Þjóðviljinn - 14.09.1955, Blaðsíða 11
Hans Kirk:
í móvinnu og einn góðan veðurdag leggst hann þreytt-
ur í hagann og deyr einmana en í tengslum við strit-
ið og án þess að við höfum hugmynd um, hefur hann
arfleitt okkur að miklum auði.
— Jæja, nú er víst kominn tími til að ég hafi mig af
stað, sagði Karl og reis á fætur. Þakka þér fyrir góðar
viðtökur, Grejs, þú ert alltaf samur og jafn.
— Viltu ekki vera héma í nótt?
— Nei, nú ætla ég að fara, ég á langa leið framundan,
en þetta hefur verið góður dagur, sagði Karl og andlit
Steldu ekki og haltu höndum þínum hreinum
hans ljómaði. Eg get heimsótt vini mína en ég vil ekki*"
vera þe'im til byrði. Eg sé um mig sjálfur til hinztu
stundar.
Hann gekk til Gregers og lagði stórar krumlumar á
axlir honum og hi'isti hann vingjamlega.
— Þú ert sonarsonur Grejs og fæddur til auðæfa. En
ég skal gefa þér heilræði úr mínum barnalærdómi, sem
þú skalt hafa hugfast.
Steldu ekld og haltu höndum þínum hreinirm, en
Ijúktu upp lófa þínum og mettaðu soltinn landa þinn.
Berðu ekki ljúgvitni gegn náunga þínum; sé hann sak-
laus, þá komdu honum undan; sé hann sekur, þá þegiðu
um ávirðingu hans.
— Þetta er kristindórnur gamals lausakarls og þetta
mnrætti gamli klerkurmn okkur. Og minnztu þessara
orða þegar þú ert orðmn voldugur forstjóri, sem allt
hefur verið lagt upp í hendurnar á, því að Grejs var
duglegur maöur.
Grejs fylgdi honum til dyra og umleið og hann kvaddi
hann fékk hann honum stóran seðil.
— Viltu ekki taka við þessu vegna gamallar vináttu,
Karl Tundur? sagði hann næstum biðjandi. Það getur
verið að það verði bið á því að þú komist í móvinnu. Eg
bið þig um að taka við þessu.
■— Þú hefur aldrei fengizt við okur og arðrán, þótt
þú hafir verið bannsettur kapítalisti, Grejs, sagði Karl.
Og því tek ég við öllum þessum peningum, því að þeir
ei*u gefnir af góðum hug.
— Og lifðu heill, gamli drengnr, sagði Grejs. Eigirðu
leið framhjá ertu alltaf velkominn. Og vanti þig eitthvað
þá komdu til mín. Eg stend í mikilli skuld við þig og
alla hina. Og það eru ekki peningamir sem ég er aö
hugsa um heldur allt annað.
Hann kom inn aftur og svipm* hans var nú orðinn
alvarlegur og strangur cins og að venju.
— Og hvað er að frétta af þér, drengur minn? spurði
hann. Hefuröu eitthvað aö gera?
— Nei, sagði Gregers. Eg er flúinn því að þeir eru að
leita að mér . . .
— Þjóðverjamir?
Miðvikudagur 14. september 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (11
— Nei, það er danska lögreglan.
— Það er orðinn lítill munur á, sagði Grejs. En ég
er feginn að þú komst, því að hér ertu nokkum veginn
ömggur. Ráðskonan getur verið afundin en hún er eng-
in kjaftakind. Þú getur búið hér eins lengi og þú vilt.
— En ég verð að halda áfram að vinna að ólöglegum
störfum, og ef til vill verður það þér til óþæginda . . .
— Látum þá bara koma til mín, ég bjarga mér. Þú
getur fariö inn í borgina þegar þú hefur e.itthvað þar
að gera, annars getur þú falið þig hér. Ef þú og félagar
þínir þurfið á peningum að halda get ég líka verið ykkur
innan handar.
— Þakka þér fyrir, afi, en það er eitt sem ég vil segja
þér fyrst, sagði Gregers. Hingað til höfum við aðallega
fengizt við aö prenta ólógleg rit og dreifa þeim En eins
og allt er í pottinn búið, líður ekki á löngu þar til við
bpfjum bein skemmdarverk.
Grejs gamli hrukkaði ennið og hugsaði sig um.
Skemmdarverk — það var að eyðileggja þau verömæti
sem mennimir höfðu byggt upp með súmm sveita. Það
táknaöi að verksmiðjur, vélar, brýr og hafnarmannvirki
yj*ðu lögð í rúst. Það táknaði að landið sem í dag stund-
aði friðsamlega starfsemi þótt það væri í þágu Þjóð-
verja, yrði blóðugur vígvöllur.
— Eg hef lesið um það, hvemig Rússarnir eyðileggja
allt í sínu eigin landi þegar þeir neyðast til að hörfa
undan, sagði hann. Og það er slæmt því að það eru
mikil verðmæti, sem þeir hafa verið áratugi að skapa.
En samt sem áður skil ég þá því að þeir eiga í baráttu
upp á líf og dauða; eigum við það?
— Já. Við erum aðeins örlítill skiki úr víglínunni,
en við tökum þátt í baráttunni.
— Þið kommúnistamir gerið það. Nei, þú þarft ekk-
ert að segja, ég er ekki hræddur við kommúnismann.
Eg hef lesið mikið undanfarin ár þegar ég hef haft
góðan tíma til þess og ég hef kynnt mér eitt og annað,
og ég tek ekki hátíðlega það sem stendur í blöðunum.
