Þjóðviljinn - 04.10.1955, Blaðsíða 6
ý>) — |>JÖÐVILJINN — Þriðjudagur, 4. október 1955
iMÓflVIUINN
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurnn —
-
Sigurinn í
Kópavogi
Kosningarnar í Kópavogi eru
af mörgum ástæðum sögulegur
atburður, ekki aðeins fyrir íbúa
Kópávo'gs heldur fyrir landið
allt.
Urslitin eru einstæð traustsyf-
irlýsing til Finnboga Rúts Valdi-
marssonar og samstarfsmanna
hans og þakkir fyrir störf þeirra
í þágu byggðarlagsins frá upp-
hafi vega, samvinnu þeirra um
framfaramálin og glöggskyggni
þeirra á þarfir ibúanna og getu.
Þær eru mikill persónulegur
sigur fyrir Finnboga Rút Valdi-
marsson, sem hefur verið ofsótt-
ur flestum mönnum fremur fyr-
ir baráttu sína fyrir einingu al-
þýðunnar og samstöðu þjóðar-
innar gegn hernáminu.
Úrslitin eru eftirminnileg hirt-
ing á rflurhaldsöflin innan Kópa-
vogs og utan, ríkisstjórnina og
meirihluta Alþingis. Aldrei fyrr
hefur vérið sótt af öðru eins of-
fo si að nokkrum stað; löggjaf-
arsamkundu þjóðarinnar var
beitt gegn íbúunum, allt valda-
kerfi ríkisstjórnarinnar var mis-
notað til hins ýtrasta, ofbeldis-
verkin og lögleysurnar hrönnuð-
ust saman — og á hinu leitinu
komu svo loforð og mútur ef menn
vildu selja sannfæringu sína og
manngildi fyrir peninga. Kosn-
ingarnar í Kópavogi voru aftur-
haldsöflunum prófraun þess,
hvort unnt væri að sölsa allt
landið undir sig með valdi og
fjármagni. Og svar Kópavogs-
búa bergmálar um land allt, þeir
hafa risið upp gegn valdníðslunni
og yfirganginum af þeirri einurð
sem Islendingar eiga jafnan til,
er á reynir.
Úrslitin eru allri alþýðu minn-
isstæð sönnun þess að sameinuð
er hún ósigrandi. í Kópavogi
börðust nú hlið við hlið utan-
flokkamenn, sósíalistar, vinstri-
sinnaðir Framsóknarmenn, Þjóð-
varnarmenn, vinstrisinnaðir AI-
þýðuflokksmenn; þeir unnu sam-
an af heilindum og einlægni og
þá. stóð ekki á árangrinum, hin-
um glæsilegasta sigri. Þarna var
vinstri samvinna reynd í verki,
þrátt fyrir bann og formælingar
forsprakka Framsóknar og Al-
þýðuflokks, og reynslan sýndi á
óvéfengjanlegasta hátt að ein-
mitt slík samvinna er leið al-
þýðunnar til valda í landi sínu.
Kosningarnar í Kópavogi eru
mikilvægasti atburðurinn í ís-
lenzkri stjórnmálaþróun siðan
siðasta Alþýðusambandsþing var
haldið og einhver mesti kosninga
sigur sem vinstri öflin hafa unn-
ið hérlendis síðan 1942. Þær eru
fyrirboði þess að nú eru að verða
straumhvörf í islenzku stjórn-
málalífi, tímabili „kalda stríðs-
ins“ innanlands er lokið; alþýð-
unnar bíða nú sóknarfæri sem
hún verður að hagnýta af djörf-
ung og atorku.
Húðurnar nötra ehki lengur í Helsingfors, en
í Keflavík skjálfa húsin af aðgangi
bandarískra þrýstiloftsflugvéla
Það er skilyrðislaus krafa keflvískrar alþýðu að þessu stórhættulega
og hvimleiða flugi yfir bæinn verði tafarlaust hætt
■rV>._Sr<
Fyrir nokkrum dögum gat
að lesa í Morgunblaðinu að nú
skylfu ekki lengur rúðurnar
í gluggum Helsingforsborgar
af skotæfingum Rússa á Pork-
kala, og kenndi nokkurs
klökkva í frásögninni.
