Þjóðviljinn - 10.09.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.09.1955, Blaðsíða 7
Laug^rdagur 10. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN — <7 (Niðurlag). Yfir bverjum vixmuflofcki stóðu SS-menn með blaðnar byssur. Héldi einhver fangi ekki þeim vinnuhraða sem krafizt var eða sýndi þreytu- merki var hann tafarlaust skothm. Á hverjum degi var þannig myrtur fjöldi vinnu- fanga. Starfsreglur SS-manna hvöttu jafnvel til morða. Hver SS-maður fékk kaup- uppbót fyrir að skjóta fanga sem sveikst um. Fyrir að skjóta fanga sem gerði til- raun til að flýja fengu SS- menn aukið frí. Höfðu SS- menn það því oft að leik að skipa fanga að hlaupa í ein- hverja vissa átt og skjóta hann síðan „á flótta“. Fyrir hvem fanga sem þannig var skotinn („auf der Flucht er- schossen") fengu SS-menn síðan sína umbun. — Fjöl- margir fangar örmögnuðust í þrælavinnunni í fangabúð- unum og létust án þess að nazistar þyrftu að hafa fyrir því að skjóta þá. Það var siður að vörubíll fór um hvera vinnustað að loknum vinnudegi og var hent upp á hami líkum þeirra sem dóu yfir daginn. Byggt var sérstakt sjúkra- hús og eldhús fyrir hundana og grasflöt ræktúð í kring- um hús þeirra. Svo rík um- bvggja var höfð fyrir hund- uninn að yfirmaður hunda- eftirlitsins hótaði að segja af sér er þak hundahússins lak og töf varð á viðgerð á því. Þóttist hann ekki geta tekið á sig ábyrgð á því ef sjúk- dómar brytust út meðal hund- anna. Ef borinn er saman að- búnaður hundanna og fang- anna í Oswiecim, þá verður að segja að fyrir hundun- um var hundrað sinnum bet- ur séð. Gólfið í skálunum var nið- urtroðið moldargólf. Vatn var mjög lítið og óheilnæmt, sýklamengað mýravatn. Það var því ekki að undra að smitsjúkdómar og farsóttir urðu skæðar meðal fanganna, lungnabólga, taugaveiki og berklar. Réðu farsóttir niður- lögum ótaldra þúsimda og tuga þúsunda fanga. Fæðið sem fangamir nærð- á dag en fengu um 1300. Vannæringarsjúkdómar og fjörefnaskortur komu þvi í ijós hjá föngunum og sá þrælkunin og hungrið fyrir þvi að hver fangi lifði ekki of lengi í fangabúðunum, enda litu nazistar á hvem fanga sem lifði af nokkra mánuði í fangabúðunum, sem Þjóf er stæli mat og tæki upp húsrými er honum var ekki ætlað. Við komum i skála þar sem var „sjúkrahús“ fyrir fang- ana. Fyrst eftir að fanga- búðirnar voru stofnaðar var þar ekkert sjúkrahús til. En siðan var því komið á fót, en var þó aðallega ætlað til „tilrauna" þar sem SS-læknar og fulltrúar ,,vísinda“ Hitl- ers notuðu fangana sem til- raunadýr. Gerðar voru til- raunir með geislalækningar, blóðrannsóknir, tilraunir með krabbamein og aðferðir til vönunar. ,Tilraunadýrin‘ voru aðallega konur af Gyðingaætt- um. Er þær voru ekki lengur taldar hæfar til frekari til- Arnór Hannibalsson: Heimsókn til Ostviecim Húsnæði það sem fangara- ir bjuggu við í Oswiecim hefði eitt nægt til að valda hárri tölu dauðsfalla. I Brz- ezinka (Birkenau) var föng- unum kasað saman í timb- ui'skálum af sömu gerð og slegið var upp fyrir hross þýzka. hersins. Þeir vora byggðir þannig að slegið var þunnum plönkxxm utan á timburgx-ind, gluggalausir. Þakið var úr timbri og tjöra- pappa og lak hvenær sem kom dropi úr lofti. I skálum þessum vora iimréttuð svefn- flet fyrir fangana. Vora það bálkar, þrjár raðir hver of- an á annarri, og hólfaðir nið- ur. Sváfu fangarnir á berum plönkunum og höfðu engar dýnur undir sér. Skálar þess- ir vora mjög gisnir og illa hitaðir upp. 1 hverjum skála var 300 föngum