Þjóðviljinn - 08.11.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.11.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 8. nóvember 1955 Útg'efandi: Sameiningarflokkur alþýðn — Sósíalistaíiokkurinn — V---------------------------/ Misbeiting SÍS Það hefur vakið furðu margra samvinnumanna að Samband íslenzkra samvinnufélaga. skuli nú stefna að því að hefja smá- söluverzlun í Reykjavík í stór- um stíl og fara þar inn á fleiri og fleiri svið þess verzlunar- reksturs sem eitt sambands- kaupfélagið, Kaupfélag Reykja- víkur og nágrennis, hefur að aðalverkefni. Hefur þessi af- staða Sambandsins hvað eftir annað komið til umræðu á aðal- fundum Kaupfélagsins, og hafa menn þar yfirleitt verið sam- mála úm að hér væri óeðlilega' og óheilbrigt að farið gagnvart einu sambandsfélaganna. Segja má að ekki væri óeðli- legt að Sambandið hefði for- göngu um nýjungar í verzlun- arháttum sem mikið fjármagn "þarf til, svo sem um stórar sjálfsöiuverzlanir, hitt virtist liggja nærri að slíkar fram- kvæmdir væru-gerðar í fyllsta samráði við sambandskaupfé- Jagið á hlutaðeigandi stað eða því beinlínis veitt sú aðstoð og fyrirgreiðsla sem þyrfti til að færast slíkt í fang. Á síðasta aðálfundi Kaupfélagsins skýrði oinn fulltrúanna, kunnur Fram- sóknarmaður, frá því að sá háttur hefði verið hafður í Svi- |jjóð, að þar lét Samband sænsku samvinnufélaganna reisa mikla sjálfsöluverzlun í Stokkhólmi en afhenti hana síðan kaupfélagsskap borgar- innar til reksturs. Slík af- staða heildarsamtaka samvinnu- manna virðist áreiðanlega flestum samvinnumönnum til fyrirmyndar. Það er samvinnuhreyfingunni í landinu fyrir beztu að ekki sé þannig haldið á málum af þeim sem fara þar með æðstu vold, að heildarsamtökunum sé beitt til óheilbrigðra og óvið- eigandi samkeppni við deildir þeirra, sambandskaupfélögin. Valdamenn Sambandsins hafa fyrir nokkrum árum gengið langt í því að reyna að skipta Kaupfélagi Reykjavíkur uop eftir pólitískum línum í fulltrúa- kosningum til aðalfundar. Það mistókst, en svo gæti litið út sem einmitt eftir þá ráðningu hafi vissir ráðamenn Sambands- ins lagt sterkan hug á að efla samkeppni af hálfu SÍS gegn þessu sambandsfélagi, enda þótt slíkt hlyti að teljast hin freklegasta misbeting samtak- anna og víðs fjarri anda sam- vinnustefnunnar. Samvinnumenn hljóta að fylgjast vel með þessum mál- um. Það er alþýða Reykjavík- ur sem eflt hefur kaupfélags- skap höfuðborgarinnar og það er áreiðanlega vilji verkalýðs- hreyfingarinnar að tengsl sam- vinnuverzlunar og alþýðusam- takanna verði enn nánára. Því mun það ekki vinsælt né vel séð af þorra reykvískra sam- vinnumanna ef pólitískir of- stækismenn hyggjast misnota heildarsamtök íslenzkra sam- vinnumanna til óheilbrigðrar samkeppni við kaupféíagsskap reykvískrar- alþýðu. Flóttinn írá framleiðslunni, II Alvarlegasta hættan sem þjóSin á vi8 aS etja A grundvelli vís- indanna Fyrir nokkrum árum, þegar okkur barst sendingin Benja- mín Eiríksson, upphófu stjóm- arvöldin mikinn söng um það, að efnahagslífið skjddi skipu- leggja á vísindalegan hátt. Vísindin skyldu vera grund- völlur að stéfnu stjórnarvald- anna. Og auðvitað var