Þjóðviljinn - 16.10.1955, Síða 2

Þjóðviljinn - 16.10.1955, Síða 2
£) _ ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 16. október 1955 * •* ★ f dag er suimudaguriim 16. október. Gallusmessa. — 269. dagur ársins. — Tungl í Ításuðri kl. 13:41. — Árdegis- háflæði kl. 6:25. Síðdegishá- fiœði kl. 18:42. m Kl. 9:30 Fréttir og morguntónleik- ar: a) Octet í Es- dúr op. 20 eftir Mendelssohn. b) Orgelkonsertar, op. 1 nr. 1 i B-dúr, nr. 2 í A-dúr og nr. 6 í B-dúr. ll.OO1, Messa í Há-. teigssókn. 13:15 Útvarp af seg- ulband frá hátíðarsamkomu Verzlunarskóla íslands í Þjóð- leikhúsinu. 15:15 Miðdegistón- leikar: a) Einsöngur og dúett. Else Múhl og Eric Marion Byngja. Egill Jónsson leikur á klarinettu og dr. Urbancic á píanó. b) Tamara Gúseva leik- \ir á pianó. (Hljóðritað í Þjóð- leikhúsinu 20. sept. ’54): Ball- ata nr. 1 í g-moll eftir Chopin, Sónata í a-moll, op. 28 nr. 3 eftir Prokofieff, Nocturne í cis- moll, op. 27 nr. 1 eftir Chopin Nseturvarzla er i Ingólfsapóteki, simi 1330. Helgidagslæknir er Bjarni Konráðsson, Lækna- varðstofunni í Heilsuverndar- stöðinni, sími 5030. og Etýða í c-moll, op. 10 nr. 1 e. Chopin. 18:30 Barnatimi 19:30 Tónleikar: Cassals leik- ur á cello. 20:20 Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ 10 ára (Árni G. Eylands). 20:40 Tón- leikar: Dauðraeyjan, sinfónískt ljóð eftir Rackmaninoff. 21.00 Tónskáldakvöld: 'Ámi Thor- steinsson 85 ára. a) Erindi (Baldur Andrésson cand. the-, ol.) b) Einsöngur (Þuríður Páisd.). c) Uppiestur úv nýrri bók ,Hörpu minninganna', end- urminninguxn Áma Thorsteins- sonar. d) Korsöngur. 22.05 Danslög af plötum. 22:45 Út- vaip frá samkomuhúsinu Röðli. Útvarn;ð á rnorgun Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20:3*9 Útvarpshljómsveitin: Scenes pittoresques'eftir Mass- enet. 20:50 Um daginn og veg- inn (Helgi Hjörvar). 21:10 Einsöngur: Guðrún Þorsteins- dóttir syngur. 21:30 Búnað- arþáttur: Hitt og þetta (Gísli Kristjánsson 'ritstjóri). 21:45 Tónleikar: Fiðlukonsert í d- moll eftir Tartini og Ariost úr pianókonsert í f-moll eftir Bach. 22:10 Nýjar sögur af Don Camillo. 22:25 Létt lög: a) Harry Brandelius syngur. b) Raie de Cota leikur á pí- anó. SCvöSdskéSi alþýða Við biðjum yður vinsamlegast að fletta upp á 9. síðunni og lesa þar vandlega auglýsingu frá skólanum. Þar em allar , upplýsingar sem þið þurfið á að halda; en fvrir allra hluta sakir er hagkvæmast að þið látið innrita ykkur hið fyrsta, t.d. á morgun og hinn daginn. Biéfa.sambönd á esperanto: Mirosiav Hanacík, Skodova 7, Prerov, Ceskoslovensko. Vera Borslia, Brno, Hlinky 6, Ceskoslovensko. — Tékknesk óperusöngkona. Langar til að fá upplýsingar um ísland og hefur mikinn áhuga á landi og þjóð. Bogdan Babiak, Matejki 11/7 Wroclaiy, Pollando. — Vill helzt skrifast á við eldra fólk. Frá kvöldskóla KFUM Kennsla hefst í skólanum mánudaginn 17. október sam- kvæmt stundatöflu. Sextugsafmæli Sigurjón