Þjóðviljinn - 08.11.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 8. nóvember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
BANDARÍKIN eru löng-
um nefnd land frelsisins,
og því fjálglegar og oft-
ar sem nafngiftin virðist meira
öfugmæli — hið marglofaða
frelsi hefur birzt í alltorkenni-
legum myndum vestur þar á
síðari áram, umburðarleysi og
pólitískt ofsóknaræði ráöiþ
ríkjum, frjálslyndum og rót-
tækum skoðunum sagt stríð á
hendur og lognar ákærur og,
dómsmorð tíðari en frá þurfi
að segja; í skjóli ofsókna
þessara leika hefnigirni, valda-
græðgi og ágirnd lausum hala.
En svartigaldur þessi og póli-
tísk móðursýki á sér djarfhuga
andstæðinga góðu heilli, enda
eru myrkravöldin á undan-
haldi; þar er Arthur Miller
fremstur í flokki, leikskáldið
fræga. í sjónleikum og sögum
lýsir hann átumeinum og á-
göllum hins ameríska þjóð-
félags af þvílikri snilli að at-
hygli vekur um heim allan,
ádeila hans er bæði stað-
bundin og a’gild og á erindi
til allra þjóða, enda víða pott-
ur brotinn. Hann á nóga
djörfung og dug til að kryfja
til mergjar brýnustu vanda-
mál sinnar tíðar, likt og Hen-
rik Ibsen forðum, hinn mikli
lærifaðir hans; hann segir
löndum sínum til syndanna af
hreinskilni, einlægni og ‘næm-
um skilningi þess manns sem
ann landi sínu og þjóð heil-
um huga. Ég veit ekki hvort
Arthur Miller er metinn að
verðleikum í sínu heimalandi,
en það er hverri þjóð mikill
fengur að eiga slikan son.
„í deiglunni" er stórbrotn-
asta leikrit Millers fram til
þessa, sögulegur harmleikur
er skírskotar beint til okkar
daga. Þar er greint frá galdra-
ofsóknum þeim er gripu íbú-
ana í Salem í Massachusetts-
fylki á ofanverðri seytjándu
öld, en þar í landi dafnaði
hjátrú og fáfræði, hræsni og
vítisótti í skjóli hins ofstækis-
fulla klerkavalds. Nokkrar
unglingsstúlkur fást við
barnalegt kukl úti í skógi, og
áður en varir er gjörninga-
hríðin skollin á, skriðan kom-
in af stað og hana fær ekk-
ert stöðvað. Algert brjálæði
ríkir í þorpinu, saklausu fólki
er varpað í dýflissu hrönnum
saman og hver sá dæmdur til
tír fyrsta þætti. Þora Frið-
riksdóttir og Búrik Haraldsson
dauða og leiddur í gálgann
seni neitar því að vera hand-
bendi djöfulsins. Einarður og
skapmikill bóndi, Jón Proctor
að nafni, rís gegn vitfirringu
og gerræði valdhafanna og
reynir að koma vitinu fyrir
hina almáttku dómara, en
ófstæki þeirra, blindni og
miskunnarleysi láta ekki að
Jón Proctor, méstu persónu
leiksins, og vinnur ótvíræðan
sigur. Proctor mætti vera
nokkru eldri og lífsreyndari,
þyngri á brún og þéttari á
velli, en svo eðlileg, ljóslif-
andi og sönn er túlkun Rúriks
að ég vildi í engu skipta.
Hann er bóndi frá hvirfli til
ilja, nýkominn af akri og
skógi, karlmannlegur ma.ður *
og beinvaxinn, blóðheitur og
góðhjartaður, knásækinn og
fljótur til reiði, og sópar að
honum hvar sem hann fer.
Þó að Rúrik leiki ekki alltaf
jafnvel er heildarmyndin ör-
ugg og skýr; forkunnar vel
túlkar hann hik og efa og
innri baráttu Proctors í fang-
elsinu í lokin -— leikurinn
gleymist, við skynjum aðeins
nakta sálarkvöl breyzks og
heiðarlegs manns. Röddin er
mikil og sterk, en enn ekki
að fullu tamin, leikarinn bcit-
ir henni betur en nokkru sinni
áður.
