Þjóðviljinn - 10.09.1955, Side 4
4) — ÞJÓÐVHJINN — Laugardagnr 10. september 1955
HEFUR OPIÐ
ALLAN
SÓLARHRINGINN
Hreyfill
Danskt skip fast í
xsmim við Græxtland
Norskt skip á leið til Meistaravíkui með
mestalla áhölnina 09 farþegana
Danskt Grænlandsfar, Jopeter, hefur setiö fast í ísnum
við Grænland undanfarna daga. 26 menn af áhöfn og far-
þegum eru nú á leið til Meistaravíkur með norsku skipi.
Norskia skipið, Tottan, var
væntanlegt til Meistaravíkur í
gærkvöld og verða þeir 26
menn af Jopeter sem það tók
fluttir með flugvél þaðan yfir
Reykjavík til Kaupmannahafn-
ar.
Um borð í Jopeter eru enn
sex menn af áhöfninni, auk
tmueiöcus
si&uumoRrauð on
Minningar-
kortin
eru til sölu í skrifstofu Sósí-
alistaflokksms, Tjarnargötu
20; afgr. Þjóðviljans; Bóka-
búð Kron; Bókabúð Máls og
menningar, Skólavörðustíg
21 og í Bókaverzlun Þorvald-
ar Bjamasonar í Hafnarfirði
’^rsrvrrsr^vr^srrsrrNrsrsr^-rrvrNrr^rNr^rsrrs^
Blöð
Tunarit
Frímerki
Filmur
SOLUTURNINN
við Arnarhól
skipstjórans. Danska fshafsfar-
ið Kista Dan er nú á leið til
Jopeters og er ætlunin að það
dragi‘Jopeter út úr ísnum.
#
I
San Marino
20.000 ferðamenn voru stadd
ir í San Marino um síðustu
helgi, þegar þetta minnsta lýð-
veldi heims hélt hátíðlegt 1655
ára afrnæli sitt. Jarðneskar
leifar heiiags Marxusar sem
sagður er stofnandi lýðveldis-
ins voru bomar um götur bæj-
arins og fylgdi þeim allur her
lýðveldisins, sem í eru 20 menn.
1 broddi fylkingar gengu ný-
kjörnir þingmenn og stjóm
landsins. Sósíalistar og komm-
únistar hafa haft stjórn lýð-
veldisins á hendi síðan stríði
lauk og unnu sigur í síðustu
kosningunum í sumar.
2900 timnur síldar
í þremur síldveiðistöðvum
hér syðra bárust á land rúml.
2900 tunnur síldar í gær. Þetta
var afli 49 báta svo aflinn á bát
er ekki ýkja mikill.
21 Grindavíkurbátur fengu
samtals 1050 tunnur. Hæst var
Steinunn gamla með 155 tunnur.
13 Sandgerðisbátar fengu
1055 tunnur. Hæst var Hrönn
með 164.
15 Hafnarfjarðarbátar fengu
800 tunnur. Hæstur var Fagri-
klettur með 140 tunnur.
Verkföll verða
tíðari í USA
Verkföllum og verkfallsmönn-
um fjölgar stöðugt í Banda-
ríkjunum. I nýútkominni
skýrslu bandaríska verkamála-
ráðuneytisins segir, að í júlí
hafi 900.000 verkamenn verið
í verkfalli lengri eða skemmri
tíma, en „aðeins“ 650.000 í
júní. Mesta verkfallið í júlí
var verkfallið í stáliðnaðinum,
en auk þess lögðu m. a. 30.000
kopamámumenn og 18.000
vörubílstjórar niður vinnu í
mánuðinum.
Flest verkföllin stóðu þó að-
eins skamman tíma, þar sem
vinnuveitendur voru neyddir til
að láta undan kröfum verka-
manna. Verkfallsdögum fækk-
aði því úr 3.400.000 í júní ofan
í 3.200.000.
Týndi hring sem
metinn var á
301.000 krónur
Indversk kona sem var á
ferðalagi í Stokkhólmi í síð-
ustu viku týndi platínuhring,
settum dýrmætum gimsteinum.
Hringurinn var metinn á um
300.000 krónur. Fjöldi lög-
regluþjóna var gerður út að
leita að hringnum, en daginn
eftir kom maður með hann og
hafði sá fundið hringinn á götu.
Honum voru greiddar rúmlega
20.000 krónur í fundarlaun.
m
innirujcurófyfoU
tó'i ->m"!
í
■
■
!
★ Drengja- og telpu-
★ nærföt
ic Buxur frá kr. 12
★ Bolir frá kr. 11
★ Síðar buxur frá kr. 16 j
TOLEDO
Fischersundi
Sílakkunimi
GREIÐIÐ FLOKKSGJÖLD
VKKAR SKILVlSLEGA.
