Þjóðviljinn - 09.08.1955, Blaðsíða 7
í>riðjudagur 9. ágúst 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (T
Hans Kirk:
63. dagur
— Nújá, þannig er það þá, sag'ði Grejs að lokum og
leit reiöilega á soninn. Ég sagði þér um leið og þú byrj-
aðir að vinna fyrir Þjóðverjana að svona samningar
gerðu menn að óþokkum. Og það hefur reynzt orð að
sönnu. því að þetta er óþokkaskapur, Tómas.
— Kæri tengdapabbi, sagði Abildgaard. Tekjur fyrir-
tækisins eru undir eftirliti dönsku stjórnarvaldanna.
Allt er lagalega og siðferðilega rétt.
— Jaeja, er það rétt, Þorsteinn, sagði Grejs og beindi
hvössu augnaráðinu að honum. Er það rétt að taka
ósanngjarnan ágóða, sem kemur í hlut þjóöfélagsins aö
borga? Er það rétt að leyna hluta af hagnaðinum á efnis-
reikningi? Því aö ég er ekki vitlausari en þaö, að ég sé
vel að það hefur verið gert. Tómas hefur keypt vörubíl
og dráttarvélar og steypuvélar og f jandinn má vita hvað
fyrir þrjú til fjögur hundruð þúsund — ég þekki mitt
eigið fyi’irtæki og veit hvað við áttum fyrir.
— Þetta var bráðnauösynlegt, pabbi, sagði Tómas
næstum biðjandi. Þetta eru risavaxin verk og vélar okk-
ar og verkfæri nægðu ekki.
— Og það lítur vel út á pappímum. Stjómarvöldin
taka sennilega ekki eftii' því að þú hefur aukið eignir
þínar. Og sjálfur hagnaðurinn? Ég segi enn einu sinni:
Þetta er óþokkasapur.
— Þetta eru hörð orö, tengdafaðir, sagði Þorsteinn.
Mundu að við lifum á erfiðum tímum, þegar fram-
kvæmdamenn með ábyrgðartilfinningu verða að sjá um
að eignast varasjóði. Tómas vei’ður aö tryggja sig, eng-
inn. veit hvað komandi ár bera í skauti sér.
— Ef lög og réttui’ væm ríkjandi í þessu landi, ætti
þetta bókhald að koma ykkur í tukthúsið, sagöi Gi’ejs.
Þetta er þaö svívirðilegasta sem ég hef nokkum tíma
séð. Ég hef reynt að innræta börnum mínum heiðarleik,
en hver er áranguilnn? Og svo á að bendla nafn mitt við
viðskipti af þessii tagi.
— Já, en elsku pabbi, þú verður að skilja .... stamaði
Tómas Klitgaai’d og þurrkaöi svitann af enninu.
— Ég skil það alltof vel, drengur minn, sagði Gi’ejs
í’ólega. Við lifum á tímum, þegar fjöldi manns hefur af-
salað sér réttlæti og heiðarleik, og það hefur þú gert líka.
Þú vinnur fyrir Þjóðvex’jana og þú heldur því fram að þú
sért neyddur til þess, en enginn getur neytt þig tii að
féfletta þitt eigið land.
— Lagalega séö .... reyndi Abildgaard að malda í mó-
inn.
— Þegiðu, Þorsteinn, lögfræði þín hefur engin áhi'if á
mig, greip Grejs fram í. Þetta er ekki mál sem lagarefur
getur snúið sig út úr með lagaþvættingi. Þetta er alvai-a.
— Ef stjómarvöldin fai’a þess á leit erum við fúsir til
að endurgreiða hluta af hagnaðinum, sagði Tórnas. Ég
hef ekki viljað féfletta neinn, en hef talið mér skylt sem
forstjóri þessa gróna fyrirtækis að gera hagstæð við-
skipti.
— Þú hefðir átt að vera lögfræðingur, sagði Grejs
Glitgaard. En nú ertu að tala við mig. Ég þekki þetta
fyrirtæki, það er ég sem hef byggt það upp, og 1 því felst
allt mitt ævistarf. Ég hef aldrei haft bókhald sem ég hef
ekki getað sýnt hverjum sem var. En þessum skjölum —
hann lagði höndina á skjölin — ættirðu ekki áð flíka.
