Þjóðviljinn - 10.11.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 10. nóvember 1955 — ÞJÓÐVILJINN ■— (11
híaris Kirk:
Hlitgaard
og Synlr
37. dagur
— Nú skiptir mestu a'ð vera rólegur, Klitgaard, sagði
Seidelin. Þú átt ekkert á hættu. Og að’ minnsta kosti
verðum við að sætta okkur við þetta.
__Já, það er félegur fjandi, sagði Jóhannes Klitgaard
beizklega. Það er af þessu og öðru eins sem menn verða
kommúnistar. Fari það bölvað!
Hann bölvaði, því að í anddyri dómshússins sat Eve-
lyn. Hún leit vel út, hugsaöi Jóhannes, og hún var svo
ósvífin að rísa á'fætur og ganga til hans til að heilsa
honum,
__Hvernig líður þér, Jóhannes? kvakaði hún, og hann
fékk sting í hjartað við að heyra rödd bakaradótturinnar
aftur.
—O, svona eins og manni getur liðið á þessum tím-
um, sagði hann. Og hvað er að frétta af þér, Evelyn?
— Þakka þér fyrir, allt ágætt, sagði Evelyn. Ég vinn
í útvarpsverksmiðju með fyrirtaks stúlkum. Launin eru
auðvitaö ekki sérlega há, en það era peningar sem ég
vinn fyrir sjálf, og það er reglulega gaman, eins og þú
hlýtur að skilja, Jóhannes.
Hann langaði mest til að nísta tönnum af reiði. Þarna
stóð kvenmannskindin, sem var þó komin á fimmtugs-
aldur, og Ieit svívirðilega vel út með stinn brjóst og blik
í augnm eins og hún haföi haft frá fyrstu tíð. Og hún
hafði íýst vanþóknun sinni á Jóhannesi Klitgaard og
auðæfum hans og sofið hjá Þjóövei'ja, bannsett gæran.
— Það er gott að þú ert ánægð, sagði hann, og nú sá
hann fleiri málsaöila koma á vettvang. Þarna var Emm-f
anúel, Oluísen málarameistari og Runge gamli skrifári.
Það leyndi sér ekki að Olufsen kom beint af kránni.
— Nú, jæja, þarna er stjórnin komin, sagði Seidelin.
Og eftir nokkrar mínútur verður rétturinn séttur. Vertu
nú bará rólegur, Jóhannes, reyndu umfram allt að stilla
þig, þétta era aðeins smámunir ....
— Þú getur svo sem talað digurbarkalega, hvæsti Jó-
hannes Klitgaard.
Dyrriar opnuöust aftur og inn kom Egon forstjóri
og Fríða feita í fylgd með hörkulegum lögregluþjóni.
Jóhannes leit þau illu auga, því aö maður vissi svo sem
að Egon og Fríöa höfðu leyst dyggilega frá skjóðunni,
þótt þeim hefði veriö sæmst að halda kjafti. En þetta
fékk maður fyrir velvildina við þessa nasistablók og
fituklessuna systur hans.
— Æ, skelfing lítur hún aumkunarlega út, sagði Eve-
lyn. Það er víst hreint ekkert skemmtilegt aö sitja í
tukthúsi, eða heldurðu það Jóhannes? Heyröu annars,
er það hugsanlegt að þú verðir settur inn, hvaö hefurðu
eiginléga gert af þér? Hún var alveg stórkostlegur kven-
maður þegar við hittum hana í Álaborg, eigum við ekki
aðeins aö kasta á hana kveðju?
— Þaö er víst óráðlegt, frú, sajgði Seidelin. Hún er
undir lögreglueftirliti, og það væri hægt að líta svo á að
þér væruð að reyna aö hafa áhrif á vitni.
— Ég kæri mig sannarlega ekki um að hafa, áhrif á
neinn, sagði Evelyn. Má ég ekki heilsa veslings Emman-
úel heldur, hann er svo skelfing sorgmæddur á sviþ-
inn? Jæja, en þá bíð ég þangaö til á eftir, ég vil ekki
gera neitt sem ég má ekki.
Dymar að réttarsalnum voru opnaðar og réttarhöldin
hófust. Jóhannes Klitgaard varð þess vísari að hann
var ákærður um hermang og vítavert fordæmi. Hann
var mjög ófús á að viðurkenna sekt sína.
