Þjóðviljinn - 22.09.1955, Síða 10

Þjóðviljinn - 22.09.1955, Síða 10
10)i — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 22. september 1955 GEISLAVIRKT KOLEFM Framhald af 7. síðu. jafn aldri hraunsins. Sýnis- Snortt af þessum mó reyndist 5300 ára gamalt samkvæmt imælingu og skekkja á mæling- tinni er talin geta numið 340 árum, þannig að hraun þetta gæti hafa runnið fyrir 5000— 9600 árum. Sýnishorn af mó frá Minnesota i Bandaríkjum Norður Ameríku reyndist um 12 þúsund ára gamalt. Á þess- ari mælingu er skekkjan raun- ar talin geta numið 1500 ár- um. Sýnisfaom af trjárót úr þessum sama mó reyndist 11 þúsund ára, en möguleg skekkja á þeirri mælingu er 600 ár. Yngstu jarðolíusýnishom frá Kaliforaiu virtust sam- kvæmt mælingu vera eldri en 28 þús. ára og em sennilega miklu eldri, því þessi olía til- heyrir yngstu lögum pliósen- tímans, þ. e. seinasta jarðsögu- tímabili á imdan ísöldunum. Sýnishom af mó frá norð- vestur Þýzkalandi með leifum af birki og birkifrjóum reynd- ist rúmlega 11 þúsimd ára gamalt en skekkja á mælingu getur numið 500 árum til eða frá. Hægt væri með þessari að- ferð að fá vitneskju um hve lengi ákveðin mýri hefur verið að myndast með samanburðar- mælingu á efstu og neðstu mó- lögunum. Loks vil ég nefna sýnishom af koluðum viði frá hinum fræga Lasceauxhelli á Suður- Frakklandi. Þetta sýnishom mældist 15500 ára, en mögu- leg skekkja er 900 ár. Á hlið- 'om og lofti þessa hellis er að finna myndir einkum af ve!ði- dýrum ristar og málaðar og svo vel gerðar að þær jafn- ast á við það sem bezt er gert nú á dögum. Erfitt er að á- kveða aldur þessara mynda eða annarra fornmenja, svo sem verkfæra úr tinnu sem þama hafa fundizt, en gizkað hafði verið á 17 þús. ár og er það raunar ekki svo f jarri þeirri niðurstöðu sem fæst af mælingu viðarkolsins með geislamælingu. Auk þess hafa myndimar að lákindum verið gerðar á löngum tíma. Þama hafa iþá lifað og starfað menn á háu þroskastigi a. m. k. með mikla hæfileika til iistsköpun- ar þótt þeir notuðu ófullkomin verkfæri og byggju í hellum. Og síðan em liðin 15—17 þús. ár. Enn eldri menjar um mannaverk hafa raunar fund- izt kringum Miðjarðarhaf. I Skandinavíu, Bretlandseyjum og norðurhéruðum Norður Ameríku hafa ekki fundizt menjar um menn eldri en 10 •—11 þúsund ára með mælingu á geislavirku kolefni. Og raun- ar er þess ekki að vænta því ekki eru meir en í hæsta íagi 11 þúsund ár siðan jökull hvarf af þessum landsvæðum. <Ef leifar manna frá þessum landsvæðum hefðu mælzt eldri en frá lokum ísaldar væri ein- mitt ástæða til að tortryggja mælingima og telja aðferðina ónothæfa. Þar sem ísaldarjökullinn gekk yfir hefur hann heflað og sorfið landið það rækilega að ekki er að búast við menjum um menn eða mannaverk, þótt menn kynnu að hafa byggt þessi héruð fyrir síðustu ísöld. Aldursákvarðanir með mæl- ingu á geislavirku kolefni virð- ast þannig koma vel heim við mælingar eftir öðrum aðferð- um þar sem hægt er að koma samanburði við, og þessi að- ferð til tímamælingar virðist oft geta gefið allmiklu betri nákvæmni en jarðfræðilegar ákvarðanir. 