Benja- mín ninn mikli vísindamaður. Hann var sjálf þjóðfélagsvís- indin holdi klædd. Bjarni Benediktsson lýsti á áhrifa- mikinn hátt þeirri stund, er hann fyrir vestan haf hitti þennan mann og settist við hinn mikla Mímisbrunn vizku hans. Nú lágu málin Ijóst fyr- ir. Benjamín var fluttur hingað og gerður að æðsta ráðgjafa í efnahagsmálunV Og ekki leið á löngu áður en við uppgötv- uð.um,. að við höfðum átt mik- inn spámann hér heima, sem við ekki höfðum kunnað að meta, Ólaf Björnsson, nú prófessor í hagvísindum. Þessir menn báðir lögðu nú saman vizku sína og ekki stóð á stjómarvöldunum að tryggja framkvæmd vísindanna. Síðar hefur einn vísindamaðurinn enn- þá komið fram á sjónarsviðið og honum fengin hin ákjósanleg- asta staða til að færa vísindi sín út í lífið, það er Jóhannes Nordal, aðalhagfræðingur Landsbankans. Nú um nær átta ára skeið hafa þessir vísindamenn verið leiðarljós stjórnarvaldanna, sem hafa talið kenningar þeirra jafn óbrigðular og sjálft þyngd- arlögmálið. þ>að mætti því ætla, að ef við værum ekki þegar búnir að ná hinu lang- þráða marki, hreinvísindalegu þjóðfélagi, þá væri það alveg á næstu grösum. Hvað segir reynslan okkur um það? Frá einni villu til annarrar Staðreyndir eru duttlunga- fullir hlutir. Það er engu lík- ara en þær hafi beinlínis tek- ið sig saman um að gera gys að stjórnarvöldunum og spámönn- um þeirra. Allt efnahagsástand okkar er líkara því, að þar væri stjórnað af brjáluðum mönnum en mönnum með fullu viti, hvað þá vísindamönnum. Á þessum umtöluðu árum hefur hver syndin boðið ann- arri heim, hver villan tekið við af annarri og sú síðari ávallt reynzt argari hinni fyrri. Eft- ir þyí, sem lengra hefur liðið hefur ástandið fjarlægzt alla skynpemi venjulegra manna og nú er syo komið, að allir eru sammála um, að nú verði ekki lengur haldið áfram á sömu braut. Hvað er þá að? Eru stjórn- arherrarnir og vísindamenn þeirra þá brjálaðir eða eru þeir svona fávísir? £>eir eru •sannarlega hvorugt. En þeir eru undir þá ;sök seldir, að mega ekki gera uppská hin raunverulegu markmið sín í stjórnmálunum. Þeir eru neyddir til að segjast ætla í austur þegar þeir ætla í vest- ur, þeir eru neyddir til að segjast vera að bæta kjör fólksins þegar þeir eru að skerða þau, þeir verða að segja að þeir séu að efla sjálfstæði þjóðarinnar þegar þeir eru að vinna að því að farga því. þæir eru neyddir til þess af því að ef þeir segðu sannleik- ann, þá væru hin pólitísku völd þeirra úr sögunni. Herfilegur blekk- ingaleikur I efnahagsmálum okkar hefur verið settur á svið hinn herfilegasti blekkingaleikur. Markmiðið með þessum leik er tvíþætt. Annarsvegar er að fela hinn raunverulega' arð framleiðslunnar til að fólkið, sem að henni vinnur, geri síður kröfur til hans. Það er farin sú leið, að sleppa lausri „taumlausri gróðafíkn allskon- ar aðilja, sem reyta fé af framleiðslunni. Útflutnings- framleiðslan er mergsogin úr ótal áttum“, eins og Morgun- blaðið komst svo vel að orði 28. júlí i sumar. Hinsvegar er tilgangurinn sá, að með því að sýna stöðugan taprekstur atvinnuveganna, þá er auðveld- ara að sætta fólk við erlent hernám, sem dregur þúsundir vinnandi