ætlað að búa, en í rauninni var oft- astnær troðið í hvern þeiira 1000—1200 föngum. Samkvæmt skipun sem varð- ust á var mjög lélegt, og lé- legra en svo að hægt væri að halda. kröftum á því. Helztu matartegundiraar sem fang- amir fengu vora þunn súpa og brauð. Þó að skammtur- inn sem ætlaður var hverjum fanga væri smár þá minnkaði hann enn meir við það að SS- böðlamir stálu kerfisbundið handa sér hluta fanga- skammtsins. Þannig hefði skammturinn, sem fangarair rauna var þeim hent í gas- klefana. Á „sjúkrahúsi" þessu vora engin lyf notuð nema aspirin og önnur deyfilyf. Sjúkling- arnir fengu sama fæði og aðrir fangar. Sjúkraramin vora kojur, slegnar saman úr óhefluðum borðum. Voru tveir og þrír sjúklingar látn- ir liggja í hverri koju, alveg án tillits til þess livaða sjúk- dómi hver sjúklingur þjáðist af. Sjúklingarnir sem á þessu „sjúkráhúsi“ lentu höfðu sjaldnast nokkra von um bata, hver sjúklingur smit- aði annan. Nazistalæknariiir gerðu heldur enga tilraun til að lækna sjúklingana. Aðal- starf „læknanna“ var fólgið í tilraunum með að drepa fólk á eitri. I þessu skyni var notað fenól, sem er mjög ban- vænt eitur. Hinn dauðadæmdi maður var settur í stól, að- stoðaxmenn hans héldu hönd- um hans, bundið var fyrir augun. „Læknir“ stakk síð- an sprautu í brjóst hans og gaf inn skammt af fenóli í hjartað. Fanganum var síð- an hent inn í næsta herbergi þar sem hann gaf upp and- ann. Á þeiman hátt myrtu „læknarnir" tugi þúsunda fanga. Nazistar brenndu líkum kvenna í Osviecim undir jólatré; það var samskonar skap sem þurfti til að setja áletrunina Arbeit macbt frei yfir höfuðinngangiim að þræla- og dauðabúðunxun, því hún þýðir: Vinnan göfgar manninn. veitzt hefur og gefin var út í höfuðstöðvunum í Berlín, var árið 1942 reist í Brzezinka hundahús, ætlað fyrir 250 lög- regluhunda. Vora veitt þar til 81000 ríkismörk. Hundahús þetta var byggt samkvæmt ströngustu kröfum heilsu- verndar og ráðinn sérmennt- aður dýicilæknir til að segja fyrir um byggingu húss þessa. áttu að fá innihaldið 2150 hitaeiningar á sólarhring, en það sem þeir fengu í raun og vera innihélt 1744 hitaein- ingar og gildir þetta um þá sem unnu erfiðisvinnu. Til þess að halda heilsu og kröft- um þarf erfiðismaðurinn að fá 4000 til 5000 hitaeiningar á dag. Þeir sem ekki erfiðuðu áttu að fá 1738 hitaeiningar Við skoðuðum svokallaða Blokk 11 í þessum elzta hluta búðanna. Þar fóru pyndingar fram. Ef upp komst um ein- hverja „yfirsjón" hjá einhverj- mn fanga þá var hann tekinn til þess að taka út refsingu sína í Blokk 11. Þar era varð- veitt ýms pjmdingartæki, t.d. gálgatré, sem fangarair vora hengdir í á höndunum Nokkur hluti gervilimanna sem nazistar tóku af bækluðu og örkumla fólki. bundnum fyrir aftan bak, bekkur sem fangarn- ir vora lagðir á til hýðingar o. s. frv. I kjallara þessa húss voru píningaklefar, hlaðnir úr múi'steini frá gólfi og upp í loft, um 2 m á hvern veg að innanmáli. Irm í þessa klefa var troðið 6 manns, lokað þétt og engin loftræsting. Þaimig voi'u menn látnir dúsa heila nótt eða lengur. Ekki var hægt að setjast og andrúmsloftið varð fyrr en varði súrefnissnautt. Má nærri geta hvernig föng- unum hefur liðið eftir næt- urdvöl i þessum píningarklefa. 