Lýsing Regínar Þórðardótt-
ur á hörmum Elísabetar Proc-
tors er ekki eins áhrifamikil
og stór í sniðum, en látlaus
og sönn, hún er stillt, fámál
og þungbúin sem vera ber, og
gerir það ljóst að Elísabet er
viðkvæm og erfið í sambúð,
en trygglynd og góð kona eig-
inmanni og börnum, og þrosk-
ast og stælist við hverja raun.
Prestunum báðum er prýð-
isvel borgið í höndum Vals
Gíslasonar og Róberts Arn-
finnssonar, hinna mikilhæfu
og traustu leikara.* Valur lýs-
ir taumlausri fégirni, rag-
mennsku og ótta sóknarprests-
ins af mikilli festu og þrótti,
og verður næstum brjóstum-
kennanlegur í lokin þegar
hann sér að jörðin er að ■
gliðna undir fótum hans. Og
það er sannfæringarkraftur
og logandi glóð í orðum Ró-
berts Arnfinnssonar, en hann
leikur séra Hale, hinn há-
lærða og ofstækisfulla en auð-
trúa og góðviljaða kennimann
sem fyllist skelfingu af sínum
eigin verkum og gerir mátt-
vana uppreist gegn þeim
máttarvöldum sem hann sjálf-
ur tignar. í leik Róberts er
þung og jöfn stígandi allt til
loka, skapgerðarlýsingin lif-
andi og skýr, tungutakið
prestlegt og snjallt.
Jón Aðils er yfirdómarinn
og margt gott um leik hans
að segja, hann er ósveigjan-
legur strangtrúarmaður í út-
liti og framgöngu, skorpinn
og grindhoraður, hrímfölur í
framan og gæddur uggvæn-
legri ró, en skortir þó reisn.
þann válega myndugleik er
vænta vætti af þessum misk-
unnarlausa valdsmanni sem
vílar ekki. fyrir sér að dæma
heil héruð til dauða. Valdi-
mar Helgason er meðdómari
hans, hressilegur að vanda, en
ætti sýnilega að skipta um
embætti við Ævar Kvaran og
gerast réttarskrifari og
skraddari að atvinnu; Ævar
fer ágætlega með sitt litla
pund, Helgi Skúlason er nokk-
uð unglegur fógeti, en Iýsir
vel ógeði hans á dómsmorðun-
um undir lokin.
Abígael heitir hin losta-
fulla, tryllta og hættulega
stúlka sem kemur öllum ó-
sköpunum af stað og er mest-
ur bölvaldur í leiknum, mik-
ilsvert hlutverk og torskilið
Framh. á 10. síðu
Lokaatriði þriðja þáttar.
Þjóðlelkhúsið
I deialunni
eftir ARTHUR MILLER
Leikstjóri: Lárus Pálsson
sér hæða: Proctor er líflátinn
ásamt félögum sínum. En
blóði píslanmttanna er ekki
til einskis eytt, myrkravöld-
in hafa þrátt fyrir allt tapað
leiknum — fólkið í nágrenn-
inu rís upp gegn rangiætinu,
og að lokum stendur ekkja
Jóns Proctors við fangelsis-
gluggann lauguð skini rísandi
sólar og ber barn þeirra undir
brjósti — ímynd betri og rétt-
látari tíma.
Arthur Miller er sögunni
trúr og skýrir frá hinum
geigvænlegu atburðum eins
og þeir gerðust í raun og
veru eftir dómsskjölum og
öðrum heimildum að dæma,
og skapar ekki aðrar per-
sónur af nýju en Jón Proct-
or og konu ha ns; og ein-
mitt þess vegna er ádeila
hans voldug og sterk. Atburð-
irnir eru augljósar hliðstæður
hinna pólitísku galdraofsókna
í Ameríku á okkar dögum,
en skáldið prédikar ekki, held-
ur lætur áhorfendur um að
hugsa, álykta og dæma. —
Því er mjög á lofti haldið að
nútímaskáldum sé ógerningur
að skapa sanna harmleiki, en
Arthur Miller hefur gert þá
kenningu að engu. „í deigl-
unni“ ber öll einkenni sorgar-
leiksins, þar er greint frá
hræðilegum atburðum, hörmu-
legum örlögum, mannlegri nið-
urlægingu og reisn; gegnum
Svartnættið böli þrungið
bjarmar fyrir nýjum degi. Hið
átakanlega og máttuga verk
er þeim hreinsandi laug sem
á það hlýða opnum huga.
