Þjóðviljinn - 16.10.1955, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 16.10.1955, Qupperneq 4
'4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 16. október 1965 yolga-bíllinn, — amerískur að útliti, evrópskur að gerð, 'obedc T Vegna þess að í nýgerðum verzlunarsamningum við Sov- étríkin er gert ráð fyrir innflutn- ingi á nokkrum fjölda bíla það- an á næsta ári, hafa þættinum borizt fyrirspurnir um þá bíla sem þaðan kunna að koma. Fyrir.hálfum mánuði var hér skýrt nokkuð frá hinni nýju gerð af smábílnum Moskvitsj. Samkvæmt viðtali við umboðs- menn hans hér, Bifreiðar og landbúnaðarvélar h/f, verður hafinn útflutningur á nýju gerðinni síðari helming næsta aka í dag? Það steiadur ekid á þelita Það kemur engum á óvart að vesíurþýzki vélaiðnaðurinn hefur beðið með óþreyju eft- ir því að hervæðingin hæfist; þar gerir hann sér vonir um mikinn gróða og bílaiðnaður- inn hefur ekki látið á sér standa að vera reiðubúinn til framleiðslu í þágu hersins, þegar merkið væri gefið. Bæði DKW og Porsche hafa þegar hafið framleiðslu á herbíl sem líkist jeppanum og nú hafa Tempo-verksmiðjurnar fengið heimild til að framleiða her- bíl sem byggður er á Land- Rover. Vagninn sem sést hér á myndinni hefur þegar ver- ið tekinn í notkun af landa- mæraliðinu, Bundesgrenz- ’échutz. /nrn w? árs. Hins vegar verður senni- lega hægt innan skamms að fá gömlu gerðina með sömu vél og er i hinni nýju. Sú vél er mikiu aflmeiri en sú gamla, 37 hestöfl í stað 23. Molotoff-verksmiðjurnar í Gorkí hófu fyrir nokkrum mánuðum fjöidaframleiðslu á nýrri gerð af Pobeda og nefnist hún Volga. Mjmd af Volga er hér fyrir ófan. Eins og sjá má af myndinni er þessi nýi bíll ekki ósvipaður amerísk- um bílum að útliti, en afköst véiarinnar eru sambærileg við afköst evrópskra bíla af meðal stærð. Hreyfillinn er 72 hestafla, hámarkshraði 1-30 km á klst., benzíneyðsla um 8 lítrar á 100 km. Hann virðist einna helzt sambærilegur við Opel Kapitán. Leggja má niður framsætin og gera úr þeim þægilega legubekki. Ekki er búizt við að út- flutningur á Volga hefjist fyrr en árið 1957, bíllinn verð- ur reyndur við hin margvís- legustu skilyrði og ekki send- ur á erlendan markað, fyrr en hann hefur staðizt öll próf. Þá hófu Molotoff-verksmiðj- urnar í ár að framleiða enn eina gerð fólksbifreiða, M-72. Eins og Volga er M-72 snið- inn eftir Pobeda og líkist hon- um mjög í útliti. M-72 er ætlaður til aksturs á slæmum vegum og vegleysum, hann hefur drif á öllum hjólum og er búinn hjólbörðum með lágum þrýstingi sem gefa góða viðspyrnu. Hann er ódýr í rekstri og þægilegur að aka í. af þremur í [ happdrætti Þjóðviljans j - .- • ! DREGIÐ TVISVAR j Skellinöðrur eru hentugar til ferðalaga í úflöndum En margs er oð gœta áSur en lagt er á staS Þeim fjölgar stöðugt sem eignast skellinöðrur og það eru ekki eingöngu unglingar, sem hafa uppgötvað hve hent- ug farartæki þær eru. Þeim íslendingum fjölgar lika ár frá ári sem leita til útlanda þegar þeir eiga þess kost og þá er það alls ekki ónýtt að geta tekið skellinöðruna með sér. Suður á meginlandinu eru vegir víðast hvar svo góðir, að fara má um það þvert og endilangt á skellinöðrum; það má jafnvel fullyrða að þjóð- vegir séu þar hvergi eins slæmir og vegir í úthverfum Reykjavíkur, enda mundu þeir víst hvergi kallaðir vegir nema á íslandi. Að mörgu leyti eru bifhjól og skellinöðrur heppilegri far- artæki til ferðalaga