Þjóðviljinn - 17.08.1955, Side 3

Þjóðviljinn - 17.08.1955, Side 3
~ Miðvikudagur J.7. ágúst 1955 — ÞJOÐVILJINN — (3 A ÍÞRÓTTIR RlTSTJÓRl: FRÍMANN HELCASON Þróitarar sigruðu dönsku meistarana með 2 gegn 0 Biðu engan ósigur í þrem leikjum sínum í Danmörku — Komnir til Svíþjóðar Keppnisferð drengjanna úr þri'ðja flokki Þróttar hefur verið óslitin sigurför hingaðtil. Þeir hafa háö þrjá leiki og eru enn ósigraðir. Pyrsti leikur þeirra fór fram á þriðjudaginn var við úrvals lið úr félögum í Hróarskeldu og sigruðu Þróttarar það, eins og áður hefur verið sagt frá í blað inu, með 3 mörkum gegn 2. Á fimmtudaginn kepptu þeir ■við lið frá Bagsværd við Kaup- mannahöfn og varð sá leikur jafntefli, 1 móti 1. Þetta lið var það sama sem hér var í sumar í boði KR. Á laugardaginn háðu þeir síð- asta leik sinn í Danmörku við Danmerkurmeistarana í þriðja flokki frá Helsingjaeyri. Þann leik unnu Þróttarar með 2 mörkum gegn engu. Þeir eru nú komnir til Sví- þjóðar og munu heyja þar einn leik í Gautaborg en halda síðan til Noíegs. Drengjunum líður öllum vel. Þeir liafa verið sérstaklega heppnir með veður, en miklir hitar hafa verið á Norðurlönd- um að undanförnu. Hvað líður frárennsli í i. , ■ < *- v.- ;h ,-ft s • Breiðholtshverfi? Það hefur lengi verið áhuga- mál okkar sem búum í Breið- holtshverfi að fá lagt frá- rennsli um hverfið. Hefur á- standið í frárennslismálum hverfisins vægast sagt verið bæjarfélaginu til skammar og er það enn, því miður. Margar áskoranir um um- bætur í þessu éfrii hafa verið sendar bæjaryfirvöldunum á undanförnum árum en ekki borið árangur. Margsinnis hefur og málið verið tekið upp á bæjarstjómarfundum af fulltrúum íhaldsandstæð- inga en þvi ávallt verið drepið á dreif af meiri hluta bæjar- stjómar. TalIS vafasamf að alþjóðasambaihi frjáls- íþrófta viðurbenni met Moens Líkur eru taldar á því, að hiö nýja heimsmet Moens á 800 metrunum, sem hann setti í Osló á dögunum, verði ekki viðurkennt. t alþjóðareglum frjálsíþrótta er hlaupumm bamiað að þiggja hjálp af öðmm meðan á hlaupi stendur, og á því getur varla leikið vafi, að Moens var hjálp- að. Fyrstu 400 metrana hljóp ungur norskur hlaupari með til að auka hraðann fyrri spölinn, Framúrskarandi árangrar í sundlandskeppni í Tokíó Japanir sigruðu Bandaríkjamenn með 44 gegn 35, tvö heimsmet sett Framúrskarandi árangrar náðust í landskeppni Banda- ríkjanna og Japana í sundi, sem fór fram í Tokíó í síðustu viku. Japanir sigruðu, en keppnin var mjög jöfn og oftar en einu sinni komu tveir fyrstu mennirnir jafnir í mark. Tvö heimsmet vom sett í keppninni: Á 200 m bringu- sundi og 4x100 m frjáls aðferð. Það er' erfitt að gerá upp á xnilli keppnisgreinanna. í 100 m frjálsri aðferð vom aðeins 3/10 úr sekúndu milli fyrsta og fjórða manns og sá síðasti synti á sléttum 58! Á 200 m syntu fimm undir 4.40, á 1.500 m þrír undir 19 mín. og banda- ríski heimsmethafinn A1 Wigg- ins synti 100 m bringusund á 1.02.9! Það var einkennilegt, að Japanir urðu algerlega að lúta í lægra haldi 1 100 m fiug- sundi, en vom mjög erfiðir við- •ureignar á 200 m í sama sundi. 1 venjulegu bringusundi fengu Bandaríkjamenn ekki við neitt róðið; bezti Bandaríkjamaður- inn synti 200 m t.d. á 2.47. Þess má geta, að margir af bandarisku keppendunum voru af japönskum uppmna. Sigurvegararnir í hinum ýmsu sundgreinum vom þessir: 100 m frjáls aðferð, Petterson, B, 57.2, 200 m frjáls aðferð: Woolsey, B., 2.07.5, 400 m frjáls aðferð: Konno, B, 4.35.6, 800 m frjáls aðferð: Ohno, J., 9.38.8, 1.500 m frjáls aðferð: Ohno, J., 18.31.3, 100 m bringu- sund: Fumkawa, J., 1.10.8.' 