Þjóðviljinn - 28.10.1955, Síða 4
4} — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 28. október 1955
I fyrri .grein minni ræddi
ég aðallega um það hvernig
baráttan fyrir aukinni „fram-
leiðni“ miðar að því að pína
sem mest afköst út úr hverj-
um eínstaklingi, án nokkurs
tillits til þess hvort heilsu
hans og kröftum sé misboðið.
En ein geigvænlegasta afleið-
ing þessarar arðránsaðferðar
eru hin síauknu slys og hrað-
vaxandi atvinnusjúkdómar,
sem eru óhjákvæmilegir fylgi-
fiskar hennar.
Danskur verkamaður í raf-
magnsiðnaðinum, D. Andreas-
son, lýsir ástandinu á sínum
vinnustað svo: „Síðan ég kom
1 á vinnustaðinn hefur engum
I nýjum vélum verið bætt við,
en vinnuhraðinn er afskapleg-
ur. Verkafólkið er hvatt til
! að vinna eftirvinnu, og vegna
þess hve lág launin eru, vinna
I sumir allt að 12 stundum á
1 dag.
I Tímavörðurinn læðist um
i að baki okkar og tekur tím-
] ann, sem við eyðum til fram-
5 leiðslu -hverrar einingar, án
i þess að láta okkur vita um
1 árangurinn, gefur liann okk-
i ur einkunir: „góður“, „í með-
] allagi“ og „lélegur“. Þessi
j tímavarzla er niðurlægjandi,
jafnframt því að vera óþol-
| andi, því allir vita, að fái
t þeir einkunnina „lélegur"
verða þeir aðeins látnir vinna
verstu verkin.
Með þessum aðferðum erum
við þvinguð til að vinna okk-
ur um megn. Frá því ég byrj-
aði hér, hafa afköst mín auk-
izt úr eitt þúsund einingum
á klukkustund í sautján til
átján hundruð einingar. Laun
mín hafa þó aðeins vaxið um
6% að nafnverði. Raunveru-
lega hafa þau lækkað því
lífsnauðsynjar hafa hækkað
um 10-15% og húsaleigan um
10%.
Arðránið á kvenfólkinu er
skammarlegt. Fyrir sama
verkið gilda tveir taxtar, ann-
ar fyrir karla og hinn fyrir
konur og er sá í mörgum til-
fellum 30% lægri.
Hinn óhóflegi vinnuhraði
hefur niðurdrepandi áhrif á
heilsufar verkafólksins. Tauga-
sjúkdómar hafa farið ört vax-
andi á okkar vinnustað, sér-^_
i staklega hjá konum og ung-
! ‘Jingum. Konur, sem farnar ”
1 eru að reskjast, eiga mjög
;! erfitt með að þola þennan
I vinnuhraða og grípa þá stund-
! um-til þess óyndisúrræðis að
'\ taka inn örvandi lyf til að
I halda sér uppi, heldur en að
'| missa vinnuna og hrekjast út
j í atvinnuleysið".
1 Sambandið milli of mikils
1 vinnuhraða og atvinnuslys-
! anna er svo augljóst að ekki
] verður um villzt. Glöggt dæmi
) þar um er, að afköst kola-
i iiámumanna í Consolidation-
námunum í Gelsenkirchen og
Wanne-Eicke, eru 350 pund-
um meiri á mann á hverri
,,vakt“ en meðaltalið er í
5 Ruhrhéraðinu. Samkvæmt op-
i inberum skýrslum eru 230
} slys í þessum námum á móti
3 hverjum 100 annarstaðar í
I sama héraði.
! Þá eru hér nokkur dæmi
! jm áhrif aukinnar „fram-
•J leiðni“ á heilsufar franskra
.! verkamanna. Árið 1952 fengu
! 250 verkamenn í Renault-
' I verksmiðjunum > Itaugaáfall
> | vegna ofþreytu, en árið eftir
( voru þeir 421. Síðan hefur
stjóm verksmiðjanna ekki tal-
ið rétt að birta slíkar skýrsl-
ur. Á sama tímabili fjölgaði
sjúkdómstilfellum í augum
og eyrum úr 808 í 1917. Á
vinnustofum Lafayette í París
werkschaften, í apríl þ.á. seg-
ir m.a.: „Áreynsla verka-
mannsins hefur ekki minnk-
að, en hún liefur breytzt. Áð-
ur fyrr reyndi aðallega á
vöðvastyrk verkamannsins en
Björn Bjarnason:
»Framleiðni-
baráttan«
Síðari griHii
V
vinna 4500 verkamenn. Árið
1950 voru 1506 af þeim f jar-
verandi vegna veikinda, lengri
eða skemmri tíma, en árið
1953 voru fjarverutilfellin
2350, eða 54% aukning.
