Þjóðviljinn - 10.09.1955, Page 6
26) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 10. eeptember 1955
Vandamál Þýzkalands verða ekki
leyst án aðildar Þjóðverja sjálfra
AfstaSa sovétstjórnarinnar i viSrœSunum v/ð Adenauer
r-------------------------
þiÓÐVILIINN
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurnn —
v.----------------------'
j Njarðvíkog
Jand$höfninu
Tíminn hefur fundið óþyrmi-
3ega fyrir því að það mælist
snjög illa fj'rir að nú skuli ráð-
gert að afhenda Bandaríkja-
mönnum nýja herstöð, höfnina
í Njarðvík. Jafnvel stuðnings-
menn hernámsins eru þeirrar
skoðunar að nú sé nóg komið,
hið erlenda herlið eigi ekki að
fá að leggja undir sig meira
íslenzkt land, engin rök verði
fundin sem mæli með því —
ekki einu sinni falsrök. Engu að
síður virðast forustumenn
Framsóknarflokksins staðráðn-
ir í því að halda áfram land-
sölú sinni — og ákafinn er svo
mikill að trúlegt má telja að
Framsóknarfyrirtækið Verkleg-
ar framkvæmdir eigi að fá her-
mangsvinnuna í Njarðvík.
Ti'. réttlætingar þessum nýju
landráðum grípur Tíminn til
liinna gagnsæjustu blekkinga.
Hnnn- segir: Það er fyrir löngu
búið að samþykkja það á Al-
þingi að gera landshöfn í Njarð-
vík, en það hefur dregizt
„vegna fjárskorts". Hvers
vegna skyldu þá ekki allir sann-
ir íslendingar fagna því að
Bandaríkin ætla nú að leggja
fram féð til að gera lands-
höfnina fyrir okkur?!
Það er sagt að myrkrahöfð-
inginn lesi heilaga ritningu á
Jcynlegan hátt, en hann má
eannarlega spjara sig ef hann
á að halda í við ritstjóra Tím-
ans. Yfirráð Bandaríkjamanna
í Njarðvik fela það auðvitað í
eér að lögin um landshöfn hafa
verið svikin að fullu. Þar rís þá
bandarískt víghreiður, „upp-
skipunarhöfn" og flotahöfn, og
þar verður öll þjónusta í þágu
herveldisins en ekki íslenzkra
hagsmuna. Hvers konar álit
skyldi Þórarinn Þórarinsson
eiginlega hafa á lesendum sín-
um fyrst hann ber á borð fyrir
þá slíka kenningu, að Banda-
ríkjamenn ráðist í framkvæmd-
irnar í Njarðvík til þess eins að
framkvæma lög Alþingis um
iandshöfn ?
Fyrirætlanirnar um Njarð-
vik eru sönnun þess að ráða—
menn hernámsflokkanna skilja
ekki eða vilja ekki skilja það
sem er að gerast í umheimin-
um — þeir lifa enn í veröld
Italda stríðsins. Þeir virðast
ekki geta dregið neinar sjálf-
stæðar ályktanir af gangi heims-
málanna — eða þeir vilja það
ekki. Eða hvernig ætla þeir að
sa.mræma það að hér þurfi enn
þá stórauknar hernámsfram-
kvæmdir á sama tíma og öll
Austurevrópuríkin eru að skera
niður herafla sinn og Bretar
eru að undirbúa verulega tak-
mörkun á hervæðingu og stytt- I
ingu herskyldunnar. Það er
augljóst mál að falsrökin um
,,varnir“ og „vemd“ standast
ekki lengur.
En eftir stendur gróðafýsn
hermangaranna, sá staðfasti á-
settningur þeirra að meta ætt-
jörðina til peninga og auðgast
4 niðurlægingu þjóðar sinnar.
Viðræður vesturþýzkra
stjómarvalda og sovézkra em
nú hafnar í Moskvu, og
verður þar m.a. fjallað um
eitt mesta vandamál okkar
tíma, framtíð Þýzkalads, sam-
einingu landsins og aðstöðu
þess meðal þjóða Evrópu.
Munu þau mál verða mjög á
dagskrá á næstunni, og þykir
Þjóðviljanum rétt að rifja upp
afstöðu Sovétrikjanna til
þessara vandamála, eins og
hún var túlkuð í skýrsiu þeirri
BCLGANÍN
um Genfarfundinn sem Búlg-
anin forsætisráðhérra flutti
Æðstaráði Sovétríkjanna 4.
ágúst s.l. íBúlganín komst
þairnig að orði um Þýzkalands-
málin:
,,Á Genfarfundinum fóm
fram viðræður um Þýzkalands-
málið. Þvi verður ekki neitað,
að á fundinum kom fram á-
greiningur um, hvernig leysa
bæri vandamálið- varðandi
framtíð Þýzkalands. Það er
mál, sem mikla þýðingu hef-
ur fyrir öryggi Evrópuþjóða,
hvort þróun Þýzkalands muni
taka stefnu í friðsamlega átt
eða hvort lagt verði inn á
braut endurvakinnar heraað-
arstefnu og Þýzkaland verði
styrjaldarhreiður í miðri
Evrópu.
