Þjóðviljinn - 27.09.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.09.1955, Blaðsíða 9
Það fór að ýmsu leyti vel á l^ví að síðasti stórleikur ársins væri milli liða frá Akranesi og Reykjavík. Er þetta að verða góður fastur siður sem von- andi lifir lengi. f raun og veru ætti að gera ráð fyrir leik þess- nm um leið og gengið er frá leikjum sumarsins. Að þessu sinni voru veður og vallarskilyrði góð. Þó hafði ekki verið þurrkaður upp leið- inda pöllur við suðurmarkið, og Virtist ekkert auðveldara. Leikurinn byrjaði mjög byr- lega fyrir Akranes því um það bil, er hann hafði staðið í 20 sek. höfðu þeir skórað. Þeir byrjuðu með knöttinn, Þórður Þ sendir knöttinn til Ríkárðs, Ríkarður til Halldórs sem hleypur fram. Þórður er kom- inn út hægra megin, fær knöttinn, sendir hann fyrir én þar er þá kominn Þórður Jóns- son sem skorar. Leikur byrjar aftur. Veita áhorfendur því þá athygli að tveir úr Reykjavík- urliðinu stóðu utan vailar og höfðu orðið síðbunir. Voru það þeir Haukur Bjarnason og Þorbjörn. E.t.v. örlagarík seink- un! Raddir heyrðust um það að Hannes dómari hefði byrjað. leik of snemma. í því sam- bandi má geta þess að leikur byrjaði 3 mín. eftir auglýstan tíma, að komnir voru 9 menn á völl til leiks úr liði Reyk- víkinga. Virðist Hannes því hafa fylgt settum reglum. Það má segja að liðin liafi skipt nokkuð á milli sín hálf- leikjunum. Akranes átti mun meira í fyrri hálfleik, sérstak- lega þó hvað snertir góða knattspyrnu með hraða og markvissum hreyfanleik leik- manna. Það fór lika svo að þeir settu 3 mörk í þessum hálf- leik. Gerði Þórður Þórðarson annað markið eftir aukaspyrnu á 35. mín. Þriðja markið kom rétt fyrir lok hálfleiksins, kom það líka eftir aukaspyrnu frá hægri út yið, endamörk. Spark- aði HáÍiSor veÍ'rfyrir og féfek Ríkarður skallað í mark. Hörð- ur Óskars reyndi að bjarga en það var vonlaust, hann lierti aðeins á knettinum í netið. Akranes hafði cft skapað sér tækifæri með skipulögðum sam- leik en þau nýttust ekki. Reykjavíkurliðið var oft all nærgöngult við mark Akraness og það svo að Magnús í mark- inu varð í nokkur skipti að verja í horn. En munurinn á áhlaupum þeirra dg Akranes- liðsins var sá a.ð þau komu flest með löngum sendingum- fremur skipulagslítið. I síðari háifleik virtist sem Akurnesingar hefðu ekki út- hald og náðu ekki eins tökum á leiknum og í fyrri hálf- leik. Að sam skápi tóku Réyk- víkingar leikinn meir og meir í sínar hendur. Leikur þeirra mið- aðist nú meir við það að finna næsta mann, þó skorti hraða í þá viðleitni og nákvæmni. Eigi að síður var þetta hálfleikur Reykvíkinga og gerðu þeir þá þau tvö mörk sem þeir gerðu. Fyrra markið gerði Sigurður Bergsson með ágætum skalla eftir góða sendingu frá Þor- birni. Síðara markið gerði Hall- dór Halldórsson með góðu og Ólajur Eiríksson í höggi viö einn af framherjum Akur- nesinga. fostu skoti eftir að hafa sem framvörður skotizt fram í fremstu skotlínu, en Gunnar •Guðmanns sem kóminn var ýfir á hægri gaf honum knöttinn meistaralega. Bæði liðin höfðu svonefnd opin tækifæri t.d. Sigurður Bergsson á 30. mín., en var of lengi að átta sig. Eða Halldór sem skallaði fram- hjá opnu marki eftir mjög góða sendingu frá Ríkarði. Þegar allt kemur til alls höfðu Reykvík- ingar fleiri tækifæri, en Akra- nes náði að sýna betri knatt- spyrnu í ',,sínum“ hálfleik. Jafntefli 3:3 hefði verið nokk- uð rétt mynd af leiknum sem var nokkuð góður og á köfl- um skemmtilegur, þrátt fyrir það að hann bæri nokkurn keim af haustþjálfun. Þegar 25 mín. voru liðnar af síðari hálfleik meiddist Sveinn Benediktsson frá Akranesi svo hann varð að yfirgefa völlinn. Fór Jón Leósson þá aftur en í hans stað kom Kristján Sig- urvinsson. Framlina Akraness var. sem fyrr aðalstyrkur liðs- ins með Halldór, Þórð og Rík- arð sem beztu menn. Ríkarður byggði sérstaklega í fyrri hálf- leik betur upp samleik en oft áður. Framverðirnir Sveinn Teitsson og Guðjón sérstaklega áttu góðan leik. Magnús Krist- jánsson var nú aftur í mark- inu þó hann væri fyrir aðeins mánuði síðan með hendi í gipsi, og stóð sig vel. Reykjavíkurliðið var nokkuð sundurlaust, en eins og fyrr seg- 'Sundmeistaramót Kína var háð í fyrra mánuði í ný- hyggöri sundhöll Shanghai- öorgar, og er myndin paöan. Hún er af sveitinni sem sigraöi í 4x100 m boösundi kvenna á nýju kínversku meti, 5 mín. 22.7 sek. Þriðjudagur 27. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9S Sigurður Bergsson (lengst til vinstri á myndinni) skorar fyrra mark Reykvíkinga með ágætum skalla. — Ljósm.: Bjarnl. Bjarnleifsson. ir sótti það sig í síðari hálfleik. Framherjunum tókst ekki að finna hvern annan. Gunnar Guðmanns var bezti maður líh- unnar, Gunnar Gunnars virðist vera að jafna sig eftir meiðslin í sumar. Sigurður Bergsson vann mikið. Hilmar Magnússon var óþekkjánlegur frá.. Vals- leiknum og gerði ýmislegt lag- lega. Þótt framverðirnir Hall- dór og Sigurhans jöfnuðust .ekki á við Akranesframverðina voru þeir oft vel mcð og gri.pu vel inní og hindruðu mörg áhlaup Skagamanna. Af öftustu vörninni var Einar beztur og enda Ólafur Eiríks- son í markinu sem vár .vel jneð úti á vellinum. Dómari var Hannes Sigurðs- son og slapp vel frá því. Áhorfendur voru um 3000. Með tilliti til þess hve frá- sagnir af knattspyrnuleikjum er vinsælt útvarpsefni hefði átt að t.aka þennan síðasta stórieik ársins á band og útvarpa honum síðar. Það var nú ekki gert hvað sém veldur og ber að harma það, hvort sem hér er um að ræða gleymsku eða áhugaleysi útvarpsins. Sj.aldan hafa önnur eins ó- tíðindi duníð ; á Morgunblaðinu og fréttin um það að Sovét- ríkin hefðu afsalað sér her- stöð sinni á . Porkkalaskaga 40 árum áður en samningstíminn var útrunninn,. og ’ að'forsætis- háðherra Sovétríkjanna hefði skorað á önnur stórveldi að .gera slíkt hið sama. Dögum saman kom Morgunblaðið ekki upp neinu orði,. en síðan hefur það birt daglegar greinar og lýst þessum atburði sem hin- um verstu umskiptum fyrir Finna. Sérstaklega hefur það ólmazt gegn þeirri kenningu að róðabreytni Sovétríkjanna væri öðrum stórveldum til fyrirmyndar — við slíka til- hugsun sortnar Morgunblaðs- mönnum fyrir augum. Viðbrögð Morgunblaðsins hafa að vonum vakið mikla undrun meðal óbreyttra les- enda, sem árum saman höfðu séð það í blaði sínu að Finnar væru vinir okkar og bræður og félagar, að málstaður Finna væri málstaður okkar. En nú kom sem sagt í ljós að því aðeins eru Finnar hjartfólgn- t dag leggja fjórir íþrótta- menn — 3 keppendur og farar- stjóri — af stað til Búkarest, þar sem þeim er boðið að taka þátt í alþjóðlegu móti. Það var íþróttasamband Rúm- eníu, sem bauð Frjálsíþróttaráði Islands að senda fjóra menn eft- ir eigin vali til mótsins. Þeir sem fara eru: Valbjörn Þor- láksson KR stangarstökkvari, Hallgrímur Jónssno Á kringlu- kastari og Svavar Markússon KR hlaupari. . Fararstjóri er Guðmundur Sigurjónsson. ir Morgunblaðsmönnum að • þeir hafi erlenda herstöð í landi sínu; þegar þeir eru orðnir herstöðvarlausir er þeirra hagur ekki lengur okkar hagur. 1 fyrradag rifjaði svo Morg- unblaðið upp hvers vegiía það hafði haft ást á Finnum áður fyrr, í Finnagaldrinum alræmda. Þa . miðuðu Finnar utanríkisstefnu síriá við það að troða illsakiþ við 'grann- ríki sitt og geröust peð í ref- skák .afturhaldskurfa og • fas- ista. Sú stefna færði Finnum aðeins þungbær styrjaldarár og herstöðina á Porkkala í kaupbæti, og engir íordæma þá póiilík nú meir en Finnar sjálfir. Þannig eru viðhorf Morg- unblaðsins algjörlega rökrétt er betur er að gáð. Því aðeins eru Finnar frændur og vin- ir að þeir fjandskapist við granna sína, hvað svo sem það kostar. Á sama hátt á það að vera hlutverk íslendinga að taka upp þann þráð sem Finnar hafa sleppt, hvað svo sem það kostar. Hatrið á Sovétríkjunum er leiðarljós Morgunblaðsins, og í birtunni frá því verða jafnvel hin kyn- legustu viðbrögð blaðsins auð- skilin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.