Þjóðviljinn - 10.11.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.11.1955, Blaðsíða 7
—-—-—— * — ——; ——— Kmmtudagur 10. nóvember 1955 ÞJOÐVILJINN — (7 Myndun yinstrí stjórnar þýðingar- mesta hagsmunamál verkalýðsins Framhald af 1. síðu iðjuhölda og íslenzkra umboðsmanna þeirra, með þeim afleiðingum, að 1953 og 1954 er verzlunar- jöfnuður íslands við Bandaríkin óhagstæður um 271 milljón króna og við Bretland um 104 milljón- ir króna. Afskipti valdhafanna .af húsnæðismáium al- mennings er eitt bezta dæmi þess, til hvaða ófarn- aðar efnahagspólitík þeirra leiðir. Byrjað var með þvi að afnema frelsi manna til að byggja íbúðar- hús og að hindra bæjarfélög í útrýmingu bragg- anna og annarra heilsuspillandi íbúða. Með þeirri byggingatakmörkun tókst hvorttveggja í senn: að koma tölu árlega byggðra íbúða í Reykjavík úr 634 (1946) niður í 282 (1951) og skapa á árunum 1951—1952 tilfinnanlegt atvinnuleysi. Jafnframt banninu við nýjum íbúðabyggingum, nema með leyfi stjórnarvalda, var svo húseigendum leyft að setja leigjendur á götuna og hækka húsaleigu eftir vild, án leyfis stjórnarvaida. Þegar valdhafarnir neyddust til að láta undan kröfum fólksins og Sósíalistaflokksins og gefa íbúðabyggingar frjálsar var hinsvegar ekkert slakað á lánsfjárbanninu og menn hindraðir í að byggja, með þeim árangri að 1954 komst tala nýrra íbúða í Reykjavík enn ekki upp í það, sem hún var 1946, eða aðeins í 487, þótt yfir 600 sé lágmark þess er þurfti strax árið 1946, í stað þess að halda húsnæðismálunum utan við braskið, sem eigi var aðeins nauðsynlegt vegna leigjenda og þeirra, er búa í eigin íbúðum, heldur og vegna útflutningsins, — hafa valdhafarnir með sínu kalda stríði gegn alþýðunni megnað að gera nýbyggingu illkleifa efnalitlu fólki, húsaleigu í Reykjavík alit að því tí-falda við það sem var 1945 og dæma fleiri barnafjölskyldur til vistar í braggaha en voru þar 1946. Hermangið er á síðustu tveimur árum orðið öruggasta gróðauppspretta íslenzka auðvaldsins. Sá hluti auðmannastéttarinnar, er að hermanginu sit- ur, safnar milljónagróða, meðan þorri atvinnu- rekenda í sjávarútvegi og landbúnaði á það undir álögum og styrkjum, hvort atvinnureksturinn ber sig. Hermang og einokunarvald, er féflettir at- vinnulífið, er orðið soramark íslenzka auðvalds- skipulagsins. Auk hins almenna arðráns er vold- ugasti hluti auðmannastéttarinnar þar með farinn að lifa sníkjulífi — sumpart á útlendu hervaldi, sumpart á íslenzkum atvinnuvegum, er það merg- sýgur svo, að þeir standa ekki undir sér. Með yfirdrottnun hermangaravaldsins kemst íslenzka auðvaldsskipulagið á sitt versta spillingar- og hnignunarstig. 1944 átti hluti af íslenzku borg- arastéttinni samstarf við verkalýðinn um nýsköpun atvinnulífsins, m. a. að grundvöllun togaraútgerð- ar norðan-, austan og vestanlands, en nú vofir eyðing byggðarinnar yfir ýmsum stöðum í þessum landsíjórðungum. íslenzka auðvaldsskipulagið undir forystu hermangara- og einokunarvaldsins er orð- ið bráð hætta íyrir eðlilega þróun íslenzks þjóðar- búskapar og þjóðlífs vors alls, — hætta, sem þjóð- in verður að átta sig á í tíma. Vegna gróða af hernáminu munu nú ofstækis- fyllstu fulltrúar hernámsflokkanna halda áfram að berjast fyrir herstöðvum Bandaríkjanna á ís- Íandi, þótt sú átylla, er hernámsflokkarnir áður notuðu fyrir hernáminu, sé brott fallin. Þar með berj- ast- þeir raunverulega fyrir herstöðvum Bandaríkj- anna á íslandi til langframa og algérri tortímingu sjálfstæðisins. Stjórnarfárið er orðið jafn gagnrotið og gróðaað- ferðimar. Ríkisvaldið er stjórnarflokkunum fyrst og fsemst ránsaðstaða, en á ekkert -skylt við ábyrga þjóðárforystu. Svo skaðleg sem stjóm hernámsflokkanna hefur verið íslenzkri þjóð, svo óraunhæf hefir hún verið miðað við váldahlutföll í landinu. Allt frá þvi amerískt auðvald hóf bein afskipti af innaniands- málum íslands 1947 og skipaði hernámsflokkunum að stjóma landinu gegn verkalýðnum og bannaði þeim því