Þjóðviljinn - 16.09.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.09.1955, Blaðsíða 4
■4)-ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 16. september 1955 — Þórður Valdimarsson, þjóðréttarfræðingur tjtflutningur dilkakjöts Engin skynsamleg rök mæla með því að hörundslitur, mis- munandi trúarskoðanir eða ó- iík viðhorf þjóða eða einstak- Mnga til stjórnmálakerfa skipti heiminum í tvær f jandsamleg- ar fylkingar, sem ekki geta k. sátts höfði setið. En til eru menn sem vegna sjúklegs : lundarfars lifa til þess að hata. Þeim er ekki nóg að hata sjálfir; til þess að geta liðið vel þiurfa þeir að ltynda hatursbál í kringum sig og æsa mann gegn manni og land gegn landi. Það er þessi óhugnanlega manngerð sem hefur gengið lengst fram í því að boða hlökkumanna- og kynflökka- hatur. í gamla daga var það fólk með þessu ólánsmarki hrennt, sem kom af stað galdrabrennum og trúar- bragðastyrjöldum guði til dýrðar! Boðskapur þessarar manntegundar er einatt sá sami, þótt hann sé dubbaður rnpp í mismunandi búninga eft- ár því hvað henta þykir á hverri öld. „Allir sem eru ennars sinnis en við — trúa dðruvísi á guð en við, og vilja «kki falla fram og tilbiðja tökkar kreddur og grillur sem hin einu sannindi, og ekki yilja hata eins og við, slcuiu 'Ofsóttir og helzt líflátnir". Nú er heimurinn sem betur fer 'íraxinn upp úr því að láta jþessar öfugsnúnu mannpersón- rur, ef menn skyldi kalla, ota sér fram á vígvellina til að úthella tolóði sínu í trúar- foragðastyrjöldum, eða láta þá hafa sig til galdratorenna í því formi er áður tíðkaðist. Allir vita nú orðið, að fólk með ó- íh'kar trúarskoðanir getur lifað Mið við hlið, í sátt og sam- 3yndi. En fólkið með sjúka lundarfarið og mannhatrið í Sijartanu er samt ekki af baki dottið. Það hefur komið auga á nýja leið til að sá úlfúð og 2iatri milli manna og þjóða og | skapa það hörmungarástand I er fróað getur þeirra sjúku ■ sálu. Nú flytja helstefnumenn ! [óann boðskap að menn og ípjóðir þurfi að hata hver aðra, íorðast hver aðra viðskipta- jega og menningarlega, og búa sig undir að murka Hfið hver úr annarri vegna þess að þær f frtafa ólík stjónarkerfi! f „Hatið kommúnista! Komm- « únistar eru djöflar sem ætla - j að drepa ykkur og ræna! Kommúnistar ofsækja, kvelja 1 pina og drepa, svo við þurfum | að ofsækja, kvelja og drepa « kommúnista, og alla sem ekki t hata kommúnista á hinn eina l rétta og sanna hátt!“ Þannig 'hljóðar boðskapur arftaka * galdrabrennumanna nú á dög- I Tim. ■ l Og þeir koma sínu hatri á s framfæri í Bandaríkjunum og ! víðar, með samskonar áróð- { urstækni og stórfyrirtæki nota til að koma neytendum til trú- ar um ágæti sinnar vöruteg- tindar! Rétt eins og sum fyr- irtæki vestra auglýsa ágæti töfralífstykkja sinna, er geri feitar konur eins fagrar í vexti og Marilyn Monroe, eins auglýsa helstefnumenn hatur 'sitt á lcommúnistum og rót- tæku fólki, og nauðsyn þess að vígbúast af kappi og f jand- skapast við óvininn. Árum saman hafa sérstakir þættir í bandaríska útvarpinu verið helgaðir þeim tilgangi að æra almenning af hræðslu við djöfulleg vélabrögð Ráð- stjórnarríkjanna, sem breyta muni Bandaríkjunum í helvíti á jörðu þá og þegar. Þessi fé- legi áróður hefur dunið á sak- lausum útvarpshlustendum vestra alla daga vikunnar þar til þeir hafa hvorki vitað í þennan heim né annan af ótta við