Þjóðviljinn - 18.09.1955, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 18.09.1955, Qupperneq 7
Sunnudagur 18. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 i 1 j Komdu nú á krókinn minn, ■ kjaftabeinagráni. í>ó ég sé r .jór og magur á kinn, mana ég þig sláni. Þessi gamla vísa heyrist kveðin meðan rennt er færum af Norðfjarðarbátnum Reyni II við Langanes k) 5 að morgni 1. júní s.l. í sól og logni. Og það er óþarfi að ítreka áskor- unina; hann kjaftabeinagráni lætur ekki ragmana sig i þetta sinn. : Áður en sakkan hefur alveg náð botni, slaknar á færinu. og maður kippir í, og sá fyrsti er kominn á, síðan annar kipp- ur, og það eru tveir á, og mað- ur fer að draga, og enn þyng- ist á færinu, og brátt er átakið að neðan orðið svo mikið að marrar í vaðbeygjunni við hvert handtak og nælonið skerst inn i gúmmívettlingana, — og það grípur mann sú gleði sem er kannski upprunaleg.ust allrar gleði mannsins og þó eflaust enn jafn fersk og hríf- andi okkur íslenzkum færa- mönnum um miðja 20. öld eins og hún var hinu loðna forföður okkar þegar hann veiddi sinn fyrsta fisk með tæki sem honum tókst að gera fyrir mátt þeirra vitsmuna sem hann hafði öðlazt umfram allar skepnur láðs og lagar, þetta er veiðigleðin. Við höfum raðað okkur á stjómborðssíðuna. Fremst stendur stýrimaður, Guðmund- ur Vestmanna, 19 ára gamall, og axlirnar á honum ganga eins og stimplar í stórri vél, um leið og hann dregur færið, enda varþaði hánn kúlunni 16,48 metra 15 ára gamalí á skólamóti á Eiðum, og mun það vera annar bezti árangur sem náðst hefur í kúluvarpi drengja hérlendis. Næst hon- um stendur Ágúst Bjamason, 2. vélstjóri, fertugur maður, Seyðfirðingur að ætt og upp- runa, húmoristi mikill og reyndur sjómaður sem hefur kynnzt við margt fólk t>g margar bækur, enda getur hann endalaust miðlað manni •skemmtilegum fróðleik um ó- líkustu efni, allt frá sérkenni- legum mönnum í verstöðvum •viðsvegar um ísland til kólí- brifuglsins i Suður-Ameríku sem slær vængjunum 50 sinn- um á sekúndu. Næst Ágústi stendur Björn Guðjónsson, há- seti, 63 ára gamall Mjófirðing- ur sem reri forðum á þeim góða bát Val frá Brekku og vann einnig um skeið við aðra hvalstassjón Norðmanna í Mjóafirði og bregður þessvegna gjaman fyrir sig norskri tungu, sérstaklega þegar honum blöskrar eitthvað, og það er æði oft sem honum blöskrar, enda eru vinnubrögð á mótor- bátum nú orðin önnur og verri en þau voru á Brekku-Val í dentíð. Næst Birni stendur ann- ar háseti, Jónas Ámason, sem dregur upp blað og blýant í hvert sinn sem hann heyrir Bjöm segja eitthvað merki- legt, af því hann treystir sér ekki til að muna það, og . er þetta óhugnanlegt merki þess hvað minnisgáfu íslendinga hefur hrakað i þessum -siðustu ; þau rehiiá l bótn, blóðgum við og verstu tímum, því að þegar Björn Guðjónsson fór kaup- staðarferðir til Seyðisfjarðar á sínum yngri árum, var hon- um eitt sinn falið að rækja 47 erindi, og glejmndi engu þeirra, þó hann hefði þau reyndar öll í kollinum, en ekki krotuð með blýanti á blað. Næst mér stendur Eiríkur Ásmundsson, 1. vélstjóri, 32 ára gamall, en aftast stendur formaður báts- ins, Stefán Ásmundsson. 