Þjóðviljinn - 28.10.1955, Side 3

Þjóðviljinn - 28.10.1955, Side 3
Föstudagur 28. október 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (S ' Fréttin um að Halldór KUjan Laxness liefði hlotið nóbelsverðlaunin barst eins og eldur í sinu um allan bæinn á briðja tímanum í gær. Eftir það þagnaði sím- inn aldrei á ritstjórnarskrif- stofum Þjóðviljans, nienn spurðu hvort fréttin væri sónn og skiptust á licillaósk- ; um. Þjóðviljinn sneri sér til 1 nokkurra ritliöfunda, lista- maniia og forustumanna í meiutingarmálum og sagði þeim tíðindin, og fara um- • mxeli þeirra liér á eftir. AGNAR ÞÓRÐARSON rithofunchir: Þetta sýnir umheimin- um samhengið í íslenzk- um bókmenntum. Halldór Kiljan Laxness sómir sér * vel við hlið Snorra og - Njáluhöfundar. ' DAVÍÐ STEFÁNSSON skáld: Þetta er gleðileg frétt, og vegna þjóðairinnar fögnum við því öll ■ að ís- lenzkur maður hlýtur slík sigurlaun. Ég óska honum inmlega til hamingju. GUÐMUNDUR | BÖÐVARSSON ?■ skáld: Síðan Snorri Sturluson var tekinn af lífi er í ís- lenzkri þjóðarviturúd sár sem aldrei grœr aðifullu. En það skal vera til mót- vœgis og okkar stglt og gleði að árið 1955 t)ar ís- lendingnum Halldóri Kilj- an LaXness veiit siúsœmd sem œðsta getur í bókleg- um listum of lönd öll. Ég óska þjóð minni til ham- ingju. GUÐMUNDUR DANÍELSSON rithöfundur: Ég hef lengi verið undr- dndi yfir, því að Lasíness skuli ekki hafa fengið Nóbelsverðlaunin, og það er ekki vonum fyrr að hann fœr þau nú. Mér er það mikið ánœgjuefni að þau skuli hafa fallið í hlut hans. GUÐMUNDUR HAGALÍN rithöfundur: Þetta er ákaflega gleði- legt og þó ekki meira en búast mátti við. Ég hélt ' um skeið að verðlaunun- um kynni að verða skipt milli Halldórs og Gunnars Gunnarssonar, og það hefði mér ekki þótt óeðli- legt. En hvað um það; við höfum alveg sérstaka á- stæðu til að gleðjast yfir þessum mikla heiðri. GUNNAR BENEDIKTSSON rithöfundur: Það hefði verið eðlilegt, að leitað hefði verið fyrsta möguleika til að sœma ís- lending nóbelsverðlaunum fyrir bókmenntaafrek þess- arar smáþjóðar fyrr og síðar. Nú hefur íslending- ur hlotið þessi verðlaun, og þá er gott til þess að vita, að verðlaunin voru L-i&V; Bókaverslanir bæjarins brugðu skjótt við í gœr og breyttu gluggasýningum sín- um Halldóri Kiljan til heiðurs. Myndin er af glugga Mdls og menningar. Öll þjóðin fagnar ekki veitt af neinni skyldurækni við litla þjóð, heldur fyrir þá snilld, sem ekki varð í móti staðið þrátt fyrir góðan vilja. Það er gleðilegt, að þannig skyldu nóbelsverðlaunin til okkar koma. Halldóri Kiljan Laxness sé því eigi aðeins þökk fyrir snilld hans, heldur einnig og jafnvel miklu frernur fyr- ir þann manndóm, sem hélt honum frá þessum heiðri árum saman. GUNNAR GUNNARSSON rithöfundur: Þetta er ánœgjulegt fyr- ir ísland. Halldór Kiljan á þessi verðlaun sannar- lega skilið. HALLDÓR STEFÁNSSON rithöfundur: Ánœgjulegast er, að þeg- ar nóbelsverðlaunin eru í fyrsta skipti véitt Islend- ingi, skuli þjóð hans þeg- ar hafa viðurkennt hann verðugan þess heiðurs. HELGI HJÖRVAR formaðurr Rithöfundafé- lags íslands: Það eru miklir þjóðar- hagsmunir, að þessi nafn- frœgu verðlaun hafa nú fallið íslandi í skaut. Hitt er fögnuður allrar þjóð- arinnar, að við áttum slik- an höfuðsnilling til að veita þeim viðtöku — og að vísu ekki hann einan. Vinur okkar og meistari, Halldór Laxness, hefur nú hlotið mikla. og mjög verð- uga umbun fyrir það fá- dœma hugarþor, að ráðast til þess ungur og fyrstur, að yrkja fyrir heiminn á íslenzka tungu. Sú fremd hans ein mun rísa æ því hœrra sem aldir líða. Hann gerðist í þessu jafn að hamingju Ara Þorgilssyni, sem valdi að .rita á nor- rœna tungu. Sú orðfrægð, sem ísland fœr af þessum verðlaun- um, mun opna bókmennt- um þess marga og víða vegu. Það er mikil á- hyggja og raun fyrir hvern þann, sem skáld- sögur vill skrifa, að verða samtíða slíkum manni sem Halldóri Laxness. Rýrt mun verða fyrir honum smámenníð, segir Njóla. En nú mun margur ís- lenzkur höfundilr njota hans brautargengis að nokkru út um lieiminn. Ég sagði fyrir fám . dög- > um í útvarpsþœtti, að vera mætti að við hlytum■ - nú Nóbelsverðlaunin, svo að breyta yrði skattalögun- um. Nú vildi ég óska. þess, að skáldið sjálft yrði fyrst manna til að biðja um þá lausn frá skattinum, með því að guð hafi blásið sér því í brjóst að bera fram fésjóðinn til fórnar. fyrir örsnauða unglinga, eins og hann sjálfur var, ef þeir sjá hinar sömu sýnir, hver í sinni fátœklegu Mosfells- sveit. Því að skáldinu mun ekki héðan af féfátt verða ’ í neinu landi. Og enn ann- að stórmannlegra ráð kann skáldið að sjá, til fram- halds þeirri frœgð, sem ís- lenzkum bókmenntum hefur auðið orðið á þess- um góða degi. JAKOB BENEDIKTSSON ritstjóri orðabókar Háskól- ans: Nóbelsverðlaun Halldórs Kiljans bera því órœkt vitni, sem margir hafa löngu vitað, að hann er í hópi mestu rithöfunda sem nú eru á dögum. ís- lendingar sem lengi hafa talið hann fremstan nú- tímahöfunda sinna hafa því sízt skipað honum of háan sess. Nóbelsverðlaun eru einn mesti heiður sem rithöfundi fellur í skaut, og sá einstœði atburður að íslendingur hlýtur þau varpar þeim Ijóma yfir ís- lenzkar bókmenntir sem seint verður Halldóri Kilj- an að fullu goldinn. Nú er landið aftur farið að rísa.. JÓHANNES úr KÖTLUM skáld: í tilefni af þessum stór- viðburði vil ég aðeins rifja upp það sem ég sagði um Halldór Kiljan fimmtug- an: Þú ert þetta undraorð með óminn bjarta — þjóðin liggur þér á hjarta. Þú ert þetta Ijóðaljóð sem lóur sungu — þjóðin leikur þér á tungu. Þú ert þessi unga ást sem auðnan sendi — þjóðin lyftist þér í hendi. Þú átt þennan dýra dóm sém daggir lauga — þjóðin Ijómar þér í auga. JÓN LEIFS formaður Bandalags ís- lenzkra listamanna: Ég fagna því að Halldór Kiljan Laxness fékk Nób- elsverðlaunin. Ég veit líka að félagsmenn Bandalags íslenzkra listamanna sam- fagna honum. Allir íslend- ingar munu að sjálfsögðu gera það, án tillits til ann- arra skoðana sinna á skáld- inu og manninum-. Hinsvegar er ég ekkert hissa á því að Halldór fékk verðlaunin. Hann átti að fá þau fyrir löngu. Þó mun hann vera einn af yngstu rithöfundum, sem nokkurntíma hafa fengið þessi verðlaun. Þetta mun líka vera í ■ fyrsta skipti að íslenzkur : listamaður vekur heims- athygii, nema ef nefna skyldi Berthel Thorvald- sen, sem erlendis er tal- inn danskur. — Þar með er því slegið föstu fyrir augum alls heimsins að ís- land er orðinn fullgildur og sjálfstœður aðili á sviði bókmennta og lista. For- dœmið skuldbindur oss alla íslenzka listamenn og alla þá, sem á eftir koma til dáða og dugnað- ar. KRISTINN E. ANDRÉSSON magister: Stórsigur fyrir íslenzk- ar bókmenntir, fyrir ís- lenzkar nútímabókmennt- ír sérstaklega, stórsigur fyrir íslenzku þjóðina, sjálfstœði hennar og menningarafstöðu í heim- inum — og stórsigur fyrir Halldór Kiljan Laxness, list hans og snilldargáfu. KRISTJÁN BENDER rithöfundur: Þetta er gleðifrétt, sem kemur á óvart, jafnvel þeim sem meta skáldið mest, því að sænska aka- demían virðist oft hafa verið œrið glámskyggn í vali sínu. LÁRUS PÁLSSON leikari: Ég er að sjálfsögðu í sjö- unda himni yfir þeim heiðri sem Halldóri Kiljan Laxness hefur verið sýnd- ur. Og ég vil bera fram þá frómu ósk að hann taki sig til og slcrifi fleiri leik- rit handa okkur. ÓLAFUR JÓH. SIGURÐSSON rithöfundur: Ég sannfœrðist um það fyrir réttum 20 árum, þegar síðara bindið af Sjálfstæðu fólki kom út, að Halldór Kiljan Laxness œtti skilið að fá nóbels- verðlaun. Ég var farinn að halda að „Hinir átján“ mundu hafa lag á því að ganga fram hjá honum, eins og þeir höfðu lag á því að ganga fram hjá Ibsen, Strindberg, Gorkí, Dreiser og Nexö. Það er fagnaðarefni, að „Hinir átján“ skuli hafa tekið upp annan og betri sið. Ég vona nú að Halldór verji þessum verðlaunum skynsamlega: kaupi sér veiðistöng. PÁLMI HANNESSON rektor: Ég hlýt að gleðjast bœði vegna höfundarins og þjóðarinnar, því auðvitað telja allir íslendingar sig eiga hlut í þessum mikla heiðri. DR. SIGURÐUR ÞÓRARINSSON: Það er stundum spurt að því, hvort smáþjóð sem íslendingar eigi nokkurn Framh. á 10. síðu ■ i tífíMmfifííííí niiii iti ttrrrrrrrtrr**** fttít+ttrt * irtn > irtttTf ******* m

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.