200 m. bringus.: Furukawa J., 2.33.7 (heimsmet), 100 in fhigsund: Wiggins, B., 1.02.9, 200 m flug- sund: Ishimoto, J., 2.29.8, 100 m baksund: Oyakawa, B., 1.05.9 4x100 m blandað: Japan, 4.18.8 (met), 4x100 m frjáls aðíerð: Japan 3.46.8 (hemsmet), 4x200 m: Japan, 8.34.7. Keppnin i 4x100 m frjálsri aðferð varð sérstaklega börð. Suzuki kom hálfri lengd á und- ari Mclntyre í mark, Tani jók bilið um 2 m móti Woolsey, Reid Patterson og Coto komu hins vegar jafnir í mark, eri Kogo sigraði Gideonse með naumindum í lokasundinu. Japariir unnu landskeppnina með 44 stigtim gegn 35. en hætti síðan. Og Moens lét í Ijós þakklæti sitt fyrir hjálpina að hlaupinu loknu með því að kalla hinn unga Norðmaim upp á sigurpallinn. Mörg af hinum viðurkenndu metum hafa vissulega verið sett á sama hátt, en alþjóðareglurn- ar voru endurskoðaðar árið 1952 og alþjóðasambandið lít- ur nú miklu strangari augum á brot gegn þeim. Öðru máli gegnir um árang- ur Boysens, sem enginn vafi er á, áð er norskt met. En það eru sem sagt líkur til; að hið 16 ára gamla met Harbigs sé enn ekki fallið fyrir fulit og allt. Þess verður þó áreiðanlega ekki langt að bíða. Loks var svo komið á þessu sumri að borgarlæknir og heil- brigðisnefnd sáu sér ekki ann- að fært en skora á bæjaryfir- völdin að láta leggja frá- rennsli í Breiðholtshverfi í sumar og bæta þannig loks úr margra ára vanrækslu. Ég hef það fyrir satt að þetta hafi verið samþykkt í bæjarstjórninni, að ekki hafi verið talið annað fært en taka tillit til skoðunar heilbrigðis- yfirvaldanna á nauðsyn verks- ins. Þegar það fréttist væntu flestir að loks yrði nú hafizt handa um lagningu frárennsl- isæða um hverfið, en þeirrar stundar höfðu menn beðið i mörg ár og búið við hinn mesta sóðaskap af völdum þessarar vanrækslu. En enn bólar ekki á fram- kvæmdum. Enginn vinnu- flokkur hefur enn mætt hér í Breiðholtshverfi til þess að vinna þetta langþráða verk. Hvað veldur? Er það ætlun bæjaryfirvaldanna að hafa samþykkt heilbrigðisnefndar og sínar eigin að engu? Þannig er nú spurt hér í Jsyggðinni og að vonum. Vilja ekki bæjaryfirvöldin svara þessum spumingum? Eða það sem væri þó enn bet- ur þegið: Láta það ekki leng- ur dragast að hefjast handa við að koma frárennslismálum hverfisins í viðunandi horf. Okkur íbúunum hér finnst biðin orðin nógu lörig og meir én það. Breiðholtshverfisbúi. ★ I dag er iniðvikudagurinn 17 ágúst. Anastasius. — 229. dagur ársins. — Nýtt tungl kl. 19.58; í hásuðri kl. 13.12. — Sól- arupprás kl. 5.22. — Árdegishá- flæði kl. 5.51. Síðdegisháflæði kl. 18.12. í laa Stjórnarfundur annað kl. 9 í Tjarnargötu 20. kvöld BM Fundur í kvöld kl. 8:30 á Skólavörðust. 19. Stundvísi. Framhald af 1. síðu. í hálfa stöng var hafnað. í Kal- kútta var allt brotið og braml- að í portúgölsku ræðismanns- skrifstofunni og kveikt í hús- gögnum. Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, sagði á þingi að fram- koma Portúgala væri villimann- leg en stjórn sín héldi fast við fyrri stefnu að beita ekki valdi til að sameina Goa og aðrar portúgalskar nýlendur Indlandi. Hikil si!d ú! af Framhald af 8. síðu. Reyðarfirði símaði í gær að mikil síld væri 20 sjómilur út af Seyðisfirði. Á Eskifirði voru 700 tunnur saltaðar í fyrrinótt. Von var á síldarskipum til Norðfjarðar séint í gærkvöld. í fyrradag kom Bjarni frá Dalvík með 8Ó0 tunnur og nokkur fleiri skip. Tjarnargolfið Opið alla virka daga kl. 2—10 síðdegis. Á helgidögum kl. 10—10 þegar veður leyfir. Til barnanna í Skólagörðum Reykjavíkur Látið vita um þátttöku í ferða- lagið á morgun fyrir kl. 4 í dag. Fjarvistir lækna. Óskar Þ. Þórðarson frá 13. þ. m. til mánaðamóta; staðgengill: Skúli Thoroddsen. — Kristjana Helgadóttir frá 16. ágúst um ó- ákveðinn tíma; staðgengili: Hulda Sveinsson. f \y}>^ Fastir liðir eins l’ylNv ' og venja er til. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Frá heimsfriðarþing- inu í Helsinki (Frú Sigríður Ei- ríksdóttir). 20.55 Einsöngur: Sendiherrafrú Lisa-Britta Ein- arsdóttir Öhrvall, syngur sænsk- ar vísur; Páll ísólfsson leikur undir á píanó. 21.15 Náttúrlegir hlutir: Spurningar og svör um náttúrufræði (Sigurður Péturs- son gerlafræðingur). 21.35 Tón- leikar (plötur): Kvartett í C- dúr op. 33 nr. 3 (Fuglakvart- ettinn) eftir Haydn. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Hver er Gregory?1', XVIII. 22.25 Létt lög: Hotcha-tríóið og hljómsveit Laj- os Kiss leika og Hill Billies syngja (plötur). 23.00 Dagskrár- lok. Jsx sií !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i höíninni* Ríkisslrip: | Hekla er væntanleg til Reykja- Ivíkur árdegis í dag frá Norð- 'urlöndum. Esja er á leið frá Austfjörðum til Akureyrar. Herðubreið fer frá Reykjavík síðdegis í dag áustur um land til Raufarhafnar. Skjaldbreið fer frá Reykjavík á morgun vestur um land til Akureyrar. j Þyrill kom til Reykjavikur í ■ gærkvöldi. Skaftfellingur fór frá Reykjavík í gærkvöldi til Vest- ' mannaeyja. Baldur fór frá Reykjavík í gærkvöldi til Gils- fjarðarhafna. \ Eimskip: Brúarfoss fór frá Reykjavík í gær til Akraness. Dettifoss fór í gærkvöld frá Vestm.eyjum til Keflavíkur og Akraness. Fjall- foss er i Rotterþam. Goðafoss er í Ventspils, fer þaðan til Flekke- fjord. Gullfoss fór frá Leith í gær til Kaupmannahafnar. Lagarfoss var væntanlegur til Hamborgár í gær. Reykjafoss er á leið til Reykjavíkur. Selfoss fór í gær frá Haugasundi til Norðurlands- ins. Tröllafoss er í Réýkjavik. Tungufoss á leið til New York. Vela var væntanleg til Seyðis- fjarðar í gær frá Flekkefjord. Jan Keiken lestar í Hull 18. þ. m. til Reykjavíkur. Niels Vinter fermir í Antwerpen í dag og síð- an í Rotterdam og Hull til Reykjavíkur. Sambandsskip: Hvassafell er í Stettin. Amar- fell er í New York. Jökulfell er á Vestfjarðahöfnum. Disarfell er væntanlegt til Riga í dag. Litla- fell er á Akureyri. Helgafell er væntanlegt til Abo í dag. Millilandaflug': Edda, millilanda- flugvél Loftleiða h.f. er væntanleg til Reykjavíkur kl. 9 í fyrramálið frá New York. Flugvélin fer áleiðis til Stavang- ar, Kaupmannahafnar og Ham- borgar kl. 10,30. Einnig er væntanleg á morgun Saga, millilandaflugvél Loft- leiða h.f. frá Noregi kl. 17.45. Flugvélin fer áleiðis til New York kl. 19.30 annað kvöld. Millilandaflugvélin „Gullfaxi“ fór til Kaupmannahafnar og Hamborgar í morgun. Flugvélin er væntanleg aftur til Reykja- víkur kl. 17.45 á morgun. Innanlandsflug. í dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar (2 ferðír), Egilstaða, Hellu, Hornafjarðar, fsafjarðar, Sands, Siglufjarðar og Vest- mannaeyja (2 ferðir) — Á morg- una er ráðgert að fljúga til Ak- ureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, ísafjarðar, Kópaskers, Sauðár- króks og Vestmannaeyja (2 fer&* ir).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.