Þjóðviljinn - 18.08.1955, Blaðsíða 10
VíKítUlV
,Ht T,í';r.:,
Ji'í
Hnnum er fartð að svengja'
n
Margir lesendur munu
minnast þess, þegar við
vqrum að ræða um þágu-
fallssýkina, sem er tölu-
vert smitandi í ýmsum
landshlutum. Við settum
Bókin nm
, 1 sland
í>ví hefur verið beint
til lesenda innan 16 ára
aldurs, hvort þeir vildu
taka þátt í að skrifa bók
úm: ísland, senda átt-
hagalýsingar o. fl. —
Ekki leið á. löngu þar til
fyrsta bréfið barst um
þátttakanda. Það var úr^
Ámessýslu. Nánar í
næsta blaði.
þá í fyrirsögn: „Honum
langar til að kyssa
henni“, og þið hlóguð að
ambögunni. Því var beint
til lesenda, að þeir reyndu
að hefta útbreiðslu þess-
arar sýki eftir föngum.
Nú skal birtur hér bréf-
kafli um þetta efni frá
Ásdisi á Bjargi, 13 ára.
Hún segir meðal annars:
„Þú minntist einu sinni
á það, að við skyldum
taka eftir, þegar fólk tal-
aði vitlau^t. Hér í Flóan-
um er fólkið ekki mikið
að vanda málfar sitt
finnst mér og má daglega
heyra setningar eins og
þéssar-. .Honum er fari# ..
að svengjd', ,þeim lang-
aði*, méT kennir svolítið
til‘, ,ég sagði henni Únn-
irr það‘, ^ég fór til henn-
ar Björgu', og fleira þessu
líkt Ég hef nú ekki skrif-
að það niður eins og þú
stakkst upp • á, en það
væri áreiðanlega fróðlegt
að gera það. En það
versta er að fullorðna
fólkið talar lítið réttara
en bömin, en það er nú
einu sinni svoleiðis, að
,það læra böm sem á bae
er títt‘, svo að þau geta
líklega lítið gjört að því,
krakkagreyin, hvernig
þau tala“.
Þetta vár gott innlegg,
Ásdís!
: Að lesa úr
greina-
merkjum
Reynið að leysa úr
greinarmerkjum á réttan
hátt í eftirfarandi visum:
t
Við Kriisus ríka sagði
Sólon
er sá hann allt hans veldi:
Sjá allt þitt veldi er eins
og ryk
við enda lifsins. —
— — og Þóroddur
þjóna......Tonuna
„ “ Guðmundur
Gudda ;
/
Orðsendingar
Ema Ólafsdóttir, Rvík.
Þökk fyrir bréfið. Svo sem
þú munt hafa séð birtum
við ljóðið, sem þú óskaðir
eftir. En þér láðist að geta
um á hvern hátt ætti að
ráðstafa 10 krónunum,
sem þú lagðir inn í um-
slagið. Sendu okkur línur
um það.
Um danslög — Óli Hörður
Þórðarson, Kleppjárns-
reykjum, Borgarfirði skrif-
ar: „Ég hef mjög mikinn
áhuga fyrir danslögum, og
þessvegna vil ég koma
með uppástungu um að
efnt verði til keppni um
bezta íslenzka danslagið
og texta þess, og að les-
endur Óskastundari nnar
velji það".
Ritstj. beinir þessari uppá-
stungu til annarra lesenda
til umhugsunar. I næsta
bi.aði skulum við ræða una
slíka keppni í framkvæmd.
Kaupakona í Ámessýslu.
Þú bi&ur um tiltekinn
texta, sem Tónasystujr
syngja. Vonandi færðu ósk
þina uppfyllta áður en þú
heldur heim úr kaupa-
vinnunni.
★
Ásdís á Bjargi, sem skrif-
aði blaðinu okkar í vor
um sinubrunann o.fl., hef-
ur nú sent Óskastundinni
ágætt bréf og kærkomið.
Hún kemur fram með
ýmsar uppástungur, sem
teknar verða til greina,
auk þess leggur hún til
ýmislegt efni, sem birtast
mun á öðrum stað í blað-
inu. Við sendum Ásdísi á
Bjargi beztu kveðju og
hyggjum gott til samvinnu
við hana.
Hvað geríst á hverri mínútu?
Frá því er nýlega skýrt hverri mínútu 'séu réykt-
í þýzku blaði, að Þjóð-
verji nokkur hafi tekið
sér fyrir hendur að
reikna út hvað gerist í^.
helminum í ýmsum grein-
um að meðaltali á hverri
mínútu. Hér eru nokkrar
tölur úr útreikningum
hans. Sá, sem rengir út-
komuna, getur sjálfur
reynt að safna skýrslum
og reikna út!
En Þjóðverjinn segir:
— Á hVerri mínútu fæð-
ast 5440 börn og 4630
mannS deyr. Mannkynið
notar á hverri mínútu
60 þús, kg af kjöti, 500
þúsund kg af brauði og
1650 smálestir af sykri;
það drekkur 25 þúsund
lítra af víni og 25 þúsund
litra af öli og um 835
þúsund kaffibolla. — Þá
segir Þjóðverjinn að á
ar um 1270 smálestir af
sígarettum, vindlum og
píputóbaki. 217 bílar
eyðileggjast á hVettá ír.í»-
útu í heiminum. Þá tjþlur
hann, að á hverri ípúiútu
séu seld 117 þúsund frí-
merki á bréf og póstkbrt
og síminn afgreiði 1917
símskeyti.
