Þjóðviljinn - 30.08.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.08.1955, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. ágúst 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (S Franska stjómin enn ekki á eitt sátt um Marokkó Þq ©rðið samk©mulag nm að Grandvai og Ben Araia verði báðir látnir fara Franska stjórnin sat á fundi í þrettán klukkustundir í gær og fjallaöi um Marokkó. Aö fundinum loknum haföi enn ekki ná'ðst fullt samkomulag. Enda þótt samkomulag hafi ekki náðst, eru þó taldar lík- ur á að málamiðlunarlausn finnist, sem allir aðiljar sætti sig við. Ráðherrar hægri floltk- anna eru sagðir hafa fallizt á að mynda verði nýja ríkis- stjórn í Marokkó sem skipuð verði einhverjum fulltrúum, sem njóta trausts þjóðarinnar, og að stjómarmynduninni verði hraðað svo, að henni verði lok- ið fyrir 12. september. Um þetta hafði orðið samkomulag milli frönsku ráðherranefndar- innar og fulltrúa sjálfstæðis- flokks Marokkó, Istiqlals. Grandval og Ben Arafa fylgist að Faure gekk mun verr áð sannfæra hægri ráðherrana um' nauðsyn þess að Ben Arafa soldán verði vikið frá, en Isti- qlal hefur sett það sem skil- yrði fyrir öllu samkomulagi. Þó Alsír og Marokkó Framhald af 1. síðu. myrtur. Einn af leiðtogum Araba var líflátinn á fhigvellin- um þar. Keuter segir að dauða- stríð hans hafi staðið i þrjár klukkustundir. Aðeins þriðjungur íbúa Oued Zem eftir í bænum Fréttaritari Reuters, Michael Weigall, hefur verið í bænum Oued Zem, þar sem 70 Ev- rópumenn létu lífið í uppreisn- inni á laugardaginn i fyrri viku. Hann segir að hvert ein- asta hús við aðalgötu bæjarins sé brunnið til kaldra kola og að fjöldi þeirra Araba sem létu lífið eða eiga um sárt að binda vegna hr.vðjuverka Frakka skipti þúsundum. Tveir þriðju hlutar bæjarbúa hafa fallið, verið handteknir eða flúið. Nýtt samsæri í Argentínu Lögreglustjórinn í Buenos Aires tilkynnti í gær að komizt hefði upp um samsæri gegn stjórn Perons. Þetta er þriðja samsæristilraunin sem lög- reglan segist hafa komið í veg fyrir síðan hin misheppnaða uppreisn var gerð gegn stjórn Perons í sumar. Samsærismenn voru í þetta sinn flestir ungir, að sögn lög- reglunnar, og af sumum auð- ugustu ættum landsins. Uppreisnarmenn hafa gefizt upp Foringi uppreisnarmanna kom í gær til Juba, höfuðborgar Suður-Súdans, og gafst upp fyrir herforingja stjórnarinnar í Khartoum. Gekk hann að öll- um skilyrðum stjórnarinnar gegn því að farið yrði með upp- reisnarmenn sem stríðsfanga meðan á rannsókn máls þeirra stæði. Salem, sem verið hefur áróð- ursstjóri egypzku stjórnarinn- ar og jafnframt ráðherra fyrir málefni Súdans, var í gær veitt lausn frá embættum „um stund- arsakir". Ástæðan er talin sú, að Nasser telji hann hafa hald- ið illa á málum Egypta í Súdan. Hann ségir ennfremur: „Á torginu stóðu fjórir skriðdrekar reiðubúnir til atlögu og áhafnir þeirra voru að hreinsa fallbyssum- ar. Franskur höfuðsmaður sagði, að útlendingahersveit- in hefði drepið 300 Araba i bænum síðan á laugardag (Weigall ritar þetta s.l. fimmtudag).’ Þeir höfðu einnig ekið upp til f jalla og drepið 250 menn af Berba- ættflokki þeim sem tekið hafði þátt í róstunum. Jafn- framt hefðu þeir lagt mörg þorp i rúst, af því að menn sem höfðu drepið eða sært hermenn úr útlendingaher- sveitinni höfðu leitað at- hvarfs í þeim.“ Það er ástæða til að minn- ast enn á þá staðreynd, að mikill hluti útlendingahersveit- arinnar er skipaður þýzkum stormsveitarmönnum, sem hafa mikla reynslu í hryðjuverkum á vamarlausu fólki. Atlanzríkin bera ábjTgðina Nasser, forsætisráðherra Egyptalands, sem á föstudaginn kallaði sendiherra Bandaríkj- anna í Kairó á sinn fund og mótmælti þvi að bandarísk- um vopnum og sveitum úr her Atlanzbandalagsins væri beitt gegn sjálfstæðishreyfingum Ar- aba, kallaði daginn eftir alla sendiherra sem Atlanzbanda- lagsríkin hafa í Kairó á sinn fund og endurtók þessi mót- mæli og lýsti bandalagið og hvert einstakt aðildarríki þess ábyrgt fyrir þeim hryðjuverk- um sem nú era framin í Norð- ur-Afríku af frönskum her- sveitum. Aívopnunarmál Framhald af 1. síðu. í her sínum um 640.000 manns eða um fjórðung. Tékkóslóvakía varð næst til þess að fækka í her sínum, nú fyrir skömmu, um 34.000 manns. Þá hefur það spurzt, að Stassen, ráðgjafi Eisenhowers Bandaríkjaforseta um afvopn- unarmál, sé þvi hlynntur að stórveldin afvopnist. Allt hefur þetta vakið vonir um, að árangur verði af við- ræðunum í New York. 1 er talið að honum hafi tekizt það með þvi að lofa þeim, að Grandval landstjóra, sem hefur áunnið sér hatur frönsku land- nemanna í Marokkó, verði einn- ig veitt lausn frá embætti. Ekk- ert var að visu sagt um þetta atriði í skýrslu stjórnarinnar eftir fundinn í gær, en það þykir benda eindregið í þessa átt, að Grandval sem hafði ætlað sér frá París til Rabat á sunnudagskvöldið er enn um kyrrt í París. Sennilegast þykir að franska stjórnin tilkynni eigi síðar en á fimmtudag að bæði Ben Ar- afa og Grandval hafi verið veitt lausn frá embættum. Eftirmað- ur Grandvals er sagður þegar ákveðinn Boyer de la Tour, nú- verandi landstjóri Frakka í Túnis. Það er vitað, að Grandval sem löngu er þreyttur á bak- tjaldamakki og óorðheldni Faure og stjórnar hans, hefur þegar beðizt lausnar, þó hon- um hafi hingað til ekki verið veitt hún. Faure mun ganga verr að losna við Ben Arafa; sjálfur segist hann ekki munu segja af sér og öflugasti stuðn- ingsmaður hans og helzti lepp- ur Frakka í Marokkó, E1 Glaoui, sendi frönsku stjóminni bréf í gær, þar sem hann segir það stríða móti lögmálum ís- lams og verndarsáttmálanuum frá 1912, að Ben Arafa verði vikið úr embætti gegn vilja hans. Eftiriitsnefndum fækkað í Kéreu Á fundi vopnahlésnefndanna í Panmunjom í gær varð sam- komulag um, að hinum hlut- lausu nefndum sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmd vopna- hlésins verði fækkað úr tíu í sex. Fulltrúi Bandaríkjanna kvað það skoðun sína að leggja bæri nefndirnar niður með öllu. Brezka beitiskipið Glasgow var nýlega í Gdynia í Póllandi ií kurteisisheimsókn. Það var fyrsta flotaheimsóknin frá auðvalds- landi til alþýðuríkis eftir stríðið. Hér sjást Bretarnir skoða hina gömlu dómldrkju í Oliwa, skammt frá Gdynia. Ákvcðið hefur