Þjóðviljinn - 16.09.1955, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 16.09.1955, Qupperneq 9
— Föstu&igur 16. septei»b<?r 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Frá þingi iþróttasambands Islands Það þótti nokkrum tíðindum sæta að skýrsla og reikningar stjórnarinnar skyldu samþykkt- ir gjörsamlega umræðulaust, og var það í fyrsta sinn í þing- sögu íþróttasambands Jslands. En þetta logn stóð ekki nema til kvölds. Þá höfðu menn átt- að sig. Kom þá fram, tillaga. um að hefja umræður aftur og var það samþykkt. Hafði komið upp alvarlegur misskilningur milli fyrrverandi gjaldkera og núver- andi eða réttara sagt, fyrrver- andi gjaldkeri hafði misskilið orð þess núverandi. Eftir nokkr- ar umræður leiðréttist það sem betur fór. Hófust síðan almennar umræður og var komið víða við. Haraldur Steinþórsson: Það væru mér satt að segja nokkur vonbrigði ef ekki væri um annað rætt hér en peninga. Eg vil því leyfa mér að ræða nokkuð um íþróttir. ÍSÍ er sér- samband fyrir nokkrar íþrótta- greinar .Mér fyndist eðlilegt að í skýrslu framkvæmdastjómar- innar væri sagt frá íþróttastarfi þessara greina, á svipaðan hátt og sérsamböndin gera í skýrsl- um sínum. Þá væri fróðlegt að hafa fyrir sér tölu starfandi í- þróttamanna. Hve margir hverfi Körfuknattleikur 1'Argentínskt körfuknattleiks- lið var á ferðalagi um Sovét- ríkin í sumar og keppti pá m. a. við lið frá Dynamó í Moskuct. Myndin er frá þeim leik. EM í skotfimi Evrópumeistaramót í skotfimi stendur yfir þessa dagana í Búkarest. Keppendur eru frá Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Búlgaríu, Danmörku, Finnlandi, Frakkl. Grikkl., ftalíu, Júgósl., Monaco, Noregi, Póllandi, Rúm- eníu, Saar, Sovétríkjunum, Sviss, Svíþjóð, Tékkóslóvakíu, Ung- verjalandi og Þýzkalandi. í þeim greinum sem þegar hefur verið keppt í hafa Rúss- arnir haft yfirburði. Þrír þeirra, Tsjerkassoff, Sorokin og Nason- off náðu í einni greininni á mánudaginn 587 stigum, sem er betri árangur en heimsmet Kalinitjenkos. að skólanámi loknu til íþrótta- iðkana hjá félögunum. Persónu- lega er ég hræddur um að okkur mundi bregða í brún ef við fengjum þær niðurstöðutölur. Það er tilvalið tækifæri til að ræða allt þetta hér. Við full- trúarnir ættum að segja frá reynslu okkar hver á sínum stað. Þar sem ég þekki bezt til er þörf úrbóta. Við þurfum að finna úræði og ætti ekki að saka að ræða málið. Framkvæmdastjóm ÍSÍ á að hefja nú þegar kynningár- og útbreiðslustarfsemi. Hún gæti unnið mikið að því með útveg- un kvikmynda, erindrekstri o. fl. Við þurfum að hjálpa hverjir öðrum. Það hlýtur að vera hlut- verk ÍSÍ að hjálpa ungum starfskröftum til starfs, og að skipuleggja málin. Við þurfum að hafa meira samstarf við skólana. Hafa menn hugleitt hve það samband er lítið. Þetta á ÍSÍ að skipuleggja og stjórna. Sjálfsagt eru til áhugamenn um þetta meðal skólamanna en ég veit ekki hvort það er al- mennt. Tengslin milli íþróttakennara- skólans og íþróttakennara eru losaraleg. Margir kennaranna geta ekki kennt mjög vinsæl- ar íþróttagreinar svo sem knattspyrnu og handknattleik. Eg hef ekki neinar sérstakar tiilögur í þessum málum, en