Einarsson, oddviti í Árbæ í Hornafirði, er sextugur á morgun. Þjóðviljinn mui) væntanlega minnast hans á þriðjudaginn. Happdrættispjall Góðan daginn, kæri Iesandi. Nú ætlum við að tala ofurlítlð um happdrætti. En fyrst ætlum \ið að tala um sir Edmund Hill- ary, langa manninn sem fyrst- ur steig fæti á hæsta tind | jarðar. Það byrjaði ekki björgu i lega fyrir Uonum: hann fót- braut sig ungur í rösklega 1500 metra háu fjalli. Það var um það leyti sem bann byrjaði að dreyma um að ganga á Ever- est, og nú var hann viss nm að það tækist aldrei; tugir manna reyndu á hverju ári, einhver þeirra yrði áreiðanlega á undan honum. En svona fór nú það happdrætti: Edmund vann. Og svona getur það líka farið í Þjóðviljahappdrættinu: að þú vinnir. En þú þarft ekki að leggja þig í neinn lífs- háska til þess — aðeiiiS að láta af henði tíu krónur eða trisvar tíu. Og út á einn miða geturðu fengið tvo bíla. Er ekki einmitt þetta ævintýrið? Flimurðu ekki spenninginn í hverri taug, ljúfi lesandi? Dagskrá Alþingis á morgun kl. 1 miðdegis. Fjárlög 1956, frumvarp. 1. mn- ræða, útvarpsumræða. HROLLLAUGUR skrifar: „All- ir kannast við þá kenningu að hinn mikli hraði í nútíma- þjóðfélagi valdi taugaveiklun. Þ.' e. a. s. meiri hraði -— meiri taugaveiklun. Stjórnendur póstþjónust- unnar á Seltjarnarnesi virðast vera staðákveðnir í að hafa taugar sínar í lagi. Þráfald- lega hef ég orðið var við að bréf póstsett i Reykjavík eru óratíma á leiðinni til viðtak- enda í Seltjarnarneshrepþi. I haust sendi ég 5 bréf suður á Seltjaniarnes, og gat þess í bréfinu að ég óskaði að við- takendur létu mig vita þegar bréfin bærust þeim. Meðaltími bréfanna var 12 dagar. Ef ég nú samtímis hefði skrifað bréf t. d. til Danmerkur eða Banda- ríkjanna þá hefði ég getað verið búinn að móttaka svar- bréf þaðan, áður en bréf komst út á Seltjarnarnes. Svo getur reikningsfróður maður, reiknað hraða bréf- anna á klukkustund á þessum ieiðum. Ef kenningin er rétt sem ég gat iim í upphafi þá fullyrði ég að þeir sem stjórna póst- þjónustunni í Seltjarnnrnes- -hreppi eru ekki í yfirvofandi hættu vegna taugaveiklunn- ar“. ★—o EÆJAR.PÓSTURINN hefur að vísu ekki verulega góðum reikningsmönnum á að skina, en nærri mun láta, að bréfin hafi að meðaltali farið 100 metra á klukkustund, og verð- ur það að teljast róleg yfir- ferð. Annars er mikið kvartað um sleifarlag á þjónustunni •hjá pósti og síma. T. d. sagði mér einn kunningi minn, að hann hefði flutt úr Reykja- vik suður í Kópavog um mán- aðamótin júlí—ágúst í sum- ar, en síminn, sem hann hafði ■v í ReykjavLk, væri enn ókom- • inn. Hefðu þeir hjá símanum þó gert ráð fyrir, að hægt yrði að flytja hann eftir svo Hraði — Taugaveiklun — Pósturinn á Seltjamar- nesi — Vinsamleg bréí — Gleymið ekki nöínunum ykkar — Sýnishorn aí botnum sem hálfsmánaðartíma. Sagði hann, að þetta kæmi sér mjög illa, þar eð hann hefði stundað kennslu heima lijá