Þjóðviljinn - 08.11.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.11.1955, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 8. nóvember 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (11 Hans Kirk: Klltgaard og Synlr 35. dagur i þrælabúðum og nú myndu þeir saman berjast áfram fyrir nýjum og betri heimi. Og hann hugsaði: — Jú, víst á ég fjölskyldu; ég stend ekkí einn uppi. Hann og ahir hinir hugprúöu félagarnir eru bræður mínir.... 10. KAFLI Kosningarnar eru um garð gengnar og próunin beinist í . rétta átt, og vissir aðilar varpa öndinni léttar. Við rekumst aftw á tvœr konur sem báöar hafa haft dálítið saman við Þjóðverja að sœlda. Uixgui' maöur skaut sig. Hann hafði verið í andspyrnu- hreyíingunni og þaö kom í hans hlut aö fjariægja upp- þjóðin sjálf hefði risið upp til vamar, sópað stjórninni burt og snúizt til andstöðu. Og ungi maðurinn sem skaut svikarann situr viö há- talarann og hlustar og hjartað berst í brjósti hans. Hann hefur alltaf virt og metiö þennan sósíaldemókratíska bókmenntamann, hann veit að hann er mikill vísinda- maður og vitur stjórnmálamaöur. Hann hefur lesið verk hans um menningarsöguna, hlustað á fyrirlestra hans, Og nú heyrir hann bjarta og trausta rödd hans lýsa því yfir að hann sé moröingi, meira að segja launmorö- ingi. Hann horfir á hendur sínai' og honum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds: meö þessum höndum hef- ur hann drepiö mann, þetta eru morðingjahendur. Hann getur ekki gleymt röddinni og oröunum. Á næt- urnar liggur hann andvaka, og þegar hann fellur loks í mók, vaknar hann viö þaö að röddin hvíslar í eyra hans: — Þú færð aldrei frið. Þú hefur myrt mann. Þú ert morðingi og hreint ekkert annað Þú ættir aö sitja í ævilöngu fangelsi í stað þess að ganga laus. Hann vanrækir vinnu sína, hann gerir ekkert annaö en hugsa um svikarann sem hann i;uddi úr vegi. Hann reynir að drekka sig fullan en víman gerir aðeins illt verra. Hann fer til læknis og fær sterk svefnlyf og tauga- róandi meðul, en hann róast ekki við það. Orðin. grafa sig dýpra og dýpra inn í sál hans og einn góðan veöur- dag er ekkert annað eftir þar en meövitundin um að hann sé moröingi. Þeir fundu hann skotinn í Dýraskóginum og hjá hon- um lá bréf, þar sem hann skýrði frá því að hann hefði framiö sjálfsmorð, vegna þess aö hann gæti ekki lifað eftir að hinn merki bókmenntafræðingur og stjórnmála- frömuöur hefði beint hinni skelfilegu ákæru gegn hon- um. Dagblöðin skrifa nokkrar samúðarfullar línur um hinn djarfa og efnilega unga mann, sem reyndi svo mjög á taugar sínar í baráttunni, aö þær hlutu að bresta. Og á öörum síðum blaðanna bólar á nýjum árásum á and- spyrnuhreyfinguna. Þæi’ laumast milli linanna eins og slímugai' eiturslöngur, skriða áfram og lyfta öðru hverj.u flötum hausnum til að veita eiturhögg. Hjá blööunum eru slyngir blaðamenn, sem kunna sitt handverk. Dá- litlar dylgjur og hæfilega kjarngóðar lygar um Ráö- stjórnarríkin og kommúnista. tiGGUR LEIBIN %R is^ tHttðl6€US einiilisþáttur Múmingar- kortin eru tll sölu I skrifstofu S6- síalistaflokksins, Tjarnar- götu 20; afgreiðslu ÞjóSvilj- ans; Bókabúð Iiron; Bóka- búð Máls og mennlngar, Skó'avörðustig 21, og í Bókav. Þorvaldar Bjarna- sonar í Ilafnarfirði. m innintjarópio Þeir fundu hann skotinn í Dýraskóginum. ljóstrara, sern átti sök á dauða þriggja manna. Hann gekk fram á hann á götu, skaut á hann öllum skotunum úr toyssunni, hljóp síöan upp á reiðhjól sitt og flýtti sér burt. Þegar hann flýði heyrði hann enn fyrir eyrum sér angjstarópið sem slefberinn hafði gefið frá sér þegax skotin komu í hann. Það er ekki létt verk að stytta öðrum manni aldur. Að ganga til hans, og hleypa af byssunni, meðan maður horfír á skelfinguna í augnaráði hans og heyrir síðustu hásu stununa. En það er