Þjóðviljinn - 14.09.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.09.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 14. september 1955 -----------------> þióeviuiNM Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurnn — Þinn skerfur Það er og verður andstæðing- um a’þýðunnar undrunarefni, hvernig tekizt hefur og tekst að leggja fram af ljtlum efnum fjirmuni til útgáfu á alþýðu- blöðum. Þær eru ófáar kenning- arnar, sem afturhaldsblöð hér á laudi og erlendis hafa haldið á lofti um duJarfulla fjáröflun alþýðub’aða fyrr og síðar, og enn Itemur fyrir að í Morgun- blaðinu, Frjálsri þjóð og öðrum -álíka vönduðum málgögnum er gripið til plötu, sem að vísu er orðin gatslitin og komin til ár- anna sinna, en sú plata heitir rúb’ur og rússagull. Nú er hinsvegar íslenzkt þjóð- félág svo lítið og gagnsætt, að jafnvel þeir sem skrifa um slíkt . í b’öðin af því að þeir telja það ti’heyra atvinnu sinni, þekkja persónulega fleiri eða færra af þeim alþýðumönnum sem ár eft- ir á.r hafa lagt fram fé til að styrkja útgáfu alþýðublaða á Is’andi. Þeir vita því betur en þeir skrifa, vita að þetta hefur ís'.enzk alþýða gert um áratugi og gerir enn og mun gera meðan þess er þörf. Ætla mætti að blaðamenn við andstæðingablöð alþýðunnar þrevttust á því að leita lang- sóttra skýringa á þvi fyrirbæri að alþýðublöð lifa og stækka. fíkýringin er alltaf hin sama: Fórnarlund fólksins fyrir mál- stað sinn. Skilningur á nauðsyn blaðakosts í baráttunni. Þróun Þjóðviljans frá fjög- ■ urra síðna blaði í 12 síðna blað ber órækt vitni eflingu alþýðu- málstaðarins og aukins skiln- ings alþýðufólks á gildi blaðaút- gáfu. Vegna þess að stuðning- vr álþýðunnar hefur aldrei brugðizt Þjóðviljanum hefur hann getað fært út kvíarnar, aukið lesmál sitt og orðið fjöl- foreyttari að efni. Sívaxandi út- breiðsla blaðsins og vinsældir hafa það í för með sér að sá tími nálgast óðum að tekjur folaðsins hrökkvi fyrir öllum út- gjöldum þess. Svo er ekki enn og hefur blaðið því árlega orðið að efna til sérgtakrar fjáröflun- ar til að brúa það bil sem enn er á tekjum og gjöldum. Síðustu áxin hefur það oftast verið í happdrættisfonni, og nú er að hef jast eitt slíkra happdrætta. Reynslan hefur verið sú að happdrætti blaðsins hafa orðið óvenju vinsæl og fjöldi manna keypt miða í þeim án hugsunar um annað en venjulegan happ- drættisvinning. Svo mun enn verða í happdrættinu sem nú er að hefjast. En enn sem fyrr er blaðinu það brýn nauðsyn, að þeir sem leitað er til með sölu á miðum bregðist vel og drengi- lega við þeirri bón. Hver sem tekur vel við blokk sinni og skilar fyrir hana peningum, ger- ir hvorttveggja í senn, þakkar blaðinu það sem það hefur verið honum á Undanförnum áratug- um og leggur fram siim skerf til þess að Þjóðviljinn geti í fram- tíðinni orðið betra og öflugra blað;;‘béittara vopn í sókn og ^Þ&fa-Mehzkrar alþýðu. Nokkur orð um réttlæfið í almannatryggingunum Eftir að Almannatrygging- arnar voru stofnaðar lentu Ihald, Framsókn og Alþýðu- flokkurinn (sem svo kallar sig) í rifrildi út af því hver þeirra hefði unnið mest að þeim og hver ætti mestan heiður skilið fyrir að koma þeim á. Alþýðuflokkurinn taldi siy einan