Snilldarleg er bygging
leiksins, steinn lagður við
stein án þess samskeyti verði
greind og vart gerlegt að
sleppa einu orði án þess
samhengið bresti; vandvirkni,
gerhygli og rökvísi skáldsins
á sér fáa líka. í upphafs-
þætti seiðir höfundurinn fram
andrúmsloftið í þorpinu,
kynnir persónur þiær sem
Icoma við sögu, erjur þeirra
og einkamál, skapferli og trú ;
sú kynning er greinargóð með
afbrigðum, en ef til vill nokk-
talin merkur atburður og á-
fangi á þroskaferli íslenzkr-
ar leiklistar. Hún er um leið
prófsteinn á getu leikliússins,
sýnir glögglega hvar það er
á vegi statt, birtir takmark-
anir þess og kosti. Hún sýnir
það sem við vissum raunar
áður: að leikhúsið á ekki yfir
að ráða svo miklum fjölda
mikiíhæfra leikenda að hvert
sæti verði skipað sem helzt
mætti kjósa í svo mannmörgu
og kröfuhörðu verki — því
fleiri persónur á sviðinu í
einu, því meiri hætta á mis-
tökum. Greinilegast kom þetta
í ljós þegar stúlkurnar tryll-
ast í dómsalnum, það atriði
varð ekki nógu áhrifamikið,
náði vart tilgangi sínum, og
önnur dæmi mætti nefna. „í
deiglunni“ krefst fullkomins
samleiks flestum verkum
fremur, listrænnar einbeitni
og eldlegs áhuga hvers ein-
asta leikanda.
Engu að síður reyndist sýn-
tír öðrum þætti. Frá vinstri: Hara-ld.ur Björnsson, Búrik Har-
aldsson, Gestur Pálsson og Hólmfríður Pálsdóttir.
uð þung í vöfum. Eftir það
grípur leikurinn áhorfendur
föstum tökum, gagntekur hug-
ann allt til loka. Hámarki
nær snilld skáldsins í dóms-
salnum í þriðja þætti, hinni
geigvænlegu, æsandi baráttu
réttlætis og ranglætis, heil-
brigðrar skynsemi og blinds
trúarofsa — við sitjum með
öndina í hálsinum, líf fólksins
leikur á þunnum þræði, hvert
orð, hver hreyfing getur haft
úrslitaþýðingu. Frelsi einstak-
lingsins hefur naumast verið
betur varið öðru sinni, óbif-
anleg sannleiksþrá, rík sam-
úð og djúp mannást einkenna
harmleik Arthurs Millers.
★ ★
Leikhúsið á heiður skilinn
fyrir flutníng hins stórbrotna
verks, sýningin verður síðar
ingin tilkomumeiri og fremri
mínum vonum, það er mér
ekkert launungarmál. Lárus
Pálsson hefur leyst mikla
þraut og margslungna, og er
sjálfgert að dást að drama-
tískri innsæi hans og öruggri
heildarsýn. Leikendavalinu er
ég ekki í öllu samdóma, en
fæ ekki annað séð en skilning-
ur hans á hverri persónu og
hverju atriði sé í fyllsta sam-
ræmi við ætlan skáldsins og
eðli leiksins. Og Lárus Páls-
son hefur ékki aðeins glöggt
auga fyrir hinum sterku átök-
um á sviðinu, hann eykur
spennu leiksins með áhrifa-
miklum þögnum og sterkum
andstæðum; og sú grátlega
kímni sem í verkinu er falin
fær að njóta sih til fulls.
Rúrik Haraldsson leikur