Þjóðviljinn - 25.09.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.09.1955, Blaðsíða 7
— Sunnudagur 25. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 MyndíEn til vinstri er af þeim mæðgum Bríett Bjarnhéðinsdóttur og Laufeyju V aldimarsdóttur. Til hægri er mynd af Bríeti á unga aldri. Ragnheiður Möller: 10 áru starfsafmæli Menningar eg minningar sj ó ðs kvenna Á þessu hausti eru 10 ár frá því :að fyrst var hafin söfnun í Menningar- og' minningarsjóð kvenna. Kvenréttindafélag Is- lands og samstarfsfélög þess beittu sér fyrir stofnun sjóðs- ins, en hann Var stöfnaður með dánargjöf Bríetar Bjamhéðins- dóttur 27. sept. 1941 en tók ekki til starfa fyrr en úthlutað var úr honum svimarið 1946. Um 40 félög,sendu gjöf í sjóðinn til minningar um Brí- eti Bjarnhéðinsdóttur. Á fulltrúaráðsfundi Kvenrétt- indafélagsins 1945 var lögð fram mjög ýtarleg, f jölþætt og vandlega hugsuð skipulagsskrá, sem þær Laufey Valdimarsdótt- ir og Inga L. Lárusdóttir gengu siðan frá til staðfestingar. 4. gr. hennar segir til um tilgang sjóðsins. Tilgangur sjóðsins er að vinna að menningarmálum kvenna: a. með því að styðja konur til framhaldsmenntunar við æðri menntastofnanir, hérlend- ar og erlendar, með náms- og ferðastyrkjum. Ef ástæður þykja til. svo sem sérstakir hsef-ileikar eða efnaskortur, má einriig styðja stúlkur til byrj- unamáms, t. d, í menntaskóla. b. með þvi að styðja konur til framhaldsraqnsókna að af- loknu námi, og til náms og ferðalaga til undirbúnings þjóðfélagslegum störfum, svo og tii sérnáms í ýmsum grein- um og annarra æðri mennta. c. með því að veita konum styrk til ritstarfa eða verðlauna ritgerðir, einkum um þjóðfé- lagsmál, er varða áhugamá! kvenna. Þó skulu námsstyrkir sitja í fyrirrúmi meðan sjóður- inn er að vaxa. Komi þeir tím- ar, að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu og sömu aðstæður til menntunar, efna- lega, lagalega og samkvæmt al- menningsáliti, þá skulu bæði kynin hafa jafnan rétt til styrkveitinga úr þessum sjóði. Eins. og sjá má af þessari grein er verkefnið fjölþætt enda hafa verið veittir styrkir á þessum árum til eitthvað á milli 70 og 80 stúlkna til há- skolanáms erlendis og hérlend- is, til margskonar Verklegs náms og til listnáms. T.d. hafa Nína Tryggvadóttir listmálari, Gerður Helgadóttir mynd- höggvari, Þórunn Jóhannsdótt- ir píanóleikari, Guðrún Á Sí- monar söngkona, og Ólöf Páls- 4tx- dóttir myndhöggvari hlotið styrki svo nokkrar af yngri ■ listakonum okkar séu nefnd- ar. Og til vísindastarfa hefur Ólafía Einarsdóttir fengið nokk- urn styrk til að rannsaka hand- ritin í sambandi við verzlunar- sögu okkar. Samtals hafa verið veíttar úr sjóðnum á þessum árum rösk- Sýning IVínn Það er reyndar bölvað klúð- úr að láta abstraktmálara skrifa um málverkasýningar. Þótt maðurinn sé hleypidóma- laus vill sónninn verða sá sami hjá listspakvitringum sem hér eru eflaust „fjölmenn- astir í heimi miðað við fólks- fjölda". Sé dómurinn neikvæð- ur springa þeir í loft upp af vandlætingu og bombardéra ritstjórnarskrifstofur með svar- greinum um dásemdir viðkom- andi sýningar og vonsku „abstraktkommúnista", sem hafi það að lífsstarfi að gera grín að fólki. Venjulegast byrja þeir á því að lýsa því yfir að þeir hafi ekkert vit á list en „frá mínu leikmanns- sjónarmiði —“ o.s.frv. Sé dóm- urinn aftur á móti jákvæður er því venjulega slegið föstu að það sé ekkert, að marka abstraktkommúnista o.s.frv. Því miður eru hér ennþá sárafáir leikmenn glöggir á myndlist, borið saman við t.d. bókmenntir. Meðan svo er verður myndlistargagnrýni aldrei bam í brók, því að það er hvorki ;_þeppilegt né æski- legt að listamenn skrifi gagn- rýni um starfsbræður sína. lega 200.000,00 (tvö hundruð þúsund krónur) eða sem svar- ar 20. þús. krónum til jafnaðar á ári. Hæsta upphæð sem úthlutað hefur verið á einu ári er kr. ^^32.500,00. f skipulagsskránni segir í 5. gr. um tekjur sjóðsins að það séu dánar- og minningargjafir, áheit og aðrar gjafir og tekjur af ýmsri starfsemi í þágu sjóðs- ins. Gjafir allar skulu leggjast við höfuðstól sjóðsiris. Af öðr- um árlegum tekjum, merkja- sölu, minningarspjöldum o. s. frv. skal heimilt að verja allt að % samkvæmt 4. grein. Vextir allir skulu lagðir við höfuðstólinn, þangað til sjóð- urinn nemur kr. 150.000. Skal þá heimilt að verja helmingi árlegra vaxta til styrkveit- inga. Þegar sjóðurinn tók til starfa var stofnfé hans tæplega 27 þús. kr. en nú er hann 213 þúsund krónur. Sjóðurinn hefur haft ýmsa starfsemi með höndum, t.d. gaf hann út safn úr ritVerkum Laufeyjar Valdimarsdóttur og hét bókin* „Úr blöðum Lauf- eyjar Valdimarsdóttur“ og mun sú bók vera nær þvi uppseld en af henni var 13 þús. kr. á- góði og hefur þvi fé verið varið til úthlutunar jafnóðum. Sjóðn- um barst 5.000,00 kr. gjöf frá Guðrúnu Pálsdóttur en það var ágóði af b.