En svo tvíræður var sá
klökkvi að ekki var hægt að
átta sig á hvort gleði eða sorg
olli.
Nú eru skotdrunumar þagn-
aðar á Porkkala og hinn er-
lendi her, sem þar hefur dval-
izt í áratug býst nú sem óð-
ast til heimferðar.
En mitt í þessum raunum
Morgunblaðsins leggst því þó
líkn með þraut. í Keflavík
skjálfa rúðurnar í gluggum
húsanna þessa dagana af frið-
arskothríð hinna amerísku
herja. Að kvöldi hins 22. sept.
sáu Suðumesjamenn — og
heyrðu, óvenju skýrt mátt
vemdarinnar. Um kvöldið eftir
að dimmt var orðið nötruðu
húsin og eldbjarminn frá frið-
ariðjunni teygði sig upp fyrir
Stapann.
Einstöku böm og tauga-
veiklaðar manneskjur áttu erf-
itt með að sofna út frá þess-
ari friðarhljómkviðu. En það
tekur því ekki að tala um það.
Nú gátu ábyrgir föðurlands-
vinir lagzt alveg sérstaklega
ömggir til svefns, því tæpast
mundu Rússar þora að heim-
sækja þá þessa nóttina, þar
sem erindi friðarins var svo
djarflega rekið með eldi og
stáli. Annars eru skotdmnur
ekki neitt sjaldgæft fyrirbæri
hér á Suðurnesjum nú orðið,
og kalla háðskir náungar þær
venjulega „friðarskothríð“
En háðskir menn eru margir
hér syðra þegar talið berst að
þessum skrípalýð, sem ríkis-
stjórnin og einstaka ameriku-
aftaníossar kalla vamarlið.
Mönnum er það tæpast láandi
þótt þeir færi andúð sína og
fyrirlitningu á hersetunni að
einhverju leyti yfir á þessi
vesalings soldátagerpi, sem
daglega ráfa hér um götum-
ar eða stytta. sér stundir við
að stúta ufsakörtum og vara-
seiðum í höfninni á sama tima
og verkfærir Islendingar sigla
þar um hlöðnum skipum af
fiski og öðmm vamingi.
Enda er nú svo komið að
„Kani" er að verða skammar-
yrði hér um slóðir, og venju-
lega er einhverju niðrandi orði
hnýtt aftan við ef þeir berast
í tal. Ó, já, það hefur löngum
verið sagt að svo lengi megi
brýna deigt jám að bíti.
Sízt verða Keflvíkingar sak-
aðir um skort á langlundar-
geði þótt þeir séu nokkuð fam-
ir að ókyrrast í hers höndum.
Það má mikið vera ef við
Keflvíkingar sjáum ekki í okk-
ar litla bæjarfélagi soegilmynd
hins borgaralega þjóðfélags
eins og það er í dag. Og þó
við í gremju okkar þykjumst
sjá í forráðamönnum þessa
bæjar óvenjulega lítilsigld
eintök, þá er ég ekki viss um
að ástandið væri miklu betra
á sumum öðmm stöðum við
sömu aðstæður. Þessum línum
er eklci ætlað að gera því máli
nein rækileg skil. En eitt atr-
iði verður keflvísk alþýða að
taka í sínar hendur og ráða til
farsælla lykta tafarlaust, því
sýnt er að ekki ætla hinir and-
legu eða veraldlegu forráða-
menn þessa bæjar að láta sig
þetta mál nokkm skipta nú
frekar en fyrri daginn.
Hér á ég við flugvélaófögn-
uðinn yfir bænum bæði nætur
og daga, og þá einkum þrýsti-
loftsflugvélamar, eftirlætis-
leikföng þessara „verndara"
okkar, sem hræddastir vom
hérna um árið þegar rússneska
síldarskipið Tungus var tekið í
landhelgi og lá hér fyrir
u.tan í nokkra daga. Þá minntu
þeir mann á hræddan búpening
í þrumuveðri. Þeir hópuðust
saman alvopnaðir upp í her-
bifreiðar. Hvort þeir vom að
búa sig undir að aka til Ame-
ríku var manni ekki fyllilega
Ijóst, en nokkuð róuðust þeir
við það er lögreglumennirnir
í Keflavik sjmjuðu beiðni skip-
stjórans um landgöngulayfi
fyrir sjófólkið.