óhjákvæmilegt. Þá var það nauosynlegt að fjarlægja uppljóst.rara og njósnara sem gengið höfðu í þjónustu óvinanna. En í dag er öðru máli að gegna. Nú hafa ýmsir aðilar fengið málið aftur. Þeir fýila dagblöðin með árásargreinum á andspyrnuhreyf- inguna, hún þarf að falla í áliti, því að kommúnistarnir höföú alltof mikif ítök í henni. Reyndar kom á daginn fyrsiu dagana eftir frelsunina — og allt landið brosti — að sósíaldemókratísku stjórnmálamennirnir höföu mynd- að hættulegasta leynifélagsskapinn. En þessir frómu og feitu herrar gengu þó ekki svo langt aö þeir færu að umgangast vélbyssur. Félagsskapur þeirra var svo leyni- legur, aö það varð enginn var við tilveru hans, og hinir hugprúöu stjórnmálamenn eru vissulega ekki meö blóð- flekkaðar hendur. Þess vegna er alls ekki nærri þeim höggvið, þótt ráð- izt sé á ábyrgðarlausa aöila, sem litu svo á aö barátta væri barátta og lögðu líf sitt í hættu. Kunnur sósíal- demóki'ati, bókmenntafræöingur og stjórnmálamaður heldur erindi í útvarpið og lýsir því yfir að aðfarirnar gegn uppijóstrurunum hafi veriömorð og ekkert annað. Hugsanagangur hans er ofur eðlilegur. Sósíaldemókrat- arnír unnu með Þjóöverjunum í sátt og samlyndi, þeir voru í stjórn, landið átti ekki í styrjöld. Og ef menn drepa án þess að vera í stríði kallast þaö morö og ekk- ert annað. Aldrei dytti honum í hug aö viöurkenna aö Föt upp úr gömlu geia líka verið snotur vesti við blússu með grænu mynstri. Piisið þarf að vera slétt eða fellt ef maður vill að langar vestislínur haldi sér. Ef pilsið er útsniðið eða rykkt.má vestið ekki ná nema niður í mitti. Sumarkjóll breytist í samkvæmiskjól Maður getur oft fengið snotrar og fallegar flíkur úr gömlum kjólum sem saumað er upp úr, en auðvitað er mað- ur mjög háður sniðinu á gamla kjólnum. Ermalausir kjólar eru tilvaldir til; breyt- inga, gamlir kjólar sem slitnir eru undir höndunum geta orðið að ermalausum skokkkjól til að nota utanyíir blússu. Teikning- arnar báðar geta gefið hug- myndir í þessu sambandi. Við fyrri kjólinn er notuð skemmti- leg röndótt blússa, sem dregur athyglina að sér, svo að minna ber á að skokkkjóliinn er saumaður upp úr gömlu. Öllum einlitum kjólum með V-laga hálsmáli má breyta í svona kjól, og ef hvorki er kragi né horn á gamla kjólnum má búa það til úr sama efni og blúss- an og nota Hka belti úr sama efni. Hinn kjóliinn er líka hugs- aður sem tillaga til breytinga. Ef maður á snoturt pils er undirstaðan korain. Afgangur úr sumarkjó! eða blússu er notaður í mynstruðu blússuna og hið eina nýja er þrönga síð- vestið, en það nægir líka. tii að setja nýtízkusvip á búninginn. Grátt pils fer vel við hvít- mynstraða blússu og vesti í einþverjum lit úr blússu my.nstrinu, rautt vesti við rauðdoppótta blússu, grænt Sumarkjóllinn með víða pi!s- inu úr hárauðu gljáandi bóm- ullarefni þarf aðeins að fá nýja blússu úr svörtu fiaueli í stað hinnar gömlu, og þá er hann orðinn tilvalinn samkvæmis- kjóll. Á rauða pilfrnu eru svartar og hvítar dqppur r.em fara .veL við nýju svortu blúss- una. Fallegt ,er að , ncta syart lakkbelti við kjólinn, en það er ekki nauðsynlegt. Útgefandi: Sameiningarflokkur att>ýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritsbjórar: Magnúa Kja,rtansson .(áb.)^ Slgurður t Guámuodsson. —: FréttarjLtstjpri: , Jói^, Bjqrnason. -v .Blaða- inenn: Asmundur Sigurjónssoni Bjarni Benediktssori, Gúðriiundúr ‘ Vigfússon. tvar H. , Jpnsgon.., Magús Tprfi Óiaisson. —AuglýsfngástJórii; Jópsteipn Jiarajdsson.' - RiTsr;órn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsniiðja: Skólayörðustíg, ÍÖ'.' —V$'írni’: 7500línuri. — Xskrift- arverð kr. .20 á niánuði í’lleyicjavnc og nágrenpi; -l'í — L&usásöiuverð ;kr. 1. — Prentsmiðja ^ji^ðvilMus Ji.t. ÍfOeVIUINIi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.