Þjóðviljinn - 22.09.1955, Page 7

Þjóðviljinn - 22.09.1955, Page 7
Fimmtudagur 22. september 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — <7 Venjulegt kolefni er blauda af misþungum samsætum, aðallega t\’elm, sem hafa frumeindaþungann 12 og 13. Kolefnistegundin 012 er þó yfirgnæfandi, því meðal frumeindaþunginn er 12,01. Tii er í náttúrunni enn ein tegund kolefnis, geislavirkt kolefni með frumeindaþunga 14. Á síðustu árum hefur geisla- virkt kolefni, sem finnst í náttúranni verið hagnýtt til nýrrar tímamælingar í jarð- sögu síðustu 20-30 þúsund ára. Tekizt hefur að ákveða aldur j'missa lífrænna fom- leifa með allgóðri nákvæmni með því að mæla hve mikið þær innihalda af geislavirku kolefni. Þessi aðferð er fundin upp og fullkomnuð af prófessor Libby við kjarneðlisfræði- stofnunina í Chicago. Síðan hafa aldursákvarðanir með þessari aðferð verið fram- kvæmdar á fleiri stöðum í Bandaríkjum N.A. og einn- ig í Evrópu. Kjamorku- og vetnisspreng- ingar þær sem gerðar vom síðastliðið ár munu þó hafa gert aðferð þessa ónothæfa um sinn. Áður en sagt er nánar frá geislavirku kolefni og hagnýt- ingu þess til vísindalegra rannsókna, verður að minnast lítilsháttar á svonefnda geim- geisla. Eins og nafnið bendir til eru þetta geislar sem koma til vor utan úr geimnum. Geimgeislar em þó annars eðlis en sólarljósið. Þeir eru straumur hraðfara efnisagna. og innihalda að nokkra leyti samskonar agnir og stafar frá geisíavirkum efnum. Þeir em aðeins miklu öflugri en t. d. geislar frá geislavirku úr- ani eða radíum. Þeir komast alla leið í gegnum gufuhvolf- ið að yfirborði jarðar og þeirra verður jafnvel vart nokkuð niður í jörðina og á botni dýpstu vatna. Þegar geimgeislamir koma inn í gufuhvolf jarðar innihalda þeir aðallega pró- tonur og helíumkjarna, en einnig fleiri tegundir frum- eindakjarna. Þessar efnisagn- ir koma inn í gufuhvolfið með hraða sem nálgast ljós- hraðann. Á leið sinni gegnum gufuhvolfið rekast þær á frumeindir loftsins og breyt- ast mjög við það á leið sinni til jarðar. Eitt af því sem gerist við þessa árekstra, er það að frjálsar nevtrónur myndast. Mælingar sýna að magnið af nevtrónum í loftinu fer stöð- ugt vaxandi frá yfirborði jarðar upp í 15-17 þúsund metra hæð en hverfur þá skyndilega. Þetta sýnir að nevtrónur eru ekki í geim- geislunum þegar þeir koma inn í gufuhvolfið. Nevtrónur eru fremur ó- stöðugar efnisagnir, helming- ur þeirra eyðist á 13 mínútum og myndar protónur þ.e. vetn- iskjama. Þrátt fyrir þetta stutta æviskeið ættu hraðfara nevtrónur að geta náð til jarðar frá sólu og ættu auð- veldlega að ná til jarðar úr 15 þúsund metra hæð. Stað- reyndin er hinsvegar sú að aðeins örlítill liluti nevtrón- anna nær til jarðar. Þetta dskar B. Bjarnascit: Qeislfl- virkf kolefni 7. grein Óskars B. Bjarna- sonar um „innri gerð efmsins“ Tæki til að mæla geislavirkt kolefni verður skiljanlegt er haft er í huga að köfnunareíhi er mjög næmt fyrir áhrifum hraðfara nevtróna, en 4/5 hlutar loftsins er köfnunar- efni. Við árekstur nevtróna og köfnunarefnisfrumeinda loftsins mvndast sérstök teg- und geislavirks kolefnis. Þessi geislavirka kolefnis isotopa hefur írameindaþungann 14 einsog köfnunarefni en efna- fræðilega eiginleika kolefnis. Helmingunartíminn er rúml. 5500 ár þ. e. helmingur þess ummyndast sjálfkrafa á þess- um tíma og myndar aftur köfnunarefni og frjálsar raf- eindir. Magn