Þjóðviljinn - 07.08.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.08.1955, Blaðsíða 5
Sunnudagur 7. ágúst 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 MOSKVA er einkenni- leg borg og engri annarri lík. Þar ægir saman gullnum hvolfþökum á býsantískum kirkjum, íburð- armiklum stórbyggingum og bjálkahúsum með þorpssniði. Borgin er öll í sköpun; þar mætast fortíð og nútíð í ein- líennilegum andstæðum, þótt binir stóru drættir sem móta munu heimsborg framtíðar- iinnar beri annað ofurliði. Fyrir tæpum fjórum ára- tugum var Pétursborg höfuð- borg landsins og hafði verið um tveggja alda skeið; þar stóðu stjórnarbyggingar all- ar, hús æðstu embættismanna og valdamanna, miðstöðvar kaupsýslumanna; þetta var borg með vestrænu sniði, glæsilega skipulögð, og snjall- ir byggingameistarar höfðu fjallað um hús og hallir. En Moskva mátti þá heita rúss- neskt sveitaþorp hundruðfald- að, húsin voru byggð úr bjálk- um, ein, tvær eða þrjár hæðir. Þær byggingar sem einkum gáfu borginni svip voru kirkj- urnar, 600 talsins, skreyttar fornum dýrlingamyndum, gulli og dýrum steinum. Aldraðir ferðamenn kunna frá þvi að segja að það hafi verið för til miðalda að heimsækja þessa borg, hún bjó yfir kynlegum töfrum, það var eins og tím- inn stæði kyrr. En tíminn stóð eklti kyrr, imdir lygnu yfirborðinu þró- aðist hið ómótstæðilega afl byltingarinnar, og 1918 varð Moskva á nýjan leik höfuð- borg landsins, því Leníngrad var of nálæg innrásarherjum þeim sem sendir voru til að tortíma hinu unga ríki verka- manna og bænda. Eitt af verkefnum hinna nýju stjórn- arvalda var að byggja Moskvu frá grunni, því þar var varla bitastætt í nokkru húsi til frambúðar; nú þurfti að breyta þessu risavaxna sveita- þorpi í nýtízka höfuðborg. En það var hvorki fyrsta verk- efnið né hið eina. Umfram allt þurfti að iðnvæða landið og Moskva varð auðvitað mið- stöð þeirra athafna. Árið 1936 kom fjórðungur af iðn- aðarframleiðslu Sovétríkjanna frá Moskvu. Auðvitað va.r byggt og byggt, en það hrökk -engan veginn til. Síðan skall lieimsstyrjöldin á, hið mikla átak Sovétþjóðanna til að .bjarga. sér og heiminum öllum undan fasismanum, og þá var auðvitað ekld tóm til að byggja hús að neinu ráði. All- án þennan tíma hélt borgin áfram að vaxa. íbúatalan var ein milljón árið 1920, árið 1939 var hún komin upp i rúmar fjórar milljónir, en nú eru Moskvubúar taldir vera 7-8 milljónir. Það hefur því ekki aðeins orðið að umskapa hina gömlu Moskvu heldur byggja yfir sjö milljónir manna í viðbót. Það á langt í land að því mikla verki sé lokið. Moskva er öll í deiglunni; hvar sem komið er blasa við ný hús, fullgerð eða hálfgerð. Og hvarvetna glittir í gamla þorp- ið ennþá. Hjá. reisulegum há- hýsum standa lítil bjálkahús, bak við glæsilegt breiðstræti hlykkjast mjó þorpsgata. Og alstaðar er líf og fjör og < hreyfing. Ferðalangar sem sáu í Moskvu í fyrra eiga viða erf- hefja miðaldaþjóð til forustu í heiminum á nokkrum ára- tugum. E B En Moskva er ekki aðeins hús og umferð; hún er fyrst og fremst fólk, og seint þreyt- ist maður á þvi að fylgjast með straumnum sem niðar um gangstéttirnar og lesa andlit- in í kringum sig. Og það er eins með þau og húsin, fyrir augu ber gamalt og nýtt, inn- an um örugga, heimavana sovétborgara má sjá þorpsbú- ana gömlu, fólk sem ber