Þriðji ársfjórðungur féll í
gjalddaga 1. júlí. Skrifstofan
Tjarnargötu 20 er opin dag-
lega kl. 10—12 og 1—7.
Gler er tU margra 'hluta nytsamlegt. Það er meira að
segja hœgt að nota það í plógjárn, og var sú nýstárlega
notkun kynnt ,á sýningu ilandbúnaðartœkja í Austur-
Þýzkalandi fyrir skömmu. Glerplógarnir sjást á myndinni
hér fyrir ofan.
Ben Júsef sagður hafa fallizt á
nýskipan Faure í Marokkó
Frá því var skýrt 1 París í gær, að Ben Jússef,fyrrverandi
soldán í Marokkó, hefði fyrir sitt leyti fallizt á saxnkomu-
lag það sem gert var milli frönsku stjómarinnar og full-
trúa sjálfstæöismanna Marokkó í Aix-les-Bains.
Auglýsing
um lausar lögregluþjónsstöður
í Reykjavík
Nokkrar lögregluþjónsstöður í Reykjavík eru lausar
til umsóknar.
Umsækjendur skulu vera á aldrinum 22-28 ára og
178-190 cm á hæð. Víkja má þó frá þeim skilyrðum,
ef umsækjendi hefur sérstaka kunnáttu til að bera,
sem nauðsynleg er talin fyrir lögregluna.
Umsóknarfrestur er til 1. október n.k.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
9. september 1955.
í gær komu til Parísar þrír
fulltrúar sjálfstæðismanna í
Marokkó frá Madagaskar þar
sem þeir höfðu rætt við Ben
Júsef, fyrrverandi soldán, sem
dvelst þar nú í útlegð. Leiðtogi
Uta n ríkisráðher r-
ar ftala eg Breta
ræðast við
Martino, utanríkisráðherra
Italíu, er nú staddur í London
Hann ræddi í gær við Macmill-
an, utanríkisráðherra Bret-
lands. Macmillan lofaði stuðn-
ingi Breta við umsókn Italíu
um upptöku í SÞ.
Stjórnarbyltingí
Brasilíu?
Framhald af 12. síðu.
ir, sakaðir um vopnastuld úr
vopnabúrum hersins. Ætlun
þeirra var að nota vopnin til
að taka völdin og hindra kosn-
ingar. Einn þeirra hefur að sögn
játað að hafa stolið 20 vél-
byssum, 84 rifflum og 26 skamm-
byssum í þessu skyni.
Vopn lögð fram á þingi
Allt komst í uppnám á þinginu
í Rio de Janeiro í gær, þegar
einn af stuðningsmönnum Kubit-
sheks opnaði pakka, fullan af
vopnum, sem hann sagði að lög-
reglan hefði fundið við rannsókn
í húsi einu þar sem einn af
keppinautum Kubitscheks hefur
aðaibækistöðvar sínar.
þeirra, fyrrverandi pasha af Se-
frou, sagði fréttamönnum við
komuna, að soldán hefði fallizt
á samkomulag það sem franska
stjórnin gerði við sjálfstæðis-
flokka Marokkós í Aix-les-Bains.
Helztu atriði þessa samkomulags
voru, að Ben Arafa yrði vikið
úr soldánssessi, Ben Jússef
fengi að setjast að í Frakklandi,
ríkisráð tæki við soldánsvöld-
um og kæmi á fót ríkisstjórn
sem sjálfstæðismenn ættu full-
trúa í.
i
Ben Arafa þrjóskast við
Allt þetta átti að vera komið í
höfn fyrir 12. september, svo
að nú er naumur tími til steínu.
Ben Arafa hefur enn ékki feng-
izt til að segja af sér, þrátt fyr-
ir ítrekaðar tilraunir franska
landstjórans, de la Tour, til að
neyða hann til þess. Þeir soldán
ræddust við enn einu sinni í
gærkvöld.
Mikillar óánægju með seina-
ganginn í þessum málum gætir
meðal sjálfstæðismanna í Mar-
okkó
Æ.F.R.
Félagar eru vinsamlega minntir
á að greiða ársgjald sitt á
skrifstofunni Tjamargötu 20.
Markið er að allir félagar verði
skuldlausir þegar ársþing ÆF
verður haldið um næstu mánaða
mót. Skrifstofan er opin sem
hér segir: alla virka daga nema
laugardaga kl. 6.30—7.30, en
laugardaga kl. 3—5. Og bregð-
izt þið nú vel við þessari á-
minningu okkar.
/