samstarf við Sósíaiistaflokkinn hefur stjómárstefna auðvaldsins á íslandi verið sú ,að heyja vonlaus hjaðningavíg við sér sterkari þjóð- félagsöfl. Auðvakhð héfur að vísu megnað ,að vinna verkalýðnum og alþýðu allri mikið tjón í krafti ríkisvalds síns, en ekki getað stjórnað efnahagsmálum landsins til lengdar. Stjórnmála- forysta íslenzks verkalýðs hefur verið það ravmsæ, samtök verkalýðsins það sterk og baráttukjarkur hans svo mikiil, að auðvaldið hefur því aðeins getað unnið honum. tjón, hð það beitti fyrir sig ríkisvaldinu (gengislækkun og kaupbihding, skipu- rjagning atvinnuleysis 1952, áfnám' húsaleigulag- .anna og skipulagning liúsnæðísokurs, afnám verð- w Hluti af fulltrúunum á 10. pingi Sósíalistaflokksins lagseftirlits og almenn vöruliækkun, vaxtahækkun og iónsfjárbann o.s.frv.) Harðsvíraðasti hluti auðvaldsins, er hefir her- mangið og einokunaraðstöðuna að féþúfu, ofstækis- fyllstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins að mál- pípum sínum og Morgunblaðið að höfuðmálgagni sínu ber nú fram æ háværari kröfur um þing- meirihluta Sjálfstæðisflokknum til handa til þess að koma á því alræði braskaranna, er beitt geti verkalýðshreyfinguna hörðu, að suðuramerískum sið, lamað samvinnuhreyfinguna og brotið þjóð- frelsisbaráttu fslendinga á bak aftur. Auðvaldið kaupir sér með sþillingarkerfi helmingastaðaskipt- anna liðsinni Framsóknar meðan það stefnir að því að ná þessu takmarki. Það er stefnt markvisst að því að undirbúa jarðveginn fyrir alræði peningavaldsins. Spillingin og múturnar eru settar í kerfi, engir fjármunir eru sparaðir til þess að kaupa sannfæringu manna. Skipulega er unnið að því að sameina alla þræði efnahagslífsins í höndum einokunarauðvaldsins, þannig að allt framtak og framkvæmdir, smáar og stórar, séu komnar undir náð þess. jbannig er unnið að því að setja peningagildið í stað manngildisins á öllum sviðum þjóðlífsins. Fyrir afturhaldssamasta hluta íslenzka auðvalds- ins er 'áframhaldandi hernám íslands og niður- læging íslenzku þjóðarinnar forsenda fyrir því að það sjálft fái haldið völdum sínum og gróða- aðstöðu. Gegn þessari hættu magnast nú mótspyrn- an rr.eðal þjóðarinnar. II. Þau 8 ár, sem liðin eru síðan kalda stríðið hófst, hefir Sósialistaflokkurinn barizt fyrir .alhliða ný- sköpun atvinnulífsins, þegar hemámsflokkamir hafa stöðvað þróun sjávarútvegsins og hamlað fram- förum í öðrum atvinnugreinum. Flokkurinn hefir barizt fyrir alhliða aukningu viðskipta og einkum eflingu öruggra markaða í al- þýðuríkjunum, þegar afturhaldið hefir með köldu viðskiptastríði reynt að loka þeim leiðum. Flokkurinn hefir öll þessi ár látlaust barizt fyrir að verja þá lífsafkomu, sem náðist 1942—1947 og staðið í broddi fylkingar í þeim hörðu átökum er um það hafa orðið, ekki sízt í verkföllunum miklu 1947, 1949, 1951, 1952, 1954 og 1955. Flokkurinn hefur aldrei livikað frá þeirri stefnu hlutleysis og sjálfstæðis landsins, sátta- og friðar- stefnu íslands á alþjóðavettvangi, er hann mark- aði, þegar hann var stofnaður, endurtók við stofn- un lýðveldisins og tókst að sameina þjóðina um árið 1945, er herstöðvakröfum Bandaríkjanna var hafnað. Flokkurinn hefir þannig barizt fyrir hagsmunum og réttindum almennings, heiðri og heill þjóðar- innar, þegar allt hið kalda1 stríð yfirstéttarinnar innanlands og utan beindist gegn hvorutveggja. Flokkurinn hefir allan þennan tíma einbeitt sér að því að skapa einingu í röðum verkalýðsins, er orðið gæti forysta fyrir alþýðustéttum landsins og' öllum framsæknúm öflum. Flokkurinn hefir aldrei látið hrekja sig yfir í neina einangrunarstefnu né gefizt upp fyrir ofsóknar- og gerningahríðum afturhaldsins. Árangurinn af réttri stefnú flokksins í einingar- málum alþýðu og sjálfstæðismálum þjóðarinnar kom skýrt í ljós á síðasta hausti, er einingaröflin í verkalýðshreyfingunni, vinstri armur Alþýðuflokks- ins og sósíalistar og aðrir einingarsinnar náðu meirihluta á þingi Alþýðusambandsins og