ímyndaða hættu, sem vofi yfir þeim og öllpm heiminum og aðeins verði bægt frá mannfólkinu með því að þing- ið heimili billjón dala.fjárveit- ingar til drápstækjafram- leiðslu og tortímingar- sprengjugerðar. — „Hatið Rússa“, hrópa áróðursmenn- irnir. „Kommúnistar eru af- sprengi djöfulsins! Við verð- um að hafa til taks sprengjur sem geta murrkað lífið úr þeim“. Að svo mæltu básúna þeir lygasögur um kvalir og pyndingar og morð í rússnesk- um fangabúðum og víðar. Með þessum og þvílíkum aðferðum er hægt um sturidarsakir að koma fólki í slíkt hugarástand ótta og haturs, að dómgreind- in brjálist, og það hati og óskapist líkt og fólkið á dög- um galdrabrennanna. Áróðursflaumur sá er geng- ið hefur yfir skýjakljúfaborg- ir Bandaríkjanna eins og hol- skefla er alls ekki ómerkileg- ur á vissan hátt. Á komandi árum mun hann eflaust hafa samskonar gildi fyrir sálfræð- inga og bók prests nokkurs, íslenzks, er ærði sjálfan sig svo með ímynduðum ótta að ekkert nema hryllilegar ®----——------------------------ galdrabrennur gátu róað hans sjúku sál. Því er ekki að leyna að það er kerfi í áróðurs- og stríðs- æsingavitfirringunni vestra. Hún hefur tilgang — djöful- legan tilgang frá sjónarmiði þeirra sem borga brúsann. Og tilgangurinn er sá að skapa vargöld í heiminum og trylla fólk og þjóðir með Rússahatri og hræðslu sem auðhringirnir, herrar ríkisstjórnar Banda- ríkjanna, nota síðan sem á- tyllu til þess að láta greipar sópa um fjárhirzlur ríkisins. Hvorki meira né minna en 40 billjónir dala hafa verið teknir af amerískum skattborgurum árlega undanfarin ár til ýmis- konar styrjaldarundirbúnings, [ og allt þetta fé lendir beint og óbeint til gæðinga stjórnarinn- ar og auðhringa sem eru í náð valdhafanna. Stríðsæsingamenn hika ekki við að verja hundruðum millj- óna til áróðurs- og æsinga- starfsemi sinnar, því þeir vita af reynslunni, að það er hægt að hafa tugi billjóna upp úr þessari þokkalegu iðju. Þrátt fyrir það að hel- stefnumenn vestra hafi ofsótt allt róttækt fólk undanfarin ár, þrátt fyrir þá tugi ef ekki hundruð milljóna sem varið hefur verið til að hervæða al- menningsálitið, eins og það er kallað, og vekja hatur á Kússum og löngun banda- rísku þjóðarinnar til að ana út í stríð, þá hefur árangur- inn ekki orðið meiri né var- anlegri en svo að nú rís alda andstyggðar og viðbjóðs á helstefnumönnum og her- möngurum skýjakljúfunum hærra. Óttinn við almenningsálitið og hina voldugu friðarhreyf- ingu almennings í umheimin- um, hefur skotið valdhöfum Bandaríkjanna slíkum skelk í bringu að þeir hafa ekki þor- að annað en taka upp friðsam- legri utanríkisstefnu en áður, í smágrein í Þjóðviljanum þ. 14. þ. m., undir fyrirsögn- inni „Útflutningui- íslenzks dilkakjöts og erindi Helga Pét- urssonar“, varpar höfundur- inn, Jóhann E. Kúld, fram eftirfarandi spumingu: „Plvers vegna var ekki leitað eftir mörkuðum í fleiri lönd- um, og þá fyrst og fremst þar sem ein stærsta framleiðslu- þjóð dilkakjöts í heiminum, Nýsjálendingar, segjast nú fá bezt verð fyrir kjöt sitt?“ Síð- ar spyr hann aftur; „Hvers vegna fóru ekki sendimennirn- ir til Ráðstjórnarríkjanna, úr því þeir voru í markaðsleit?