Þjóðviljinn - 12.08.1955, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. ágúst 1955 — ÞJ<S)VILJINN — (7
Hans Kírfc:
66. dagnr
ég að tala vlð pabba? Við getum alls ekki talað saman
nú orðið. Við stöndum hvor sínum megin við gjá og hróp-
um árangurslaust.
Hún sneri sér reiðilega til 1 rúminu, og frítt, fitugljá-
andi andlit hennar varð hörkulegt.
— Þú kemur áreiðanlega aftur, þegar þig vantar pen-
inga, sagöi hún. Þú ert ekki nógu lífsreyndur enn og
veiztu ekki að þrátt fyrir allt orðagjálfrið eru það pen-
ingamir sem stjórna heiminum. Hvers konar menn eru
þetta sem þú umgengst?
— Félagar. Kommúnistar.
Hverskonar 'menn eru petta„ sem pú umgengst?
— Fólk sem er til einskis nýtt. Ef það væri frá almenni-
legum heimil^un myndi það hugsa öðru vísi en það gerir.
Otg þú varpar þér út í hreinasta glapræði vegna þess.
Þú, sem gætir gert svo mikið fyrir fólkið, ef þú værir
hér kyrr, tækir prófið og gengir inn 1 fyrirtækið.
— Vertu sæl, mamma, sagði hann. Nú verö ég að
fara. Vertu ékki reið við mig.
Áður en hún gat áttað sig var hann farinn út. Hann
tók töskur sínar og lagði þær andartak frá sér í and-
dyrinu til þess að kitla eihkennisbúna stofuþernuna
xmdir hökunni.
— Er stúdentinn að fara í ferðalag? spuröi hún."
— Já, stúdentinn er að fara í ferðalag, sagði harnn
brosandi og var létt um hjartað. Stúdentinn ætlar að yf-
irgefa hús sitt og heimili og hann ætlar aldrei að koma
aftur sem glataður sonur. Hann kýs heldur svínatrogið.
Hann stóð niðri á götunni í gráleitri morgunskímunni
og vissi ekki hvert hann átti að leggja leið sína.Eftir
langa íhugun hafði hann komizt að þeirri niðurstöðu að
nú yrði þáð að gerast. Hann varð að komast burt af her-
mangaraheimili sínu, því að hann hafði lagt eyrun við
og vissi í hverju starfsemi Klitgaards og Sona var fólgin.
Hann bar töskurnar upp í sporvagn og keyrði tii þess fé-
lagans sem honum datt fyrst í hug.
— Sæll, Haraldur, sagöi hann og þrekvaxinn, góðlát-
legur verkamaður rétti honum tröllaukinn lófa. Get ég
fengið að vera hjá þér nokkra daga? Ég hef engan stað
að vera.
— Komdu inn, lagsi, sagði Haraldur. Við getum holað
þér einhvers staðar niður. Er eitthvað í ólagi heima?
— Nei, það er víst varla hægt að segja, sagði. Gregers.
En ef þú getur skotið yfir mig skjólshúsi nokkra daga,
kemur það sér mjög vel fyrir mig. Og hvemig er með
vinnu?
— Afleitt, sagði HaraJdur. Þeir senda menn í hundr-
aðatali til Þýzkalands. En komdu inn fyrir, við erum
einmitt að drekka morgunkaffi.
Nokkrir lithr ljóshærðir krakkar litu undrandi á
þennan morgungest sem kom með ferðatöskur og átti
sjálfsagt að búa hjá þeim. Vingjarnleg, ljóshærð kona
kom með kaffikönnuna og bauð honum að setjast við
borðið og fá kaffisopa með þeim. Og meðan þau drukku
Albert Daudistel
Framhald af 5. síðu
frá leið styrjaldarlokum, tóku
hins vegar að opnast sam-
bandsleiðir til útgáfufyrir-
tækja í heimalandi hans, en
síðustu árin var heilsu hans
tékið svo mjög að hnigna, að
þetta kom honum ekki að þeim
notum sem ella mundi. Og frá-
fall hans bar að með þeim
hætti, að hann varð að hverfa
frá sumu ófullgerðu, einkum
síðustu bók sinni, „Der ver-
botene Mensch“, sem lýsir
ýmsum þáttum úr ævi hans
sjálfs. Það er þó lán í óláni,
að kona hans, Ediht, sem sjálf
er ágætlega ritfær og þekkir
manna bezt til vinnubragða
hans, hugmynda og áætlana,
mun geta búið þetta til prent-
unar á þann hátt, sem ekki
myndi vera á neinna annarra
færi. Henni er til þess treyst-
andi, og sjálfsagt hefði hann
sjálfur engan fremur til þess
kosið að fara um það höndum
eftir sinn dag.
Albert Daudistel var maður
glaðlyndur og hreinskilinn,
gamansamur, gæddur skáld-
legu hugmyndaflugi og fá-
gætri frásagnargáfu og frá-
'sagnargleði. Hann tók mikiili
tryggð við ísland, sem hafði
reynzt honum griðland á tím-
um þrenginga og ofsókna, og
lífsbarátta þessarar fámennu
þjóðar í erfiðu og ófrjósömu
landi var honum sífellt aðdá-
unarefni. Með honum er horf-
inn af sjónarsviðinu góður og
einlægur Islandsvinur.
Björn Franzson.
■HHHMIIMM ■
Vantar
yðar
samkvæmiskjól
lyrír
veturinn?
NÚ ER TÆKIFÆRIÐ
útsala
á samkvæmlskjólum
—--------------------...
••»...
••••....•••••
..*•
..*•*
............
*•*..
..••
---------****•—..„
Allt að 75% afsláttur - aðeins í dag oq á laugardag
—••—....
..»•**
**•••.,
VERZLUNIN
*•*.
GULLF
■■■■■■■•■■•
V
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.— Ritstjój ar: Magnús Kjartansson (áb), Sigurður Guðmundsson ■— Fréttarit-
st'óri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benec&ktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, .Magriús Torri
Óiafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 7500 (3
linur). — Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Lausasöluverð kr. 1. — Prentsm. Þjóðviljans h;f.