tókust á hendur stjórn Alþýðusambands íslands og forystu verkalýðssamtakanna á íslandi. í krafti þeirrar ein- ingar lagði verkalýður Reykjavíkur, Akureyrar og Hafnarfjarðar til eins lengsta og harðvítugasta vérk- falls íslandssögunnar vorið 1955. Afturhaldsöflin ákváðu að gera það verkfall að aflraun stéttanna. Og verkalýðurinn vann þ(að með ágætri samheldni og fórnfýsi og sýndi þar með að verkalýðssam- tökin eru sterkasta valdið í landinu. Auðmaima- stéttin beitir nú öllum ráðum með tilstyrk ríkis- valdsins til þess að ræna ávöxtunum af sigri verkalýðsins. En jáfnframt vex skilningur almenn- ings á því, að til þéss að tryggja árangur hags- munabaráttunnar, er nauðsynlegt að alþýðan taki höndum saman eínnig á stjórnmálasviðinu. Flokksþingið itrinnir á stjórnmálaályktun siðasta flokksþings, álítur flokksstjórnina hafa starfað í anda hennar og fagnar sérstaklega þeim mikla árangri, er náðst hefir á sviði verkalýðseiningar og stéttarbaráttu verkalýðsins. III. Höfuðverkefni flokksins á næstunni er að koma á víðtæku samstarfi alþýðustéttanna og allra fram- sækinna afla og ríkisstjórn á grundvelli þess sam- starfs. Frumskilyrði slíks samstarfs og slíkrar ríkisstjórnar er eining i verkalýðsstéttinni, öruggt pólitiskt samðtarf Sósíalistaflokksins og Alþýðu- flokksins. Flokksþingið minnir á stefnuskrá flokks- ins við Alþingiskosningarnar 1953 og stjómmála- ályktun síðasta flokksþings, sem hvorttveggja er enn í fullu gildi. Flokksþingið fagnar því frumkvæði, sem stjórn Alþýðusambands íslands hefir haft um tillÖgur' að stefnuskrá vinstri ríkisstjórnar og samninga vinstri- flokka á þeim grundvelli og lýsir yfir samþykki sínu við afstöðu miðstjórnar til stefnuyfirlýsingar Alþýðusambandsstjómar. Álítur þingið hvorttvéggja rétt og nauðsynlegt, að koma á kosningabaridalagi Sósíálistaflokksins, Alþýðuflokksins og þ>jóðvarriar- flokksiris, þannig að þeir bjóði fram sem einn kosningaflokkur, og að koma á vinstri ríkisstjórn svo skjótt sem kostur er á. Flokksþingið leggur áherzlu á, að myndun slíkr- ar ríkisstjórnar og framkvæmd stefnuskrár þeirr- ar, sem nú er til umræðu, er þýðingarmesta hágs- munamál verkalýðshreyfingarinnar. Flokksþingið álítur það brýnasta verkefrii þjóð- arinnar að mynda ríkisstjórn, sem hnekkir yfir- ráðum hermangara- og einokunarauðvaldsins, héfur að nýju uppbyggingu atvinnulífsins í þeim lands- fjórðungum, er eyðingin vofir nú yfir og stefnir að því að setja vinnu handa og heila i öndvegi í þjóð- félaginu. Óhugnanlegustu fyrirbærin i þjóðlífinu eiga ræt- ur sinar að rekja til hnignunar og rotnunar auð- valdsskipulagsins sjálfs. Þessvegna verður Sósíal- istaflokkurinn jafnan að vera minnugur þess, að takmarkið er afnám auðvaldsskipulagsins, entía þótt ráðstafanir vinstri ríkisstjórnar myndu á nú- verandi stigi stórauka einkareksturinn á ýmsum sviðum. Verkefni rikisstjórnar, sem styður sig við alþýðusamtökin, er eins og nú standa sakir, að hnekkja valdi einokunarauðvaldsins og hirina er- lendu bandamanna þess í íslenzku efnahagsJifi tryggja stjórnmálalegt og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og tryggja afkomu og efnahagslegt öryggi alþýðunnar til sjávar og sveita. En skilyrðið til þess, að allt þetta gerist og leiði til velfamaðar almennings, er að ríkisvaldið sjálft sé hrifið úr höndum hermangara og einokunaráuð- váldsins og komist í æ ríkara mæli undir áhrif alþýðunnar sjálfrar og samtaka hennar. Með því vinnst það tvennt í senn, að verndað yrði og varið það lýðræði og þau lýðréttindi, er alþýðan nú nýt- ur og komið í veg fyrir, að braskarastéttin taki sér stjómmálalegt alræði, — og hitt að alþýðan geti hafið sókn fram til þjóðfélags samvinnu óg sam- eignar, þjóðfélags sósíalismans. IV. Flokksþingið álítur það veigamesta hlutverk is- lenzkrár verkalýðshreyfingar, við hlið hagsmunabar- átturinar, og 'stjórnmálabarátunnar, að beita sér.fvr- ' >• Framhald á 10.'siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.