Fulltrúar vesturveldanna
þriggja héldu uppi vörnum fyr
ir parísarsamningana, er hafa
að markmiði endurhervæðingu
Vestur-Þýzkalands og innlim-
un þess í hernaðarsamtök
vestrænna ríkja. Jafnframt
fóm þeir ekki dult með, að
þeir hugsa sér einnig hið sam-
einaða Þýzkaland sem þátt-
takanda í fyrrnefndum sam-
tökum vestrænna ríkja. Sovét-
ríkin gátu, sem vonlegt er,
ekki fallizt á slíkt sjónarmið,
þar eð það miðar ekki að því
að tryggja öryggi Evrópu-
landanna, þar á meðal Sovét-
ríkjanna, en því höfum við
ekki leyfi til að gleyma.
Vesturveldin lýstu því þá yf-
ir, að þau gætu fallizt á, að
stofnað yrði bandalag fimm
ríkja (með þátttöku Sovét-
ríkjanna, Bandaríkjanna,
Bretlands, Frakklands og
sameinaðs Þýzkalands) og að
þau væm fús til þess að sjá
um, að fyrmefnd þátttökuríki
slíks bandalags veittu Sovét-
ríkjunum „trj’ggingu fyrir
öryggi". Við svömðum og
sögðumst vilja leiðrétta þann
misskilning, er gætti í því að
tala um tryggingu Sovétríkj-
imrnn til handa. Tillögur um
slíka tryggingu, sögðum við,
em skiljanlegar, þegar í hlut
á smáríki, sem ekki hefur á
að skipa þeim herafla, er geti
fyllUega tryggt öryggi þess.
Það liggur í augum uppi, að
allar slíkar tillögur í sam-
bandi við Sovétríkin em al-
gerlega út í bláinn.
Þess ber einnig að geta, að
hér er um að ræða ábyrgð,
er veitt skuli Sovétríkjunum
af hálfu ríkja, sem bundin em
sín á milli af ýmsum skuld-
bindingum hernaðarlegs eðlis,
sem þau hafa gengizt undir
með samningum, sem greini-
lega beinast gegn Sovétríkjun-
um og alþýðulýðveldunum.
Sovétríkin álita, að bezta
tryggingin fyrir öryggi
Evrópu fengist með því, að
stofnað yrði öryggiskerfi, er
næði til allra ríkja Evrópu, og
einnig að komið yrði í veg fyr-
ir endurvakningu þýzku hem-
aðarstefnunnar, komið yrði í
veg fyrir, að Þýzkaland yrði á
nýjan leik árásarstöð í
Evrópu.
Við gerðum i Genf grein fyr-
ir sjónarmiðum okkar varð-
andi Þýzkalandsmálin. Við
lýstum því yfir, að fram-
kvæmd Parísarsamninganna,
þ.e.a.s. endurhervæðing Vest-
ur-Þýzkalands, viðreisn hem-
Þeir sýndu fram á það að í
febrúar s. 1. hefði vantað
20% upp á það að verkamenn
héldu sama tímakaupi og í
júlí 1947, kjör verkamanna
höfðu sem sé verið skert um
fimmtung með verðbólgu-
stefnu ríldsstjórnarinnar. I
þessum útreikningi var þó
ekkert tillit tekið til húsa-
aðarmáttar landsins og inn-
ganga Vestur-Þýzkalands í
vestræn hernaðarbandalög,
Ade nauer
væri ósamrýmanleg lausn
vandamálsins um sameiningu
j Þýzkalands. Við minntum á,
1 að Sovétríkin vöktu einnig áð-
ur athvgli Bandaríkjanna,
Stóra-Bretlands og Frakklands
á því, hverjar gætu orðið af-
leiðingar Parísarsamninganna.
Nú hafa Parísarsamningarn-
ir þegar gengið í gildi, og er
' nú verið að framkvæma þá.
Og ekki er hægt að ganga fram
hjá því, að þetta hefur í för
með sér, að fara verður aðrar
leiðir til að leysa Þýzkalands-
vandamálið; má þar til nefna:
að draga úr viðsjám í Evrópu,
að leysa upp núverandi hern-
aðarbandalög rikja og að
mynda raunhæft sameiginlegt
i örj'ggisbandalag í Evrópu.
Einmitt í þessa átt hlýtur við-
lausn þeirra vom afieiðing
en ekki orsök. Og fjármunir
þeir sem verklýðsstéttin end-
urheimti vom á vísum stað,
hjá auðmannastéttinni sem
rakar nú saman meiri gróða
en nokkm sinni fyrr í sögu
þjóðarinnar.