sér undan- fama vetur og ætlaði sér að gera það líka í vetur, en slíkt væri ómcgulegt nema hafa síma. Það er mjög að vonum, að fóík telji sig eiga heimt- ingu á a. m. k. sæmilega lið- legri og fljótri afgreiðslu hjá fyrirtækjum, sem taka jafn- ríflega fyrir snúð sinn og póstur og sími. ★—o MÉR HAFA BORIZT nokkur mjög vinsamleg bréf í tilefni kveðskaparins í Bæjarpóstin- um og stenzt ég ekki freist- inguna að birta. glefsur úr þeim. „W“ skrifar: „Þakka þér fyrir vísurnar, sem þú hefur verið að birta að undan- förnu. Þetta er góður siður, sem þú skalt ekki leggja nið- ur. Við ættum öll að minnast þess, að nú á íslenzk tunga í höggi við geigvænlegri hætt- ur en nokkru sinni fyrr, —• og við ættum líka að minnast þess, að sá maður, sem fæst við vísnagerð, hann glatar aldrei móðurmáli sínu.-------- Við skulum því gera ailt sem við getum, til þess að viðhalda og glæða áhuga fólks á þessari þjóðlegu og skemmtUegu í- þrótt. Tækifærisvísan er margt í senn: Hún er tæki, iifUH rn H~PHrwuiiMKMI sem hjálpar okkur til að við- halda okkar fagra móðurmáli, hún er holl og þroskandi íþrótt við að fást, og siðast en ekki sízt, er hún hárbeitt vopn, sé henni beitt í þá átt- ina. —-----“ Hér kemur fram ágætur skilningur á marg þættu hiutverki tækifærisvís- unnar í hinni nýju þjóðfrels- isbaráttu okkar. ★—o í. B. SKRIFAR: „Kæri Bæjar- póstur! Ég var að lesa botn- ana þína og annarra góð- skálda. Þeir eru margir og misjafnir að gæðum eins og vænta mátti.—Já, þér fundust botnarnir margir, sem bárust, en ég get sagt þér, að miklu fleiri urðu til“. Þá víkur I. B. að því, að e. t. v. hefðu lesendur hug á að klippa. botna út úr blaðinu og geyma þá. Það hafði mér, satt að segja ekki dottið i. hug. — Þá er skylt að geta þess, að einn ágætur botnari kvað botn sinn ekki rétt með farinn í blaðinu. Ég bar handritið, sem ég fékk í hendur saman við bot.ninn eins og hann kom í blaðinu. Og þar skakkaði ekki stafkrók. — Að þessu sinni birti ég aðeins fáein sýnishom af botnunum sem borizt hafa, og held þeirri reglu að birta ekki höfunda'rnafn. '■■■■•■étftraamaai ypijWMUPTSrjjr^nrii ■••••aasaaaaaaaaPaaaaaaaaaaB, Fyrripartur I. Stefnu tók á hernámshöfn heillum rúin íhaldsmakt. Botnar: 1. Þekkt eru allra þeirra nöfn þrjátíu og sjö á landráðs- vakt. 2. Þarflaust er að nefna nöfn, nálykt hefir þaðan lagt. 3. Megi gæfan gefa að Dröfn glej’pi hennar skip og frakt. Fyrripartur II. Dögum saman drungaregn drýpur af þakbrúninni. Botnar: 1. Fyrir lekann mér um megn mun að skrúfa að sinni. 2. Bráðuin er ég blautur í gegn um buruna inn að skinni. 