Þjóðviljinn - 16.09.1955, Síða 10

Þjóðviljinn - 16.09.1955, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Pöstudagur 16. september 1955 Helstefnumenn Framhald af 4. síðu. gaman að lifa eftir að mar- tröð stríðsóttans hefur verið lyft af þjóðum heimsins. En stríðsæsingamennirnir og her- gróðahýenurnar í Bandaríkj- unum og víðar um lönd, sem þénað hafa milljónir á því á- standi ótta, haturs og stríðs- undirbúnings er ríkt hefur í heiminum undanfarin ár, þeir stynja mæðulega og kveinka sér sáran yfir bættum friðar- horfum, því þær boða þeim minnkandi gróða. Eftir að kalda stríðinu lauk gefur að líta þau undur í erlendum stórblöðum, t.d. New York Times, að bandarisk fyr- irtæki leigi heila dálka og ölaðsíður til að auglýsa hatur sitt á Rússum, og hvetja sam- landa sína til að halda fast við fyrri helstefnu og stjórn- laust Rússahatur. Dag eftir dag hafa villuráfandi stór- iðjuhöldar keypt rúm undir þessar félegu auglýsingar sín- ar, sem eru vanalega glefsur úr leiðurum frá þeim tíma sem MacCarthy var innsti koppur í hergagnabúri amer- ísku ríkisstjórnarinnar, og helstefnan var í algleymingi. Auglýsingum þessum svipar í einu og öllu til rógs þess am ísland er brezkir útgerð- armenn auglýstu í brezkum blöðum ekki alls fyrir löngu. Tónninn í þeim minnir mjög á leiðara í Morgunblaðinu, en hjá Morgunblaðsmönnum rík- ir sem kunnugt er mikil hryggð og ótti við batnandi ástand á alþjóðavettvangi og bættar friðarhorfur. Sorgir þeirra yfir því að kalda stríðið skuli vera úr sögunni eru þungar sem blý. Þeir geta sýnilega ekki sætt sig við þá tilhugsun að frið- ' arhreyfingin og almennings- álitið vestra skuli hafa getað knúið Bandaríkjaforseta til að fallast á endalok kalda stríðs- ins — þessa dásamlega kalda stríðs, sem hefur reynzt Morg- unblaðsmönnum betri bissness en allt annað. Morgunblaðs- mönnum er vorkunn. Bættar friðarhorfur þýða dvínandi hermangsgróðavonir fyrir þá. Ameriskir flugvéla- og vopna- ■ framleiðendur eru hættir að kaupa heilsíðuauglýsingar í ' málgagni þeirra. Allt í óvissu um áframhaldandi styrk til að halda uppi Rússahatri. Og síðast en ekki sízt: Hvernig * eiga þeir nú að fara að því að afsaka bandarísku atóm- stöðina í Keflavík, og flota- bækistöðin?. sem þeir voru búnir að lofa vinum sínurn vestra, og tengdu svo dýrleg- ar billjónagróðavonir við? — Það er ekki að furða þótt illur kurr sé í Morgunblaðinu, líkt og í hýenunni sem missti af hræinu sínu. r Já, vesalings Morgunblaðs- _ menn eru í þungum þönkum og íhaldssömustu vinum þeirra í Framsóknarflokknum , líður engu betur um þessar mundir. Vandamál kalda- stríðsmanna stjórnarflokk- _ anna er þetta: „Hverju á nú að ljúga að þjóðinni?" Gömlu lygasögumar um að Banda- ríkjamönnum yrði aðeins veitt atómstöðvarréttindi á Islandi meðan ófriðarhættan væri sem mest og kalda stríðið í full- um gangi, eru nú allt í einu orðnar úreltar og ófullnægj- andi. Ríkisstjóminni og tals- mönnum hennar liggur mikið á að skálda nýjar sögur, sem geti gengið sem afsökun á áframhaldandi dvöl Banda- ríkjahers á Islandi. Stjórnar- herrarnir geta að sjálfsögðu ekki fengið sig til þess að vera hreinskilnir við þjóðina og kannast við þau sannindi að þeir séu þegar búnir að þiggja borgun fyrir að sjá svo um að Bandaríkin geti haft herstöðvar á Islandi um aldur og ævi. Það er ekki laust við að það gæti gremju i Morgun- blaðinu og Tímanum í gar.