ók Valdimars Ásmundssonar, föður þeirra systkina Laufeyjar og Héð- ins Valdimarssonar. Fleiri gjaf- ir hafa borizt í sama skyni. Ný- lega hefur sjóðnum borizt stór- gjöf sem renna á beint til út- hlutunar. Þá hefur verið haklin skemmtun til ágóða fyrir sjóð- inn .o fl. Sjóðnum skal fylgja sérstök bók og skal, ef óskað er, geyma í henni nöfn, myndir og helztu æviatriði þeirra, sem minnzt er með minningar- og dánargjöf- um. Æviminningar þeirra og handrit, bréf eða ritverk, sem eftir þær (eða þá) liggja, læt- ur sjóðurinn geyma á tryggum stað, t. d. í handritasafni Landsbókasafnsins. Minninga- bókin skal geymd á sama stað. Æviminningabók þessi er væntanleg um áramótin og er það fyrsta heftið en í því eru æviágrip 60 kvenna víðsvegar af landinu auk mynda. I boðsbréfi sem sent hefur verið út varðandi bókina segir: „Mun bók þessi verða merkileg heimild um líf og starf þeirra kvenna er hún fjallar um. Því að hvarvetna mun leitast við að byggja á réttum heimildum, svo sem frekast hefur verið unnt“. Verð bókarinnar er kr. 100,00 til áskrifenda. Ágóðinn af Æviminningabók- inni rennur til úthlutunar. Stjórn sjóðsins er skipuð fimm konum kosnum á lands- fundi kvenna og skulu stjórn- arkonur allar vera félagar í Kvenréttindafélagi íslands. Kosnar eru á víxl 2—3 konur í einu. Núverandi stjórn sjóðsins skipa Katrín Thoroddsen lækn- ir formaður, Auður Auðuns varaformaður, Svava Þorleifs- dóttir, Ragnheiður Möller og Lára Sigurbjörnsdóttir. Á þessum tímamótum er ríkast í huga okkar þakklæti til brautryðjendanna og þakk- læti til Kvenréttingafélags ís- lands og sambandsfélaga þess víðsvegar um landið fyrir ötult starf þeirra í þágu þessa mikla menningarstarfs. Sameiginleg- ur vilji og atorka hefur komið fram í þessu starfi á undan- förnum árum og þess er að vænta að þær fjölmörgu ungu stúlkur á öllum sviðum þjóð- lífsins sem notið hafa þessa stuðnings til náms og frama á undanförnum árum muni er þeim vex fiskur um hrygg, hugsa um og hafa áhuga á að veita öðrum hjálp með því að efla sem mest sjóðinn. Sjóðurinn er í stöðugum og örum vexti, þörfin er brýn og |félagshyggjan hefur enn reynzt nægilega öflug til þess að halda uppi því þróttmikía starfi sem með þarf til að afla fjár í sjóðinn á hinum ár- lega söfnunardegi 27. sept, Og almenningur er vís til að taka okkur vel á söfnunardag- inn í ár eins og endranær. Þó skal hér stungið niður penna í tilefni sýningar Nínu. Sagt er að enginn verði spá- maður í sínu föðurlandi og á þar víst við að hann verði ekki metinri að verðleikum. En í þau orð má líka leggja þá merkingu að maðurinn öðlist ekki'fyrr fullan þroska, en hann hefur setið við nægt- arbrunn erlendrar menningar, fjarri föðurlandi sínu. Virð- ist það að minnsta kosti eiga við urn Nínu. flenni hefur fleygt fram þessi ár sem hún hefur verið utan, Það er svo með hina erlendu menningar- strauma að annaðhvort “drukknar listamaður þeim eða þeir verða honúm iíýr' 'áfl- gjafi og Nínu liggur engan veg- inn við drukknun. Lengi vel átti hún all erf- itt með olíuliti, enda þótt hún sé fæddur kóloristi. Það var eins og efnið félli henni ekki, verkin vildu verða þung og ó- hrein í lit og laus i byggingu. En svo tók hún til við klipping- ar og vatnsliti og þá var eins óg olíuliturinn færi að skýrast og er er það eflausf reynslu af klippingunum að þakka að nú eru olíumyndir hennar tærar, einfaldar og: kraftmiklar. Á tveim myndum á endayegg (nr 18 og 21) örlár enn á gömlu ó- sættinni við þetta efni. Þó rís hún líklega hæst í litlu mynd- '"triftý' bjEðh olíu, klippingum og vatnslitum. líugmýndaflugi eru lítil takmörk sétt' iriýndirnar darisa af litagleði. Hún er skemmtilega óhefðbundin í efnismeðferð og ég hugsa að hún gæti málað með sóti ef hún hefði ekki annað. Hún hefur haft náin kynni af ýms- um frönskum „grúbbum", sem eru eins og ströngustu klaust- ur hver með sitt viðhorf og kenningar, með látlausan magapínusvip af heilögum sanrifæringarkrafti. En hún er of mikil óhemja til þess að falla inn í nokkra ákveðns grúbbu, þvi list hennar stend- ur nær hjartanu en höfðinu. Það væri hreint ekki svo gal- ið fyrir þá sem ekki hafa séð þessa sýningu að leggja leið sína niður í Listamannaskála. K.iartan Guðjónssoh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.