Þjóðviljinn - 16.10.1955, Page 12
Haf nfirzkir verkamenn fagna byggingu
hins nýja frystihúss bæjarins
ÞlÓÐVlLIINN
Sunnudagur 16. október 1955 — 20. árgangur — 234. tölubia3
Vlta hraSfrystihúsaeigendur fyrir neitun
þeirra oð taka karfa til vinnslu
Á fundi verkamannafélagsins Hlíf í Hafnarfirði nýlega J
voru, auk þess er á'ður hefur veriö' birt, samþykktar efttr-
farandi ályktanir:
• „Fundur haldinn í V.m.f. Hlíf 10. okt. 1955, fagnar
þvi a'ð hafnar eru framkvæmdir við byggingu nýs fisk-
iðjuvers í bænum.
Væntir fundurinn þess að bærinn hraði framkvæmdum
sem tök eru á, en gæti þess jafnframt að hafa fiskiðju-
verið sem fullkomnast".
t Frystilnisaeigendur víttir
„Fundur haldinn í V.m.f. lilíf
3 0. okt. 1955, telur þá ráðstöfun
hraðfrystihúsanna í bænum að
taka eigi karfa til vinnslu í
allt sumar vera hreint gerræði
Varsjárfarar
opna sýningu
Á þriðjudagskvöldið opnar far-
arstjórn Varsjárfara, í Tjarnar-
götu 20, sýningu á gripum er
íslenzku sendinefndinni voru
gefnir á heimsmóti æskunnar
í sumar.
Er það alimikið safn, og eru
margir gripirnir í einu fagrir
og langt að komnir. Meðal gjaf-
anna eru svo bækur og bækling-
ar um Pólland og önnur alþýðu-
fíki. Þá verða sýndar myndir
er íslenzku þátttakendurnir tóku
af sjálfum sér og öðrum. Og svo
verður að lokum sýnd klukku-
tima-kvikmynd frá mótinu, en
hún mun sýnd öðru hvoru með-
án sýningin stendur.
Nánar verður sagt frá sýning-
unni í þriðjudagsblaðinu.
Ilver á nr.
137.051?
Dregið var í gær i A-flokki
rappdrættisláns ríkissjóðs, og
vóru hæstu vinningarnir þess-
r5.0Ó0 kr. Nr. 137.051
10.000 kr. — 56.290
15.000 kr. — 115.280
10.000 kr. — 14.317
10.000 kr. — 55.479
10.000 kr. — 57.158
(Birt án ábyrgðar)
Kennsla í sænsku
fyrir almenning
Sænski sendikennarinn við
Háskóla fslands, fil. mag. Anna
Larsson, hefur námskeið í
sænsku fyrir almenning í vetur.
Vqentanlegir nemendur, bæði
byrjendur i málinu og þeir, sem
leqgra eru komnir, komi til við-
tal? þriðjudaginn 18. október
kl. 8,15 e. h. í III. kennslustofu.
Tcgari strandar
í Færeyjnm
Sóvézkur togari með 25 manna
áhöfn,‘standaði í gær á Mykinesi
í Færeyjum, Mannbjörg varð og
von er úm að takast megi að ná
skipinu ' út.
við hafnfirzkt atvinnulíf.
Skorar fundurinn á eigend-
ur hraðfrystihúsanna að brejda
þegar um stefnu og láta frysti-
húsin taka karfa til vinnslu."
Verkanuuinaskýlið fyrir
verkalýðsfélögin
„Fundur haldinn i V.m.f. Hiíf
10. okt. 1955, samþyrkkir að
gefnu tilefni að skora á bæjar-
stjórn Hafnarf jarðar að lána
eigi verkamannaskýlið til ann-
ars en fundahalda verkalýðsfé-
laganna.“
IJiiiræöufuiid-
ur Stúdenta-
félags Rvikur
Umræðufundur Stúdentafélags
Reykjavíkur um íslenzka blaða-
mennsku hefst í dag kl. 2.30
síðdegis í Sjálfstæðishúsinu.
Framsögumaður er séra Sig-
urður Einarsson í Holti. Öllum
er heimill aðgangur.
Ingi R. hefur hvítt á móti
Pilnik annaðkvöld
Tvær næstu umferðir Haustmóts Tafliél-
lagsins tefldar í Sjálfstæðishúsinu
' * * r ■ ý" c?'' 't-.'i '* ■ > *
■ ■
Stjórnarandstæðingum á
Bonnþinginu fjölgar
Flóttamannaílokkurinn lýsir ooinberlega
yíir andstöðu við stjóm Adenauers
Flóttamannaflokkurinn, fjórði stærsti flokkur Vestur-
Þýzkalands, hefur lýst yfir andstöðu við stjórn Adenauers,
sem hann studdi áður.
Flóttamannaflokkurinn var
upphaflega einn af fjórum flokk-
um sem mynduðu samsteypu-
stjóm undir forystu Adenauers
eftir kosningamar haustið 1953.