1 þessum sama kjallara vora og fangaklefar. I þeim vora gerðar fyrstu tilraunir til þess að myrða fanga með gasi. Var það árið 1941. Gluggum var þá lokað þétt, klefahurðimar opnaðar. Gasi var síðan dembt á gólfið á ganginum og gerði það naz- istahermaður með gasgrímu. Hljóp hann síðan út og lokaði hurðinni út af ganginum þétt á eftir sér. I þrjá daga vora fangarnir kvaldir, en einungis að þeim tíma liðnum gáfu þeir síðustu upp öndina. Fangar sem látnir vora taka líkin út skýrðu frá þessu. Þessi aðferð átti eftir að verða höfuðaðferðin sem naz- istar notuðu til þess að út- lýma fórnardýrum sínum. Þegar á árinu 1940 var byggt lítið líkbrennsluhús í elzta hluta búðanna og er það enn varðveitt óskemmt. En er fjöldamorð hófust á Gyðing- um haustið 1941 hafði þetta líkbrennsluhús ekki við, og 1942—43 voru fjögur lík- brennsluhús byggð til viðbót- ar í Brzezinka (Birkenau). Líkbrennsluhús þessi gátu breytt um 10.000 líkum í ösku á sólarhring. En jafnvel þetta dugði ekki til er morð- æði nazista náði hámarki. Ár- ið 1944 voi'u grafnar sex geysistórar gryfjur í skóg- inum þar nærlendis og lík brennd þar stöðugt. I ágúst það ár voru brennd að meðal- tali 24000 lík á sólarhring. Við skoðuðum rastir eins líkbrennslulxússins í Brzez- inka, en nazistar sprengdu þau fjögur sem þar vora í loft upp áður en þeir yfirgáfu búðirnar. Það mátti þó gera sér þess grein hvemig það leit út, hvernig skipan þess var þvi að veggirnir höfðu einungis fallið saman. I öðr- um endanum var svokallað afklæðingarherbergi, var fólk þar látið afklæðast og þvi sagt að það ætti að fara í bað til þess að þvo af sér ferðarykið. Hverjum manni var jafnvel fengin sápa við innganginn til þess að fá hann til að trúa öragglega á blekk- inguna. Síðan var fórnardýr- unum troðið imx í gasklefana. Andrúmslofti var dælt út en fólkið síðan myrt með svo- kölluðu cyklon-gasi (hydrogen cyanide, HCN). Glögglega mátti sjá hvern- ig líkbrennsluhúsin voru byggð: Þykkir veggir úr járnbentri steinsteypu. Leið- sögumaður okkar benti á að auðséð væri að hús þessi hafi ekki verið byggð til skamms tima heldur til að vera starf- rækt um langa framtíð. Naz- istar virðast hafa ætlað að reka f jöldamorð eins og hvern annan verksmiðjurekstur. Meðan nazistar starfræktu fangabúðimar í Oswiecim strejnndu daglega járnbraut- arlestir til líkbijennsluhúsanna hlaðnar fólki sem má skyldi út af yfirborði jarðar. Það var ekki fyrr en á seinni hluta árs 1944, er Sovéther- inn nálgaðist Oswiecim að draga fór úr múgmorðunum.. Þá vora allir myrtir í skynds sem vitni gátu borið um gla:p- ina, skjöl vora brennd, fang- arnir sendir til annarra fanga búða í Þýzkalandi. Meðal þeirra var leiðsögumaður okkar, Mikolajski. Hann var sendur til Buchenwald, en þaðan með öðrum föngum til Magdeburg. Á leiðinni þang- að tókst honum að flýja og komst til stöðva herja Banda- ríkjamanna sem voru }ar nærri. Um miðjan janúar 1915 yfirgáfu nazistar búðinur og skildu eftir einungis 5COO til 6000 sjúklinga, alla s.xr- þjáða. Þann 22. janúar 1945 tók Sovétherinn f angabúðir: i a r í Oswiecim á sitt vald. Þennan dag sem við ís- lendingarnir skoðuðum fanga- búðirnar í Oswiecim fór þár fram minningarathöfn um alla þá sem létu þar lífið. Var það fjöldi manns. Ávörp’ fluttu fulltraar nokkuirá þeirra þjóða sem fangar.iir i Oswiecim tilheyrðu. Grurid- vallarhugsunina í ræðum a'l’va þeirra sem tóku til máls í vá láta í ljós með tveim orðui x: Aldrei aftur! Það er heilóg skylda allra þjóða að sa: x- einast til þess að taka fri m fyiir hendurnar á þeim s< m nú í dag vilja endurtaka ail- ar þær ógnir, þann hryllilega glæp sem hér var framinn í Oswiecim. Það er skylda allra — ungra sem gamalla —• Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.