Þjóðviljinn - 07.08.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 7. ágúst 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Hcms Kirk:
‘ 62. dagur
arísk ofurmenni og drottna yfir heiminum. Líttu á stóru
og sterku vinnuhendurnar þeirra. Þær eru skapaðar
til að vinna heiðarlega vinnu en ekki til að drepa.
— Þetta er allt svo hræðilegt, hvíslaði Sara. Maður er
neyddur til að hata þá.
— Nei, ekki þá, sagöi Grejs. Þeir eru sjálfir fórnardýr.
Það eru ekki þeir sem vilja vera ofurmenni. Hamingjan
'góða, Sara litla, ég hef átt mikið saman viö mannfólkið
að sælda á langri ævi. Og þeir sem voru raunverulegir
óþokkar voru ævinlega með hvítar hendur.
Þau gengu síðasta spölinn að skrifstofunni í rigning-
unni, og Sara sá mann sinn standa við gluggann í skrif-
stofu Tómasar. Andlit hans með reglulegu andlitsdrátt-
unum var kuldalegt og sviplaust og hún hugsaöi:
— Ef hann væri Þjóðverji, væri hann ofurmenni. Og
hann er það þótt hann sé ekki þýzkur. Hann og ætt hans
■ hefur í margar kynslóðir haft vit á að fylgja hinum
sterkasta að málum. Og nú er hann gramur yfir því að
við pabbi skulum koma hingað, því aö hvaða erindi eig-
um við óbrotna fólkiö á þennan fund?
Vikadrengur hjálpaði þeim úr blautum fötunum, og
Grejs gamli gekk rösklega á undan og opnaði af gömlum
vana dyrnar. að. forstjóraskrifstöfunni ah þess að berja.
Hann stóö um stund í dyrunum og synir hans spruttu
á fætur.
— Velkominn, kæri pabbi, sagði Tómas Klitgaard með
uppgerðar innileik og breiddi út faðminn. Við vorum
hræddir um að þú kæmir ekki. Veðriö er svo leiðinlegt.
Og mömmu líður sæmilega? Og velkomin, Sara, það var
1 gott þú komst, þá erum við öll viðstödd.
— Pabbi bað mig aö koma líka, sagði Sara og leit á
Abildgaard.
— Þú ert velkomin, innilega velkomin, en fegnastir
enan við að sjá pabba hérna — í fyrsta skipti síðan þú
' dróst þig í hlé, kæri pabbi ....
Hann lét móðan mása eins og hann ætti lífið aö leysa,
meðan Grejs Klitgaard heilsaði rólega sonum sínum og
tengdasyni.
— Mér hefur oft flogið í hug að fara til þín og spyrja
þig ráða um ýmislegt. En þú veizt sjálfur hvað umfangs-
mikið starf fylgir stórum atvinnurekstri. Og mömmu
líður vonandi betur .... það var einmitt þaö sem hún
þurfti að komast út 1 kyrrð sveitanna. Fallegui' staður
Hösterköb, svo hreinn og ósnortinn ....
Abildgaard leit á hann með vott af fyrirlitningu í
svipnum.
— Ættum við ekki að snúa okkur að efninu, Tómas?,
sagði hann. Faöir þinn hefur gert sér ferð í bæinn, fyrst
og fremst til aö kynnast málefnum fyrirtækisins.
— Já, auðvitað, sagöi Tómas Klitgaard. Viltu ekki fá
þér sæti, pabbi, já þarna í stóra hægindastólnum, heið-
urssætinu á skrifstofunni. Ég skal ekki vera langoröur,
aðeins stikla á stærstu atriðunum til að þreyta þig ekki.
Ef þú vilt fá sundurliðaða reikninga, geturöu aö sjálf-
sögðu fengið þá senda......
Og meöan Tómas Klitgaard fletti reikningunum með
titrandi fingrum, gaf hann skýrslu um tekjur og gjöld
fyrirtækisins. Það voru háar tölur, gífuriegar upphæöir,
og Grejs gamli hlustaöi á með athygli án þess að sýna
á sér svipbrigöi.
— Og hreinn hagnaöur? spurði hann.
— Það er erfitt að segja um hann með vissu, sagði
Tómas. Þú veröur áö athuga áð hluta af upphæðinni
verður að telja varafjármagn, enn eru verk á döfinni
sem halli getur orðið á.
— Hafið þið ekki enn samning við Þjóðverjana um
prósentur, spuröi Grejs.
— Jú, að vísu........
— Hvernig ætti þá að verða halli á þeim? Þú ert
tryggður í bak og fyrir. Má ég sjá þessi skjöl sem þú ert
áð fitla við?
'Tómas Klitgaard rétti honum reilcningana og Grejsl
las þá vel og vandlega. Hann var vanur því að fást við
íiáár tölur, en þetta .... Hann starði byrstur á dálkana
með sex stafa tölum. Svitinn spratt út á enni Tómasar
Klitgaard.