Daga og nætur árið um
kring sveimar þessi ófögnuður
yfir húsþökum bæjarins,
stundum allt að 20 í hóp. Þeir
sem einhvemtíma hafa heyrt í
þrýstiloftsflugvél geta gert
sér í hugarlund hve gífurleg-
um hávaða heill hópur slíkra
véla veldur er hann flýgur rétt
fyrir ofan húsþökin. Húsin
nötra og það bókstaflega heyr-
ist ekki mannsins mál þótt
hrópað sé við eyrað á manni.
Alveg sérstaklega ber á þessu
í góðu veðri eða þegar Kefl-
víkingar safnast saman und-
ir beru lofti til einhvers kon-
ar mannfagnaðar svo sem:
íþróttaleikja, á sjómannadag-
inn eða 17. júní.
Þá er segin saga að þess-
ar „hetjur" þurfa alveg sér-
staklega að minna á hérvem
sina og hetjuskap, og þá auð-
vitað með þvi að fljúga lágt
yfir samkomustaðnum og helzt
að leika einhverjar smá „flug-
listir" yfir bænum. Flestir sam-
komugestimir eru samt svo
austrænir í hugsun að þeim
þykir það vafasöm háttvísi að
raska þannig samkomufriði
bæjarbúa t. d. á þjóðhátíðar-
daginn, — vildu helzt geta
hlustað ótmflaðir á þau dag-
skráratriði sem fram fara,
hvort heldur það er guðsþjón-
usta, ræður eða söngur ætt-
jarðarkvæða. En þess er vitan-
lega enginn kostur án þess að
það sé hvað eftir annað slitið
sundur af gný omstuflugvéla.
Það kamn að vera að innan-
um leynist ein og ein lítilsigld
sál, sem lítur uop þakklátum
augum, hugsandi eitthvað á
þessa leið: Skítt með messur
og ættjarðarástarræðu, það
gleður mig að faeyra í bless-
uðum verndumnum þarna
uppi. Ég verð þá ekki uppnum-
inn af Rússum á meðn!
Slíkir íslendingar hafa sem
betur fer aldrei verið mjög
margir, og þeim fer óðum
fækkandi. En það er ekki ein-
ungis á hátíðum og tyllidög-
um sem þetta er Keflvíkingum
til hinnar mestu raunar, þetta
er fullfrísku fólki til stórra
óþæginda, bæði á vinnustað og
á heimilum. Hvað þá bömum,
gamalmennum og sjúklingum.
^ Uppskaíningsháttur
eða....
Hvað er það annað sem kem-
ur Bandaríkjamönnum til þess
að haga sér svona eins og þeir
kváðu víðast gera? Þeir virð-
ast haldnir sjúklegri tillineig-
ingu til þess að láta allsstaðar
bera sem mest á sér, þar sem
nokkrir þeirra eru saman-
komnir, hvort heldur er á göt-
unni, í kvikmyndahúsi eða
samkomuhúsum. Þá heyrast
skrílslætin fjöllunum hærra,
svo manni dettur i hug að ein-
mitt svona nokkuð mimdi gef-
ast á að heyra ef til væri geð'-
veikradeild í dýragarði.
Er þetta einkenni þess þjóð-
félags, sem runnið hefur sitt
þróunarskeið á enda, merki
úrkynjunar, minnimáttar-
kennd eða uppskafningsháttur
á hinu furðulegasta hástigi?
Væri það ekki fróðlegt rann-
sóknarefni fyrir „sálfræðing-
inn“ frá Lóni?
En hvað um það, framferði
herliðsins hefir löngum verið
óþolandi og hverjum faeiðar-
legum Islendingi til sárrar
raunar og óþæginda. Það er
margt, sem bendir til þess að
langlundargeð almennings liér
syðra sé senn á enda. Eln auð-
vitað verður það hlutverk al-
þýðunnar að hef ja hér merki
baráttunnar fyrir því að reka
þennan ósóma af höndum sér,
Framh. á 10. síðu