Eftir réttarhöldin hitti Jóhannes Klitgaard fyrrver-
andi eiginkonu sína og lögfræðing sinn og þau héldu
inn á Café a Porta.
— Viö ættum að geta fengið okkur einhverja hress-
ingu, sagði hann. Og hvernig fannst þér þetta ganga,
Seidelih?
— Það er ekki gott að segja um það enn, sagöi
héraðsdömslögmaðuiinn. Þetta vora fyrstu réttarhöld
og allt er undir því komið hve mikið rétturinn leggur
upp úr vitnisburði Egons og systurinnar. Þau era ekki
bei-'Iínis neinir dýrlingar, og ég skil ekki hvernig í fjand-
anum þú fórst að hafa samneyti við þau?
— Það er vandalaust að vera vitur eftir á, hvæsti Jó-
hannes Klitgaard. Ég gat ekki vitað þá, hvernig þetta
færi allt saman.
— Hann er nasisti og hún er Þjóöverjamella, sagði
Seidelin. Þaö er hvimleitt í meira lagi að þú hefur haft
þau bæði í þjónustú fyrirtækisins. Og lögregluskýrslan
frá Álafoorg var ekki beinlínis uppörvandi.
— Og'svo kemur þaö sjálfsagt fram líka að eiginkona
mín hefur haldið við Þjóðverja, og það kemur niður á
mér, sagði Jóhannes Klitgaard illgirnislega.
— Það er vissulega komið fram nú þegar, kvakaði
Evelyn. Lögreglan hefur líka heimsótt mig og yfirheyrt
mig; það hofðu borizt fréttir frá Álaborg. Og ég sagði
þeim að þaö væri alveg laukrétt, að ég hefði verið milli-
göngumaður fyrir byggingafulltrúa sem var andnasisti
og sendi uppdrætti af hernaðarmannvirkjum til secret
service gegnum danskt heimilisfang. Og þeir eru búnir
að rannsaka málið, þeir komu aftur og báðu mig afsök-
unar, svo aö það verður þér alls ekki til tjóns.
Hún brosti ástúðlega og- Seidelin horfði á hana ást-
föngnum augum. Hefði maður átt svona konu, hefði
maöur sannarlega gætt hennar eins og sjáaldurs auga
síns. En vitaskuld, aulabárðurinn hann Jóhannes ....
— Var þaö þess végna? spurði Jóhannes Klitgaard og
hallaöi sér aö henni. Vorað þið bara saman í frelsishreyf-
ingunni?
— Nei, það veit hamingjan að það var annað og meira,
sagði Evelyn. Qg það veiztu líka, því að ég hef aldrei
dregiö dul á n'eitt. Mér þykir svo skelfing vænt um hann,
þótt hann sé langlíkastur hrossi, og einn góöan veður-
dag kemur hann og sækir mig eins og hann er búinn að
lofa.
— Æ, kvenfólk, kvenfólk, hugsaði Seidelin en upp-
hátt sagöi hann:
— Hinn ófrýnilegi á sér þá
einhverja von kvenfólkinu hjá.
— Menn geta verið mjög fallegir, þótt þeir séu mjög
ófríðir, sagði Evelyn dreymandi, og veslings Jóhannesi
fannst hún aldrei hafa veriö eins falleg og nú. Hún hafði
verið ung og fersk, þegar hann uppgötvaöi hana í brauð-
sölubúðinni, en nú var hún upptendruö af ást og ljóm-
LIGGUR LEIÐIN
Líkbornið
Framhald af 4. síðu.
gerum, ef við nennum að
athuga aðstöðu okkar.
Okkar hlutverk er það fyrst
og fremst að vita um legu
líkþornsins og hvar það er
aumast hverju sinni, stíga á
það, því- gólið er.sá ahsherja r
viti í kjara- og menningarmál-
• um, ‘Sem - geftWí-til Jk-y»«a-hva<r
við erum stödd og hvemig
við eigum að bregðast við til
að gera skyldu okkar við
land og þjóð.
Við erum sem oft fyrr
stödd á krossgötum. Sá sem.
lætur heillast af gólinu og
bítur í flokksskjöldinn er glat-
aður, en hinn sem gerir sér
grein fyrir því að gólið merkir
það, að hann er á réttri leið„
hann stígur fastar á likþorn-
ið og heimtar að stígið sé á
það, þar til seinsemdin spring-
ur eða er burtu skorin, en.