og eðli geimgeislanna sem berast inn í gufuhvolfið virðist vera stöðugt og óum- breytanlegt og framleiða þeir jafnóðum nýtt geislavirkt kol- efni i stað þess sem eyðist og er fyrir löngu komið jafn- vægi á þannig að jafmnikið eyðist og bætist við. Mælingar sýna að myndun- arhraði nevtróna fyrir áhrif geimgeisla á gufuhvolfið er sem svarar 2,4 nevtrónum á sm: af yfirborði jarðar á sek- úndu og jafnmörg atóm geíslavirks kolefnis hljóta að klofna sjálfkrafa á fersenti- metra á sekúndu. Ot frá þessu má reikna út, að magn geisla- virks kolefnis á allri jörðinni nú nemi h.u.b. 80 tonnum. En hvar er þá þetta geislavirka kolefni að finna? Samkvæmt því sem áður var sagt mynd- ast geislavirkt kolefni af köfnunarefni loftsins í mikilli hæð yfir jörðu. Þetta ný- mvndaða kolefni tengist fljót- lega súrefni loftsins og mynd- ar koldíoxíð eða kolsýru. Hin geislavirka kolsýra dreifist um allar víðáttur gufuhvolfs- ins og þar sem jurtirnar vinna allt sitt kolefni úr kolsýru loftsins hljóta allar tegundir jurtagróðurs að innihalda geislavirlct kolefni. Eins og kunnugt er byggist dýralífið á jurtagróðrinum. Dýrin fá að lokum allt sitt kolefni frá jurtunum og hljóta því einnig að innihalda geislavirkt kol- efni í sama mæli. Hið sama gildir um önnur kolefnissam- bönd sem era í efnaskipta- jafnvægi við kolsýru loftsins fyrst og fremst kárbonöt og bikarbonöt og lífræn efni sem uppleyst era í sjó og vötn- um. En sjórinn inniheldur ein- mitt meginhlutann af því geislavirka kolefni sem finnst á jörðinni. Magn geimgeislunarinnar og þar með myndunarhraði geislavirks kolefnis er breyti- legt eftir breiddarstigi jarð- ar, er t. d. hér um bil 4 sinn- um meiri við 50-60° norðlægr- ast gott samræmi. Af þessu má draga þá ályktun að magn geimgeislunarinnar hefurver- ið nokkurn veginn óbreytt síð- ustu 10-20 þúsund árin að minnsta kosti og að fyrir tugþúsundum ára hefur geisJa- verkun lifandi- efnis verið hin sama og hún er nú. Þegar lifandi líkamir, jurtir eða dýr, deyja,, hætta efna- skiptin við kolefni loftsins. Geislavirkt kolefni fer smátt ar segulbreiddar en við mið- og smátt minnkandi frá því lífveran deyr, þannig að helm- ingur þess eyðist á hérumbil 5500 árum. Geislaverkun ein- hverrar lifrænnar fomleifar sem væri þetta gömul mundi þá vera helmingi minni en geislaverkun lifandi efnis t. d. trés eða dýrs. Mælingar á 5000 ára gömlum smurðlingum, sem era elztu fornleifar sem vitað er um aldur á með nokk- urn veginn vissu, hafa sýnt að þetta er rétt. Þarna er því fengin aðferð geislun dauðs efnis því veikari sem það er eldra, og þó að aldursmælingin byggist raunar á því, þá verður geislunin að lokuiP svo lítil að hún verður ekki mæld með neinni ná- kvæmni. Og verður með þess- ari aðferð ekki mælt lengra aftur í tímann en 20—30 þúsund ár í hæsta lagi. Mælingin er gerð með Geig- er-teljara, mælitæki sem hef- ur verið lýst lítillega áður. Slíkur teljari gefur venjulega 5—600 högg á mínútu þegar ekki er verið að mæla neitt sérstakt, og nefnist það bak- svið hans. Baksviðið stafar frá geimgeislum og frá geisla- virkum efnum í umhverfinu, og þar sem kolefnisgeislunin er mjög veik verður að gera. sérstakar ráðstafanir til að útiloka þessar truflanir. Þetta, er gert með því að hafa þykka vegghlíf æf járni allt í kring um tækið og ennfrémur með þvi að koma fyrir kerfi af teljurum í kring um miðtelj- ai'a sem inniheldur kolefnis- sýnishornið sem mæla á. Ef truflanir era sérstakl. miklar, t. d. frá kjarnorkusprengingu sem gerð hefur verið einhvera- staðar á jörðinni, nægja þess- ar varúðarráðstafanir ekki óg er þá ekki hægt að nota tæk- ið í nokkurn tíma á eftir. Því verður nú ekki lýst nánuF hvernig mælingar þessar eru framkvæmdar, en rétt er þó að taka fram að áður en mæling getur farið fram er nauðsyn- legt að skilja kolefnið úr sam- böndum sínum og frá öllum öðrum efnum ,ekki sízt þes.