ver- ið að pólsk herskip fari í kurteisisheimsókn til Bretlands í hau.st. Bandarískum vísðndamönnum beSiS oð sðtja fund Vssinda- akademíu Sovétríkjanna Stjórn Sovétríkjanna hefur boðið fjölmörg-um erleno- um vísindamönnum, einkum bandarískum, að sitja fund Vísindaakademíu Sovétríkjanna, sem haldinn veröur síf- ar á árinu. Formaður sovézku nefndar- innar á kjarnorkuráðstefnunni í Genf, prófessor Vinogradoff, skýrði frá þessu þar. Hann sagði, að honum hefði í stað- inn verið boðið að skoða kjamorkustöövar í Bandaríkj- unum. Vinogradoff sagði, að ein- stökum bandarískum vísinda- mönnum hefði ekki verið boð- ið, heldur hefði bandarísku, vísindamönnunum í Genf ölluat, verið sagt, að þeir og aðn? félagar þeirra væru velkommf að sitja fund akademíunnar. 300 ungar stúlkur víðriðnar vændishneyksli í Montreal Ýmsir þekktusfu kaupsyslumenn horgorinn* ar sagðir hafa veriB viðskipfavinir þeirra Öll Montreal-borg komst á annan endann um dag- inn þegar lögreglan skýrði frá því, að hún hefði komiö upp um ólifnaöarhneyksli af svipaöri tegund og hiö al- ræmda Jelke-mál í Bandaríkjunum, aðeins miklu stór- felldara og meö miklu fleiri hlutaðeigendum. Miðlunarstarfsemin fór öll! fram í gegnum síma og við-j skiptamenn vændisfyrirtækis- ins, margir þeirra í hópi þekkt- ustu kaupsýslu- og embættis- manna borgarinnar, gátu valið á milli 300 stúlkna. Flestar stúlkurnar voru í góðum og vellaunuðum stöðum þjá ýms- um þekktustu fyrirtækjum borgarinnar. Lögreglan áætlar að velta fyrirtækisins hafi numið a. m. lt. milljón dollur- um á ári, um 16 milljónum ís- lenzkra króna. „Ferðamenn frá New York“ Aðstoðarlögreglustjóri borg- arinnar, Pacifique Plante, ljóstraði upp um þetta mál og sagðist fullviss að borgarbúar myndu verða furðu lostnir ef þeir fengju að vita, hvaða menn væm við mál þetta riðn- ir. Lögreglan kom upp um hneykslið með því að láta tvo lögregluþjóna flytja inn í gisti- hús sem ferðamenn frá New York. Þaðan hringdu þeir í kvenmann sem lögreglan grunaði um að standa fyrir miðluninni og eftir klukku- stundarbið var þeim sagt, að tvær stúlkur væru á leið til þeirra. Skrá yfir nöfn og símanúmer 300 stúlkna Lögreglan komst fyrst á sporið fyrir þrem mánuðum þegar hún gerði skyndirann- sókn í ólifnaðarbæli skammt fyrir utan borgina. Þar fann hún skrá yfir nöfn og síma.t númer 300 stúlkna og lék eng- inn vafi á, að um vændiskonuff væri að ræða. Rannsókn leiddi í ljós, að> langflestar stúlknanna höfða fasta atvinnu og höfðu á ::ér gott orð. Þær unnu á skrifstot'- um og í verzlunum. — Það er hræðilegt að sjá hvers konar stúlkur hafa lá liö leiðast út á þessa braut og' hvaða menn voru viðskiptavinir þeirra. Flestar stúlkurnar haí'a látið undan skemmtana- og ó- hófsþrá sinni. Þær hefðu aliar átt að geta lifað góðu lífi þó> þær hefðu ekki haft slíkae aukatekjur, sagði Plante. Hann færðist undan að ge?a nokkur nöfn, vegna aðstand- enda, vinnuveitenda og fyrir- tækja stúlkanna. Hins vegíf verður nöfnum þeirra og við- skiptavinanna varla haldió leyndum, þegar málið keiáuf fyrir rétt. ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.