þá er gróandinn og græðslu-
tíminn framundan.
Halldór Pétursson-
etimlisþáÉÉiir
Garho hefur erm áhrif
a fizkuna
Greta Garbo er enn umræðu-j
efni, margar þykkar bækur
hafa. verið skrifaðar um hana'
og margir blaðadálkar voru1
notaðir undir greinar í sam-
bandi við fimratugsafmæli þess-
arar frægu konu. Og í tízku-
heiminum hefur hún einnig
skilið eftir merki sín, sem sjá
má enn þann dag í dag. Það
virðist næstum vera kaldhæðni
örlaganna að Garbo, sem hefur
sjálf engan áhuga á fötum og
stendur alveg á sama um útlit
sitt, hefur haft áhrif á klæða-
burð kvenna um allan heim,
ekki aðeins um stundarsakir
heldur árum saman.
Slétt, frjálsleg hárgreiðsla
hennar og alpahúfan fræga er
Garbo-tízka eins og flestum
mun kunnugt. En þegar við
förúm í þykka og þunga göngu-
skó og erum harla ánægðar
með útlit þeirra, er ekki víst
að við vitum að þá tízku eigum
við einnig henni að þakka. Á
þeim árum þegar kvenfólkið
tróð tánum niður í támjóa og
hælaháa skó sem voru því of
litlir, klæddist hún flatbotna
þægilegum skóm. Það voru
sagðir brandarar um hvað hún
væri fótstór, en í rauninni var
hún alls ekki fótstór, heldur
sýndust fætur hennar stórir í
samanburði við skógrýturnar
sem áður eru nefndar. En'húri
gerði lághæluðu skóna vinsæla
og hún innleiddi þá venju að
konur keyptú það skónúmer
sem þeim var mátulegt.
Hún var einnig fyrst til að
nota síðbuxur, Marlene Dietrich
tók upp þá tízku og notaði
hana. í auglýsingaskyni, en það
breytir ekki þeirri staðreynd
að það var Garbo sem inn-
leiddi þá tízku. Einnig hefur
hún gert sólgleraugu að tízku.
Áður fyrr fannst engum það
fallegt að nota sóigleraugú,
en Garbo gerði það og síðan
öpuðu aðrar leikkonur það eft-
ir henni. Almenningur byrjaði
á þessu líka og nú finnst öílúm
það éðlilegt og sjálfsagt að
notá sólgleraugu þegar þörf
krefur. Þegar Garbo dró sig'
í hlé frá kvikmyndum hefði
mátt ætla að hlutverki hennar
sem tízkufrömuðs væri lokið,
en sú hefur ekki orðið raunin
á. Tízkuatriði eins og lausi
hálsklúturinn sem bundinn ' er
utan á kápu eða jakka er
ótvíræð Garbo-tízka sem tízku-
húsin í París tóku upp á síná
arma fyrir þrem eða fjórum
árutn. Peysur hennar með rúllu-
kraga í hálsinn eru orðin si-
gild tízka, sem við vildum
ógjarnan án vera núna. Og
sameiginlegt öllum þeim tízku-
atriðum sém liún hefur komið
á framfæri er að hún he-ur val-
ið hentug föt og klæðzt þeim..
Hún á eklti veigalítinn þátt i
þeirri staðreynd að tízkan I dag'
er hentug og nytsamleg og' lúx-
ustízkan megnar ekki að’ ná
útbreiðslu, Og fýrir þá sök eina
hefðum við fulla ástæðu til lað
vera henni þakklátar.
fiSðOVIUINN
Utgefandi: Sameiningarflokkur albýSu — Sósialistaílokkurinn. — Ritstjórar: MagtitiS'
Kjartansson íáb.), Siguróur Ouðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaó'a—f;
menn: Ásmundúr Sigurjónssón,'' Bjarnl Benediktsson, Guðmundur Vigfússon. ívar H-
Jónsson, Magús Tórfi Óláfssöri.. - AuBlýSiligastJóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjó®ti, i|
afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími: 7500 (3 línur). — Áskrjlt—
arverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrenni: kr. 17 annarsstaðar. — LausasöiuvtrOí
kr. 1. — Prentsmiðja ÞjóðVilians h.f.