> konar óhreinindum sem sjáif gætu verið geislavirk og trufi- að mælinguna. Nú verður skýrt frá niður- stöðum nokkurra mælinga á' ýmsum sýnishornum sem vit- að er um aldur á eftir öðram heimildum, þó með misgóðu öryggi. Fyrst má nefna sýnishorn af líni frá umbúðum af biblíu- handriti sem fundið var á helli nálægt Dauðahafinu og talið vera frá 1. eða 2. öld fyr'r Krist. Mæling á geislavirku baug og maetti því ef til vill búast við að minna væri um geíslavirkt kolefni í lífrænu efni við miðbaug heldur en sunnar eða norðar. Þetta er þó ekki svo og er raunar aug- Ijóst að það getur ekki ver- ið, af eftirtöldum ástæðum: Meðalævi hinna geislavirku kolefnisfrumeinda er tiltölu- lega löng eða um 8000 ár, en það þýðir að það geisla- virka kolefni sem nú er í lif- andi efni og í uppleystum samböndum í sjónum hefur verið á jörðinni um 8000 ár til jafnaðar, og hefur því haft þann tíma til að blandast jafnt um allt lifandi efni með hringrás efnaskiptanna flytjast til með straumum hafs og lofts. Mælingar sýna einpig að geislun kolefnissam- banda er hin sama hvar sem er á jörðinni. Af því virðist hinsvegar mega draga þá á- lyktun m.a. að á þessum tíma hafi átt sér stað full- komin blöndun vatns í sjón- um allt til mesta dýpis. Áætlað er að heildarmagn þess kolefnis sem er í efna- skiptajafnvægi við geislavirkt Sýnishorn af hlutum, sem mældir hafa verið. Neðri myndin tH kolefni nemi 8,3 grömmum á vinstri: 9000 ára gamall ilskór frá Fort Rock-helli, Oregon. — hvern fersentimetra af yfir- Efri tál vinstri: 2000 ára gamalt snæri frá Perú. — Efri til borði jarðar til jafnaðar. Af hægri: 2000 ára gamall baðmullardúkur frá Perú — Neðri tii því tilheyra 7,25 grömm upp- hægri: 10.000 ára gamall saur hins útdauða risaletídýrs (frú og leystu kolefni í sjónum, 0,9 grömm stafa frá lifandi efni en 0,12 grömm frá kolsýru loftsins. Nú er myndunarhraði geisla- virks kolefnis sem svarar 2,4 frumeindum á sm' jarðaryfir- borðs á sek. Geislaverkun hins lífræna efnis ætti því að nema 2,4 deilt með 8,3 á gramm kolefnis á sek. eða 16 (16,1) frumeindaklofningum á mín- útu. Mælingar hafa. sýnt út- komuna 15,3 og má það kall- Gypsum-helli, Nevada). til að mæla aldur lífrænna fornleifa sem ekki hafa eyðst við rotnun. Slík mæling er þó miklum erfiðleikum bundin, einkum vegna þess hve kolefn- isgeislun hins lífræna efnis er veik — hún stöðvast t. d. af venjulegum pergamentspappír — og einnig verður að útiloka geislun af öðrum orsökum við mælingamar svo sem geim- geisla o. fl. Auk þess .verður, kolefni sýndi að handrit þetta væri því sem næst 2000 ái.i. gamalt. 1 öðra lagi sýn'- ' t af mó frá Islandi. Sýnishorn- ið er tekið úr Elliðaárvogi. xv. þessum stað hefur hra.un rannið eftir ísöld og er mólag- ið næst undir hruninu. Hraun- ið hefur þá rannið yfir mýri þá sem mórinn er myndaður í og aldur mólagsins þannig Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.