Þjóðviljinn - 04.10.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudag’ur 4. október 1955 — ÞJ<»VILJINN — <7
r
Jónas Arnason:
Út á
Stóra-Skæling,
in.
SÓL
Við erum staddir á
Hnjúknum nokkru fyr-
ir sunnan Skarð, og þetta er
6—7 mínútna keyrslu fyrir inn-
an Stóra Skæling. ívar setur
í gang og kippir út á nafna.
Trillurnar liggja hér á víð og
dreif og menn bráka í óða önn,
en fáir eru að draga. Þarna
er Þorsteinn Einarsson á Ekru
einn á báti. Þorsteinn talar
frönsku efns og innfæddur,
þvi að á sínum yngri árurn
starfaði hann lengi á spítala-
skipi sem Frakkar létu fylgja
duggum sínum hér við Aust-
firði. Duggumenn voru margir
frá borginni Paimpol á Bret-
agnéskaga og nefndu Aust-
firðingar þá.Pompóla. Þeir töl-
uðu gjarnan keltnesku sín á
milli, enda kann Þorsteinn á
Ekrti að telja reiprennandi
upp að tuttugu á því tungu-
máli. Skammt frá Þorsteini
er Símon Eyjólfsson lika
einn á báti. Sirnon er einn
þeirra mörgu Norðfirðinga
sem hafa kindur, og stund-
ar því heyskap jafnframt
handfæraveiðum á sumrin, og
má mikið vera ef hann er ekki
farinn að óska þess hann hefði
heldur verið í landi í dag, úr
því þorskurinn er svona tregur,
e» þurrkiurinn hinsvegar orð-
inn svona góður. Símon er líka
meðhjálpari við Norðfjarðar-
kirkju. Og þarna eru Ármann
Sigurðsson og Þorvaldur Ein-
arsson á Orminum langa. Við
köllum trillu þeirra Orminn
langa, vegna þess að hún er
óvenjuleg í lögun og mjög löng.
Og þama er Jóhann Elíasson og
Færeyingurinn Hans Jakob frá
Tjömevig. Hans Jakob er kom-
inn yfir sjötugt, en reri oft frá
Norðfirði þegar hann var yngri,
og sem hann nú situr heima i
Tjömevig í vor og hvílir sín
gömlu bein, fréttir hann að
þeir séu farnir að fá hann hér
uppi, og þá halda honum engin
bönd, og hann tekur sér fari
með skipi til Norðfjarðar. Hann
er orðinn dálítið slæmur í fót-
um og situr við að bráka með
færeyska húfu á höfði og gull-
hringi í eyrunum. Gullhring-
imir draga gigtina út úr iíkam-
anum. Og þarna er ein trilla
úr Mjóafirði og önnur af suð-
urbæjum. Trillur út um allt.
Menn bráka með ýjnsum
hætti, sumir ótt og tífct og óþol-
inmóðlega, aðrir hægt og há-
tíðlega og draga færið langt
inn í hvert skipti, enn aðrir
kippa hendinni hátt upp og
snöggt, svo maður heldur fyrst
að þarna sé einhver kunningi
að veifa til manns. Aðferðin
er eins margvísleg og mennirn-
ir sjálfir. Þó eru þess dæmi að
mótast hafi í vissum byggðar-
lögum föst og ákveðin hefð í
þessu efni. Til dæmis hef ég
heyrt að færamenn úr einu
byggðarlagi hafi verið auð-
þekktir á því að þeir kipptu
færinu með ógurlegum krafti í
boga út frá sér, og slógu sig
síðan bylmingshögg í endann
um leið og þeir slökuðu. Sögðu
gárungarnir, að þar i sveit
hefðu menn verið taldir því
meiri færamenn sem þeir gengu
með staerri marbletti á rassin-
um.
Við erum komnir út á Stóra-
Skæling, og ívar stöðvar vél-
ina, og við rennum. Hernaðar-
flugvél kemur úr norðri og fer
yfir okkur með miklum gný
og heldur suður með landinu
og hverfur. Nokkru seinna
kemur hafsúla úr suðri. Hún
flýgur fremur hátt og fer yfir
okkur með taktföstum, ein-
beittum vængjatökum og virð-
ist, eins og hernaðarflugvélin,
láta sig litlu skipta það sem
gerist niðri á sjónum. Það er
ekki orðið fátítt að sjá súlu
hér fyrir austan, enda kvað
hún vera farin að verpa í
Skrúðnum. Hernaðarflugvélar
sjást hér líka ailoft, enda kvað
Ameríkaninn vera setztur að á
Langanesi.
Og loksins höfum við hitt í
hann. Hann er að vísu ekki
gráðugur í fyrstu, aðeins kind
og kind, og fremur smátt, en
svo dregur ívar einn sem er
með óeðlilega stóran haus og
litinn búk og kryppu upp úr
bakinu, og slíkir fiskar nefnast
seiðarar og boða góðan afla.