“ Niðurlag greinarinnar er svo- hljóðandi: „Það væri óneitan- lega fróðlegt að fá skýringu á því, hvers vegna ekki hef- , ur verið reynt að selja íslenzkt dilkakjöt til Ráðstjómarríkj- anna, á sama tíma og Nýsjá- lendingar selja þar dilkakjöt og telja sinn bezta markað". Hinar tilfærðu spurningar em í alla staði eðlilegar, og ______________________________-<$> Sjórœninginn Sjang-kœ-sék á Formósu talar enn pann ásetning að leggja undir sig Kínaveldi. Meginá- herzla er lögö á hernaðarframkvœmdir á eyjunum, og hér eru Kínveriar í nauðunaarvinnu við bandarískan fluavöll. og ganga inn á að binda enda á kalda stríðið. Mannkynið þráir frið. Það hefur andað léttara síðan Genfarráðstefnan var haldin og vonir standa til að bætt samkomulag og skynsamleg samvinna geti tekizt milli stórvelda heimsins. Vongleði og tilhlökkunar um það á- stand er skapazt myndi ef þjóðir heimsins legðu niður tortímandi hatur og ástæðu- lausan f jandskap og einbeittu sér þess í stað að uppfinning- um, tæknilegri þróún og bætt- um lífskjömm þjóða, gætir nú mjög í blöðum heimsins, ekki hvað sízt í Frakklandi og öðr- um löndum Evrópu, en það er einmitt sá hluti heims er hel- stefnumenn bandaríska auð- valdsins höfðu valið sem or- ustuvöll næstu styrjaldar, eins og bezt sést af staðsetningu atómstöðva þeirra og öðrum striðsundirbúningi. Heimurinn, fólkið sem þrá- ir ekki annað heitara en frið, og elur enga ósk í brjósti stærri en þá að mega einbeita orku sinni að jákvæðu, upp- byggilegu starfi, fagnar enda- lokum kalda stríðsins og and- ar léttara, því það getur orðið Framhald á 10. siðu mér er ljúft að svara: þeim fyrir mitt leyti. Þess er þá fyrst að geta að viðskiptum okkar við Ráð- stjórnarríkin er þannig hátt- að, að þau eru bundin samn- ingum um jafnvírðiskaup, sem gilda fyrir ákveðin tímabil. Síðast var samið á miðju sumri 1954, um viðskiptin frá 1. júlí það ár til ársloka 1955. Þegar samið var, höfðum við ekkert kjöt að selja, og sáum ekki fx-am á þörf neinnar kjötsölu fyrr en undir lok yfirstand- andi árs. Hinsvegar var okkur brýn nauðsyn á að selja svo mikið magn af freðfiski á tímabilinu, að mikla og vak- andi viðleitni hefur þurft af okkar hálfu til að geta stað- ið við samninga um vörukaup r (. cn\r* frá Ráðstjórnarríkjxmum til að jafna metin. I Ráðstjórnarríkjunum er aðeins við eimx aðila að eiga ef ræða skal um kjötsölu þang- að. Það vill svo til að ég hefi átt þess kost, flestum löndum mínum fremur, að ræða við þennan aðila, og mér hefur því tvö síðustu árin verið það fullkomlega ljóst, að vel gæti til þess komið að við seldum þangað kindakjöt, .þegar við yrðum aflögufærir. Nú er- um við að komast á þetta stig, og því er málið nú tímabært. En áður en það kemur til minna kasta, þurfa ríkisstjórn- ir Ráðstjómarríkjanna og Is- lands að koma sér saman um tilhögun viðskiptanna fm lok- um yfirstandandi samnings- ímabils, þ. e. frá 1. jan. 1956. Af þessum ástæðum áttum við dr. Halldór Pálsson ekk- ert erindi til Ráðstjómarríkj- anna í sambandi við ferðalag okkar í sumar, en væntanlega kemur málið til athugunar við þær viðræður hlutaðeigandi stjórnarvalda um áframhald viðskiptanna milli ríkjanna, sem nú standa fyrir dymm. Að lokum vil ég taka fmm, að það sem að framan er sagt um viðskiptin við Ráðstjóraar- ríkin, á í öllum atriðum einnig við um Tékkóslóvakíu, og mér þykir miður að mér skuli hafa láðst að geta þessara landa í erindi mínu, sem raunar var samið í mesta flýti. 15. september 1955. Helgi Pétursson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.