Þjóðviljinn - 19.08.1955, Síða 7
Föstudagur 19. ágúst 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (T
Hans Kirk:
fór aS stika fram og aftur um gólfið.
— Trúði hún mér, eða fann hún að ég laug að henni?
hugsaði hann. Hún trúði mér, vegna þess að hún hefur
alltaf getað treyst mér. En hún treystir ekki- börnunum
síniun, og ef til vill er það þess vegna sem hún vill
deyja. Jú, ef til vill treystir hún Söru, en hún er gift
lögfræðingnum sínum. Æjá, svona fór það allt saman.
Hann hélt áfram að ganga um gólf, eirðarlaus og
þungt hugsandi, og ööru hverju læddist hann að svefn-
herbergisdyrunum til að hlusta. En þar var steinhljóð
og hún svaf sjálfsagt, gamla, þreytta konan hans sem
vissi að dauöinn var í nánd.
Þannig leið dagurinn, aðeins andartak fór hann iim
til hennar og settist hjá rúminu. Hún opnaöi augun
og reyndi aö brosa til hans, svo féll hún aftur í mók.
Hann læddist út, fór í frakkann sinn og gekk um garð-
inn. Það var liðið aö sólsetri og brátt kæmi læknirinn
og ef til vill væri bezt að biðja hann að ná í sérfræðing.
Og sennilega yrði hann aö tilkynna börnunum hve veik
Kjestín væri.
Hann gekk inn og var búinn að taka upp heyrnar-
tólið á símamrm til að hringja í Söru, þegar hjúknmar-
konan kom þjótandi og þreif það úr hendi hans. Hún
bað um númer læknisins — en fljótt, í guðs bænum!
Hún hafði skilið svefnherbergisdyrnar opnar og Grejs
flýtti sér þangað inn. Hann sá strax að hér gat læknir
ekkert gert. Kjestín var horfin frá honum.
21. KAFLI
Kjestín er jörðuð en lífið heldur úfram.— Ný og mik.il-
væg verkefni bíða fyrirtækisins og pað verður líka
að rœkja fulltrúaskyldurnar
Böm Kjestínar og hálf sóknin fylgdu henni til grafar.
Það voru fáir sem ekki vissu deili á Grejs Klitgaard
sem hafði orðið mikill verktaki og auðugur maöur og á
Kjesínu sem hafði verið honum dygg og góð kona.
Nánustu ættingjar hennar og Grejs vom látnir og Grejs
þekkti ekki marga af kirkjugestunum. Og þó þekkti hann
þá. Það vom sömu vinnulúnu, veðurbitnu mennirnir og
sömu þreytulegu konmmar í svörtum síðtreyjmn og með
Góðaksturskeppni Bindindisfé-
lags ökumanna fór fram í gær
í góðaksturskeppni Bindindisfélags ökumanna í gær
tóku þátt rösklega 20 bílstjórar úr Reykjavík og Hafnar-
firöi, og er þetta fyrsta keppni þessarar tegundar hér á
landi.
Mikill undirbúningur hafði
farið fram undir þessa keppni,
m. a. hafði félagið fengið norsk-
an mann, Steinar Hauge, til að
stjórna henni. Er ekki tóm að
sinni til að lýsa því nákvæm-
lega hvernig keppninni var hag-
að. En í stuttu máli má segja
þetta:
Ekin var ákveðin leið. Henni
var skipt í nokkra áfanga. Var
bílstjórunum uppálagt að aka
hvern áfanga á tilteknum hraða,
\
en breitt var yfir mælaborð
hverrar bifreiðar, svo að öku-
menn urðu eingöngu að fara
eftir hraðaskyni sínu. Þá voru
þeir látnir aka aftur á bak inn
í „bílskúr", lagt var fyrir þá að
aka öðru framhjólinu yfir keilur
sem lagðar voru í boga, þeim
var fenginn í hendur uppdrátt-
ur af torgi með bílum þar sem
sumir óku skakkt, og áttu þátt-
takendur að finna skekkjumar.
Þetta gerðist suður í Hafnar-
firði, og er hver bílstjóri kom
út frá prófinu var búið að
koma fyrir hálmpoka við annað
afturhjól bílsins, en hann átti
að aka aftur á bak fyrir hús-
horn. Gert var ráð fyrir að bíl-
stjórarnir mundu ganga þm-
hverfis bíl sinn er þeir komu út
til að ganga úr skugga um að
ekkert væri til fyrirstöðu að aka
burt — en fimm fyrstu bílstjór-
arnir, sem blaðamenn fylgdust
með, létu þetta undir höfuð
leggjast og óku allir yfir pok-
ann. Ekki er Vitað hvernig
hinum reiddi af.