Eins og að líkum lætur
kemur þessi óhóflegi vinnu-
hraði ekki síður við konurnar.
Eftir skýrslum sem teknar
voru á heilsuverndarstöð
málmiðnaðarmanna í París,
hefur fæðingum fyrir tímann,
farið stöðugt fjölgandi liin
síðari ár. Þá er fjölgun slysa-
tilfella geigvænleg. I Frakk-
landi voru 1938 talin 619003
atvinnuslys en árið 1953 er
tala þeirra 1,829,164. I París
og nágrenni fjölgaði á sama
tímabili þeim slysum er ollu
varanlegri örorku úr 10017 í
16388, eða um 60%. Dauða-
slysum fjölgaði um 22%. —
Þetta er í stórum dráttum
reynsla franska verkalýðsins
af aukinni „framleiðni".
Sömu söguna er að segja
frá Vestur-Þýzkalandi. I riti
er vestur-þýzka verkalýðs-
sambandið gefur út, Mitteil-
ungen des Wirtschaftswissen-
haftlichen Institutes der Ge-
nú eru það taugarnar, sem
mest reynir á. Taugaþreyta
krefst hvíldar, fullkomnari og
lengri en venjuleg vöðva-
þreyta....
Jafnhliða sífjölgandi at-
vinnuslysum ber mjög á vax-
andi taugaþreytu verkamanna.
Fjöldi þeirra vinnudaga er
glatast vegna sjúkdóma fer
vaxandi með hverju ári, bæði
hjá körlum og lconum.
Sjúkradagar á hverja 100
verkamenn í tryggingu voru
árið 1949 1173, árið 1950
1203, árið 1951 voru þeir
1227 og árið 1952 1330.
Vöxtur þeirra slysa er valda
örorku er geigvænlegur. Mið-
að við 1938 hefur þeim er
njóta örorkubóta vegna at-
vinnuslysa fjölgað um 82%,
hvað körlum viðkemur, en hjá
konurn er aukningin 237%.
Tryggingarskýrslurnar sýna
einnig að meira en þriðjung-
ur karla og meira en helming-
ur kvenna verður að hætta
störfum 7-8 árum fyrr en
eðlilegt má teljast.
Það er greinilegt, segir enn-
fremur, að vinnutímalengdin
hefur afgerandi áhrif á slysa-
hættuna. Tölurnar sýna að
slysum fjölgar mjög ört þeg-
ar vinnutíminn fer yfir 8
stundir á dag, og vex enn-
fremur þegar atvinnustunda-
fjöldinn fer yfir 54 stundir
á viku“.
Svona mætti fara land úr
landi, allsstaðar er .sömu sög-
una að segja. En ég læt þetta
nægja, því öllum má þegar
vera ljóst hvilíkt takmarka-
laust siðleysi er hér á ferð-
inni.
Formælendur aukinnar
„framleiðni“; hafa haft frekar
hægt um sig hér hjá okkur,
Þó er það ýfirlýstur tilgangur
Iðnaðarmálastofnunarinnar að
leiða aukna „framleiðni" inn
í atvinnulíf! okkar. Þá
hafa einnig verið fluttar á
Alþingi áferðarfallegar tillög-
ur sem í fljótu bragði, fyrir
þá sem ekki vita hvað á bak
við býr, virðast ekki ósann-
gjarnar. Má þar til nefna til-
lögu er Karl Kristjánsson
flutti á síðasta þingi og nú
er verið að gera tilraun til að
fá verklýðshreyfinguna til að
taka upp á sína anna.
Verklýðshreyfingin verður
að gera sér ljósa þá hættu,
Fiskifélagsdeild Reykjavíkur
heldur fund í Fiskifélagshúsinu í kvöld kl. 8:30.
DAGSKRÁ: Sj&varútvegsmálin og nœsta Fiskiping.
Stjórnin.
Höfum opnaÖ fatapressu
í Fischersundi 3 me‘ð biðstofu til fataskipta. — [
Fljót og góð afgreiösla. — Á meðan þér bíðið
pressum við fötin. — Gjörið svo vel aö líta inn.
NÝJA EFNALAUGIN j
Höfðatún 2 — Laugavegi 20B, sími 82588 :
Fichersund 3, sími 82599 :
sem hér er á ferðinni og mæta
henni með viðeigandi aðgerð-
um.