Mér hefur stundum dottið í hug — en segðu það engum,
því að þá heldur fólk að ég sé genginn í bai*ndóm — að
land ykkar hefði verið gott fyrir mann af mínu tagi.
Eg hef aldi*ei sótzt eftir því að lifa sem auðkýfingur, en
ég hafði ánægju af aö byggja. Og þarna fyrir austan
hafa þeir byggt upp heilt land. Eg hef ekki vit á öllum
þessum stjórnmálakenningum, en ég veit hvað þaö er
Imilisþátlisr
Franskar konur breyta ti
Tízkufréttaritari Reuters, Peggy
Massin skrifar frá París í sum-
ar: Parísarstúlkan hefur breytt
um venjur í klæðaburði, ef til
vill ekki sízt af fjárhagsástæð-
um, og eftirspurnin eftir tilbún-
um fatnaði hefur vaxið gífur-
lega.
Fram að' síðari heimsstyrjöld
var næstum enginn markaður
fyrir tilbúin fatnað í Frakklandi.
Frönsku konumar, sem vilja
vera persónulegar í klæðaburði,
keyptu efni í stórverzlununum
og létu saumakonur sínar'sauma
kjólana — eða þær saumuðu þá
sjálfar og það urðu þær flestar
að gera.
Nú orðið hafa stóru vefnaðar-
vöruverzlanimar, „House Cout-
ure“ aðeins 3—1000 trygga við-
skiptavini, en á að gizka 21
milljón kvenna í landinu kaupir
tilbúinn fatnað, sem er fjölda-
framleiddur.
Til þess að fullnægja þörfun-
um em um það bil 2200 kven-
fataverksmiðjur í Frakklandi.
Verðið er frá ca, 50 krónum
heildsölu fyrir látlausan bómull-
arkjól og upp í allhátt verð fyr-
ir kjóla sem meira er borið í.
Á síðustu þremur árum hefur
Framhald af 6. síðu
Eg læt hér staðar numið.
Það er von mín að margir taki
undir þá kröfu mína að lög
Almannatrygginganna verði
telcin til endurskoðu .ar og
umbóta á næsta A1;* ngi, og
væri ekki þjóðráð f j rir Al-
þýðuflokksbroddana þeir
verða í framboði fy;:r Al-
þingiskosningar að sey ia hátt-
virtum kjósendum að nú ætli
þeir að umskapa þetta af-
kvæmi sitt sem þe • hafa
hampað framan í kió idur á
hverjum framboðsfu ■ . Má-
ski geta þeir fiskað *okkur
atkvæði með því. Þ mun
þeim ekki veita aí að tjalda
því sem til er.
Eskifirði, 1 9.-55.
Andrés Eyjóífsson.
E3 Eik
p 'é- 5 jg
ÚSpui á böin. —
Verð írá kr. 180.00.
sala á tiíbúnúm fatnaði aukizt
um 15—20% á ári, og gert er
ráð fyrir að salan hafi tvöfald-
azt innan fjögurra ára.
Frídagur Siúsmóðuriniiar
Húsmóðirin verður að eiga
frí einn dag í viku, annars er
heilsu hennar hætt, segja banda-
rískir læknar, sem hafa reiknað
út að húsmóðir hafi 90 stunda
vinnuviku. Já, en það er ómögu-
legt. Ilver á að búa til mat, þvc
upp, taka til, sinna börnunum og
svo framvegis írþað óendanleya
alla vikuna? Það er hægt, segja
læknarnir og stinga upp á eftir-
farandi fyrirkomulagi:
Daginn áður en hún tekur sér
frí, býr hún til mat og smyr
'brauð, svo að fjölskyldan hafi
nóg að borða daginn eftir. Kf-
fjölskyldan er of löt til að þvc
upp, verður hún að borða af
pappadiskum þann daginn.
Morgunmatinn tekur hún til,
svo að maðurinn komist af stað
í vinnu og börnin í skóla. En
síðan á hún frí. Smurða brauðið,
kaldi maturinn og pappadiskarn-
ir verða að duga, Sjálf fer hún
niður í bæ með vinkonu sinni,
borðar á veitingahúsi og eyðir
Haustkjóll með felldu pilsi og
lausri blússu sem nær niður á
mjaðmir. Kjólnum fylgir lángt
hálshnýti og dropóttur hattur
úr sama efni. Svona h’álshnýti
eru nú óðum að ryðja sér til
rúms og. þau eru breiðari en
karlmannsslifsi og ná cft niður
að nafla.
kvöldinu í leikhúsi eða bíói.
Morguninn eftir vaknar hún
sæl og ánægð og reiðubúin til
að láta hendur standa fram úr
ermum fram að næsta frídeg'i.
piðemuifm
Útgefandi: Sameiningarflokkur aíþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjóisr; Magnús Kjartansson (áb), Sigurður Guðmundsson — Fréuarit-
t;óri: Jón Bjamason. — Blaðaasenm: Ásmundur Sígurjonsson, Bjami Ber.ecHktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi
Ólafsson. — Auglýsingnstjóri: Jtefetaa Haraldsson. — Ritstjóm, af gréiðsla, auglýsingar, préntsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: V5UÖJ3
liríúr). — ÁskriftarvérÉhlar flÖ & at&mði í Reykjavík og aágrenni; kr. 17 annars'staðar. — Laúsasöluverð kr. 1. — Prentsm. ÞjóðvUjð"*'*.*.
■iWí *■<%£*«cííjic*