Þjóðviljinn - 16.10.1955, Blaðsíða 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 16. október 1955
MEMINGARSKIL 1 KÍM
Framhald af 7. síðu.
hefur svo að segja í einu vet-
fangi svipt af sér steinrunnu
lénsvaldi og sópað gírugum
arðræningjum og innrásarlýð
á brott úr landi sinu. Þetta
land sem fyrir örfáum árum
var bitbein vestrænna heims-
valdasinna og í algerri ný-
lenduafstöðu hefur nú óum-
deilt tekið sér sæti meðal
fimm mestu stórvelda heims,
enda þótt sumir reyni að
hundsa þá staðreynd meðan
má. Þetta sýnir hvilíkt ofur-
vald alþýðuvakningin getur
orðið þar sem henni er beint
að jákvæðum markmiðum.
v Eftir aldalanga óheyrilega nið-
urlægingu stendur nú hinn
kínverski alþýðumaður hnarr-
reistur í einföldum blástakki
sínum gagnvart hverju sem
vera skal. Framtíðin glóir
honum í auga, friðarviljinn
skín af svip hans — en þús-
undær þolinmæði og seigla
býður hverju því valdi byrg-
inn sem dirfist að vaða inn
í hinn nýja helgidóm.
1 menningarsókn slíkrar
þjóðar verður ekki spurt um
dóma hinna dæmdu. List-
sköpun hennar mun fara að
eigin lögum, hvað svo sem
vestrænir fagurkerar vilja
vera láta. Þar er hvorttveggja
reynt í senn: að seilast nið-
ur til dýpstu róta alþýðunnar
um innihald og upp til hæstu
toppa fornrar hámenningar í
formi. Hvorki æsilist vestur-
landa né bölmóður þeirra eða
tómhyggja samsvara hug-
myndum og þörfum eðlilegs
og blátt áfram fólks sem hef-
ur ógrynni jákvæðra vanda-
mála að leysa. Því er alltof
mikið niðri fyrir til þess að
geta unað sér við rómantík
flóttans eða glæpsins. Það
hefur enga þörf fyrir þá
dramatísku stríðsspennu sem
virðist orðin vestrænum taug-
um svo nauðsynlegt áfengi.
Það þarf ekki hærri spennu
en sitt eigið óbrotna líf í sól-
skini- og regni, sínar eigin
starfshetjur, sína eigin menn-
ingarsigra, sinn eigin gullna
draum um friðsæla framtíð.
Fánaberar nýkínverskrar
menningar eru flestir komnir
beint úr hörðustu eldraun
lénskúgunarinnar og síðan
frelsisbaráttunnar og vita
þessvegna gerla hvað orð eins
og lýðfrelsun og friður tákna.
Skáldkonan Lí Feng-ljang er
gott dæmi. Faðir hennar var
leiguliði í Sjangsífylki og svo
örsnauður, eins og margir
fleiri, að hann neyddist til að
' selja landsdrottni dóttur sína
þegar á bamsaldri. Átta ára
gömul var hún svo látin gift-
ast syni eigandans, krypplingi
með samgróna fótleggi. Duttl-
ungum þessa vanskapnings
varð hún að lúta, milli þess
sem hún var látin þræla við
heimilisstörf og uppskeru. Oft
hneig hin unga eiginkona nið-
ur af hungri og þreytu, enda
gaf tengdamóðirin henni
stundum engan mat í tvo eða
þrjá daga samfleytt. Þannig
liðu nokkur ár. En þá breytt-
ist allt i einni svipan: bænd-
ur og verkamenn héraðsins
ráku Kúómíntangböðlana af
höndum sér og tóku upp al-
þýðustjóm. Mynduðu sumir
skæruliðahópa til vamar hinni
nýju skipan og varð þá Lí
Feng-ljang eldabuska hjá ein-
um þeirra, en gerðist síðan
sendiboði hans og tók þátt í
bardögum.
I skæruliðahópnum hlaut
hún sitt fyrsta uppeldi og þar
næst í verksmiðju einni í Jen-
an, en þangað fluttist hún
með þjóðfrelsishernum. Þar
tók hún þátt í kvöldnámskeiði
og öðlaðist þannig hlutdeild í
þeim vemleika sem hún hafði
aldrei þorað að láta sig
dreyma um: að hún — kín-
versk aiþýðustúlka — fengi
að læra að lesa og skrifa.