SÉO 1 MOSK\U
Framhald af 5. síðu.
um sjálfra sín með félögum
sínum. En það er þetta sem
þefur gerzt í Soyétríkjunum,
framtak einstaklingsins marg-
faldað með tugum milljóna.
II
En hvernig eru þá lífskjör
manna, er spurt, hvernig
ganga þeir klæddir, hafa þeir
tíu milljónum rúblna. Þama
var stanzlaus ös og það var
auðséð að kaupgeta fólks
var mikil. Fyrsta morgunin
sem við komum þarna blasti
við okkur á miðju gólfi löng
biðröð, og það var auðséð að
fólkinu í henni var mikið
niðri fyrir; kona virtist hafa
villzt út úr röðinni og hnakk-
reifst við þá sem kyrrir stóðu.
nóg að bita og brenna? Ef- yjg þumlunguðum okkur með-
laust er vandhitt fólk a
Moskvugötum sem myndi
sóma sér vel á síðum tízku-
blaða, fötin eru yfirleitt ekki
vel sniðip. Þetta stafar af því
að úrval er ekki nægilegt og
eins af hinu að fólk hefur
ekki gefið sér tima til að
sinna smekkvísi í klæðaburði.
Auk þess gerir fólk sér lítið
far um að elta tízkubrögð
þau sem breytast árléga
á vesturlöndum. Karlmenn
ganga yfirleitt í jakkafötum
á okkar vísu, en buxurnar eru
hólkvíðar að neðan og :það
er mikil tizka að brjóta
fram röðinni, forvitin að sjá
hver sú vörutegund væri sem
þvilíkur hörgull væri á í Sov-
étríkjunum. Þegar við komum
á raðarenda kom í ljós að
það sem uppnáminu olli voru
blúndur og knipplingar. Svip-
að kom fyrir íslending sem
heimsótti Sovétríkin fyrir
nokkrum árum. Hann sá bið-
röð fyrir utan verzlun og
slóst i hópinn til að kynna
sér hvað væri á seyði. Biðin
varð alllöng, en þegar verzlun-
in var opnuð kom í ljós að
þar voru seldir páfagaukar og
aðrir skráútfuglar. Ég hygg
skyrtukragann utan yfit jakk- ag þessi dæmi gefi rétta mynd
ann á þann úátt sem hér var ^ lifskjörum almennings; það
kenndur ,yið Byron i eiiia tið
Kvenfólk' gekk yfirleitt í lát-
lausum sumarkjólum og sídd-
in var i samræmi við kenning-
ar New Look, þó mátti oft sjá
aldraðar konur í síðum kjól-
um á sveitavísu með skýlu-
klút um höfuðin; konan sagði
mér að kynsystur hennar
væru yfirleitt vel búnar til
fótanna og fallega skæddar.
En hvað sem líður smekk-
visi og tízku er hitt vist að
fatnaður fólks gegndi prýði-
lega því hlutverki sem fötum
er ætlað, og það skiptir mestu
máli fyrir þjóð sem gekk ber-
fætt í lörfum fyrir nokkrum
áratugum.
Oft fylgdumst við með fólki
inn í búðir til að sjá það
kaupa, einkum í storverzlun-
ina GUM við Rauðatorg. Þetta
er geysimikið vöruhús á
tveimur hæðum, og rúmast
þar þrjátíu þúsundir manna
i senn, gangarnir einir saman
eru 5 kílómetrar á lengd en
viðskiptin nema daglega yfir
er enginn hörgull á nauðsynj-
um þeim sem þar eru taldar
brynastar, en ýmsar vörur
sem flokkast mega til
skemmtunar og munaðar og
þæginda renna út jafnóðum
og þær komá í verzlanir. Það
er því fyrir löngu kominn
tími til að Morgunblaðið
breyti frásögnum sínum um
hungursneyð í Rússlandi í það
horf að sovétskipulagið sé að
tortimast af skorti á blúndum
og páfagaukum. Að sjálf-
sögðu mætti breyta þessu á-
standi með því að leggja á
tolla og skatta og bátagjald-
eyri, en ráðmennirnir kjósa
heldur að hafa kaupgetuna
feti framar en framboðið; það
ýtir undir framtak einstak-
linga þeirra sem s já um
framleiðslu á þessum varningi.
II ____________
Fyrsta morguninn sem við
dvöldumst i Moskvu létum
■ við okkur berast með straumn-
um frá Hótel Moskvu, upp á*
elniilisþáíiiir
v._
Handavinna og lita■
samsetning
beinlinis ljótt og ósmekklegt.
Þess vegna ætti maður aldrei
að láta tilviljunina ráða, held-
ur verja nægum tíma í að velja
rétta liti og raða þeim saman
um að vinna þeirra verði fal- á sem beztan hátt. Við höfum
Flestar konur eiga öðru hvoru
frístund, sem þær nota til að
fást við handavinnu og þá taka
þær fram sauma eða prjóna og
gera sér að sjálfsögðu vonir
leg og listræn. En þrátt fyrir
mikla iðni og ótal nálspor er
það alltof algengt að handa-
vinnan sé langt frá því að vera
smekkleg.
