Þjóðviljinn - 25.09.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.09.1955, Blaðsíða 5
Sunnudagur 25. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5. Vifja yfirgefa A-bandalagið Sjóxisíminn orðiEin Kýpurdeilan vel á vegi a5 /íðo i sundur hernaSarkerfiS Wð MiSjarSarhaf Natendnz geta séð hvos airnan meðan þeir ræðast við ór fjarska ' Engu má muna ef hernaöarkerfi Vesturveldanna viS austanvert MiðjarSarhaf á ekki að hrynja af völdum deilu bandamannanna Breta. Grikkja og Tyrkja. um eyna Kýp- ur. Enginn vaíi er á því aS sem stendur er þaö vilji þorra Grikkja aS land þeirra segi sig úr A-bandalaginu og taki upp hlutleysisstefnu. Þennan dóm um ástandið kveður C. L. Sulzberger, yfir- sjon- maður fréttaritara Nevv York Tiines erlendis, upp í blaði sínu síðastliðinn mánudag. Sulzberg- er hefur dvalizt í Grikklandi undanfarið og kynnt sér við- brögð Grikkja við síðustu at- burðum í Kýpurdeilunni. Deilt um sjálfsákvörðunarrétt Deilan snýst um það hvort Kýpurbúar, sem verið hafa undir brezkri stjórn síðan Bretar hrifsuðu eyna seint á 19. öld, eiga að fá að ráða framtíð sinni sjálfir. Fjórir fimmtu hálfrar milljónar eyj- arskeggja er grískumælandi en Orð í tíma iöiuð ' Læknir í Sydney í Ástralíu hefur séð ástæðu til að vara konur við hinum stóru og þungu eyrnalokkum sem nú eru í tízku. Hann bendir á að kon- urnar sem bera þessi eyrna- djásn eiga á hættu að fá „blómkálseyru“ sem hingað til hafa þótt einkenni atvinnu- hnefaleikamanna. Ef eyrnalokkarnir eru of þungir eða klemmurnar þrýsta of fast á eyrnasneplana getur allt eyrað hlaupið upp og orð- ið allt að hnefastórt. Sá sem einu sinni hefur fengið blóm- kálseyra losnar aldrei við það að fullu. 70 manns fórust er bíll með dýnamíti rakst á lest Sjötiu manns biðu bana og rúmlega hundrað særðust þeg- ar vörubifreið, hlaðin fimm lest- um af dýnamíti, ók á járnbraut- arlest í Mexíkó í ,gær. Gífur- leg sprenging varð sem jókst um állan helming þegar annar bíll hlaðinn dýnamíti sprakk einnig í loft upp. Öll hús í ná- grenninu eyðilögðust. Bréf Búlganíns Framhald af 1. síðu. grundvelli tillagna Vesturveld- anna frá 1952, tillagna Bret- lands og Frakklands um minnk- un herafla sem ljúki með banni við kjarnorkuvopnum og til- lagna Sovétríkjanna úm eftirlit með samgönguleiðum, flugvöll um og höfnum til að hindra að komið sé upp árásarherjum. Zatopek varð þriðji í 10.000 m hlaupi í landskeppni Ung- verjalands og Tékkóslóvakíu í Búdapest í gær. Kovacs varð fyrstur í mark, 320 metrum á undan Zatopek, á 29.028. einn fimmti mælir á tyrkneska tungu. Enginn vafi er á að mikill meirihluti er fylgjandi sameiningu við Grikkland. Bretar hafa hinsvegar lýst yfir, að þeir muni aldrei veita Kýpurbúum sjálfsákvörðunar- rétt, vegna þess að eyjan sé þeim nauðsynleg fyrir herstöð í stað þeirrar sem þeir j'fir- gáfu á Súeseiði. Hafa Bretar fengið Tyrki til liðsinnis við sig í málinu. Forn fjandskapur vaknar Þetta tiltæki Breta hefur orðið til þess að ýfa gömul sár 1 sambúð Grikkja og Tyrkja, sem