Þjóðviljinn - 12.08.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.08.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINÍí —’Föstudagur 12. ágúst 1955 lllÓÐVIUINN tJtgefandi: \ Samelningarflokkur alþýBu - Sósialistaflokkorinn 1 Okrið Stjórnarblöðin hafa ekki enn treyst sér til að gefa nánari ekýringar á því hugvitssamlega hagkerfi sem mælir svo fyrir að . ekki sé liægt að gera út togara nema lúxusbílar séu fluttir inn, ekki sé hægt að greiða opin- l»erum starfsmönnum kaup nema drukkið sé sem mest af rándýru brennivíni og ekki sé hægt að salta síld nema fólk reyki sem mest af tóbaki á ok- urverði. Hins vegar heldur Morgunblaðið áfram að klifa á því að útflutningsframleiðslan standi ekki undir því að greiða ■ almenningi það kaup sem nú tíðkast. En það er ekki kaupgjald al- mennings sem er að sliga fram- leiðsluna, heldur milliliðaokrið. • Og þar hefur ríkisstjórnin sjálf ' forustu. Tekjur ríkissjóðs eru nú um 500 milljónir á ári og verulegur hluti þeirra er tekinn af sjávarútveginum beint og ó beint. Af venjulegri vél í vertíð- arfiskibát innheimtir ríkið rúm- ar 20 þúsundir aðeins í sölu- skatt og auk þess rúmar 10 þús- undir í tolla og önnur gjöld. Af einni skipsskrúfu í togara þarf að greiða ríkinu um 15 þúsund , krónur og af einni málningar- umferð á togara tekur ríkið um 10 þúsund krónur. Þá tekur rik- - ið í útflutningsskatt af fiskaf- urðum um 12 milljónir króna á ári, og er ísland trúlega eina land í heimi sem leggur beinan skatt á útflutningsvörur. Og ekki eru bankarnir hlé drægir við iðju sína. Talið er að hreinn gróði þeirra hafi á s.l. ári numið um 50 milljónum kr., og er sú upphæð að verulegu leyti tekin af útflutningsfram- leiðslunni. Ötlánsvextir eru hér 7-7VÓ % en í nágrannalöndunum víðast 3%! Þá eru olíuhringarnir ekki smátækari með beinni tilstuðlan rikissjóðs. Fjárfesting þeirra á nokkrum árum mun hafa numið 100-150 milljónum króna, þeir halda uppi þrefoldu dreifingar- kerfi um land: allt, þeir hafa hver uan aig komið upp birgða- stöðvum sem nægja mýndu öllu • landinu, þeir slást’um að kaupa olíuflutningaskip. Allt er þetta tekið með okurgróða — ekki sízt frá útgerðinni. Ótaldir eru þá fjölmargir að- ilar, heildsalamir, fiskprangar- amir o.s.frv. Ef allur þessi óhemju milliliðagróði væri áð- eins skertur að nokkra myndi öll útgerð á íslandi vera stund- uð með verulegum ágóða og það þyrfti ekki að gera hana að ó- maga á munaðarvöram. Þá mvndi fljótlega sannast að út- flutningsframleiðslan stendur ekki aðeins undir því kaupgjaldi sem nú er greitt, heldur getur trvggt allri alþýðu mun betri kjör. En til þess að svo megi verða þarf nýja stjómarstefnu og nýja ríkisstjórn, til þess þarf fólk, sem nú verður að þola nýj- ar og nýjar álögur, að taka höndum saman á stjómmála- rsviðinu af sömu eindrægni og ábyrgðartilfinningu sem mótaði ^perkfallið inikla i vor. ' ? Flestir hugsandi menn horfa með ugg til þeirrar þróunar í'sérn 'nú :S sér stað í ^erðlags- máluftt!v Hver verðhækkunin 'rekur' aðra, ýmist með sam- •þýkki stjómarvaldanna eða fyrir beina tilstuðlan þeirra. Núverandi stjórnarflokkar vinna að því