Gerðar voru skýrslur yfir þetta
allt jafnóðum, og verður unnið
úr þeim nú um helgina. Mus
sennilegá verða skýrt frá niður-
stöðum keppninnar þegar þær
liggja fyrir.
Silfurfiskurinn
Framhald af 5. síðu.
ins. Sumir sögðu reyndar að
Færeyingarnir hefðu ekki séð
síldina umræddan dag heldur
einhvem annan dag en hefðu
ekki komið því í verk 'að til-
kynna um hana fyrr en allt1
var um seinan. Aðrir sögðu |
að það hefði verið ufsi sem j
Færeyingarnir sáu. En hvað j
sem þvi leið var mikið talað í
um Færeyingasíld í lrinum
ýmsu talstöðvum þetta sumar
og flestir voru sammála um
að þessi merkilega síld veidd-
ist nálega aldrei.
Stundum var bræla á síld-
armiðunum og þá sást hvorki
flugvélasild eða Færeyinga-
síld. Þá lá flotinn stundum í
vari við Grímsey og þá þökk-
uðu þeir guði sem eitthvað
höfðu að lesa..
En jafnvel þó engin síld
sé á miðunum, getur norð-
lenzk sumamótt bætt fyrir
marga bræludaga undir
Grímsey. Að minnsta kosti
þekki ég mann sem lifað hef-
ur stórfenglegustu augnablik
ævi sinnar á Grímseyjarsundi.
Það var um kvöld og sólin
varpaði geislum sínum á hinn
silfurslétta hafflöt og fjalla-
hringinn frá Skaga að Rauða-
núpi. Það ríkti dauðakyrrð
á hafinu, en úr erlendri út-
varpsstöð bámst tónar 7. sin-
fóníu Beethovens. Þetta hlýt-
ur að hafa verið stórkostlegt
augnablik; það koma enn
tár í augu mannsins þegar
hann segir frá þessu og þó
era liðin mörg ár síðan.
Og þrátt fyrir allt aflaleys-
ið undanfarin ár lokkar síld-
arævintýrið ennþá og menn
ráða sig á síld upp á trygg-
ingu og hina duldu von um
mikinn og skjótfenginn gróða.
Nú, í byrjun ágúst, er stór
hluti flotans að búa sig til
iheimferðar af síldarmiðunum.
Síldin virðist hafa bragðizt
einu sinni ennþá. En þrátt
fyrir það sjá víst fæstir eftir
því að hafa eytt tveim sumar-
mánuðum á miðunum fyrir
Norðurlandi.
Skólabuxur
á drengi, margar teg.
Toledo
Fischersundi
Dívanar
ódýrir divanar fyrirliggjandi
Fyrst til okkar — það
borgar sig.
Verzl ÁSBRC,
Grettísgötu 54,
simi 82108
limiHaimilMMUIMIIIMMlllllMIHHI
Otbreiðið
Þjóðviljann!
Aukin og bætt þjónusta við félags- Sendum
menn og vörurnar
aðra við- heim strax
skiptavini 09 pöntun
eru hjöroxl ©kkar er gerS
Matvörubúð
Bræðraborgarstíg 47. — Sími 3507.
o
VkRoy
HSALW
heldur áfram í dag
Allt að 75% afslóttur
MARKAÐURINN
Bankastræti 4.
Innilega þökkum við börnum okkar, tengdabörnum,
barnaböraum og öllum öðrum vinum fjær og nær, sem
glöddu okkur með gjöfum, skeytum, blómum eða hlýj-
um handtökum á 60 og 65 ára afmælum okkar þann
12. og 13. ágúst s.l., og gerðu okkur dagana ógleyman-
lega.
Sérstaklega þökkum við séra Jóni Thorarensen heim-
sókn og hlý orð.
Guð blessi ykkur öll.
ðlafía Kristjánsdótfiir
Hringbraut 80, Reykjavík
Þóruim Kristjansdóttir
Strandgötu 35B, Hafnarfirði.
Eginkona mín
_ Stella árnadóttir
frá ísafirði
andaðist 17. þ.m. í Danmörku.
Fyrir hönd vandamanna
Guðmundur Guðmundsson.
Uleefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjójar: Magnús Kjartamsson (áb), Sigurður Guðmundsson — Fréttarit-
i^ H ■■miM st'óri: Jón Bjamason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni BeræcKktsson, Guðmundur Vigfusson, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi
IjpÍÍfwdWIU1PBÓiafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skðlavörðustíg 19. — Sími: 7500 (3.
linur). — Áskriftarverð kr. M á máauði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Eausasöluverð kr. I. — Prentsm. Þjóðviijans h.f,.