3. Það er ekki þungbær fregn þeim, sem hýrast inni. ★—o ÞETTA ERU sem sé aðeihs sýnishom, en þar með er ekki sagt, að þetta séu endilega beztu botnamir. Þið fáið eng- an fyrripart til að glíma við að þessu sinni, en í einhvérj- um næstu pósta fáið þið við- fangsefni í dálítið breyttu formi. En alltof margir glejma ennþá að skrifa nafn sitt undir bréfin. Það þarf endiiega að lagast. Þá birti ég að lolcum , með hálfgerðu bessaleyfi eina af fjölmörg- um vísum, sem mér hafa bor- izt, og vona ég að höfundur- inn misvirði það ekki: — Auðnum fékk hann ætíð náð eftir pretta línum. Löngum f jandinn lagði ráð litla bi’óður sínum. Islenzk alþýða á sem sé ennþá, þrátt fyrir allt, tals- menn, sem yrkja þannig, að það niinnir mann á Bólu- Hjálmar. Trá hófninnl* ® Ríkisskip Hekla kom til Reykjavíkur í gær að vestan úr hringferð. Esja er á Austfjörðum á suð- urleið. Herðubreið er á Aust- fjörðum á norðurleið. Skjald- breið fór frá Reykjavík í gær- kvöld til Breiðafjarðar. Þyrill er væntanlegur til Reykjavíkur síðdegis i dag frá Frederikstad. Skaftfellingur fer frá Reykja- vík á þriðjudaginn til Vest- mannaeyja. Eimskip Brúarfoss er í Hamborg. Detti- foss er í Ventspils. Fjallfoss er í Reykjavík. Goðafoss fór frá Riga í gær til Gautaborg- ar. Gullfoss fór frá Reykjavík í gær til Leith og Kaupmanna- hafnar. Lagarfoss á að fara frá New Yok á morgun til Reyk javíkur. Reykjafoss fór frá Wismar í gær til Ham- borgar. Selfoss er í Dublin. Tröllafoss fór frá New York í gær til Reykjavíkur. Tungu- foss fór frá Reyðarfirði í fyrra- dag til Neapel og Genova. Drangajökull lestar í Antverp- en um 25. þm til Reykjavíkur. Sambandssldp Hvassafell er á Raufarhöfn. Amarfell er á Akranesi. Jökul- fell er væntanlegt til London í dag. Dísarfell er í Bremen. Litlafell losar olíu á Breiða- fjarðarhöfnum. Helgafell er væntanlegt til ísafjarðar á morgun. Harry losar á Aust- fjarðarhöfnum. Hokkurinn Greiðið flokksgjöld fyrir ilokksþmg Tiunda þing Samelnisgar- flokks alþýðu,- sósíalistaflokks- ins, hefst 28. þ.m. Sósíaiista- félag Reykjavíkur mun kjósa fulltrúa sína á þingið í síðari hluta vikunnar. Alllr fiokks- félagar þurfa að vera skuld- lausir fyrir þann fund. — Tek- ið er á móti flokksgjöldum í skiifstofu félagsins Tjamar- götu 20. Opið daglega frá kl. 10-12 og 1-7. era opm ÞJóðmlnJasafnlð i þrlðjudögum. flmmtudögum og augardögutn. Þjóðskjalasafnlð i virkum dögum kl. 10-12 og 14-ia. Landshókasafnlð «. 10-12, 13-19 og 20-22 alla vlrka laga nema laugardaga kl. 10-12 og 13-19. Sæjarbókasafnið Losstofan opin aila vlrka daga kl. U. 10-12 og 13-22, nema laugardaga Id. 10-12 og 13-16. — ÚtlánadeHdln >pin alla vlrka daga kl. 14-22, lema laugardaga kl. 13-16. Lokað i sunnudögum yfir sumarmánuð- tna. Listasafn Einars Jónssonar Opið sunnudaga og miðviku- daga kl. 1.30 til 3.30 frá 16. september til 1. desember, síðan verður safnið lokað vetraitaán- uðina. NTáttúrugrlpasafnlð kl. 13.30-15 á sunnudögum, 14-15 6 þriðjudögum og flmmtudögum. •■■•■•am aaaaaéaaaaaaaaaa««aéaaaaaaPaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaai >aaaaaaaaaaa«aaaaaaaaaaaaaBaaaMaaa«aaMaaaaaaaaaBaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa]

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.