vænti þess að allsherjamefnd taki þetta mál upp í tillögu- formi. E.t.v. þykir þetta ekki tímabært og bið ég þá afsökun- ar á þessu spjalli. Það sem fyrir mér vakti var að vekja athygli á þessu til framdráttar íþróttun- um og íþróttalífi landsmanna. — Hermann Guðmundsson: Því miður er ekki hægt að gefa ítarlega skýrslu um íþrótta- starfið, þar sem íþróttahéruðin öll senda ekki skýrslur. Það er það veikasta í starfi okkar að geta ekki haft nánara samband við félögin, farið til þeirra til að vekja þá eldri til nýrra starfa og finna nýja menn, en allt kost- ar það peninga. Það verður að komast betra og meira samband á milli til að blása lífsanda í félögin, ef með þarf. Útbreiðslu- starfsemi er því nauðsyn til að efla starfsemi ÍSÍ. Jón Stefánsson: UMS Eyjafjarðar hefur um langt skeið hjálpað til með í- þróttakennslu í skólum. íþrótta- salir eru því miður ekki til á sambandssvæðinu en samkomu- hús eru notuð. í flestum tilfell- um hefur þetta gengið vel og sambandið fengið þakkir fyrir. Við tökum íþróttastarfið hjá okkur meira sem leik en stjörnu- uppeldi. Núna stendur yfir t. d. knattspyrnumót 5 félaga þem lýkur í dag. Við viljum fyrst og fremst sýna þá viðleitni að full- nægja leikþörf og fylla upp í aðra starfsemi. Það væri mikilsvirði fyrir okkur ef fræðslumálastjómin réði fastan farkennara í skólana samkv. fræðslulögunum. Við getum ekki státað af úr- valsmönnum, og ef þeir yrðu til eru þeir höfuðsetnir af öðrum sem reyna að ná þeim til sín. Þetta getur gert það að verk- um að menn hafa takmarkaðan áhuga fyrir að ala upp menn til að keppa fyrir félög í Reykja- vík. Eg undirstrika það að hvert héraðssamband þarf að hafa fastráðinn kennara til að leið- beina. Félögin vinna mikið gagn þó þau komi ekki fram með marga afreksmenn. Sigurður Brynjólfsson: Eg er sammála um að áróður fyrir íþróttastarfseminni í heild er nauðsynlegur. Það er rétt að aðgreina verður fréttir frá fræðslu. Eg vil benda á hvort ekki sé rétt að koma íþróttafrá- sögnum í bamatíma, fá snjalla íþróttamenn til að segja frá reynslu sinni og gefa ráðlegg- ingar. Við sitjum með eftirvæntingu þegar íþróttafréttapistlamir byrja en fræðsluna vantar. Eg fullyrði að við glötum mörgum góðum efnum frá okk- ur. Það er alvarlegra mál en þið haldið. Það hefur neikvæð áhrif á starf okkar. Við höfum fengið blóðtöku, sem er síður en svo til að lyfta starfsemi okkar. Það verður að gæta hófs í því að innbyrða í önnur félög beztu krafta okkar. Ekki sizt vegna þess að við eigum unga menn sem eru að vaxa. Þeir hætta að sjá meistarann sinn, hann kepp- ir með öðru félagi langt í burtu. Það er ekki lengur gaman að koma og horfa á. Upp úr öllum þessum umræð- um sem urðu alllangar komu svo fram tillögur um útbreiðslu- starfsemi og var veitt til þess 10.000 kr. á fjárhagsáætlun ÍSÍ. „íþróttaþing ÍSÍ, haldið í Hlé- garði í Mosfellssveit 10—11. sept. 1955 felur framkvæmda- stjórn ÍSÍ í samstarfi við stjóm- ir sérsambandanna að efna til leiðbeinenda- og leiðtoganám- skeiða í samvinnu við íþrótta- kennaraskóla íslands“. „fþróttaþing ÍSÍ haldið í Hlé- garði 10,—11. sept. 1955 beinir þeim tilmælum til framkvæmda- stjómar ÍSÍ að senda fulltrúa sinn til sambanda þess til þess að örfa og styrkja hið félagslega starf.