í sumar samþykkti flokksstjórn-
in að taka ráðherra sína, þá
Theodor Oberlánder og Walde-
mar Kraft, úr stjórninni í mót-
mælaskyni við stéfnu stjórnar-
innar og til að vinna aukið
fylgi á óánægju almennings í
Vestur-Þýzkaiandi. Ráðherramir
sögðu sig þá úr flokknum, en
sátu áfram í stjóminni. Síðan
hefur flokkurinn verið tvístíg-
andi milli stuðnings við stjórn-
ina og andstöðu gegn henni.
Lýsir yfir andstöðu
Ársþing flokksins stendur nú
yfir í Kassel. í fyrradag gaf
flokkurinn út ávarp ásamt
Frjálsa lýðræðisflokknum og
sósíaldemókrötum þar sem stefna
stjórnarinnar í Saarmálinu var
gagnrýnd. Þeir Krafft og Ober-
lánder skoruðu þá á flokkinn
að gerast aftur stuðningsflokkur
stjómarinnar, en fiokksþ'ingið
svaraði með því að lýsa yfir al-
gerðri andstöðu við stjórnina
og krefjast þess að þeir Krafft
og Oberlánder yrðu þegar látnir
víkja úr ráðherraembættum.
Veikir stöðu Adenauers
Enda þótt stjórn Adenauers
hafi eftir sem áður, öruggan
meirihluta á þingi, veikir þessi
ákvörðun Flóttamannaflokksins
Framhald á 5. síðu.
Baldur og Asmundur hafa marga hildi háð, og nú heyja þeir
enn eina aiuuiðkvöld. Þeir tveir einir okkar „gömlu, góðu skák-
manna“ taka þátt í Haustmótinu.
Sjöunda umferöin á Haustmóti Taflfélags Reykjavík-
ur verður tefld í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 7.30
og hefur þá Ingi R. JÓhannsson hvítt á móti Pilnik. 8.
umferð verður tefld á sama stað á þriðjudagskvöldiö.
Auk þeirra Inga og Pilniks
tefla saman annað kvöld Baldur
Möller og Ásmundur Ásgeirsson,
Guðmundur Ágústsson og Guð-
mundur Pálmason, Þórir Ólafs-
son og Arinbjöm Guðmundsson,
Jón Einarsson og Jón Þorsteins-
son.
Staðan á mótinu er nú þessi:
1. Ingi R. Jóhansson 5 v.
2. -3. Guðmun.dur Pólmason 4 (og
biðskák)
2.-3. Pilnik 4 (biðskák)
4. Baldur Möliér 3
£ Þórir'.Ólafsson -2%' (biðskák)
6. Guðm. Ágústsson 2Vý
7. Jón Þorsteinsson 2 f biðskák)
8. Arinbjörn Guðmundsson: 2
9. -10.jJón Einarsson 1 (biðskák)
9-lQ. Ásm. Ásgeirss. 1 (biðskák)
Biðskákimar eru milli Pilniks
og Guðmundar Páimasonar (bú-
izt-er við að hún verði jafntefli).
Ein af myndunum á afmœlissýningu Kjarvals i Listasafni7ríkisins. (Ljósm. Sig. GuÖm.).
Þóris og Jóns Þorsteinssonar og
Jóns Einarssonar og Ásmundar.
Á þriðjudagskvöldið teflir Pil-
nik við Þóri Ólafsson.
fí aldiin
Jónsso n
Framhald af 1. síðu.
víxlinum án þess að dómur
gengi í Hæstarétti, og skyldr fyr-
irtækið Ragnar Blöndal h.f. að-
eins greiða 60%. Jafnframt fólst
það í samniugunum að ólafur
Þorgrímsson afturkallaði beiðni
sina til sakadómara um lögreglu-
rannsókn á hlutdeild Baldvin3
Jónssonar í okurlánastarfsemL
Báldvin felldi svo jafnframt
niður kærú sína gegn ólafi Þor-
grímssyni fyrir rangar sakar-
giftir. • ,
★ Á valdi
dómsmálaráðherra
Þjóðviljinn hefur snúið sér til
sakadómara og spurzt fyrir um
þessa kynlegu samninga. Kvað
sakadómari það rétt vera að Ól-
afur Þorgrímsson hefði aftur-
kallað allar kærur og klögumál
sem varða Baldvin Jónsson.
Spurði Þjóðviljinn þá hvort lög-
reglurannsóknin gegn Baldvini
væri þar með niður felld, en
sakadómari kvaðst rnyndu leggja
það á vald dómsmálaráðherra.
Verður fróðlegt að sjá hverjar
niðurstöður ráðherrans verða, en
það eru vægast sagt furðulegar
aðfarir ef það getur orðið samn-
ingsatriði tveggja einstaklinga
hvort hið opinbera rannsakar
mál manns sem grunaður er um
hlutdeild í alvarlegum lögbrot-
um. Og víst er um það að hefði
Baldvin Jónsson verið eins eng-
ilhreinn og hann vildi vera láta
hefði það verið honum mesta
kappsmál að rannsóknin væri
framkvæmd til hins ýtrasta og
leiddi í ljós allan sannleika.