öllum árum að ræna alþýðu manna þeim ár- angri í kjarabaráttunni sem náðist með verkfölluniim í vor. Þeir standa af mikilli dyggð við hótanir Óláfs Thors og kumpána um að þess skyldi „hefnt í héraði sem halLaðist á Alþingi", að það sem verka- lýðurinn ynni með sókn sinni á vettvangi verkaiýðsbarátt- unnar skyldi aftur af honum tekið eftir leiðum verðhækk- ana eða gengisfellingar. Talsmenn stjórnarflokkanna og málgögn þeirra reyna að telja almenningi trú um, að verðhækkanirnar að undan- förnu og hinar stórauknu á- lögur séu óhjákvæmileg afleið- ing þeirra kauphækkana sem verkamenn knúðu fram. Allt þetta tal er vísvitandi og aug- ljós blekking. Langmestur hluti þeirra verðhækkana sem átt hafa sér stað þýða enn aukinn gróða fyrir auðmannastéttina. Milliliðirnir og stórfyrirtækin sem hækkað hafa þjónustu sína í skjóli þess að stjórnar- flokkarnir afnámu allt verð- lagseftirlit og gáfu þeim laus- an tauminn, höfðu ærinn gróða fyrir og hefðu því vissulega getað bætt á sig þeim auknu útgjöldum sem stöfuðu af hækkun kaupsins, án þess að fá það uppborið með nýjum^ hækkunum á vöruverði og þjónustu. En þessum aðilum þolist allt og þeir þurfa enga baráttu að heyja né fómir að færa til þess að fá kröfum sínum fullnægt. Þeirra aðferð er að auglýsa nýtt verð á vör- unni eða þjónustunni og þess þarf ekki einu sinni með. í fjölmörgum tilfellum hækka þeir þegjandi og hljóðalaust án nokkurra tilkynninga. Auðstétt- in og braskaramir kunna að nota „frelsi“ rikisstjómar í- halds og Framsóknar, frelsið til að ræna almenning og rýja, í skjóli algjörs afskiptaleysis og vinsamlegrar afstöðu stjórnar- valdanna. Og sjálf fetar ríkisstjómin dyggilega sömu slóðina. Nýjum álögum er bætt á fólkið í land- inu undir því yfirskyni að rík- ið vanti fé til að „halda fram- leiðslunni gangandi". Ríkis stjórnin hefur nú komið því svo meistaralega fyrir að á- fengisneytendur standa undir launabótum til opinberra starfs- manna, tóbaksneytendur eru skattlagðir til þess að hægt sé að gera út á sunnanlandssíid og togurunum er haldið gang- andi með skatti á innflutningi lúxusbíla. Eysteinn leggur nýja tóbaksskattinn á almenning án þess að blikna, enda þótt sann- að sé og opinberlega viður- kennt að ríkistekjurnar fara um 100 milljónir króna fram úr áætlun á fjárlögum! Ekki má heldur gleyma „garminum honum Katli“, bæj- arstjórnaríhaldi Reykjavíkur. CRÆNLAlVDSVIWlJllIM Eg hef að undanfömu verið að blaða í Grænlandsvininum, þetta er mjög fróðlegt og skemmtilegt blað sem kemur út sex sinnum á ári, og er gefið út af Ragnari V. Sturlusyni, Einholti 11 hér í bæ. Þriðja tölublað þessa rits er nú ný- komið út, og kennir þar margra góðra grasa. Þama er grein um að við íslendingar ættum að fara í sumarleyfi til Grænlands og litast um á fornum slóðum íslendinga í Eystribyggð. Óneitanlega væri í því tilbreytni og fróðleikur, ef eitthvert félag sem skipu- leggur og tekur að sér hóp- ferðir fólks að sumarlagi skipu- legði slíka hópferð næsta sum- ar, og varla þarf að draga það í efa, að marga mundi fýsa að taka þátt í slíkri ferð, þó vit- að væri að ýmsa erfiðleika þyrfti að yfirstíga á