Þegar við íhugum þetta nán-
ar, þá hljótum við að verða
sammála um það að það er til-
gangslaust og í rauninni
heimskulegt að eyða dýrmætum
tíma og vinnu í verk sem aðeins
verður sæmilegt eða jafnvel
allar heyrt og ef til vill lesið
heilmikið um litróf, andstæða
liti, uppfyllingarliti og ýmsar
samsetningar og við getum
fræðzt enn meira með þvi að
lesa bækur um litakenningar,
en við gætum þess ekki ævin-
lega að litir sem fara vel sam-
an á pappír eða í garnhespum,
Hta ef til vill'allt öðru vísi út
Framhald á G. siðu.
Rauða torg og inn í GUM.
Mér fannst fljótlega að eitt-
hvað nýstárlegt væri að ger-
ast fyrir augum mér, eitthvað
frábrugðið því sem tíðkast í
höfuðborgum annarra stór-
þjóða sem ég hef heimsótt.
Og senn áttaði ég mig á því
hvað þetta var. Þetta fólk
sem gekk hér um breiðgötur
milljónaborgarinnar, á aðal-
torgi hennar og í stærsta
vöruhúsinu var yfirleitt
verkafólk og bar það með sér.
Ef til vill þykja ísléndingum
þetta litlar fréttir, en stað-
reynd er þó að það er vand-
hittur verkamaður á breiðgöt-
um Parísar og Rómar og
verzlanir þær sem þár standa
eru einvörðungu sniðnar við
þarfir og kaupgétu yfirstétt-
arfólks. Fróðir menn segja að
verulegur hluti Parisarbúa
hafi aldrei litið augum Aven-
ue des Champs-Elysées, fræg-
asta stræti þeirrar borgar.
En hér var auðséð að verka-
fólkið átti þessa borg og vissi
það; ýið sáum.það í verzlun-
um ogó samkómusöhmf;- það
sat í' dýrustu sætunúm í Stóra
leikhúsinu og horfði á Ulan-
ovu dansa. *
Og þetta er ekki bugað fólk,
það þekkir rétt sinn og mátt.
Þetta birtist á spaugilegan
hátt í umferðinni; við horfð-
um oft á það með undrun og
skelfingu hvernig fólk þyrpt-
ist út á götuna þótt Ijósmerk-
in sýndu rautt og bílarnir
æddu. Þegar við spurðumst
fyrir um það, hvernig á þessu
hátterni stæði, var okkur tjáð
að-í umferðinni ætti gangandi
fólk allan rétt, ef slys yrðu
hvíldi öll ábyrgðin á öku-
mönnum. Ekki veit ég hvort
þetta er hentugt fyrirkomu-
lag, en það er einkar Ijóst
dæmi um skýlausan rétt hins
óbreytta borgara.
Ekki virtist fólk heldur
finna mjög mikið fyrir lög-
regluríki því sem mjög er tal-
að um. Eitt sinn sáum við
lögregluþjóna reyna að koma
í veg fvrir að manngrúi sem
var að koma af íþróttakapp-
leik gengi út á götu og hefti
umferðina. Lögregluþjónarnir
mynduðu keðju við vegbrún-
ina, en það stoðaði lítið, fólk
gekk á keðjuna og senn stóðu
lögregluþjónarnir úrræðalaus-
ir og fórnuðu höndum í þvög-
unni miðri. Ekki veit ég held-
ur hvort þetta agaleysi er til
nokkurrar fyrirmyndar, e,n
það ætti a.m.k. að segja Morg-
unblaðinu sína sögu.
Fólkið í Moskvu ber merki
þess að það hefur unnið mik-
ið, en það er elskulegt. glað-
vært og innilegt i viðmóti.
Maður -finnur fljótt að það
er stolt af afrekum sínum,
en það slakar ekki á klónni;
það veit að enn verður það
að takast á við stórfelld við-
fangsefni. Það býr yfir sjálfs-
trausti þeirra manna sem
þekkja mátt sinn og megin
og vita að rétt er stefnt. Það
er engum efá bundið að það
er ánægt með hlutskipti sitt,
það hefur sjálft á takteinura
þann samanburð sem áhrifa-
ríkastur er og óvéfengjanleg-
astur, reynslu og þróun fá-
einna áratuga.
Utgefandi; Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb) —
Fréttastjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjami Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, Xvar H. Jónsson,
Magnús Torfi Ólafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja :• Skólavðrðu-
^jg 19. — simi: 7500 (3 línur). — Áskriftarverð kr. 20 * mán. í.Rvík og nágrenni: kr. 17 annars staðar. —- Lausasöluvarð kr. 1. — Prentamiðja Þjóavjljans h-f
þjðeviumii