yfir- bragð kyrrstæðrar sveitar og klæðist búningi sveitafólks. En það er auðséð að þetta fólk er að hverfa eins og hús- in, ný kynslóð er tekin við. Og það er engum efa bundið að þessi hamskipti þjóðarinn- ar eru mesta undrið sem gerzt hefur í Sovétríkjunum. Fyrir fjórum áratugum átti rúss- nesk alþýða aðeins ótaminn þrótt sinn; fólkið var flest ó- læst og óskrifandi, það kunni fæst annað til verks en að handfjatla frumstæðustu am- Mikil áher/.Ia er nú lögð á að framleiða hús í verksmiðj- um, og er Jiá fljótlegt verk að setja þau saman úr stór- um hlutmn. Sú aðferð fiýtir mjög fyrir byggingafram- kvæmdum og gerir þær ódýrari. Á myndinni sé/t slíkt verksmiðjuhús, reist 1951 við Horosévsk-stræti í Moskvu. upp heila þjóð á örskömmum tíma, og raunar er það verk- efni forsenda hinna fyrri. Þessum ótrúlegu hamskipt- um verður einna bezt lýst með því að rifja upp spámannleg ummæli úr ræðu sem Stalía fíutti á ráðstefnu með for- stjórum iðnfyrirtækja árið 1931. Hann komst þá þann- ig að orði: „1 dag eru Sov- étríkin 50 eða 100 árum á eftir hinum tækniþróuðu auðvaldsríkjum. Við megum ekki ætla okkur nema tíu ár til þess að ná þeim og komast fram úr þeim í tækni og iðn- aðarframleiðslu. Þetta verðum við að gera, annars verðum við brotin á bak aftur. Við megum ekki ætla okkur nema tíu ár til að vinna upp það sem við höfum dregizt aftur úr — að öðrum kosti munu herir þessara ríkja ráðast inn í land okkar og tortíma okk- ur“. Nákvæmlega tíu árum síðar réðust herir nazista inn í Sovétríkin og höfðu áður leikið sér að því að undiroka gervalla Vesturevrópu. Og þeir fengu að sannreyna að þessi ofdirfskufulla fyrirætlun var orðin að veruleika; það var ekki sósíalisminn sem tor- tímdist í þeim hildarleik. En hvernig mátti þetta tak- ast; hver vpru þau töfraorð sem breyttu frumstæðum þjóðum í háþróað iðnaðar- veldi á einum áratug? Þan töfraorð eru hversdagsleg og alkunn í íslenzkum stjórn- málaumræðum: Framtak ein- staklingsins. Hvar sem við komum í Sovétríkjunum fannst mér ég sjá þessi eink- unnarorð, allt er gert til þess að hvetja fólk og laða til að nota hæfileika sína og orku. í þessu skyni er launakerfið miðað við afköst, hvar sem því verður við komið, og einskis er látið ófreistað til að auðvelda fólki að mennta sig. í hverri verksmiðju sem ég kom í störfuðu skólar, bæði fagskólar og almennir skólar, og nemendur njóta sérstakra fríðinda, enda fjölg- ar sérmenntuðu fólki í Sovét- ríkjunum örar en í nokkru landi öðru. Þetta er framtak einstaklinígsins á borði en ekki í orði; það er engin skríþamynd, í því fólgin að blaðsölustrákur klifrist upp eftir bökum meðborgara sinna og gerist milljónari; mehn verða að hefjast af verðleik* Framhald á 7. siðu. > itt með að átta sig i ár. Gerð hefur verið tíu ára áætlun um húsbyggingar og það er verið að framkvæma hana fyrir alla borgina í senn; Moskva má heita eitt bygg- ingarsvæði. Nýju húsin eru yfirleitt 6-8 hæða sambýlis- hús, og einnig hafa á síðustu árum verið reist nokkur há- hús, óhemjulega stór. Eitt þeirra hefur t.d. að geyma 2000 íbúðir, og þar er innan- húss flest sú þjónusta sem íbúarnir þurfa á að halda, verzlanir, bamaheimili, kvik- myndahús o.s.frv. Allir Reyk- víkingar gætu hæglega rúm- azt í sex slíkum húsum. Húsnæðisskortur er að sjálfsögðu geysimikill ennþá Magnús