eiga heiðurinn skilið og Haraldur Guðmunds- son var sendur í útvarpið með mikium blæstn og boðaföllum að útskýra fyrir þjóðinni lög þessarar ágætu stofnunar. Hér skal ekkert sagt um það hver á þann heiður skiiið en vissulega hefðu tryggingarnai getað verið til muna meiri hagsbót fyrir alþýðuna ef þeim væri ekki stjórnað af mönnum sem láta sig litlu skipta. kjör i Iþýðunnar og lög- in s.if.'in af mönnrm sem þóknaðist freinur að hafa þau ranglát en r'ulát eins og eft- irfarandi dxmi sannar I s. 1. marzmáhuði varð ég, sem þessar línur rita, að hætta vinnu sökum sjúkleika. Ég fór til Reykjavíkur til rannsóknar seint í apríl. Eftir að hafa verið þar í rannsókn í þrjár vikur fór ég til læknis þess sem ég var sjúklingur hjá og bað hann að gefa mér vottorð og gerði hann það fúslega. Eg fór með vottorðið á skrifstofu Almannatrygg- inganna og hugðist fá mér aura, því ég var farinn að verða auralítill þar sem ég varð að greiða allan kostnað af rannsókninni (myndatökur o.fl.) Eftir að hafa svarað ótal spurningum sem skráðar voru á skýrslu fékk ég þau svör að um sjúkrabætur mér til handa væri ekki að ræða því ég væri kominn á ellilaun. Þar hafði ég það. Eg varð að gera mér að góðu þessi svör, því maðurinn hafði auðvitað lög að mæla. að vinna að framleiðslunni, Og hver var þá þessi stóri skammtur sem ég hafði feng- ið? Þegar búið var að reikna mér allt til tekna sem lög mæla fyrir, þar með talin húsaleiga í eigin húsi og svo náttúrlega ellistyrkurinn, þá voru tekjumar 22 þús. kr. Þetta er sá stóri skammtur sem ég átti að lifa á þar til næsta sumar, að tekjur koma í ijós, eða 3 misseri, ef ég get ekkert uxmið; þetta er þá sú upphæð sem stjórnar- herramir álíta nógu stóra til að lifa á fyrir tvær mann- eskjur jafnvel í 3 misseri, því konu mína hefi ég á framfæri, hún er tveim árum yngri en ég og mjög heilsutæp og hef- ur tvisvar sótt um örorkufoæt- ur en verið synjað. Eg var ekki vel ánægður með þessa útkomu og fór til sýslumanns (hann hefur ver- ið mér og mörgum fleiri hjálp- samur í svona tilfellum). Og eftir skýrslusendingu og bréf- sendingu kom loks svar eftir 3 vikur svohljóðandi: Sjáum ekki ástæðu til að veita hon- um (það er mér) sjúkrabætur, hins vegar ætti hann að sækja um hækkaðan ellistyrk. Svo mörg voru þau orð. Eg gat ekki skilið hvemig ég gat sótt um hækkaðan styrk þar sem ég hafði engan, svo af umsókninni varð ekkert, en sýslumaður fékk það loks í gegn í símtali að ég fengi styrk, þ.e. 400 kr. á mánuði, frá 1. apríl. Þar frá dróst það sem ég hafði fengið til fyrsta apríl svo það urðu kr. 280 sem ég fékk og svo loforð um áframhaldandi styrk frá 1. ágúst. Jæja, lítið er betra en ekki neitt. En á- reiðanlega hefði ég ekkert fengið ef ég hefði ekki notið hjálpar sýslumanns og um- boðsmanns trygginganna. Þetta er í annað sinn sem ég sæki um sjúkrabætur til trygginganna. Það var 1951 að ég fór til uppskurðar á Landspítalann (þá búinn að liggja mánuð heima). Eftir að hafa legið i þrjár vikur á spítalanum fór ég á trygg- ingarnar með skýrslu upp á vasann og vottorð frá lækni. Þegar ég kom inn á skrifstof- una var þar unglingspiltur. Eftir að hafa lesið skýrslu mína leit hann brosandi á mig og sagði: Það verður nú lítið sem þú færð, því þú hefur haft svo lítið kaup undan- faraa 3 mánuði áður en þú lagðist. Eg svaraði að þetta hefði mér verið kunnugt, en lítil þénusta mín stafaði af því að ég hefði ekki verið heilbrigður. Jahá, sagði hann, það er nú ekkert tillit tekið til þess hér. Ef þú hefðir haft 10 þús. kr. um mánuðinn þá hefðir þú fengið mikið. Já, sagði ég, þeir sem hafa samið þessi lög hafa haft í huga orð Ritningarinnar: sá sem lítið hefur, frá honum skal tekið jafnvel allt sem ihann hefur og gefið þeim sem meira hef- ur. — Eg fékk rúmar 2000 kr. í þetta skipti í sjúkrabæt- ur. Það er erfitt að hugsa sér að menn sem telja sig vera foringja verkalýðsins og vinni að heill hans og velferð, skuli hafa staðið að því og e.t.v. átt mestan þátt í því að semja þessi ákvæði tryggingarlag- anna. Maður gæti fremur trú- að þvi að slíkir menn væru fjandmenn verkalýðsins. Það er a.m.k. ekki hægt að sjá að lagagreinin sem snertir gamla fólkið sé samin af mönnum sem bera velvildarhug til þess. Tryggingarlögin eru áreið- anlega samin að vel yfirlögðu ráði. I fyrsta Iagi er aldurs- stigið of hátt, því allir vita BER 1*1 MIG, ÞRÁ Eg verð að játa að ég hafði ekki kynnt mér lögin nógu vel og var búinn að gleyma útskýringu Haralds á þeim. En mér gat ekki dottið í hug að lög þessarar merku stofn- unar væru svona svívirðileg að þeir sem náð hafa 67 ára aldri og unnið frá því þeir voru börn að framleiðslu þjóð- arinnar bæði á sjó og landi og oft lagt saman nætur og daga í þrældómi, gætu ekki fengið sjúkrabætur ef þeir verða veikir, af þvi þeir hafa svo- kallaðan ellistyrk sem er 400 krónur á mánuði á öðru verð- lagssvæði. Hvílík dásamleg umhyggja sem valdhafamir bera fyrir gamla fólkinu! En sagan er ekki öll sögð enn. Þegar ég kom heim eftir mánaðar burtveru fór ég strax á skrifstofu umboðsmanns trygginganna til að fá elli- styrk minn fyrir júní. Þá sagði hann mér mjög vinsam- lega að nú væri ekki um neinn styrk að ræða handa mér þvi ég hefði verið svo tekjuhár s.l. ár að þeir hefðu svipt mig honum. Þegar ein báran rís er önn- ur vís. Þá kom nú það. Eg hafði fengið of stóran skammt af þvi fé sem greitt er fyrir Snæbjörn Einarsson á Rauf- arhöfn, kunnur Ijóðahöfundur á austanverðu Norðurlandi, hefur gefið út kvæðabók er hann nefnir: Ber þú mig, þrá. Er hér einkum um að ræða „nokkuð af framleiðslu" höf- undar eftir 1940, en í eftirmála greinir hann frá því að ljóð hans frá árunum 1920—1936 hafi farizt í eldi á Raufarhöfn síðamefnda árið. Nokkur þeirra kunni hann þó utanbók- ar, og eru þrjú þeirra í þessari bók. Drjúgur hluti kvæðanna í Ber þú mig, þrá er helgaður dánardægrum og tyllidögum fólks í átthögum höfundar. Vafalaust hafa þau fallið í góðan jarðveg er þau voru flutt: aukið andagt sorgar- stundar, fjörgað gleði hátíðis- dags — og er þá vissulega ekki til einskis kveðið. Hinsvegar hljóta þau að fara fyrir ofan garð og neðan hjá okkur, sem ókunnug erum fólki á þessum slóðum; skáldskapur þeirra er of veill til að snerta hjörtu okkar án aðstoðar, upp á eigin spýtur. Þessi tækifæriskvæði eru ort af góðum hug, en þeim er ekki lagin mikil list, hvorki um hugmynd, byggingu, kveð- andi né orðfæri. Sem