16 ára nmsáturs- ástandi aflétt Hin nýja stjóm í Túnis, sem einvörðungu er skipuð Túnis- búum, tilkynnti í gær, að um- sátursástandinu í landinu væri aflétt. Frakkar lýstu yfir um- sátursástandi í Túnis í byrjun heimstyrjaldarinnar 1939 og er þvi fyrst aflétt nú. Jhaldsmaður og sovétvinur Framhald af 7. síðu. Eins og áður var getið hefur Paasikivi alla ævi verið í- haldssamur í skoðunum og þangað til hann varð forseti og þar með skuldbundinn til að hefja sig yfir flokkastreitu var hann flokksbundinn í í- haldsflokknum finnska, en rammara íhald er tvímæla- laust ekki til á Norðurlöndum. Paasikivi hefur því litlar mæt- ur á hagkerfi Sovétríkjanna, en munurinn á honum og flest- um jafnöldrum hans meðal forustumanna finnskra íhalds- manna er að hann hefur frá upphafi verið sannfærður um að ríki með mismunandi hag- kerfi geti lifað saman í friði. Aðrir foringjar finnskra borg- araflokka voru svo blindaðir af hatri á hagkerfi Sovétríkj- anna að þeir gerðust tagl- hnýtingar erlendra æfintýra- manna og misstu gersamlega sjónar á raunverulegum hags- munum finnsku þjóðarinnar. I Herópið um baráttu gegn kommúnisma, sem ært hefur svo marga borgaralega stjórnmálamenn viða um lönd fyrr og síðar, hefur aldrei haft minnstu áhrif á Juho Paasikivi. Hann hefur haldið sitt strik með það sem hann telur vera hagsmuni síns eig- in lands að leiðarljósi. Hann stendur föstum fótum á land- fræðilegum og pólitískum stað- reyndum og lætur engan á- róður blinda sig. Hann hefur aldrei lagt trúnað á þá kenn- ingu að stjómendur Sovét- ríkjanna séu trylltir heims- valdasinnar sem stefni mark- visst að því að leggja undir sig allan hnöttinn. Sjálfur veit hann að þeim hefur hvað eft- ir annað verið innan handar að leggja undir sig allt Finn- land en hafa ekki sýnt neina tilburði í þá átt. Kenningin um heimsvaldaþorsta stjómar- innar í Moskva vekur ekki lengur annað en aðhlátur í Finnlandi og Svíþjóð og sama viðhorf verður æ útbreiddara á öðrum Norðurlöndum. Árið 1945 voru sovéthersveitir ekki aðeins í Porkkala heldur einn- ig í Tromsö og á Borgundar- hólmi. Þaðan fóru þær að vörmu spori og nú hefur sovét- stjórnin afsalað sér rétti til 40 ára hersetu í Porkkala. Það eru sannarlega lélegir heimsvaldasinnar sem haga sér þannig. M.T.Ó. Smábarnaskóli Laugarness j Hofteigi 40 hefst 3. okt. 5 Getum bætt við nokkrum : bömum. Sími 81593 Ingibjörg Björnsdóttir Jónas Guðjónsson TIL LIGGUR LEIÐIN Hinu heimsfrægu snyrtivörur 4 FLESTAR TEGUNDIR komnar aftur MARKAÐURINN Hafnarstrœti 11 Eosbnr vetrsrképur riÖLBREYTT 0 B V A L MARKAÐURINN ] Laugavegi 100 s : ■ FORSALA ■ ■ ■ i ■ Til þess að koma í veg fyrir biðraðir verður höfð iorsala á aðgöngumiðum og hefst hún í Austurbæjarbíói á morgun — föstudag — og verða miðar afhentir þar á 10 fyrstu sýningamar frá kl. 2—8 daglega. Sími 1384 ■ ■ ■ ■ B ■ Sjómannadagskabarettinn \ wHUHHMiHUUHaiiMiviiimiMiiiMaiaiiaimaiiiimiiMiiiiiiiiaiMMiiiHiiuiiimi Laus sjúkrahúslœknisstaða j Sj úkrahúslæknisstaðan við Sjúki'ahús Akraness j er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar n.k. Áskilið -er, að umsækjandi hafi hlotið viðurkenningu sem sér- [ fræðingur í handlækningum. Umsóknir ásamt skilríkjum sendist landlækni fyrir 20. des. næstkomandi. Akranesi 19. september 1955 Bœja.rstjóri Lögtaksúrskurður Samkvæmt kröfu bæjarstjórans á Akranesi úr- j skurðast hérmeð lögtak á öilum ógreiddum út- É svöriun og fasteignagjöldum þessa árs til bæjar- sjóðs Akraneskaupstaðar, ásamt áföllnum og áfall- j andi dráttarvöxtum og kostnaði, að liðnum átta dögum frá deginum í dag að telja, hafi gjöldin þá j ekki verið gxeidd. Bæjarfógetinn í Akraneskaupstað 20. september 1955 Þórhallnr Sæmundsson 3 MnmMMMHIIMMMMHniMMIIIMIIIMMIMIMIIMIIMIMMMIIMMIIIMimHiailMin

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.