Þjóðviljinn - 30.10.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.10.1955, Blaðsíða 1
<í> Suimudagur SO. október 1953 — 20. árgangur — 246. tölublað Frásagnir og greinar-; kaflar hér á síðunni eru ' teknir úr Morgon-1 Tidningen, aðalmálgagni \ sœnskra sósíaldemðkráta, \ daginn eftir að Halldóri Kiljan Laxness var út- lilutað nöbelsverðlaunun-1 um. Leturbreytingar og millifyrirsagnir eru Þjóð- viljans. »G jöí til róttækra manna alls staðar« ■i Sósíalismi Halldórs Kiljans Laxness er tekinn í fullri alvöru og birtist hvarvetna í verkum hans sem fram- tíðarsýn og sannmannlegur mœlikvarði" Eins og Þjóöviljinn skýrö'i frá í gær birti eitt kunnasta skáld og bókmenntafræöingur Svía, Artur Lundkvist, grein um Halldór 1 Morgon-Tidningen, og kemst hann svo aö oröi m.a.: Artur Luhdkvist „Eftir hið sárleiðinléga und- hald fyrir Churchill og Maur- iac er eins og létt hafi af manni fargi er nóbelsverðlaun- in eru veitt framsæknum höfundi sem stendur undir nafni. Brecht og Neruda eru miklir höfund- ar og sama sinnis, en nor- rænum manni er Laxness að sjálfsögðu hug stæðastur. Á þessum tímum þegar afturhaldsöflin láta ó- venjulega mikið að sér kveða (þótt það séu ef til vill eins konar dauðateygjur) er heið- ur sá sem Laxness er vottaður fc gjöf til róttækra manna um allan heim. Á fjölmörgum sviðum Sem höfundur einskorðar Laxness sig ekki við sköpunar- verk sitt án þess að láta að sér kveða að öðru leyti. Hann birt- ist okkur á fjölmörgum sviðum: boðberi eyjunnar sinnar í Norð- uratlanzhafi, rithöfundur og ræðumaður sem lætur vanda- mál samtíðar sinnar til sín taka af dirfsku, hjartahlýju og glöggskyggni. Hvar sem hann kemur birtist hann á hinn eðli- legasta hátt sem fslendingur og heimsborgari I senn. Hann er bráðlifandi nútímamaður og sér fyrirbæri samtíðar sinnar í heild og samhengi. Hann er enginn blindingi sem einskorðar sig við hreina. iist eða setur Sér fá- víslega ókleif markmið. „Kommúnismi“ Halldórs Hafi Laxness fyrirlitningu á nokkru er það hin kalda fag- urfræði. Hann lítur ekki sízt á listina sem hlýju og manniega blóðrás og baráttu fyrir hug- sjónum, ástríðufulia aðferð til að skynja heiminn og taka af- stöðu til vandamála hans. Kommúnismi sá sem homun er borinn á brýn er hreinlega sós- íalismi sem tekimi er í fullri al- vöru og hvarvetna birtist í skáldverkum hans sem framtíð- arsýn og sannmannlegur mæli- kvarði“. Alþjóðahyggja í verki Síðan ræðir Lundkvist m.a. einstök skáidverk Halldórs, en niðurlag greinar hans er á þessa leið: „Rúmlega fimmtugur hefur Laxness annað furðulega miklu. Samhliða skáldsögum sínum hefur hann stráð um sig smá- sögum, ferðasögum, leikritum, ljóðum, greinum. Hann er einn helzti forustumaður í menning- armálum á íslandi, en þar sinn- ir hann bókaútgáfu, leikhúsmál- um listmálum, tímaritum og f jöl Framhald á 5. síðu. Hefurðu lesið Atórastöðina og greinar H. K. L. í Þjóðviljanum? John Forsslund, ritstjóri vikublaös sænsku samvinnu- félaganna Vi, sem dvalizt hefur hér á landi og ritaö bók um dvöl sína, kemst m.a. svo aö oröi: „Gátu ekki til lengdar látið sem sæju þeir eklii H. K. L.“ Erwin Leiser, bókmennta- og leiklistargagnrýnandi Morgon-Tidningen ritar eftirfarandi grein um „Laxness og De aderton“. „Undarlegur maður, Halldór Kiljan Laxness. Eða kannski maður ætti að segja að stjórn- málalífið á íslandi verki undar- lega á framandi ferðamann sem lendir í þessu heillandi en andstæðufulla litla landi þarna langt í burtu við yztu þröm íshafsins. Sá sem þangað kem- ur með hugann vermdan af hinum nndursamlega og auð- uga skáldskap Laxness á á hættu að stundum verði reynt að draga úr hrifningunni. „Hefurðu lesið Átömstöðina ?