Við skulum varast að
blanda saman aukinni fram-
leiðslu og aukinni „fram-
leiðni“ því það er tvennt ó-
líkt. Aukin framleiðsla, sem
byggist á nýrri tækni, hag-
kvæmari vinnubrögðum og
betri aðbúnaði verkamannsins
við vinnuna, er sjálfsögð
og nauðsynleg. En framleiðni
miðast við það eitt að pína
vinnuaflið til hins ýtrasta,
láta þrældóminn leysa tækn-
ina af hólmi.
sóltjöld
GLUGGAR h.í.
Skipholt 5. Sími 82287 :
KÓPAVOGSBÚI" skrifar:
„Kæri Bæjarpóstur! Ég er
einn af þeim, sem þurfa að
mæta til vinnu kl. 7.20 á
morgnana, og verð ég því að
taka fyrsta vagn úr Kópavogi
niður í bæ. Eins og oft vill
verða hjá strætisvögnunum, er
það dálítið mismunandi, hve-
nær vagninn er á ferðinni, en
aldrei munar það þó nema
nokkrum mínútum, en til þess
að vera öruggur um að ná í
hann, mætir maður á stopp-
stöðina heldur fyrr en seinna.
Þar sem ég tek vagninn uppi
á Kópavogshálsi, var fyrir
nokkru síðan sett upp biðskýli,
þar sem selt er sælgæti og
tóbak, m.a. Ég heyrði sagt, að
þegar sá sem hefur skýlið
fékk lóð undir það þarna, hafi
það verið sett að skilyrði að
það yrði opnað kl. 7 á morgn-
ana, til þéss að fólk, sem fer
með fyrsta vagninum gæti
beðið lians þar inni. Ef þetta
er rétt þá er sá góði maður
áreiðanlega búinn að gleyma
þessu skilyrði, því skýlið er
aldrei opnað fyrr en kl. 8.30
eða 9. Sama er að segja um
Um biðskýli — Til hvers eru biðskýiin? — Kalt að
bíða úti á morgnana — Bara verkamaður
— Óþolandi orðtak
biðskýlið á horni Kársnes-
brautar og Hafnarfjarðarveg-
ar, það er harðlokað fyrst á
morgnana. Allir, sem þurft
hafa að bíða eftir strætisvagni
í misjöfnum veðrum, vita hve
kuldalegt það er að norpa úti,
þótt ekki sé nema nokkrar
mínútur, og þó að það sé „bara
verkafólk" sem ferðast með
Kópavogsvagninum fyrstu
ferðina á morgnana, þá getur
því fundizt kalt eins og öðr-
um. Það eru eindregin tilmæli
okkar verkafóllcsins hér í
Kópavogi, að biðskýlin verði
opnuð kl. 7 á morgnana, svo
að við getum staðið þar inni
meðan við bíðum eftir strætó".
— (Bæjarpóstinum er ekki ljóst
til hvers biðskýli eru, ef ekki
til þess að fólk geti staðið
þar inni, þegar það bíður eftir
strætisvagni, og hlýtur það að
eiga að ná eins til þeirra, sem
fara fyrst á morgnana, enda
er sízt hlýlegra að bíða úti
þá. Annars hygg ég, að það
sé biðskýli Þorvarðar Árna-
sonar, sem hér er átt við, og
hef ég lieyrt, að ihann hafi
borið því við, þegar farið var
fram á að skýlið væri opnað
kl. 7, að það væri ómögulegt
að fá nokkra stúlku til að
mæta svo snemma. Má vel
vera, að það sé rétt, en ein-
hvern veginn finnst mér, að
hann hefði eygt einhver ráð
fram úr þeim vanda, ef um
bissnessatriði hefði verið að
ræða. Annars vísa ég málinu
til hlutaðeigandi aðila, og
vona að þeir bregðist vel við.
EN ORÐALAGIÐ bara verka-
fólk, sem bréfritari hefur sett
innan gæsalappa, finnst mér
óþolandi. Það er alltítt, að
maður heyri þannig að orði
komizt, að þessi eða hinn sé
bara verkamaður, eins og það
sé eitthvað ákaflega niðrandi.
Ég gæti bezt trúað, að þetta
óverðskuldaða orðtak yæri
svo tilkomið, að smáborgara-
lega þenkjandi fólk, sem þjá-
ist af snobberíi fyrir titlum,
hefði fundið það upp til þess
að leggja áherzlu á, hvað því
fyndist verkamannsstaðan
auðvirðileg. Mér virðist að það
skipti mestu máli, að menn
standi vel í stöðu sinni hvaða
starf sem þeir vinna, og ég
efast stórlega um, að aðrar
starfstéttir þoli þar saman-
burð við verkamenn. Semsagt:
Orðtakið bara verkamaður er
okkur til skammar og á að
hverfa úr málinu.