Nokkru seinna hleypur á hjá
okkur báðum, strax og við er-
um í botni, og hvorugur okkar
hefur fundið svona vel tekið á
móti í alla nótt, þetta er bara
sæmiiegt, nei, þetta er meira
en sæmilegt, þetta er fínt, stór-
fínt, þetta er ágætt, þetta er
alveg eins og það á að vera;
og þegar við höfum dregið upp
er fjórhvítt hjá ívari, en þrí-
hvítt hjá mér, allt fallegir
fiskar. Við blóðgum þá, meðan
færin renna í botn, og ristum
þá líka á kviðinn, þvi þá eigum
við ekkert eftir nema taka inn-
an úr á leiðinni heim. Við lít-
um yfir veiðisvæðið til að for-
vitnast um hvemig hinum
gangi, o'g þeir eru allir ýmist
að draga eða renna. Svona
hagar hann sér stundum hér
fyrir austan; menn eru kannski
búnir að skælast fram og aftur
tímunum saman án þess heitið
geti nokkursstaðar verði beins
vart, en svo allt í einu gefur
hann sig öran og ljúfan um all-
an sjó.
Já, þetta er eins og það á að
véra. Miðrúmið tekur 400 kíló,
og innan stundar erum við
búnir að hálffylla það. Klukk-
an tíu er komið upp undir
þóftu, og það hijóta að vera
350 kíló. Okkur er báðum orð-
ið mjög heitt, en hvorugur hef-
ur þó farið úr peysunni, vegna
þess að eitt sinn um daginn í
samskonar veðri hittum við
svona í hánn, og þegar við
höfðum dregið hann dálitla
stund, var okkur orðið mjög
heitt og við fórum báðir úr
peysunni, og þá tók samstund-
is undan. Nú látum við peys-
umar vera, þó að svitinn bogi
af okkur, enda heldur áfram
að hækka í miðrúminu.
Það kemur steinbítur á hjá
mér og gnístir framan í mig
tönnum þegar ég tek hann
innfyrir. En hann er sem
betur fer laus á króknum og
ekki mikil slysahætta að ná
honum af, og ég fleygi þessu
óargadýri ofan á fiskinn í
rúminu. Þetta er býsna stór
steinbítur, hringar sig eins og
slanga með blóðhlaupin augu
og bítur fullur heiftar og hat-
urs í sporðinn á sjálfum sér.
Það hendir ekki oft að menn
dragi hér annan fisk en þorsk,
stórufsi, og stundum talsvert
af ýsu þegar líður á sumarið.
Lúða er orðin sjaldfengin, þó
menn drægju oft allmikið af
henni áður fyrr, og fullyrða
þeir gömlu sumir að þetta stafi
fyrst og fremst af minnkandi
kvænsemi meðal sjómanna. Það
er nefnilega forn kenning, að
menn dragi lúðu í réttu hlut-
falli við afrek sín á sviði
kvennamála. Og segir vinur
minn Pétur Hoffmann Saló-
monsson, að þetta sé ofur eðli-
legt, því að þar sem fyrir sé
heilbrigður lífskraftur, þangað
sæki bæði lúðan og kvenfólk-
ið.
Annars hefur Pétur sagt mér
mjög átakanlega sögu sem sýn-
ir hve grimmum örlögum trú-
in á óskeikulleik þessarar
kenningar getur valdið. Ég hitti
Pétur eitt kvöld í fyrrasumar
vestur í Selsvör þar sem hann
stóð við húsið sitt og greiddi
hrognkelsanet upp á suðurvegg
þess; sólin var að setjast og
varpaði töfrageislum yfir speg-
ilsléttan Faxaflóa, og þessi
rómantíska stemning leiddi
hugann að ástinni og hinum
órannsakanlegu vegum hennar.
Þá sagði Pétur mér þessa sögu.
f verbúð einni var ráðskona
ung og fönguleg. Ráðskona var
fylgikona formanns. Dag nokk-
um veiktist einn af hásetum
formanns, og verður formaður
að róa tvo róðra án hans, en
háseti liggur heima í verbúð
á meðan. Svo hressist háseti
og er fær til sjósóknar á ný.
Nú róa þeir á miðin, og renn-
ir háseti færi sínu, og slíkt hið
sama félagar hans. En ekki
hefur háseti fyrr rennt en
hleypur á hjá honum, og dreg-
ur tvær vænar lúður. For-
mann setur dreyrrauðan, en
segir ekkert. Nú rennir háseti
í annað sinn, og dregur aftur
tvær lúður, sýnu vænni en hin-
ar. Formaður verður nábleikur,
og þegir þó enn. Nú rennir há-
seti hið þriðja sinn, og fer hér
sem fyrr, að hann er þegar
i fiski, og dregur nú á öðrum
króknum fimmtu og stærstu
lúðuna, og er þetta flakandi
lúða, en á hinum króknum er
steinbítlir. Hinir hafa ekki orð-
Formaður stendur nú nokkra
hrið hreyfingarlaus og bítur á
jaxlinn og kreppir hnefana, og
sjá hásetar kjálkavöðvana
hnyklast og standa út í húð-
ina, svo sem væru þeir bill-
jardkúlur, en neglurnar á hönd-
um mannsins hvítna. Síðan
snarast hann inn í stýrishús og
fyrirskipar að setja vélina í
gang og keyrir þegar fulla
ferð í land.