“ Langflestir Islendilagar telja að vísu að Laxness sé mjög mikið skáld, mesta skáld þeirra á seinni timum, en oft hnýta þeir aðvörun aftan í viðurkenn- inguna. Bara að hann vieri ebki að skipta sér af stjórnmálum. Hefurðu lesið greinar lúins í Þjóðviljanum, blaði kommún- istanna? Og hefurðu lesið At- ómstöðina? Núnú, en maður hittir líka fólk sem ekki slær neina var- nagla. Ég gleymi aldrei, rak- aranum á Akureyri. Hann sagði mér að hann hefði lesið Atóm- stöðina sex sinnum og væri nú að lesa Gerplu, sem var ný- komin út, í þriðja sinn. Hann lýsti og lagði út af öllum verk- um Laxness með logandi hrifn- ingu, og var með skærin á lofti yfir höfði mér. Hvað sem stjórnmálum líður Mér lærðist smám saman að rata. meðalstíginn milli snúð- ugrar gagnrýni og undirgefinn- M>md þessi er tekin af Halldóri Kiljan Laxness í ræðustól á þingi Heimsfriðarhreyfingar- innar í Stokkhóhni, en hann er einn af fulltrúum íslands í Heimsf riðar ráði nu. ar aðdáunar. Og ég skildi áö langt hafinn yfir allar stjórn- málaerjur var skáldið Laxness, sem á ólgutímum er hætta steðjar að hinni fornu rót- föstu arfleifð, endurnýir hana og auðgar og sýnir í björtu ljósi heiminum öllum lítið land, furðulega fegurð þess og menningu, sem er svo sérstæð og stórfengleg að hún getur ekki eyðzt; um þetta geta allir Islendingar orðið sammála hvað sem stjómmálum líður.“ Kvikmyndun á Sjálfstæðu fólki ráðgerð í Austur-Þýzkcdandi SilfurtungliB sýnf vicSa um lönd, alþýSu- útgáfa á AtómstöSinni i Svíþ'ióS Það eru líkur á því aö gerð veröi kvikmynd eftir Sjálf- stœðu fólki, Silfurtunglið verður sýnt í ýmsum Evrópu- löndum, Atómstöðin er aö koma út á þýzku og í nýrri alþýðuútgáfu á sænsku. „Val sænsku akademíunnar kom ekki á óvart. Það er á- stæða til að fagna því að nó- belsverðlaun ársins falla í skaut magnþrungnum og frum- legum höfundi, sem hefur ekki þurrausið brunn sinn, hlédræg- um söngvara og safaríku sagnaskáldi sem enn er í miðju fjölbreyttu og frjósömu starfi. Akademían hefur valið Lax- ness og það ber að þakka, en það er ekki lengra síðan en í fyrra að svonefndir innan- garðsménn þóttust vita að hin- ir átján hefðu nær geispað kjálkann úr liði yfir lestri þeirra bóka sem þeir hafa verðlaunað nú sem litauðug epísk verk er hafi endumýjað hina miklu íslenzku sagnalist. Akadeinian fékk ekki að gert Menn eru valdir í akademí- una án tillits til þess hvort þeir bera skyn á bókmenntir, enda þótt úthlutun bókmennta- verðlauna Nóbels sé eina verk- efni þeirra sem augu heims- ins hvíla á. Margir þeirra hafa íýst yfir skilningsleysi sínu á Framhald á 5. síðu. Þetta eru nokkrar af þeim fréttum sem borizt hafa í fyrstu erlendu blöðunum sem hingað hafa komið eftir að nó- belsverðlaununum var úthlutað. Kvikmynd eftír Sjálf- stæðu fólki I Morgon-Tidningen skýrir Arne Mattsson, sem tók kvik- myndina um Sölku Völku, frá því að samningar standi nú yfir um töku ltvikmyndar eft- ir Sjálfstæðu fólki í Austur- Þýzkalandi og sé ætlunin að hann sjái um hana fyrir kvik- myndafélagið ÐEFA. Silfurlunglið á inörgiun leiksviðum Silfurtunglið verður sýnt á ýmsum leiksviðum í Evrópu í vetur og jafnvel á fleirum en nú er vitað um. Sýningar munu þegar hafnar á því í Helsinki, það verður sýnt í Búdapest áð- ur en langt líður, leikhús Bert- olds Brecht í Austur-Berlín hefur tekið það til sýningar, og Det ny teater í Kaupmanna- höfn hefur fengið þýðingu af því á dönsku; hana gerði Helgi Jónsson, Helgasonar próf- essors. „tand tíl sö!u“ í alfiýðu- útgáfu Eins og áður hefur verið skýrt frá, hefur Halldór feng- ið tilboð um útgáfu á bókum hans í Argentinu og á ítalíu og fyrirhuguð er útgáfa fyrri bóka hans á forlagi Gyldendals í Kaupmannahöfn. Auk þess er Þjóðviljanum kunnugt um að Sjálfstætt fólk kemur út á ungversku inn« an skamms og Atómstöðin £ þýzku. I næstu viku kemur At« ómstöðin út í alþýðuútgáfu S Sviþjóð í mjög stóru upplagj og er þar kölluð Land tíl sölU0 HflPPBRfETTI PJflflllllJftllS SkiJadagurinn í gær gekk vel, enda fer mi öðum að stytfast tiB fyrra <1 ráttar, 12. nóv. Og það skal tekið frarn einu sinni að drætti verður ekki frestað. Útsöluniaður í litlu þorpi úti tfc iandi heíur þegar gert upp fyrir meginhluta þcirra miða, seiBi hann fékk eða Iiátt á fjórða þúsiuid krónur, einnig barst okk- ur í gær uppgjör frá tveimur einstaklingum hér í bænum 1000 krómir frá hvorum. Láturn þetta verða uppbaj? glæsiiegs lokaátaks fyrir fyrrS dráttiun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.