafræðingur flugvélarinnar brenndist á andliti og höndum. Aðrir úr áhöfninni hlutu lítils- háttar meiðsli er þeir stukku út úr flugvélinni. Sjálf flugvélin eyðilagðist með öllu, Rannsókn á orsökum slyssins stendur yfir. Nær 15 þúsund tunnur saltaðar á Dalvík Dalvík í fyrrakvöld. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Hér er nú búið að salta í sum- ar milli 14 og 15 þúsund tunnur, og er það miklu meira en á sama tíma í fyrra. Mestallur afli sem berst hingað á land er saltaður; þó hefur kaupfélagið dálitla fiskimjölsverksmiðju, sem gétur unnið úr allt að 200 málum á sólarhring; geta bátar sem veiða smáslatta af ósöltunarhæfri síld, lagt þá veiði sína upp hér, í stað þess að neyðast til að fara lengra með hana. Nokkrir bátar stunda hand- færaveiðar héðan, en þorskafli er tregur. Mikil atvinna er nú á Dalvík, og hefur nokkuð borið á því að fólk hafi vantað til vinnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.