sliku ferðalagi. Þá eru í blaðinu greinar um forna hjúskaparhætti Græn- lendinga, um „Fólkið í Eystri- byggð“, „Grænlenzkar þjóðsög- ur“, „Undir friði kóngsins", um „Verðlag í Grænlandi“. Margur fleiri fróðleikur er í blaðinu, ásamt þjóðsöng Græn- lendinga. Ragnar V. Sturluson hefur unnið þarft verk með því að hrinda þessu blaði af stokkunum. Enda er blaðið það vel úr garði gert, að það verð- skuldar athygli almennings, ég vil því hvetja fólk til að kynna sér blaðið. Það ér ekki vanzalaust fyrir okkþx íslendinga hvað við er- um fáfróðir um nábúa okkar á Grænlandi, Grænlandsvin- urinn gefur okkur innsýn í líf og lífsbaráttu þessa fólks. Sú var tíðin, að ferðir milli •íslands og Grænlands voru ekki fátíðar. Eins og menn vita af skráðum heimildum þá var Grænland numið af íslending- um árið 895 undir íorustu Ei- ríks rauða, er reisti bæ sinn í Brattahlíð í Eystribyggð. Sið- ar eða 1262 var Grænland á- samt íslandi samið undir Nor- egskonung, með Gamla sátt- mála. Eftir það smáfækkar ferðum milli landanna, þar til sambandið rofnar alveg. Um örlög íslendinga á Grænlandi er fátt vitað með nokkurri vissu ennþá, enda engar rann- sóknir verið gerðar af okkur íslendingum, til að ráða þá gátu. Þó er alls ekki ósennilegt, að ennþá mætti afla á Græn- landi margvíslegra heimilda um afdrif hins íslenzka kyn- stofns á Grænlandi, og hefur fé verið hér lagt fram, til þess, sem síður skyldi. Það er erindi Grænlandsvinarins að fræða okkur um Grænland og fólkið sem það land byggir nú, og koma kynnum á, milli þessara landa, ef hægt væri. Frásagnir af lífi og háttum Grænlendinga eins og þær hafa birzt í Grænlandsvinin- um síðan hann hóf göngu sína, eru bæði myndríkar og lit- auðugar, þær eru því í senn fróðleiks- og skemmtilestur. Jóhaan J. E. Kúld. Þrátt fyrir 25 millj. kr. tekju- afgang á s.l. 3 árum þótti því sjálfsagt að láta ekki fyrirhug- aða hækkun útsvaranna nægja heldur greip það tækifærið og bætti 9,4 millj. aukaútsvari of- an á fyrri áætlun. Og síðan er ósóminn kórónaður með því að gera Reykvíkingum að greiða 11,5% álag ofan á útsvars- upphæðina — og landslög I þannig þverbrotin. Þannig hef- ur íhaldinu tekizt að hækka útsvörin á Reykvíkingum um 21% frá fyrra ári. Og skipt- ingu hækkunarinnar er svo meistaralega fyrir komið, að auðstéttin fær aðeins 3 millj. á sitt breiða bak en almenningi er ætað að greiða 20 milljónir!- Þessi herferð braskarastétt- arinnar, ríkisvaldsins og um- boðsmanna auðstéttarinnar í bæjarstjórn Reykjavikur á hendur almenningi er svo aug- ljós hefndarráðstöfun að eng- inn ætti að efast um tilgang- inn. En nú er það almennings, allra þeirra þúsunda sem verða fyrir barðinu á ágengni um- boðsmanna braskaravaldsins, að draga réttar ályktanir af þessum aðgerðum, mæta þeim á raunhæfan og áhrifaríkan hátt. Alþýðan þarf að sam- eina krafta sína, efla sókn. sína á sviði stjórnmálabarátt- unnar og sækja þannig rétt sinn í hendur auðstéttarinnar og flokka hennar. Valdatímabil þeirra þarf að taka skjótan enda, bæði á sviði landsmála og bæjarmála. Því aðeins að alþýðan sameinist og hefji máttuga sókn á hendur aftur- haldinu og