Það hefði ekki þurft að
hækka verð á einni einustu
leitni þýzku þjóðarinnar að
beinast, sem og annara ríkja,
er aðild eiga að málinu.
Það er aðeins ánægjuefni að
veita þvi atliygli, að meðal
vestur-þýzks almennings og í
vesturþýzkum blöðum heyrast
æ tíðari og háværari kröfur
um breytingu á stefnu stjóm-
ar Þýzka sambandslýðveldis-
ins í málum, er varða endur-
sameiningu landsins, þar eð
stjórnarstefna, sem hefur end-
urhervæðingu Vestur-Þýzka-
lands og inngöngu þess í hern-
aðarbandalög að gmndvallar-
atriðum, gerir sameiningu
landsins óhugsanlega.
Þannig em viðhorf í Þýzka-
landsmálunum, að því er snert-
ir hin ytri, alþjóðlegu skilyrði
sameiningar landsins.
En það má engu að síður
ekki gleyma því, að til em
innri skilyrði í Þýzkalandi
sjálfu, sem skipta einnig miklu
máli fyrir lausn vandamáls-
ins og framtíð landsins.
Þýzkaland er í dag ekki hið
sama land og fyrir tiu ámm
síðan, fyrst eftir að stjórn-
skipan Hitlers var að engu
gerð. Á hinum tíu árum, sem
liðin em, hafa myndazt á
þýzkri jörð tvö sjálfstæð, þýzk
ríki, Þýzka alþýðulýðveldið og
Þýzka sambandslýðveldið, og
hefur fullveldi beggja þessara
lýðvelda verið viðurkennt af
öðmm löndum. Bæði hafa þau
stjórnmála- og verzlunarsam-
bönd við önnur lönd og eiga
aðild að tilheyrandi samning-
um og samþykktum í Evrópu.
Framhald á 11. síðu.
Svar verkalýðsins við verð-
bólgustefnu ríkisstjómarinnar
er eitt og aðeins eitt. Við það
má ekki una lengur að at-
vinnurekendur og gróðamenn
fari með öll völd á alþingi og
eigi ríkisstjómina. Verklýðs-
hreyfingin verður að tryggja
sér þann sess sem henni ber
á sviði stjómmálanna.
Verðbólgan - svar gróðamann-
anna við slgrum verkalýðsins
Morgunblaðið hefur nú gert
tilraun til að taka upp nýtt
tímatal, það miðar í öllu við
verkföllin miklu í vor. Þau
eiga að vera orsök alls sem
síðan hefur gerzt, þaðan em
allar verðhækkanir mnnar,
þaðan stafar dýrtíðin — og
sérstaklega verðhækkunin á
landbúnaðarvömm sem er að
koma til framkvæmda. Verk-
föllin em hin mikla orsök.
Auðvitað er þessi kenning
Morgunblaðsins ósvífin og vís-
vitandi föisun, Verkföllin I
vor vom ekki orsök, heldur
afleiðing af verðbólgustefnu
ríkisstjórnarinnar. Þetta var
m. a. sannað á eftirminnileg-
an hátt af tveimur hagfræð-
ingum, Haraldi Jóhannssyni
og Torfa Ásgeirssyni, starfs-
manni Framkvæmdabankans.
leigu, þar sem gögn skorti,
en allir vita að húsaleiga hef-
ur hækkað meira en nokkur
önnur nauðsyn á þessu tíma-
bili. Og jafnhliða því sem
þetta hafði gerzt höfðu þjóð-
artekjurnar aukizt mjög veru-
lega, þannig að kjör verka-
fólks hefðu átt að geta batn-
að að mun ef landinu hefði
verið stjórnað i samræmi við
hagsmuni vinnandi fólks.
I átökunum miklu í vor,
gerðist það eitt, að verklýðs-
samtökin endurheimtu hluta
af því sem þau höfðu verið
rænd með verðbólgustefnu
stjórnarvaldanna. Það var
verið að bæta að nokkm fyr-
ir gamlar syndir, og verka-
menn áttu rétt á miklu meiri
kjarabótum. Verkföllin og
vömtegund fyrir kjarabæt-
ur verkafólks. Verðbólgan
sem síðan hefur skollið á
þjóðinni er aðeins gagnsókn
gróðamanna til þess að hrifsa
aftur það sem verklýðshreyf-
ingin vann með sigmm sínum.
Verðbólgan er vinsælasta og
auðveldasta aðferð stjórnar-
valdanna til þess að skerða
kjör almennings; hún er ekki
afleiðing af neinu efnahags-
lögmáli heldur vopn gróða-
mannanna. Á sama hátt og
dýrtíðarstefnan var notuð tíl
þess að skerða kjör verka-
fólks um meira en fimmt-
ung síðan 1947 er hún nú
enn notuð til að hrifsa
aftur það sem verkalýðsfé-
lögin endurheimtu með sókn
sinni í vor.