30 ára gamall, og er þetta sam- kvæmt fomri hefð, að á færa- skaki skuli formaður jafnan standa aftast á skipi. Þeir Ei- ríkur og Stefán erú bræður og eiga bátinn, sem er 39 tonn að stærð. Enn eru svo ónefnd- ir tveir hásetar, Sigurjón Valdi- marsson, 16 ára unglingur, og Hans Pauli Danielsen, þrítugur maður. Þessir tveir haía rennt bakborðsmegin, vegna þess að ekki er pláss fyrir fleiri færi en sex á stjómborðssíðunni. Það hefur dæmzt á Hans Pauli að annast matseld, þvi að hann var einu sinni kokkur á skonn- ortunni Tinganes í siglingum til Miðjarðarhafslanda; hinsvegar hefur hann megnustu óbeit á því starfi og heyrist oft segja ,,Pinadoj“, þegar hann setur pottinn á kabyssuna. Hans Pauli er nefnilega frá Þórs- höfn í Færeyjum. „Kemur einn. „Kemur annar. „Gráseilað. „Stendur stro!lan,“ segir Guðmundur Vestmann, sem hefur orðið fýrstur til að ná upp sínu færi. Síðan kemur upp hjá okkur hverjum af öðrum; færin standa ofturlitið út í sjó, svo að maður getur talið fiskana um leið og þeir birtast í ljós- málinu; þeir snúast um sjálfa sig á færinu og kviðurinn sýn- ist grænn í bláum sjónum; einn, tveir, þrir, fjórir, á einu færinu fimm fiskar, á öðru jafnvel sex, á engu þeirra færri en þrír. Við tökum fiskana inn- fyrir og losum þá aí krókunum, flýtum okkur síðan að koma færunum út aftur, og meðan fiskana og köstum þeim inn í hólf það sem við höfum af- markað með plönkum milli stunnanna á miðju dekki og köllum kássann; Þetta er á heldúr ' djúpu vatni, nær 40 föðmum, svo að fiskarnir sprikla ekki mikið, en þeir eru þó vel lifandi, og sporðurinn sveigist upp og uggarnir titra, fallegir fiskar, ekki mjög stórir, um 23 tommur þeir stærstu, en feitir og stinnir og sumir skjannahvítir á kviðinn og einnig mjög ljósir á bakið, af því það er svo stutt síðan þeir komu úr hafinu hingað upp í gróðurinn á grunninu sem gerir þá með tímanum dökka. Við höldum honum undir í rúmar tvær klukkustundir; hann er jafn ljúfur allan tím- ann, raðar sér á krókana áður en maður er búinn að taka grunnmálið, stendur aðeins á höndunum. Það trúir því eng- inn, sem ekki hefur reynt það, hvað fiskurinn getur orðið gráðugur við Langanes og hvað hægt er að draga hann ört á nælonfærin. Á fyrstu bátunum sem fóru írá Neskaupstað norð- ur um páskaleytið i vor, drógu þeir stundum níu fiska í einu. Þá kom það fyrir að 5 menn BrðgU 15 skippund á einum sól- arhring, og fyrir slíkan afla upp úr bátnum eru greiddar um 10 þúsund krónur; en til að ná honum verða menn líka að vinna mikið og hvíla sig lítið, og sofa helzt ekki neitt. Það er alltaf öruggastur vilji á fiskinum fyrst eftir að hann gengúr upp, en er frá líður fara að detta i hann dintirnir, og erfiðara að hitta á hann; og þegar sumarið kemur með heitari sjó og rauðátu og ann- að góðgæti við yfirborðið, og menn eru kannski búnir að skaka dauðúm' færum langa lengi og liðið að kvöldi, þá vita þeir ekki fyrr til en sjór- inn morar af þorski allt í kringum bátinn, bakuggarnir upp úr, sporðaköst og læti, en það þýðir ekki að renna fær- um fyrir þertnan fisk, því að þorskur sem veður tekur yfir- leitt ekki; hinsvegar er ekki vonlaust að ná einhverju af honum ef menn eru snarir með gogginn. Eitt sinn í hittifyrra gogguðu þeir á Reyni rúmt skip- pund af þorski sem óð i kring- um bátinn. Hann nuggaði sér við síðuna og gapti framan í þá. En ekki á færi; þegar hann veður er ekki mikil von til að ná honum á færi, ekki