manna frá íslenzkum framleiðslustörfum. Afleiðing þessa blekkinga- leiks verður í reyndinni hraður flótti fjármagns og vinnuafls frá framleiðslunni. Og það er einmitt það, sem hefur ein- kennt þessi síðustu ár. Tvískipt efnahagsástand Skulum við lítillega athuga hvaða afleiðingar þessi flótti frá framleiðslunni hefur haft. Er þó aðeins hægt að telja fátt eitt. Fyrir nokkru birti Tíminn forystugrein úr framsóknar- blaðinu Degi á Akureyri, þar sem vakin er athygli á þeirri staðreynd, að nú er hægt að tala um tvískipt efnahags- ástand í landinu, þar sem hér sunnanlands er t.d. um að ræða skort á vinnuafli á sama tíma og verul. atvinnuleysis gætir á mörgum stöðum úti á landi. Um fátt hefur verið meira rætt á undanförnum árum en þá röskun, sem orðið hefur í byggð landsins. Hafa þar verið ýmsar kenningar á lofti. En hvernig sem því er velt fyrir sér, þá er það flóttinn frá framleiðslunni, sem er und- irrótin. Staðir þeir, sem búa við hið illa atvinnuástand, eru margir hverjir þeir ákjósan- legustu til hinnar margvís- legu framleiðslu, en það segir sig sjálft, að þegar þróuninni er beint í þá átt, að hverfa frá framleiðslunni, en taka upp snikjulifnað hjá erlendu heimsveldi, þá hljóta þeir. stað- ir. sem byggt hafa upp á grundvelli framleiðslu, að verða útundan. Flestum eru nú Ijósar afleið- ingarnar af röskuninni i byggð landsins, hvemig hinir miklu fólksflutningar hafa haft í för með sér glötun verðmæta á einum stað, en húsnæðisvand- ræði og dýrtíð á öðrum. Þetta hefur líka í för með sér hina hróplegu vanrækslu í að nytja gæði landsins. Stækkandi hópur, sem ekki framleiðir Vegna flóttans frá fram- leiðslunni hefur^á hópur farið ört stækkandi á síðari árum, sem Iifir á allskonar þjónustu, milliliðastarfsemi, braski og okri. Þetta þýðir í fyrsta lagi, að hin lífræna framleiðsla, sem ein skapar verðmæti, verður að bera sífellt stækkandi hóp manna sem ekki skapa nein verðmæti. Og þegar þess er gætt, að innan þessa hóps er að finna eina fjölmennustu og þurftarfrekustu afætustétt, Sem um getur, miðað við fólks- fjölda og allar aðstæður, þá er hér hreint ekki svo lítill baggi lagður á framleiðsluna. Stækkim þessa hóps er einn liðurinn í því að spilla hugar- fari þjóðarinnar. Stefnt er að því, að gegnsýra allt við- skiptalíf hugsunarhætti brasks og fégræðgi. Fólk, sem nálægt þessu kemur elst upp í því, að allar aðferðir séu leyfilegar til að græða peninga, „to make money“ er mikilvægasta lífs- reglan í Bandaríkjunum, hinni miklu fyrirmynd stjórnarvalda okkar. Það. er engin tilviljun, að nú vex með geigvænlegum hraða fjöldi allskonar auðg- unarafbrota, fjárdráttur, gjald- eyrissvik, peningaokur, þjófn- aðir, líkamsárásir, innbrot o. s. fr\r., og samkvæmt þessum hugsunarhætti telzt það engin hneysa heldur sniðugheit, að selja atkvæði sitt og sannfær- ingu, og ó slíku byggir stærsti stjórnmálaflokkur landsins nú aðalvonir sínar um þingmeiri- hluta. Flóttinn frá framleiðslunni hefur í för með sér stöðnun í tæknilegum framförum. Eink- um á þetta við um útflutnings- framleiðsluna. Ef bornar eru saman verzlunarskýrslur nú og frá- því fyrir aldarfjórðungi síðan, þá kemur í