skemmdaröflum þess er að vænta nýrra og betri tíma fyrir íslenzka al- þýðu. Verkaxnaður. Sextug 30. júlí sl: Sigrún Sigurjónsdóttir ljósmóðir í Vopnafirði Sigrún Sigurjónsdóttir, ljós- móðir í Vopnafirði, varð sex- tug 30 júli s.l.; og ef ég þekki „Ljósu“ mína rétt, þá hefur hún notað tækifærið til að renna skörpum sálarsjónum Sigrún Sigurjónsdóttir sínum ekki aðeins yfir langa og stundum örðuga ævibraut, heldur einnig yfir sögu Vopna- fjarðar samtimans, skin og skugga; og dregur hún sina lærdóma af þeirri sögu. Sigrún ijósmóðir er fædd í Jökulsárhlsð, en fluttist ung til Vopnafjarðar. í æsku hennar reis menning þessa byggðarlags hátt, samfara efnahagslegri vel- megun þorra bænda og sjó- manna. Vart mun ofmælt að í annan tíma hafi ekki vaxið upp meira mannval í Vopna- firði; og menntun, félagssam- tök og öll menning æskufólks var einstætt á þeirra tíma mælikvarða. Öllu þessu ber Sigrún Ijóst vitni, og alla ævi sina hefur hún verið að læra. Lífið hefur verið henni há- skóli, en í æsku lærði hún tungumal: ensku og norður- landamálin; og á sextugsaldri lærði hún þýzku sér til gagns og ónægju. Er hún ferðaðist um grannlöndin með skemmti- ferðafólki fyrir þremur árum, hélt þessi alþýðukona uppi heiöri hins gamla Vopnafjarðar og íslenzkrar alþýðumenntunar með því að þurfa ekki á túlk að halda. En Vopnafirði hélzt misjafn- lega á fólki sínu. Gunnar Gunnarsson batt koffort sín á Ljótsstaðahlaði og hélt til Kaupinhafn, Einar Sæmunds- sen hætti að vera hrókur alls fagnaðar í Vopnafirði og gerð- ist skógarmaður á Suðurlandi, Björgvin Guðmundsson fór með sönginn vestur um haf. Árið 1923 fór Sigrún til Reykjavíkur og lærði þar ljós- móðurfræði. Að því búiiu hvarf hún aftur heim og tók við Vopnafjarðarumdæmi hálfu, en hin síðari ár hefur hún gegnt ljómóðurstörfum í allri byggð- inni. Eitt harðasta vorið á þess- ari öld, 1924, hóf hún starf sitt. Um 20. maí var hún fyrst sótt til konu á örsnauðu af- dalakoti; og þegar hún kom ut- an úr ófærðinni, örþreytt, stóð hún uppi með formúlur sínar að sunnan andspænis örbirgð og allsleysi. Fyrst varð hún að kveikja eld í hlóðum af blaut- um og takmörkuðum eldiviði, og síðan taka á móti barni sem engin flík var til utan áj það dó aðeins . fárra mánaða gamalt. Þetta reykjandi hlóðar- eldhús var það musteri sem þessi kona vígðist í til meira en 30 ára líknarstarfs. Barnið klæðlausa hefur vprið henni talandi tákn og mótað, ásamt mörgum áþekkum svipmynd- um, afstöðu hennar til lífsins og samtíðarinnar og stöðuga leit hennar eftir leiðum tií betra og bjartara mannlífs. — Fyrstu daga ljósmóðurstarfsins kafaði hún fannimar milli 3ja afdalabæja, og allt þar til birti. af nýju framfaraskeiði voru ferðalögin í þessum viðlenda hreppi erfiðari en nútímafólk getur gert sér í hugarlund. Sigrún giftist skömmu áður en hún hóf ljósmóðurnámið; en missti mann sinn, Þorberg Tómasson, eftir stutta sambúð. Sonur þeirra hjóna Sigurjón, var dýrasta eign hinnar fátæku ekkju. Hún vann lengi fyrir sér með prjónaskap, því ljösmóð- urlauniii voru lág og ekki ríkt Framhald 4 6. eíöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.