Þjóðviljinn - 14.09.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.09.1955, Blaðsíða 7
—~ Miðvikudagur 14. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 ■ IfSlH m i . ...: '<-• v> .':v "v' •'' „Hvemig er það með mál- aralistina í Póllandi, er hún . ekki eintóm rennibekkjaróm- antík og skælbrosandi erfiðis- menn í agfa-litum?“ Þannig spurði gamansamur fugl er ég kom heim frá Varsjá nú fyrir skömmu. Að öllu jöfnu verður talsvert brambolt þegar al- þýða einhvers lands tekur í eigin hendur rétt sinn til þsss að lifa eins og menn af ávöxt- um erfiðÍ3 síns. Þesskonar breytingu á þjóðfélagsháttum má líkja við alisherjar bað þax sem þjcðir taka rögg á sig og skrúbba af sér alda- gamlan skít kúgunar, rána og spillingar. Þegar allt það sápuvatn fer um heilan þjóð- ariíkama kemur það fyrir að hlutir skolast til sem betur hefðu mátt kyrrir liggja. Engar eru það nýjar fréttir að í hinum kommúnistísku Austurevrópuríkjum hefur þróun til betra lífs verið ör- ari en um getur í sögunni. Þar hefur þeim þótt vænlegra til árangurs að beina allri orku sinni að skipulegri upp- byggingu atvinnuveganna en leggjast í hrossaprang, spá- kaupmennsku og svindl, sem kennd eru við frjálst framtak og talin æðst ai’ra dyggða. í ákafa sínum liafa þeir gert tiiraun til þess að skipu- leggja listina í þágu hinnar miklu uppbyggingar. Má vera að það sé góðra gjalda vert, — éf ekki er slakað á þeim kixjfum sem listin gerir vegna sjálfrar sín. kröfum sem urðu til í þann mund er maðurinn fann fyrst hjá sér ósjálfráða hvöt til þess að draga mynd á vegg eða höggva til stein sem fól í ( sér elttþvað umfrayi notagildið eitt. Listin er leik- fang mannsandans. Hún kann að hafa orðið til einhvem- tíma þegar nóg var af keti og æxlun og ket hættu að full- nægja öllum þörfum manns- ins. Listin færði hann enn fjær dýrinu en beizlun elds- ins hafði gert. Maðurinn lifir LECH KUNKA: Konumynd Guðjénsson: Pólsk myn4list oq sósíAltmlisminn ekki á einu saman brauði seg- ir þar, enda þótt mörgum virðist takast það furðu vel öllum þeim árþúsundum síðan er manneskjan fór að ganga upprétt. Listin fyrir listina, eða list- in fyrir lífið. Sá gerði meiri skarkala en hann hefur örað fyrir, er fyrstur fór að velta þessu ama fyrir sér. Senni- lega hefur hann verið listfræð- ingur. Listin er sífellt á gelgjuskeiði og á i stöðugri innri baráttu. Engum endist aldur til þess að kafa til Aldrei frarnar! (Veggspjald). botns í lejmdardómum hennar og einungis hálfbjáni getur sagt: ég hef fundið það. Gott listaverk þjónar báðum, list og lífi, einungis í krafti sjálfs sín og gildir einu hvort það táknar verkamann eða epli. Listin verður fyrst og fremst að vera sjálfri sér samkvæm, síðan getur hún miðlað. Það er ekki hægt að skipuleggja vöxt eins bams, einungis hægt að hafa áhrif á hann með góðu eða slæmu atlæti, Þróun sósíalisma í heiminum mun eflaust er tímar líða hafa áhrif á vöxt og viðgang listar, en hún verður ekki skipulögð í einum hvelli. Það er talsverður eðlismunur á list og efnahagslegri tölvísi. I Ráðstjómarríkjunum átti kommúnismiim bemsku sína og gelgjuskeið og þar var list- in fyrst tekin í þjónustu sósí- alistískrar uppbyggingar. I lok byltingarinnar vom Rússar einhverjir mestu abstraktistar álfunnar. Þjóðin var nýlaus undan oki miðaldalénsskipu- lags og kannski hefur verið farið full geyst á stað, bilið milli alþýðu og listamanna of breitt til þess að það yrði brúað. í það minnsta urðu stjórnarvöldin leið og hætt var að styrkja þessa list. Þeir færðust nær expressíónisma og uppúr 1936 varð til vísir að því sem hefur verið gefið nafnið sósíalrealismi. Hann hefur öðm hvoru skotið upp kollinum í vesturlöndum „ab- straktkommúnistum“ til mik- ils angurs en aldrei átt vem- legu fylgi að fagna. 