Ijós, að freð- fiskurinn er eina nýjungin, sem nokkuð kveður að. Niður- suðu og annarrar fullvinnslu á afurðum okkar, sem er stór liður í útflutningi annarra fiskveiðiþjóða, gætir ekki svo nefnandi sé. Sjómenn vantar á bátana Eitt þeirra vandamála, sem við hefur verið að fást hér og raunar víðar, er það, að erfitt hefur verið að fá menn til .: starfa á fiskiskipunum. Jafn- vel þótt sæmilega gott kaup hafl verið boðið, sem því mið- ur hefur sjaldan verið um að ræða, hefur stundum ekki reynzt unnt að fó menn á skipin og orðið að flytja inn Færeyinga til þeirra starfa. Fyrir fiskveiðiþjóð er fátt alvarlegra en að menn gerist. afhuga sjómennsku. Það hef- ur verið lán okkar til þessa að við höfum átt eina dug- mestu sjómannastétt heimsins, og mun fljótlega síga á ó- gæfuhlið ef þetta breytist, svo sem nú er ástæða til að ótt- ast. En þetta er bein afleiðing af viðhorfi stjórnarvaldanna til þessa atvinnuvegar eins og annarrar framleiðslu. Hér er flóttinn frá framleiðslunni að verki. Bæði er það, að þegar svo er látið líta út sem sjávar- útvegurinn sé baggi á þióð- arbúinu og þeir, sem að honum vinna séu ölmusumenn, þá freistar það ekki ungra manna að leggja þar hönd að verki. Það er ungum mönnum ekki eðlilegt að leggja það fyrir . sig að vera ölmusumenn. ís- lenzkur almenningur hefur til þessa litið með virðingu til sjó- mannastéttarinnar, en hve lengi verður það, þegar sá atvinnu- vegur er orðinn hornreka hjá stjórnarvöldum landsins? Hringlið með sjó- mannastétina Hér kemur einnig annað til. . Enginn meiriháttar atvinuveg- ur getur þrifizt nema þeir sem að honum vinna geri sér það að lífsstarfi að vinna að hon- um. Sjávarútvegúr verður að byggjast á því, að nægiiega margir menn vilji gera sér það að Ufssjtarfi, að vera sjó- menn. En það er aftur bund- ið því skilyrði, að kjör sjó- manna jafnist á við það bezta, sem þekkist og að þeir fái að stunda þá atvinnu eins og þeir vilja. En hvernig hefur ástand- ið verið hérna hjá okkur und- anfarið? Það hefur varla kom- ið sú vertíð, að ekki hafi verið einhverskonar stöðvun af ein- hverjum Sstæðum. Óstjórnin hefur verið slík og skeytingar- leysið af hálfu stjórnarvald- anna, að þau hafa látið sér það vel líka, að skipin lægju í höfnum vikum og mánuðum saman í stað þess að draga björg í þjóðarbúið. Hringlið með sjómannastéttina og það öryggisleysi, sem hún hefur átt við að búa með atvinnu sína hefur verið svo mikið, að við getum alls ekki vænzt þess, að eiga til langframa dugandi sjómenn, ef slíku fer fram. Lágmarkskrafan til forystu þjóðarbúsins er, að hún leggi alúð við aðalatvinnuvegi þess. En það er öðru nær en að hér hafi verið því að heilsa. Þá er það enn ótalið, að það hlýtur að koma einhvers- staðar við, þegar margar þús- undir manna vinna utan hins eðlilega atvinnulífs þjóðarinn- ar. Manneklan í framleiðslunni er því ekkert annað en eðlileg afleiðing af viðhorfi ráðandi manna til atvinnulífsins. Breytt viðhorf gagn- vart landinu Ein afleíðing flóttans frá framleiðslunni og ekki sú meinlausasta eru hin sálrænu áhrif hans, það , breytta við- TiVomb i 1H cíftii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.