“ Bandaríski lyftingamaðurinn Paul Andersson varð fyrstur manna til að lyfta meir en 500 kg. samanlagt (hann lyfti 528 kg.) I olympískri þríkeppni. I sumar ferðaðist hann um Sovét- ríkin ásamt fieiri löndum sínum og keppti við sovézka lyftinga- menn. Á myndinni sést Andersson lyfta 182,5 kg. Eviópukeppnin i knaltspyinu Mörg sterkustu félaganna; skerast úr leik Það virðist ganga á ýmsu um undirbúning keppni þeirrar milli beztu knattspymuliða Evrópu, sem franska íþróttablaðið l’Equipes átti hugmynd að en FIFA tók síðar að sér að sjá um. Ýms fél., sem upphaflega voru valin til keppninnar, hafa nú sent afboð. Þannig mun hið kunna ungverska lið Honved ekki keppa heldur Vörös Lobogo; í stað Chelsea, meistara ensku deildakeppninnar í fyrra, kem- ur pólska liðið Gwardia, danska liðið AGF keppir í stað KB og Philips Eindhoven í stað Hol- lands Sports. Ekki hefur enn verið ákveðið „Iþróttaþing ÍSÍ, haldið í Hlé- garði í Mosfellssveit 10.—11. 1955 þakkar þá fréttaþjónustu, sem Ríkisútvarpið veitir um íþróttamál og væntir þess, að sú starfsemi haldist. Um leið ítrek- ar ÍSÍ áskorun sína frá 6. nóv. 1954 til útvarpsráðs um að láta íþróttasambandinu og sérsam- böndum þess í té útvarpstíma einu sinni í viku til útbreiðslu og kynningarstarfsemi um íþróttamál.“ Síðar verður getið annarra tillagna sem samþykktar voru. j Fjértmgur | Arsenaí \ \ wersnmr \ : [ Dvínandi áhugi Engleiid- : : inga fyrir knattspyrnu sést j ! gTeinilega á yfirliti því sem j : nýlega var birt um f járhag [ j Arsenal á s.l. keppnisári, j Hagnaður félagsins minnk- j j aði á því ári um 35 þús. £, j ! var 14.436 £ í stað 49.882 : ■ ■ j árið áður, og hefur aldrei : ; verið minni síðan 1947. ■ ■ ■ Bæta má því við að Arse- ; ■ ■ * nal er eitt af tekjuhæstu : ■ ■ ■ knattspyrnuliðum í Englandi * ■ ■ ■ og hefur verið það lengi. ■ I ! hvenær leikirnir Milan—Saae* bríicken og Rapid—Philips Eind- hoven fara fram en aðrir leikir í undirbúningskeppninni verða sem hér segir: Sporting Club (Lissabon) — Partizan (Belgrad); liðin munu hafa leikið saman í fyrri viku í Lissabon en síðan keppa þau aftur hinn 12. okt. í Belgrad. Vörös Lobogo — Anderlecht (Belgíu): fyrri leikurinn í sept í Búdapest og sá síðari 19. okt. í Brussel. Servette (Genf) — Real (Mad- rid): fyrri leikurinn í þessum mán. í Genf, sá síðari í Madrid 12. okt. Rot Weiss (Essen) — Hibe'> nian (Skotland): fyrri leikur um miðjan þennan mán. í Essen, sá síðari í Edinborg 12. okt. Pramhald á 10. síðu. Þrír Íslendingar keppa í Búkarest íþróttamenn 14 þjóða muns taka þátt í alþjóðlegu íþrótta- móti í Búkarest dagana 1.—3. okt. Keppendur verða frá Belgíq,, Búlgaríu, Tékkóslóvakíu, Sovét- rikjunum, Austur- og Vestur- Þýzkalandi, Englandi, íslandj, Júgóslavíu, Lúxemborg, Austur- ríki, Póllandi, Ungverjalandi og Rúmeníu. íslenzku keppendurnir munu verða þeir Hallgrímur Jónsson, Svavar Markússon og Valbjörn Þorláksson. % ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRJ FRÍMANN HELGASON .. ,,,,-- - . ---- n *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.