ð Eisenhowers forseta fyrir að fara þannig með sína ,.þægu og undirgefnu þjóna á Is- landi. Þeim finnst það ekki fallega gert af honum að svipta þá kalda stríðinu svona fyrirvaralaust og koma þeim þar með í mikinn vanda. Það er samt ekki Bandaríkjafor- seta að kenna að stjómarherr- arnir á Islandi misstu af kalda stríðinu sínu, heldur al- menningsálitinu vestra. And- úð þess á stríðsglæframennsku amerísku auðmannanna og hin gjaldþrota helstefnupólitík þeirra knúðu forsetann til að taka upp nýja og betri stefnu, til að forðast fylgistap. Frið- aralda almennings um víðan heim reis svo hátt, að auð- hringaeigendur og stríðsæs- ingalýðurinn sá að sér, og í von um að geta keypt sig undan hatri almennings, létu þeir hyggnari tilleiðast að taka upp nýja og friðsam- legri utanríkispólitík en ver- ið hafði, og hætta kalda stríð- inu. Aðeins þeir vitgrönnustu í hermangarastétt, mönnunum sem ekki líður vel nema í and- rúmslofti haturs og ótta, mennirnir sem aldrei læra neitt nýtt og aldrei gleyma neinu, menn eins og þeir sem kaupa auglýsingapláss í Tim- es undir hatursáróður sinn, menn eins og þeir er rita Morgunblaðið, harma endalok kalda stríðsins, og vilja fyrir hvern mun fá stríðsnölirið sitt aftur! Þeir eru með ólund þessa dagana því í vissum skilningi hafa þeir misst af stríðsglæpnum sínum. Ham- stola reiði þeirra og illindi út af lokum kalda stríðsins staf- ar af því að nú sjá þeir skrif- að á vegginn að þeirra tími sé senn á enda og tímar al- mennings og friðar og þróun- ar að hefjast. Iþróttir Framhald af 9. síðu. Gjurgárden — Gwardia: 20. sept. í Stokkhólmi, 12. okt. í Varsjá. Reims (Frakkl.) — AGF: 21. sept í Höfn, 26. okt. í Reims. TIL LIGGUR LEIÐIN 3540 börnískólum Reykjavíkur Árás á Harald? Framhald af 6. síðu. tækum tryggingarkerfum og hefur það fyrirkomulag ein- mitt verið skírt „velferðar- ríki“. Talsmenn hins hömlu- lausa kapítalisma hafa hins- vegar barizt gegn þessari stefnu, m. a. með þeim kynlegu röksemdum sem er að finna hjá hinum bandaríska pró- fessor. En hvað kemur til að Lof- söngurinn um hinn hömlulausa kapítalisma birtist allt í einu á síðum Alþýðublaðsins ? Hef- ur rithöfundur blaðsins ekki skilið hvað hann var að skrifa? Eða ber að skilja þetta sem lymskulega árás á for- mann flokksins, Harald Guð- mundsson forstjóra Trygging- arstofnunar ríkisins, sem sam- kvæmt dómi Alþýðublaðsins vinnur nú að því að breyta Is- lendingum d sníkla, bláskeljar, ostrur, maura, hunangsflugur, flær og lýs ? Framhald af 1. síðu. Árbæjarskólinn er samkomu- hús sem Framfarafélag Selás- búa og Árbæjarbletta á og er kennt í því samkvæmt ósk í- búanna þar efra, því óviðun- andi og illframkvæmanlegt hef- ur verið að senda yngstu skóla- börnin í hverfum þessum aila leið niður í bæ í vetrarveðrum. 244 bekkjardeildir Vegna skorts skólahúsa hef- ur orðið að grípa til þess ráðs að þrísetja í 40 skólastpfur í barnaskólunum í vetur. Mest verður þrísetningin í Laugar- nesskólanum. Alls starfa skólamir í 244 bekkjardeildum í vetur og eins og sakir standa eru fastir kennarar 180. Allmargt yngstu bamanna er enn í sveit, þórt skóli byrjaði fyrir þau 1. þ.m. Miðskólarnir Af unglingaskólunum er það að segja að áætlað er að í þeim verði 2380 nemendur, eða alls 8540 nemendur á skyldunáms- stiginu. Vegna