Kjartansson: Flest hús í Moskvu eru gerð úr múrsteini, og er steinunum hlaöiö innan í stál- grind á öllum stærri húsum, eins og sjá má á þessari 12 hæða bygglngu við Jarosiavsk-stræti í Moskvu. —. svo á að það séu sjálfsögð mannréttindi að búa í sæmi- legu húsnæði og beri sízt að refsa fólki fyrir það; gömlu húsin séu til bráðabirgða, og sjái nú senn fyrir endann á þvi starfi að losna við þau úr höfuðborginni. II Aðalgöturnar í Moskvu eru feikn breiðar. Ekki kann ég að nefna tölur, en á einum istað sá ég sjö bíla aka sam- og listaverkin með fullmikl- um hetjubrag, og þeir geta fært mörg rök fyrir máli sínu. En allt er þetta með ráðum gert. Tilgangurinn er sá að hvetja menn, fá þá til að rétta úr sér, hyggja hátt og stefna djarft. Ég tel engum efa bundið að neðanjarðar- brautin í Moskvu og önnur slík stórvirki hafa haft ótrú- leg uppeldisáhrif, þau hafa átt sinn ríka þátt í því að boð, það kunni hvorki að ganga í fötum né búa í hús- um, og sízt af öllu kunni það að gera kröfur til lífsins fram yfir brýnustu nauðþurftir. Það þurfti að vekja og móta þessa frumstæðu þjóð, efla hana til stórra átaka, kenna henni að lifa lífinu á nýjan hátt. Það er lítill vandi að byggja hús og verksmiðjur og leysa af höndum önnur verk- leg stórvirki hjá því að ala hliða á öðrum helmingi göt- unnar, og var þó griðland á henni miðri fyrir göngufólk. Bílaumferð er mjög mikil í miðborginni, en það er auðséð að einkabifreiðar eru nýung, bílarnir voru langflestir fram- leiddir eftir styrjöldina, eldri gerðir sjást varla. Bílafram- leiðsla er mikil og vaxandi í Sovétríkjunum, en eftirspurn- in er þó enn meiri; langir pöntunarlistar bíða eftir hverjum nýjum vagni. Auk einkabíla og fjölmargra leigu- bíla, sem eru málaðir sér- staklega og auðþekktir, ber mjög á strætisvögnum í um- ferðinni, en sporvagnar eru nú aðeins í úthverfunum. Strætisvagnamir eru knúðir rafmagni, vandaðir og þægi- legir. En þótt umferðin sé mikil ofanjarðar, er hún þó enn meiri í undirdjúpunum, í neð- anjarðarbrautinni frægu. Þar ferðast daglega þrjár milljón- ir manna, vagnarnir þjóta einn af öðrum og flytja mann langar vegalengdir á nok'kr- um mínútum; þeir eru þægi- legir og hreinlætið ánægju- legt; reykingar eru bannaðar og umgengni öll með mestu prýði. Loftið er hreinsað fjór- um til fimm sinnum á klukku- stund og er alltaf svalt og tært, þótt maður sé staddur fimmiíu metra undir yfirborði jarðar. Mér varð oft hugsað til neðanjarðarbrautarinnar í París til samjöfnunar, en þar er heldur óskemmtilegt að ferðast, sóðalegt og daunillt. Brautarstöðvarnar í Moskvu eru listasöfn, helgaðar sovét- þjóðunum og atburðum úr sögu þeirra, fjölsóttustu lista- söfn í heimi. Þessi myndar- bragur einkennir raunar allt sem gert er til almennings- þjónustu í Sovétríkjunum, nýj- ar járnbrautarstöðvar, flug- stöðvar og skipastöðvar. Margir segja að byggingar þessar séu of íburðarmiklar Noskvn í Moskvu. En það bætir úr skák að húsaleigan er lág. Ríkið á öll hús í borginni, þegar undan eru skilin einbýl- ishús í úthverfum, en þau geta einstaklingar byggt og fá til hagstæð ríkislán. Húsa- leigan fer eftir stærð íbúðar og kaupi leigjenda, og er hún yfirleitt 2-4% að kaupi. Hún er jafnhá í nýjum húsum og gömlum; stjórnarvöldin líta

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.