einu sinni nælonfæri, og er þá mik- ið sagt. Nælonfærin hafa verið notuð hér við land í ein þrjú ár, en veruleg mun notkun þeirra ekki hafa orðið fyrr en í fyrra sumar. Þau eru mjög grönn miðað við gömlu færin, gild- leikinn ekki meiri en á. vel sveru seglgarni, en styrkleikinn geysilegur, og munu þess dæmi, þegar nælonfæri hefur festst í botni, að orðið hafi að setja það fast i klussholtj og keyra bátinn unz undan lét og er þá tíðara, þegar svona stendur á, að hnútur rakni heldur en fær- ið sjálft slitni. Ég var á skipi ‘ í hittifyrra- sumar þar sem nokkrir yngri mannanna höíðu haft með.sér nælonfæri í tilraúnaskyni, en C Höfundur greinarinnar Jónas Árnason: Komdu nú á króbion mmn eldri mennirnir héldu fast við sín gömlu færi og hæddust að nýungagirni hinna yngri. „Það er hörmung að sjá hrausta menn með þessar punt- græjur", sögðu þeir. „Norð- rrienn hafa þetta handa vitlaus- um túristum að leika sér með i fjörðunum. Má maður þá heldur biðja um gamla góða ballansinn. En er ekki allt að verða upp á þetta nælon nú- orðið? Gott ef þeir fara ekki bráðum að framleiða nælon- skip, og þá vantar ekkert nema gervikarla úr næloni til að róa í staðinn fyrir okkur þessa gömlu, sem yrðum þá auð- vitað hífðir í land eins og hvert annað ónýtt skran, af þvi við erum ekki úr næloni. Nei, þetta er ekki að verða neio sjómennska lengur. Þetta er að verða tómt punt og húmbúkk og helvítis nælon“. En hvað um það, þróunin hefur orðið sú síðustu tvö árin. að nú munu gömlu ballans- færin varla notuð á nokkru ís- lenzku skipi, nælonfærin hafa algjörlega leyst þau af hól.mi. Enda hafa þessi nýju færö marga og mikla kosti umfram' þau gömlu. Vegna þess hver grönn þau eru, fara þau tíl; dæmis betur í sjó og eru miklú léttari, bæði strengurinn sjálf- ur og svo sakkan, sem er silf* urlituð og svangsar í sjónum eins og glitrandi síld og veg- ur að jafnaði 750 grömm eðá í hæsta lagi tvö pund; gild- leiki gömlu færanna gerði þáu hinsvegar mjög þung, auk þess sem sakkan varð að vera 4—-5 pund, ef sæmilega átti að fafá á þeim, og gátu þau því orðið mönnum ærið erfið ef íehgi þurfti að skaka eftir fiski, tiðá keipa, eða bráka, eins og þeir kalla það hér fyrir áustari; Hitt munar þó mestu, að n 'hi- onfærin eru fisknari. Til dsrm- is kom færeysk skúta eitt siftji í sumar inn á Norðfjörð, o'g’ þar um borð var 12 ára strátt- ur og kej’pti skipstjóri nælorí- færi handa honum að leiká sér með; mannskapurinn notaði annars allur ballansfæri; en þegar út á miðin kom, brá :.vo við að strákur dró mun me'ra á nælonfæri sitt heldur en reyndustu skakmyllur skipSiná á gömlu ballansana; og sigldi þá skipstjóri fljótt inn á Novð- fjörð aftur og pantaði næiöfi- færi halda öllum mannskáifri- um. Þessir yfirburðir nælonfær- anna urðu sérstaklega áber- andi eftir að menn fóru að setja á þau aukakrókana tii viðbótar þeim þríhúkk sem ér neðst á sökkunni. Þessfcrra krókum, sem eru að jafn. ðí 4—5, en stundum þó 8—9, er komið fyrir á sigurnöglum treð tæplega meters millibili upp frá sökkunni — þetta er svip -ð fyrirkomulag og lengi heiúr tíðkazt með slóða fyrir ufsa — og eru krókarnir fyrir þá sök sérlega fisknir, að á þeim er gervíbeita sem þorsknum virð' ist lítast mjög vel á. Þetta erú Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.