Læknirinn: Hafið þér
gert eins og ég ráðlagði
yður og drukkið soðið
vatn svona klukkutíma
áður en þér borðuðuð
miðdegismatinn ?
— Já, svaraði sjúk-
lingurinn, ég reyndi það,
en ég hélt það ekki út
nema í tíu mínútur.
Og nú er þurrkurinn
kominn.
Ferð um fagrar sveitir
Framh. af 1. síðu.
um við Goðafoss. Þótti
okkur tnikið til koma
hans hrikalegu fegurðar.
Þótti okkur verst, að þá
var ekki nógu1 bjart veð-
ur til að taka myndir.
Það var hálfgerð rigning
og súld. Að öðru leyti
var alltaf yndislegt veð-
ur. Einnig skoðuðum við
Dimmuborgir. Þar er
mikið af sérkennilegum
hraundröngum og hellum.
Þar fórum við í Trölla-
kirkju, sem er stór hellir.
Á einum stað voru göng.
Við fórum eftir þeim og
enduðu þau á syllu í
hellinum. Það var ræðu-
stóllinn. Þegar við kom-
um inn í hellinn, varð
okkur starsýnt á litlar,
hvítar skellur á veggjun-
um og í loftinu. Við fór-
um að athuga þetta og
voru það þá miðar, sem
fólk skrifar nafn sitt á.
Jæja, nú héldum við
lengra í austur og kom-
um brátt austur að Mý-
vatni. Þar var mjög fal-
legt og dáðumst við mik-
ið að hinu fjölbreytta
fugla- og dýralífi. Við
gátum nú lítið stanzað
þarna, en héldum austur
í Námaskarð. Okkur þótti
mjög gaman að skoða
hverina þar.
Þama snerum við til
baka heim á leið. Nú
stönzuðum við lítið. Við
vorum komin að Laugtim
aftur um hádegi og
snæddum þar hádegis-
verð. Síðan héldum við
áfram þar til við kornum
til Akureyrar um ki. 4.
Þar máttum við vera
frjáls ferða okkar tii kl.
6V2. Sum fóru í sund-
laugina, sum skoðuðu sig
um í bænum og fóru í
búðlr, og enn önnur að
heimsækja kunningja og
skyldfélk. Klukkan hálf
sjö lögðum við af stað
heim. Vorum við nú kát
og glöð og sungum mik-
ið. Einn strákurinn hafði
með sér harmoniteu og
spilaði hann undir.
Við stönzuðum á íal-
legum stað í Blönduhiið-
inni og dönsuðum.
Þegar við komum heim
seint um kvöldið, glöð og
ánægð yfir þesjari
skemmtilegu ferð, var
sólin í þann veginn að
setjast, og það var mjög
fallegt að sjá er
hún varpaði gullroðr.um
bjarma sínum yfir fjörð-
inn og byggðina.
30) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 18. ágúst 1955
nnnaamaaiiiiiiniiiiHuii
AÐST0ÐARMENN
vantar á veðurstofumar á Reykjavíkurflugvelli
og Keflavíkurflugvelli. Umsækjendur þurfa að
hafa góða heilsu og góða sjón og heym. Aldur:
17-25 ára. Menntun: Gagnfræðapróf eða hliðstætt
próf. Skýr og lipur rithönd nauðsynleg. Kunn-
átta í vélritun æskileg.
Umsóknir sendist til Veðurstofunnar, Sjó-
mannaskólanum, Reykjavík fyrir 1. sept. n.k.
Blöð
Tímarit
Frímerki
Filmur
*■■■■■■■■■*■■■■■■■■»»•■■•■■■■■•'
Tvær stulkur óskast
til að starfa í STRAUSTOFU þvottahúss Lands-
spítalans. Upplýsingar gefur þvottaráöskonan,
sími 1776.
Skriístola ríklsspítalanna
Staða 0. aðstoðarlæknís
í handlækningadeild Landspítalans er laus til um-
sóknar frá 1. okt. næstkomandi að telja.
Umsóknir sendist stjórnamefnd ríkisspítalanna,
Ingólfsstræti 12, fyrir 20. sept. 1955.
Skrifstofa ríkisspítalanna
SÖLUTURNINN
við Arnarhó!
■ ■■■■■■■■■■■•■■■*■■■■■■■■■*■ ■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■•■•■■■■■■■>>•■••••:
Orðsending frá Byggingarfélagi
alþýðu í Hafnarfirði
Ein þriggja herbergja íbúð til sölu. Félagsmenn,
sendi skriflegar umsóknir til stjómar félagsins
fyrir 1. september n.k.
Stjórnin
sóltjöld
Gluggar h.f.
Skipholti 5. Sími 82287
Húsgagnasmiður
sem gettir tekið að sér verkstjóm, og maður, sem
vill venjast vélavinnu á verkstæði, geta fengið
atvinnu hjá trésmíðafyrirtæki nú þegar.
Tilboð með nafni og heimilisfangi leggist inn á
afgreiðslu blaðsins fyrir 20. ágúst, merkt
„Innréttingar“
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■•■■■,
Frá Tjarnargolfinu
lí
Opið alla virka daga frá kl. 2—10.
Á helgum dögum frá kl. 10—10, ef veður leyfir
Tjaruargolfið
Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarð-
arför eiginmanns, föður, tengdaföður og bróður okkar
Gísla Pálssonar, læknis
Svana Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og
systkini