Ekki alls fyrir löngu heim-
sótti hún föður sinn heima í
átthögunum. Þá var það hann
sem leiddi hina ungu skáld-
konu um sína eigin landar-
eign, gaf henni mjólk úr sinni I
eigin kú, og sagði svo við
hana að skilnaði: Ef rússar
hefðu ekki gert októberbylt-
inguna mundi ég hafa dáið
án þess að fá að sjá þig aft-
ur. Lí Feng-ljang bætir við:
Og víst hafði hann þúsund
sinnum rétt jyrir sér hann
pabbi gamli — þessi einfaldi
kínverski bóndi.
Þetta er svo sem engin
háleit speki í vestrænum skiln-
ingi. Samt er þetta sú mikla
list sannleikans sem er að
sigra heiminn. Slíkt fólk spyr
ekki í bili um hina hvítu lilju
dauðans, handan allrar raun-
skynjunar, heldur rautt lifs-
blómið í venjulegu manns-
brjósti. Og það blóm mun
verða bæði stórt og fagurt
áður lýkur þar austur í rík-
inu mikla undir himninum.
Höium opnað
á Vesturgötu 4
með f jölbreyttu úrvali af nýkomnum enskum fataefnum.
Vigfús Guðbrandsson & Co.
Vesturgötu 4 (hús V.B.K.)
.1
Kópavogsbúar
Opnuðum í gær á Digranesvegi 2
tírval af rafmagnsheimilistækjura,
svo sem:
Kæliskápar — Þvottavélar — Eldavélar
Strauvélar — Hrærivélar — Brauðristar
Straujárn — Hraðsuðukatlar — Strau-
bretti — Hárþurrkur — Bökunarofnar
Suðuplötur.
og auk þess Ijósaperur, öryggi og aðrar
rafmagnsvörur, sem hvert heimili
þarfnast.
MIÐSTÖÐ
Dlgranesveg 2 — Sími 80480
Orðsendíng
Frá og með mánudeginum 17. þ.m. verður
afgreiðslutími Matvælageymslunnar þannig:
Mánudaga
Þriðjudaga
Miðvikudaga
Fimmtudaga
Föstudaga
Laugardaga
kl. 5—7
kl. 5—7
kl. 5- -7
kl- 5- -7
kl. 5—7
kl. 11—2
Matvælageymslan hJ.
Auglýsið í Þjóðviljanum
Fró GaqnfrœðaskóSum
Reykjavíkur
Þar sem heilbrigðismálastjórnin hefur ekki talið á-
stæðu til að fresta framhaldsskólum sbr. bréf frá land-
lækni til fræðslumálastjóra, dagsett 13. október siðast-
liðinu, komi nemendur í skóla gagnfræðastigsins, sengliér
segir:
mánudag 17. ohtóber:
Gagnfræðaskóli Austurbæjar og Gagnfræðaskóli Vest-
urbæjar 3. og 4. bekkir kl. 10 f.h.
Gagnfræðaskóli Austurbæjar, Gagnfræðaskóli Vestur-
bæjar, Gagnfræðaskóliim við Hringbraut, Gagnfræðaskól-
inn við Lindargötu, gagnfræðadeild Laugarnesskóla og
gagnfræðadeild Miðbæjarskóla,
2. bekkir kl. 1 e.h.
1. bekkir kl. 3 e.h.
Nemendur Gagnfræðaskóla verknáms mæti sama dag
kl. 2 e.h.
Nemendur Gagnfræðaskólans við Vonarstræti (Lands-
prófsdeildir) mæti kl. 3 e.h. í Iðnó.
Ef einhverjir nemendur geta ekki komið á þessum tíma
þurfa forráðamenn að tilkynna forföll.
Hverfaskipting verður óbreytt frá síðasta skólaári.
Skólastjórar
!
■
■
:
D
■
■
■
«
:
!■(■■ ■IMKIfllllflllllllllMti »»■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■««>■■•■■■■»■»•■1 ■■■■■■■■•■■»»■■■■
'■■■*■■■•■■■■■■■■■■■■■ ■■■■•■•■■■■■■■■!« II '■•■■•’
Karlakór Reykjavíkur efnir til glæsilegrar
HLUTAVELTU UG HAPPDRÆTTIS
í Listamannaskálanum kl. 2 í dag
Fjöldi ágœtra muna á hlutaveltunni
1 happdrættinu er flugíerð til útlanda og ferð á 1. farrými með m.s. Gullfossi til Hafnar og m.m. fl.
Fjölmennið á glæsilegustu hlutveltu ársins!
..■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■••■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•••■■•■■■■■i