erlendis en bifreiðar. Það er miklu auðveldara að koma þeim fyr- ir, en víða í hinum görnlu borg- um Evrópu eru götur þrönga'r og erfítt að fá hentugar bið- stöður fyrir bíla. Þá er að athuga að það kostar ekki nema lítið eitt að taka skelli- nöðru með sér til útlanda, ekki nema fimmtung af því sem það kostar að fá bíl af meðalstærð fluttan. En það er margs að gæta áður en lagt er upp í slíka ferð til útlandsins. Það má benda slikum ferðalöngum á bækling sem bókaforlag Hirschprungs í Kaupmannahöfn hefur gefið út „Til udlandet paa knallert“ og hægt er að panta hér í bókaverzlunum. í honum er lýst ferðalögum um Norðurlönd og önnur lönd, birt eru vega- kort og gefin ýms ráð í vega- nesti. Hér verður sagt frá nokkr- um þessum ráðleggingum. Fyrst er að minnast á það að sérhver sem fer með skelli- nöðru til útlandsins verður að hafa á sér vottorð, útgefið af lögreglu í heimalandinu, um að hann sé réttmætur eigandi hennar. Enda þótt aðeins fá lönd fari íram á að ökumað- urinn sé með tryggingarskír- teini, er vissara að hafa það í vasanum. í Hollandi, Belg- íu, Frakklandi, Austurríki, Þýzkalandi og ítaliu er litið Það er að sjálfsögðu þægileg- ast að alta eftir rennisléttum vegum láglendisins, en það er ekkert því til fyrirstöðu að hægt sé að fana á skeilh nöðrunni eftir fjallvegum. á skellinöðrur sem venjuleg reiðhjól og engra pappíra kraf- izt. í Þýzkalandi krefjast yfir- völdin þó að ferðamenn á skelli- nöðrum hafi á sér ferðavottorð, carnet de passage, sem gefin eru út af félögum bifreiða- eigenda. Sé dvalizt um hríð í Þýzkalandi, er krafizt svo- nefnds landamæravottorðs, sem gefið er út af þeirri landa- mærastöð sem komið er að þegar ekið er inn í landið. Sjálfsagt er að taka með sér verkfæri til að gera við minni háttar bilanir og auka- lás, svo að hægt sé að læsa bæði fram- og afturhjóli. Rétt er að taka með dúnk svo að maður geti blandað benzínið sjálfur; annars er ekki að vita hvaða blöndu maður fær. Skellinöðrur mega aka eft- ir öllum vegum Evrópu, nema á hinum breiðu bílabrautum í Þýzkalandi og Ítalíu, auto- strödunum. Á þeim mega að- eins aka vélknúin farartæki, og þar sem skellinöðrumar í þessum löndum eru flokkað- ar með reiðhjólum, verða eig- endur þeirra að fara eftir öðrum vegum. Þess má geta að lögreglan í Þýzkalandi og Ítalíu lítur sérstaklega eftir því að handhemlarnir séu i lagi. IfeMsir liíla en börn Barnsfæðingum fækkaði £ Svíþjóð í fyrra miðað við ár- ið áður, en jafnframt jókst bílaeign landsmanna mjög. Það fæddust 105.000 böm, en skráð- ir voru 125.000 nýir fólks- bíLar. Þykir ekki ósennilegt að eitthvert samband sé á milli þessara talna, að hjón ákveði að eignast færri börn til að hafa ráð á því að kaupa og eiga bíl. • * ÞFl Ljésasamlokur 6 volta Sterkur geisli, vinstri skipting BIFBEIÐAVERZLUNIN ROFI Laugaveg 70, sími 5362 U;S.i. frostlögur Hinn viðurkenndi U. S. I. frostlegur er nú kominn aftur og fæst einnig hjá smurstöðviun SlS, sem sjá um að láta hann á kælikerfið. U.S.I. frosUögurimi 1. Ver kælikerfið fyrir frosti. 2. Vamar ryðmyndun og tæringu í kerfi. 3. Gufar ekki upp. 4. Stíflar ekki í vatnsganginum. 5. Er óskaðlegur Jakki, málmum og gúmmíhosum. 6. Lekur ekki úr kerfinu, ef það heldur vatni. NotiS eingöngu U.S.I. frostlóginn BILABUÐ S.U Hringbraut 119 Sími 7090 •■•■■•■■•••■■•••■•••••■•••■•••■■•■•■•••aaaMBaBa

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.