1 það minnsta í Ráðstjómarríkjun- um hefur stefna þessi færzt æ nær ljósmyndinni. Sífellt hef- ur slaknað á hinum ströngu kröfum um myndbyggingu, sem er ein af meginuppistöð- um allrar myndlistar. Efni og innihald, frásagan, ber mjmd- ræn verðmæti ofurliði. Kom- pósisjónir af verkamönnum verða smám saman að kópíum af verkamönnum. Myndbygg- ingin verður gjaman jafn til- viljunarkennd og það sem verður fyrir ljósopi amatör- ljósmjndara, Litameðferð jí- irborðsleg og sæt og bygging í litum handahófsleg eða eng- in, heldur kópía eins nærri fyrirmyndinni og kemískur olíulitur eða tækni málarans leyfa. Fulierfitt er að sjá nein persónuleg einkenni held- ur er eins og allir séu steyptir í sama mótið. (Armenski mál- arinn Sarajan þó undanskilinn og eitthvað af nemendum era. 1 list er það raunsæi að skapa, hvort sem það er gert með hliðsjón af fyrirmynd eða ekki. Rússar eiga mikla og fagra arfleifð í myndiist og á ég þar einkum við íkonana bysan- tísku. Nútímalist þeirra ber þess ekki vott að þeir skiiji eða skynji þessa fortíð, heldur er sem þeir hafi tvíhent á lofti eitthvað sem á sér engar rætur, livorki hjá þeim né annarsstaðar og á sér tæplega hliðstæður nema ef vera skyldi viktoríutimabilið brezka og jugendstíllinn þýzki. Hvort list þessi hefur gegnt tilætl- uðu hlutverki í sósíalistískri uppbyggingu skulum við láta þá eina um. Svo að vikið sé aftur að spurningu háðfuglsins um pólska list í upphafi þessa máls, þá á ég í engum vand- ræðum með að svara henni neitandi. Það er meiri gróska í list hins frjálsa Póllands en nokkru sinni fyrr og það sem listamönnum hins „frjálsa heims“ kann að þykja dular- fullt, jafnvel „abstraktkomm- únistar“ lifa á list sinni. í til- efni æskulýðsmótsins var hin endurboma Varsjá slcreytt hátt og lágt. Ég staðnæmdist strax við hve margar augiýs- ingar og skreytingar voru abstrakt eða hálfabstrakt., slíkt kom mér satt að segja á óvart enda þótt ég þættist vita sitt af hverju um hið nýja Pólland. Nær hvergi gat TERESA PAGOWSKA: Börn, blóm og ávextir,. hans). Semsé mikið erfiði og orka fer í að gera hluti sem skynlaus ljósmyhdavél getur gert betur á broti úr sekúndu. Nú kann einliver að segja: Það hlýtur að vera jákvætt að mála verkamenn við upp- byggingu nýs þjóðfélags. Víst má vera að það hafi tíma- bundna jákvæða þýðingu en það er bara ekki sama hvern- ig það er gert. Án listræns gildis verða slíkar myndir er tímar líða jafn þýðingarlaus- ar og blaðafregn frá vikunni sem leið. Einu sinni þjónuðu listamenn kirkjunni vel og dyggilega og máluðu Maríu mey og postulana í þúsund útgáfum. En María og postul- arnir urðu að lúta listinni þrátt fyrir alla sína magt, því að þeir hikuðu ekki við að brjóta þau og teygja allt eft- ir þörfum myndflatgrins, og allir voru ánægðir. Eflaust eru gildar ástæður til þess að vart nokkur lista- maður sem gagn er í hefur getað aðhyllzt þennan sósíal- realisma. Þeir sjá það í hendi sér að ljósmynd og kvikmjmd geta unnið betur í þágu sósí- alismans en allir penslar og meitlar samanlagt. í list er það ekkert raunsæi að kópi- að líta sósíalrealistískan hetjuskap. Litir og form vorm mjög í anda ungra listamanna vestursins, t.d. hefðu skre /t- ingar á aðalhátíðarsvæð nu gegnt menningarhöllinni næ.;t- um getað verið eftir Þorvald Skúlason. Pólskir listamenn mála scm hugur og hjarta girnist og eru ekki launaðir fyrir það, nema þeir geti sjálfir selt verk sín og er það rétt eins og hér. Aftur gera þeir íaiínð auglýsingar á vegum hins n- inbera, sér til viðurværis. Á tci ég tal við tvo unga listamr: m sem einkum fengust við eð gera bíó-auglýsingar. Þótt ó- trúlegt sé eru bíó-auglýsi.-g- ar þar eystra oft hreinuf tu listaverk og slíkar auglýsirg- ar teknar alvarlega serii ltL t- grein. Spurðu þeir hvort \,:.ð gætum ekki haft nóg að gcva við bíóin í Reykjavík, en ég lagði ekki í að skýra hvcis vegna slíkt mætti ekki táka .t. Þeir tjáðu mér að fyrir i m tveimur árum hefði orð ð þar mikill „listamannaslagur“ og var deilt í ræðu og riti um mismunandi sjónarmið i list- um. Slagnum lauk með því, að viðhorfum ungu ^mgnpanna Framhald á^jlO.^Rbi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.