Ég endurtek: Þetta er óþokkaskapur. Og haldið þið að
mér sé Ijúft að segja þetta um mitt eigið fyrii’tæki og
um minn eigin son?
Emmanúel og Jóhannes höfðu varazt að blanda sér
í samræöurnar. Þeir fundu báðir hvernig myndugleikur
föðurins fyllti herbergið, og þeir vissu að róleg orð hans
hittu í mark.
— Æ, þessi ödipusarduld sem við veröum að bmðast
með, hugsaði Emmanúel. Hann er gamall og líf hans er
senn á enda, en hann hefur mótað okkur frá því fyrsta.
Tómas reynir að fylla út í stólinn hans þarna við skrif-
borðið, en hann veit að hann er enginn maður til þess.
Jóhannes rekur litlu sóðafyrirtækin sín og ímyndar sér
að hann sé Grejs. Og ég hef flúiö frá öllu saman inn
í skuggaheim skáldskaparins og daglega kvelst ég af
tilhugsuninni um það að ef til vill fyrirlíti hann mig. En
Sara, hvaö hugsar hún?
m
BEZT-OTSALAN-BEZT
Nýtt á útsölunni í dag:
Eftirmi&dags- og
samkvœmiskjólar
Verð irá kr. 200.00
'1
VESTURGÖTU3 BEZT VESTURGÖTU
3
■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■!
VÍTSÐ t NAGASAKI
Framhald af 5. síðu.
og erfiðlega vegna ' hinna
særðu, er með okkur voru, og
eftir tveggja stunda göngu náð-
um við loks upp í þéttvaxinn
bambusskóg, þar sem skjól var
fyrir regni og við gáturn leynzt
fyrir flugvélum, sem sveimuðu
yfir héraðinu. Við urðum að
láta hina særðu liggja á naktri
jörðinni, en við reyndum að
hjálpa þeim eftir megni. Við
áttum lítið eitt af aspiríni
handa :þeim er verst voru
haldnir, en við höfðum aðeins
smá pönnu með graut handa
70 mönnum. I>að fengu hinir
15 er veikastir voru. f þessum
skógi höfðumst við við alla
nóttina, þaðan sáum við alla
borgina brenna.
Það var ógnþrungin sjón, og
varð okkur hugsað til tvö þús-
und ára garnals fordæmis um
bruna Rómaborgar, að fyrir-
skipan Nerós keisara.
Næsta dag var hitinn í borg-
inni mikið farinn að minnka
og hættum við því á að fara
ofan af fjallinu. Því bet-ra var
að hafast við í húsarústum
stekibygginga, heldur en í
hinu raka umhverfi í skógin-
um.
Nú gátum við gengið úr
skugga um, að eldurinn hafði
engu hlíft. Myndir dagblað-
anna báru það einnig með sér.
Án þess að hafa hugmynd
um tilveru atómsprengju eða
geislaverkanir af völdum henn-
ar dvöldumst við í fimm daga
undir beru lofti í borginni.
Við sváfum undir zinkplötum
á gangstéttunum samanhnipr-
aðir vegna ótta við eld og
hrynjandi kalkmylsnu.
Á þessum fimm dögum urð-
um við að þola hina ægileg-
ustu flugnaplágu er hugsazt
getur.
Það gróf í öllum sárum,
hversu lítil sem þau voru og
hræðileg sjón var að sjá mest
brenndu sjúklingana.
Umbúðirnar limdust við
líkamann, sem varð marglitur
vegna graftarvilsu og óhrein-
inda.
Líkami sjúklinganna úði all-
ur í flugum og engin von var
að geta hlíft sér fyrir þessum
vargi. Að berja þær frá sér
var ekki mögulegt, því ekki
var í annað en sár að berja.
Óþefurinn var orðinn svo
mikill þarna, að heilbrigðir
menn ætluðu að yfirbugast og
misstu matarlystina.
Sjötta daginn yfirgáfum við
þennan stað og fórum fótgang-
andi til tjaldbúða í nágrenni
Nagasaki, þar sem öryggi var
að áliti japansks túlks, og tók
ferðin 3 klst. Víða urðum við
að fela okkur á leiðinni, vegna
hættu á loftárásum.
