Þjóðviljinn - 10.11.1955, Qupperneq 10
10), — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 10. nóvember 1955
Happdrættísumboðið
sem nú er á Laugavegi 66, er laust frá áramótum. Þeir, sem sækja
vilja um umboðiö, sendi umsóknir í síðasta lagi 26. þ.m. í skrif-
stofu happdrættisins, Tjarnargötu 4, þar verða veittar upplýsing-
ar varðandi umboöið. Umsækjendur veröa aö hafa umráö yfir
heppilegu húsnæöi sem næst þeim staö, þar sem umboöiö er nú.
Happdrætti Háskóla íslands
FiskveiÖasjóður
Framhald af 3. síðu.
f árslok 1954 átti Fiskveiða-
sjóður útistandandi 402 lán með
veði í skipurri og 126 lón með
veði í hraðfrystihúsum, fisjci-
mjölsverksmiðjum, fiskvinnslu-
stöðvum og öðrum fasteignum
útvegsins.
Útistandandi lán nema um
80 millj. króna
Útlán Fiskveiðasjóðs eru nú
■ (31. október 1955) rúmlega 600
■ að tölu og samanlögð upphæð
■ þeirra 79,5 millj. króna. Við-
■
■ skiptamenn sjóðsins eru í öllum
■ kaupstöðum og sýslum lands-
• ins að Vestur-Skaftafellssýslu og
• Rangárvallasýslum undanskild-
■
■ um.
Fiskveiðasjóður hefur annast
! alla starfrækslu Skuldaskilasjóðs
s vélbátaeigenda, sem stofnaður
var árið 1935, ennfremur rekst-
ur Skuldaskilasjóðs útvegsmanna
frá árinu 1951, eftir að skulda-
skilameðferð og lánveitingum
lauk. Þá hefur hann einnig haft
með höndum Styrktar- og lána-
sjóð fiskiskipa og framkvæmda-
sjóð að því er lán til útvegs-
manna snertir og loks afgreiðslu-
og meðferð aðstoðarlána til síld-
arútvegsmanna árin 1945, 1947,
1948 og 1949.
Stjórnendur sjóðsins
Málefni Fiskveiðasjóðs heyra
undir sjávarútvegsmálaráðherra.
Síðastliðin 25 ár hafa banka-
stjórar Útvegsbankans í Reykja-
vík, á hverjum tíma, jafnframt
verið í stjórn sjóðsins.
Forstjóri Fiskveiðasjóðs er
Elías Halldórsson og tók hann
við umsjón sjóðsins þegar rekst-
ur hans er tengdur Útvegsbank-
anum í ársbyrjun 1931.
■■■■■■■■■■■■l■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■p■■■■■■■■■■■a■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■l
Þetta
eru bílarnir
. sem
Þjóðvilja-
happdrættið
býður yður
Það kostar lítið að bjóða
heppnmni heim
Sölufólk!
GERIÐ SKIL
■■■■■■■■■■■■■i
Stjómmálaályktun tíunda flokksþingsins
Framhald af 7. síðu
ir alhliða nýsköpun íslenzks þjóðlífs í anda alþýð-
unnar til þess að forða þjóðinni frá þeirri spill-
ingarhættu, er því nú stafar af rotnun auðvalds-
skipulagsins á hnignunarstigi þess.
Verkalýðshreyfingin verður að ganga með reisn
að þessu verkefni, í fullri vitund þess, að það hefir
verið hlutverk íslenzkrar alþýðu á undanförnum
öldum að varðveita hið dýrasta úr þjóðlífi íslend-
inga og að það verður hlutverk sósíalistiskrar al-
þýðu fslands að vemda og endurreisa allt það
bezta úr fornri þjóðmenningu vorri og reisa á þeim
trausta þjóðlega grunni þá alþýðumenningu fram-
tíðarinnar, sem um leið geri hið bezta í menningu
nútímans að sameign fjöldans.
Það þarf nú þegar að gera sameiginlegt átak
verkalýðsfélaga, samvin(nufélaga og ,hverskyns
menningarfélaga um að endurreisa og fegra
skemmtana-og félagslíf þjóðarinnar, hnekkja áhrif-
um amerískrar ómenningar og kapitaliskrar gróða-
byggju og spillingar. Það þarf að skapa samstarf
slíkra félaga um að reisa félagsheimili fyrir al-
þýðuna, gefa út heilbrigð og góð skemmtirit handa
henni og vinna í hvívetna að eflingu alþýðumenn-
ingar á öllum sviðum þjóðlífsins.
Flokkurinn þarf að efla stórum starf sitt að
því að ala alþýðuna upp í hugsunarhætti
félagshyggju og sósíalisma, bæði með því að vinna
sjálfstætt úr verkefnum þeim, sem bíða á ýmsum
sviðum þjóðlífsins og með því að útbreiða betur
þekkinguna bæði á marxismanum almennt og þvi,
sem unnið er á fslandi í anda sósíalismans.
Flokkurinn, róttækir menntamenn og verkalýðs-
samtökin þurfa að taka höndum saman til þess
að vinna ^jggn siðspillingaráhrifum ameríska auð-
valdsins og aðdáenda þess, gegn vaxandi auð-
hyggju, valdsdýrkun og undirlægjuhætti, — en
leggjast á eitt um að skapa það hugarfar hjá þjóð-
inni, er setur vinnuna, andlega og likamlega, í
öndvegi, metur manngildi ofar öllu öðru og breyt-
ir þjóðfélaginu í samræmi við það.
V.
Það er hlutverk verkalýðsins vegna gildis hans
og áhrifavalds í atvinnulífinu, í krafti forystuað-
stöðu hans í stjórnmálalífinu og reisnar hinnar
sósíalistisku hreyfingar hans í menningarlífinu
að leiða íslendinga fram til þjóðfrelsis og sósíal-
isma á næstu árum og áratugum.
Sigursæl framkvæmd sósíalismans í þriðja hluta
heims, vaxandi þjóðfrelsishreyfing undirokaðra ný-
lenduþjóða, efling verkalýðshreyfingarinnar í öll-
um auðvaldsheiminum og hinn mikli vöxtur friðar-
hreyfingarinnar í gervallri veröld — allt er þetta
íslenzkri alþýðu hin mesta lyftistöng í baráttu
hennar.
En frelsun íslenzkrar alþýðu undan oki erlends
valds og innlends auðvalds getur aðeins verið verk
alþýðunnar sjálfrar. Og hún hefur í höndum sín-
um, öll ytri skilyrði til þess að vinna það
mikla verk. Allt er því komið undir einingu henn-
ar og stefnufestu.
Á það vill 10. flokksþing Sameiningarflokks
alþýðu — Sósíalistaflokksins minna alla íslenzka
alþýðu.