húsnæðisleysis fyrir miðskólana hefur verið gripið til þess ráðs að taka gamla niðurlagða Iðnskólann og hafa í honum landsprófsdeildimar úr öllum hinum skólunum. Er nú verið að gera endurbætur og breytingar á gömlu iðnskólastof- unum og verða þar 6 kennslu- stofur fyrir nemendur sem ætla að ganga undir landspróf. Skipting á skólana Skipting nemenda milli skól- anna er áætluð sem hér segir: Austurbæjarskólinn 630 Vesturbæjarskólinn 260 Hringbrautarskólinn 260 Lindargötuskólinn 220 Laugamesskólinn 300 Miðbæjarskólinn 160 Verknámsskólinn 220 Landsprófsdeildirnar í Iðnskólanum 150 Skólarika Ákveðið er að hafa skólaviku síðast í nóvembermánuði og verður hún með svipuðu fyrir- komulagi og síðast. Mun nánar frá þvi sagt síðar. Stefnt í óefni Öllum má ljóst vera að stefnt er d aigert óefni með húsnæði fyrir börn og unglinga á skyldu- námsstigi. Skólahverfi sem era að verða hin stærstu, eins og smáíbúða- og Bústaðavegshverf- in, ihafa raunverulega engan skóla, þvd skólinn sem þar er kennt í, er ldtill leikskóli, sem raunverulega var rænt frá litlu börnunum á leikskólaaldrinum. Fulltrúar sósdalista d bæjar- stjórn hafa á undanförniim ár- um barizt fyrir byggingu skóla- húsa, en Sjálfstæðisflokkurinn alltaf svæft það mál. Loks var þó drattazt við að samþykkja byggingu skóla i smáibúðahverf- inu, — og sótt var um fjárfest- ingarleyfi. Og þar var leikinn gamli skollaleikurinn: Sjálf- stæðisflokkurinn í bæjarstjórn samþykkir að byggja skóla, en Sjálfstæðisflokkurinn d ríkis- stjórn neitar um að byggja skóla. Svo setur Gunnar Thor- oddsen upp engilbrosið og kjökrar framan í bæjarbúa: Okkur er neitað um að byggja skóla! Spámaðurinn Framhald af 3. síðu. inn dugnað og þessir menn hafa sýnt, er sjálfsagt að taka i þessa útréttu hönd“ (piramádaspá- mannsins). Játaðist píramidanum Guðrún, fulltrúi Þjóðvarnar- flokksins stóð á fætur til að lýsa fylgi við piramddann. „Það er ekki afsakanlegt að sleppa svona tækifæri“, sagði hún. Siðan sameinuðust íhald, Þjóðvörn, Framsókn og hálfur Alþýðuflokkurinn (Óskar Hall- grímsson) um að rétta píra- mídaspámanninum 150 þús. kr. Hálfur Aliþýðuflokkurinn (Al- freð Gíslason) og sósíalistar greiddu atkvæði með frestun þess meðan reynt væri að sam- eina krafta allra þeirra er vinna að hjálp til handa ofdrykkju- mönnum. Kærufrestur til yfirskattanefndar Reykjavíkur út af úrskurðum skattstjórans í Reykjavík og niðurjöfnunarnefndar Reykjavíkur á skatt- og út- svarskærum, kærum út af iðgjöldum atvinnurek- enda og tryggingariðgjöldum rennur út þann 1. október nk. Kærur skulu komnar í bréfakassa skattstofu Reykjavíkm* í Alþýðuhúsinu fyrir kl. 24 þann 1. okt. n.k. Yíirskattanefnd Reykjavíkur Tilkynnmg frá Matsveina- og reitingaþjónashólanuwn 4 og 8 mánaða matreiðslunámskeið verður haldið í húsakynnum skólans í Sjómannaskólahúsinu fyr- ir þá sem ætla að verða matreiðslumenn á fiski- skipaflotanmn. — Námskeiðið hefst 1. október 1955. — Kenndar verða eftirtaldar námsgreinar: Almenn matreiðsla, bakstur, vömþekking, geymsla og nýting matvæla, íslenzka, enska, bókfærsla, reiknhigur og skrift. — Umsóknir sendist til skóla- stjóra fyrh* 23. þ. m., sem veitir allar nánari upp- lýsingar um námskeiðið, sími 82675 og 9453. SKÖLASTIÖBI HEFZJR OPIÐ Hreyfill allan Sími 6633 SÓLARHRINGINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.