Auðvitað vissum við þá ekki
að Bandaríkjamenn voru hætt-
ir loftárásum.
Hinar nýju tjaldbúðir máttu
teljast sæmilegar, því þar var
skjól, vatn og góð rúm. Hérna
gátu hinir særðu loksins feng-
ið nokkra hvild. Hér voru einn-
ig fáanleg meðöl, svo hægt var
að hefjast handa um aðhlynn-
ingu sára þeirra.
Nokkrir voru þó að þrotum
komnir og dóu við dyr frels-
isins.
Hinn 19. ágúst siðdegis, var
frelsið tilkynnt, og nokkrum
dögum síðar komu flugvélar
frá Sajpano og vörpuðu niður
til okkar matarbögglum! Hinn
23. sept. tóku Ameríkanar okk-
ur. Loksins vorum við frjálsir!
Víti Nagasaki tilheyrði for-
tíðinni!
K. G. þýddi úr hol-
lenzka eperantoblaðinu
la Praktiko.
elmUisþáÉtur
Heyrnardauf börn komast oft
of seint undir læknishendur
Deila má um það hvort sjón
eða heyrn sé mikilvægara skiln-
ingarvit, en gagnstætt sjóninni
er heyrnin skilyrði þess að mál-
ið nái að þroskast. Öll smáböi’n
hvar sem er í heiminum fram-
leiða sams konar hjal sem
smám saman þróast upp í tal-
mál — svo sem mamm-mamm
og babba. Þessi hljóð þróast
svo smám saman upp í mamma
og pabbi eða samsvarandi orð í
öðrum málum. Smátt og smátt
lærir barnið að mynda stutt-ar
setningar og fer því næst að
tala. Þessi þróun gengur ósjálf-
rátt og fyrirhafnarlaust fyriv
sig hjá börnum með eðlilega
heyrn, en hjá heyrnardaufu
barni er þetta langvinnt og erf-
itt nám. — Þetta skrifar yfir-
læknir dönsku heyrnarstofnun-
arinnar í mánaðarrit danskra
lækna, og hann hvetur foreldra
til að fylgjast vel með því hvort
heyrn barna þeirra sé eðlileg
frá því fyrsta.
Hægt er að uppgötva lélega
heyrn hjá missirisgömlu barni
og stundum jafnvel fljótlega
eftir fæðingu. Foreldrarnir fá
grun um að barnið bregðist ekki
eðlilega við háum hljóðum.
Ef hálfs til eins árs gamalt
barn tekur ekki eftir hrópum
eða háværu tali fyrir aftan sig
er eitthvað athugavert við
heyrn þess og nauðsynlegt er
að það sé rannsakað.
Nauðsynlegt er að heyrnar-
dauf börn noti heyrnartæki frá
því að þau eru l-2ja ára svo að
þau Iæri að heyra áður en þau
ná skólaaldri. En það útheimt-
ir að foreldrarnir taki ríkan
þátt í þessu vandamáli og þeir
fá fyrirhöfn sína ríkulega borg-
aða þegar þeir uppgötva að
barnið fer að hafa stjórn á
rödd sinni, verður ekki eins há-
vært og andlegur þroski þess
vex. Það verður auðveldara að
ala barnið upp og það á hægara
með að bjarga sér upp á eigin
spýtur.
Nauðsynlegt er að læknar
skilji þetta vandamál og t.aki
heymardauf börn til meðhördl-
unar þegar frá unga aldri, e'r.k-
um er nauðsynlegt að þau k«n-
ist í hendur sérfræðinga áður
Framhald á 6. siðu
'?Jg 19.
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkux-inn. — Ritstjðrar: Magnús Kjartansson, Sigurður GuSmundsson (áh’i —
Fréttastjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundnr Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson,
Magnús Torfi Ólafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: SkólsvRríh*
Sími: 7500 (3 línur). — Áskrvftarverð kr. 20 ó mán. í Rvík og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Lausasölnverð kr. 3- — Prentsmið.ia Þjóðviljans h/