Þegar í land er komið, gefur
formaður sér ekki tíma til að
fyrirskipa að stöðva vélina né
heldur binda bátinn, en stekk-
ur tafarlaust upp á bryggju og
upp i verbúð, þar sem ráðs-
konan er sem óðast að skúra
gólfið. Formaður spyrnir fæti
við fötunni, svo að hún veltur
um koll, og ávarpar ráðskonu
svofeildum orðum:
„Þú hafðir tiltrú mína, vesæl
kona, en tryggð þín reyndist
skólpi því lík sem hér rennur
niður um glufur í fúnu timb-
urgó.lfi.“
Ráðskona segir við formann,
hvort hann sé orðinn vitlaus,
með leyfi að spyrja. Formaðuí
segir að ráðskona hafi hatt
framhjá sér með háseta meðan
hann lá í landi og lézt vera
sjúkur.
Ráðskona spyr um sannanir„
Formaður segist hafa þær
sannanir sem ekki verði hrakt-
ar, háseti hafi dregið fimm
lúður, hverja annarri stærri,
á meðan hinir fengu ekki bein
úr sjó.
„Og væri réttast ég léti þig
kenna á hnefum minum, flagð-
ið“, segir hann. „Og hýpja þig
á brott héðan hið bráðasta.'1
Fær ráðskona engri máls-
vörn við komið, en verður að
taka saman pjönkur sínar taf-
arlaust og fara. Og situr for-
maður eftir fylgikonulaus, og
verbúð hans ráðskonulaus, og
hann sjálfur og hásetar hans
þjónustulausir.
Hitt er þó verra, að formað-
ur hættir nú sjósókn með öllu,
þó að þorskafli glæðist mjög
á miðum, en situr um kyrrt
i verbúð sinni, og dregst ekki
upp úr honum orð. Fær síðan
tilfelli og leggst í rúmið. Og
eina nóttina stekkur hann út á
nærbuxunum, og finnst loks
eftir langa ieit uppi í fjalli,
þar sem hann liggur með rauð-
an klút f.vrir andlitinu, tilbú-
inn að deyja.
Jafnaði formaður sig ekki
fyrr en að tveim mánuðum
liðnum. Var þá útgerð hans
komin á hausinn, og búið að
selja bát hans á uppboði, og
töpuðu hásetar hans þar öllum
hlut sínum.
„Og því segi ég þaði" sagði
Pétur er hann var búinn að
rekja þessa raunasögu til enda.
„Þó lúðan sé fallegur fiskur og
bragðg'óður, og ágæt í súpu, og
seljist á tólf krónur kílóið hjá
Jóni og Steingrími, þá er ekki
þar með sagt að hún sé alltaí
gæfufiskur."
Við ívar erum búnir að fylla
miðrúmið og farnir að draga í
skutinn. Það er komið fram vf-
ir hádegi, og helzt ennþá sama
renniblíðan. Við heyrum atlt
í einu buslugang fyrir horð-
an okkur, og þarna eru fir.urj
höfrungar að leika sér í logn-
inu. Þeir koma upp í fallegr-m
bogum hver á eftir öðrurn nreð
sólina glampandi á svörti m
bökum. Þeir virðast vera í ejt-
ingaleik. Þeir stefna suður, í
áttina til okkar. Þegar þeir em
komnir alveg til okkar, hæ: ‘a
þeir leiknum og staldra við„
eins og þeir séu að athúga
trilluna, en fara síðan nokkra
hringi kringum hana, sunhr
réttsælis, aðrir rangsælis. Við
heyrum greinilega hvernig þeir
blása í hvert sinn sem þe;r
koma upp. Við sjáum líka
hvernig' þeir synda rétt untíir
yfirborðinu. Einn þeirra strýkst
við bóginn á trillunni. Svo eru
þeir orðnir leiðir á okkur og
halda áfram suður og inn. 'óg
leika sér líka dálitla stund við
Þorstein á Ekru og Símon með-
hjálpara.
Hann fór að tregast. þey r
leið að hádegi, og nú er mik u
minna af honum, en nætingv. r
þó. Við höfurn fengið um 6> 0
kíló, og trilian er sigin. Þe'.ta
er ein minnsta trillan á Norð-
firði.
Þeir eru farnir að kíppa sum-
ir. Kristinn, faðir ívars, keyrír
framhjá okkur. Sigurður Jóns-
son, sem var bræðslumaður á
Framhald á 9. síðu.