betur fer gætir þess þó ekki mjög að höfundur hafi ætlað þeim ýkja stóran hlut, og eiga þau úr þeim mun lægri söðli að detta. Þó verður ekki sagt að einfald- leiki láti þessum höfundi vel; til þess er honum of mikið í mun að halda fram lærdómum. Þyngst verður skáldfáki höf- undar fyrir fæti, þegar til- þrif hans eiga að verða mest, ,eins og t. d. í kvæðinu Mar- tröð mannkyns. Þar er talað um „liáfúsa storð“, „bölvisa ná- að farið er að sneiða hjá mönnum til vinnu sem orðnir eru sextugir, þegar yngri menn fást. I öðru lagi er upp- hæð sú sem styrkþegar fá um. mánuðinn svo lítil að ég fæ ekki séð að nokkur treysti sér til að lifa á henni ef hann get- ur lítið eða ekkert unnið og á engan að sem getur séð fyrir honum. Og trúað gæti ég því að valdhöfunum þættu það litlir vasaaurar (hverjum fyrir sig) og tæplega mundu þeir vera ánægðir með þá upphæð til framfæris sér þó ekki væri nema einn mánuð. 1 þriðja lagi fá þeir engar sjúkrabætur sem náð hafa 67 ára aldri eins og áður segirr þó fátækir séu. Dásamlegt réttlæti það! Eg geri ráð fyrir að afturhaldsmenn muni reyna að réttlæta þetta með því að þessi stofnun sé ung og geti því ekki greitt háan ellistyrk. Því er til að svarar Það er með lög Almanna- trygginganna eins og önnur lög sem afturhaldið hefur spillt, það er ekkert tillit tek- ið til þess hvort maðurinn er snauður eða stórefnaður. Hví má ekki hafa stighækkandi gjöld tíl Almannatrygging- anna, láta þá borga meira sem geta það; taka peningana þar sem þeir eru til? Og hvers vegna þarf að vera að greiða velefnuðum foreldrum með bömum sínum sem vel geta séð fyrir þeim sjálf? Nei, það verður ekki hrakið að lög trygginganna eru mjög rang- lát. Það leyna sér ekki fingra- förin, hverjir hafa samið þau. Það eru mennimir sem arð- ræna verkalýðinn og sjá sig eftir hverri krónu sem til hans rénnur, þó ekki sé hún frá þeim tekin, því það er verkalýðurinn sem vinnur fyr- ir þeim eins og ómögum — já. mjög þungum — svo þeir geti lifað praktuglega í óhófi og svalli. En það fer bráðum að taka enda. Verkalýðurinn er nú þegar orðinn arðræningj- um sínum erfiður í auðvalds- ‘heiminum og á eftir að verða það betur. Framhald á 11. síðu. mennis kennd", „múgandans nákennd“ og að “frelsisins menningarleit" snúist ,.um vopnaðan frið og friðhelgan vopnaburð“; sýnist það freinur skillítill skáldskapur. Þá er miklu viðfeldnara að lesa Lóur að hausti, eða litla kvæð- ið um Shirley Temple. Og það eru glampar í ljóðinu Þú komst og hvarfst, Litla stúlkan og vorið, Æskudraum- ur. Þess verður allvíða vart að höfundur dái upphafið tungu- tak; hann er eflaust lesinn í góðum ljóðbókmenntum, og er málfar hans stundum þrek- mikið. Þess gætir þó um of að háttur kvæðis verði honum. hurðarás um öxl; fyrir vikið kemst hann lakar að orði en maður trúir honum til að kunna. Þá er röng stuðlasetn- ing mjög áberandi: Sem far- andsveinn ég reika um forna slóð; Á brekkuhalli, þar sem bærinn stóð; Þótt gróið haff yfir gömul spor; Því hér var fyrsta landnám hjarta míns; —* öll dæmin tekin úr einu kvæði. Þá er ofstuðlun að . sarfia skapi tíð. Það er réttmætt að kunna illa slíkum ’göllum. B.B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.