eru elcki aðeins 1 bandamenn í A-bandalaginu heldur einnig í sérstöku Balk- anbandalagi. Keyrði um þver- bak fyrir þrem vikum, þegar tyrkneskur múgur fór með ránum og íkveikjum um hverfi Grikkja í helztu borgum Tyrk- lands. Að sögn Sulzbergers hefur þessi reynsla af brezku og tyrknesku bandamönnunum orðið til þess að „alda hlut- leysisstefnu fer um grískt al- menningsálit. Hundruð bréfa, bar sem úrsagnar Grikklands úr A-bandalaginu er krafizt, hlaðast upp á borðum ráðherr- anna.“ Andbrezkt bandalag? „Sumir halda því fram að Grikkland. eigi að vera hluti af hlutlausu belti í Evrópu ásamt Finnlandi, Svíþjóð, Austurríki og Júgóslavíu. Aðrir vilja fylgja fordæmi Títós og taka upp „virka, friðsamlega sam- búð“ við öll ríki. Enn aðrir gera því skóna að hægt verði að mynda Belgrad-Aþenu- Kairó-öxul. Egyptum er sízt betur við Tyrki og Breta en Grikkjum og eru í leit að nýj- um bandamönnum til að auka virðingu sína meðal Araba- þjóðanna." Ríkisstjórnin á undanlialdi Krafan um endurskoðun á utanríkisstefnu Grikklands er þegar farin að liafa áhrif á ríkisstjómina, sem hingað til hefur tekið þá afstöðu, að hvað í skærist í deilunni við Sjónsíminn, sem gerir símanotendum fært að horfast fengnar vikingasveitir, myndu * au&u meðan þeir ræöast við um langan veg, er orðinn verða til þess að uppúr syði &ð veruleika. í Grikklandi. Sulzberger kemst svo að orði, að nýjar kosning- ar „væru hættulegar. Það er enginn vafi á þvi að sem stend- ur er gríska þjóðin reið, vinstri- sinnuð, hlynnt hlutleysisstefnu og óvinveitt bandamönnum sin- um.“ Fyrsta sjónsímtalið átti sér hvor á annars mynd á stað fyrir skömmu í Kaliforníu varpstjöldum. í Bandaríkjunum. Noel Porter, | borgarstjóri í Palo Alto, og Elmer Robinson, borgarstjóri í San Francisco, ræddust við í síma um hálfs annars kílómet- veg og horfðu jafnframt ra Sjá einnig sjáifa sig sem Breta myndi hún engin áhrlf hafa á aðild Grikklands að A- bandalaginu. Canellopoulos að- stoðarforsætisráðherra hefúr lýst yfir að úrsögn úr banda- langinu sé nú til athugunar. Sulzberger telur, að um enga stefnubreytingu verði að ræða Feneyjar eru að verðleikum frœg ferðamannaborg og ekki er amalegt ao hafa par leiðsögumann eins og Sonya Spazzia, sem er eitt af smástirnum í ítalska kvikmyndaheiminum. Förunautur hennar er enskx leikarinn Richard Todd, sem var gestur á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum. Tugir fórust, hundruð særðust í fellibyl í Vestur-Indíum Fjöldi manns lét lífið og mörg hundruö slösuðust og særðust þegar fellibylur gekk yfir Vestur-Indíur á fimmtudaginn. Mest varð tjónið á eynni iBarbados, sem er austust Vest- ur-Indía og í eign Breta. Óvíst er um manntjón, en talið að það sé mikið, skipti jafnvel hundruðum. Þúsundir manna hafa misst heimili sín og tjón á mannvirkjum er geysilegt. Stórskemmdir urðu á sykurekr- um, skip sukku í höfninni og vegir lokuðust. Mikið tjón varð einnig á eynni í Aþenu meðan núverandi. Grenada, fyrir suðvestan Bar- stjórn er við völd. En PapagosJ bados, einkum í bænum Gren- forsætisráðherra er alvarlega ville, þar sem búa um 3000 veikur og geta því orðið stjórn-' manns. Þar er hvert einasta hús arskipti eða nýjar kosningar þegar minnst varir. Blóðsút- hellingar á Kýpur, þar sem í rústum. Þessi fellibylur er sá áttundi sem kemur upp ' á'1’ 'þessum Bretar reiða sig nú á hrotta-j slóðum í haust. Hann stefnir nú norður og nálgast Banda- ríkin. Þegar hann gekk yfir Barbados var vindhraðinn 44 metrar á sekúndu. Argentína Framhald aí 12. siðu. alls konar stofnunum, héruð um, borgum, götum, torgum, skipum, flugvélum osfrv. sem heitin voru í höfuðið á Peron og konu hans Evu. Peron er enn í fallbyssubátn- um frá Paraguay sem er í höfn- inni í Buenos Aires. Nú er tal- ið sennilegast að lionum verði leyft að fara úr landi og að skipið fái fararleyfi til Asunci- on, höfuðborgar Paraguay. Porter settist niður fyrir framan stóra töfiu í hóteiher- bergi og tók upp símtólið og hringdi á Robinson. Rétt fyrir ofan símann voru tvö sjóvarps- tjöld. Jafnskjótt og hann byrj- aði að hringja hóf falin sjón- varpsmyndavél að taka mynd hans og varpa henni á annað sjónvarpstjaldið. Strax og Robinson tók uni símtólið sín megin tók önnur vél að mynda hann. Bæði mynd hans sjálfs og andlit Porters birtust á sjónvarpstjöldum fyr- ir framan hann og auk þess kom mynd hans fram á því tjaldinu fyrir framan Porter sem autt hafði verið til þessa. Kærir sig ekki um að Iiorfa á sjálfan sig Eftir simtalið sagði Porter, að ef hann ætti að hafa sjón- síma heima hjá sér vildi hann geta slökkt að vild á því tæk- inu sem sýndi hans eigin and- litsmynd. Smiðir sjónsímans frá fyrir- tækinu Kay Lab í San Diego sögðu honum að enginn vandi væri að koma fyrir öllum mögu legum slökkvurum á tækinu. Algengur eftir áratug? Forráðamenn Kay Lab segj- ast vona að sjónsíminn muni verða orðinn útbreiddur í Banda ríkjunum eftir áratug. Þeir segjast hafa reynt hann eftir endilangri Kyrrahafsströndinni, 2250 km leið, og hafi komið í ljós að hægt sé að nota tækin ótakmarkaðar vegalengdir. Við sýnisamtal borgarstjór- anna voru notaðar öröldur til að flytja myndirnar á milli, en tæknifræðingarnir sem smíðað hafa tækið fullyrða að litlum örðugleikum sé bundið að senda myndirnar báðar leiðir með símavírum á Svipaðan hátt og tal er sent. Hugmynd Chaplins rætist Forráðamenn Kay Lab segj- ast ekki búast við að selja marga fjölskyldusjónsíma fyrst um sinn, en þeir búast fastlega við að mikil eftirspurn verði af hálfu verksmiðjueigenda. Benda þeir á að verksmiðjustjórar geti með tæki þessu litast um hvar í verksmiðjunni sem vera skal með því einu að þrýsta á hnappa, og auk þess geti þeir birzt undirtyllum sínum án þess að yfirgefa skrifstofuna. Virðist þetta vera sama hug- myndin og Chaplin setti fram á sinn hátt í kvikmyndinni Nú- tíminn fyrir tuttugu árum. Kay Lab getur framleitt sjónsíma og sett hann upp á tveim stöðum fyrir 80.000 krónur. Hvert tæki í viðbót kostar 40.000 krónur. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.