Þjóðviljinn - 03.12.1955, Page 3
Laugardagur 3. desember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Allar félagsbækur Þjóðvinafélagsins
og Menningars jóðs 1955 komnar ut
Félagsmenn fá fimm bækur fyrir 60 kr. og aukafélagsbækumar fyrir
þriðjungi lægra verð en ufanféiagsmenn
Nýstárleg mynd í Stjörnubíói
Á morgun veröur sýnd á vegum MÍR í Stjörnubíói dá-
lítiö óvenjuleg mynd. Er þaö íslandsmynd gerð' af Rússum
er hér voru staddir í sumar er leið, og vissu víst fáir aö
listamenn voni á ferö. Glöggt er gests augað segir þar
og ber myndin þess ljósan vott.
Andvari hefur nú komið út í 80 ár
AHar félagsbækur bókaútgáfu Menningarsjóös og Þjóð-
vinafélagsins 1955 eru nú komnar út, fimm talsins, sam-
tals hálft níunda hundrað bls. Lausasöluverð þeirra sam-
anlagt er kr. 160.00, en félagsmenn fá þær 100 kr. ódýrari,
eða fyrir aöeins kr. 60.00.
Þetta munu hagkvæmustu
hókakaup sem boðin eru á
landi hér. Framkvæmdastjóri
útgáfunnar segir að þótt kostn-
aður við bókaútgáfu hafi enn
hækkað verulega hafi verið á-
kveðið að hafa félagsgjaldið hið
sama og í fyrra og treysta á
hinn stóra og skilvísa kaup-
endahóp útgáfunnar.
Félagsbækurnar eru þessar:
Almanak Hins íslenzka Þjóð-
vinaféiags fyrir árið 1956. Það
flytur að vanda árbók íslands
fyrir sl. ár, eftir Ólaf Hansson
menntaskólakennara, en aðal-
efni þess er grein eftir dr. Þor-
kel Jóhannesson um Tryggva
Gunnarsson, en hann var um
Ágætur fullveldis-
fagnaður ÆFR
Fuliveldisfagiiaður Æskulýðs-í
fylkingarirmar í Reykjavík í
fyrrakvöld var vel sótt skemmt-
iin og ánægjuleg í alla staði.
Hjörleifur Guttormsson stud.
med. flutti prýðilega fullveldis-
ræðu, Þórbergur Þórðarson las
upp stórsnjallan kafla úr hinu
nýkomna seinna bindi Sálms-
ins um blómið, Kristinn Halls-
son söng sex lög af sinni al-
kunnu snilld, sýndar voru tvær
stuttar kvikmyndir er einn Fylk-
ingarfélaginn hafði tekið af för-
inni til Varsjár í sumar og heim-
komu Laxness um daginn, og
að lokum flutti Karl Guðmunds-
son gamanþátt; var mál manna
að honum hefði sjaldan tekizt
betur. Milli þessara atriða var
almennur söngur undir borðum,
og ríkti glaður andi í samkvæm-
inu.
Þegar Fylkingarfélagar komu
niður í bæinn mættu þeir
drukknum Heimdellingum sem
voru að koma af öðrum fullveld-
isfagnaði — í Holsteini.
langt skeið einn helzti forvíg-
ismaður Þjóðvinafélagsins og
ritstjóri almanaksins.
Andvari 80. árgangur. Hann
flytur nú stutta ævisögu Guð-
mundar Björnsonar landlæknis,
er Páll V. Kolka hefur ritað.
„Nú taka öll hús að brenna"
heitir grein eftir Barða Guð-
mundsson, ræðir hann þar um
frásagnir af brennum á sögu-
öld. Dr. Björn Þórðarson ritar
grein í Andvara um Magnús
Gissurarson Skálholtsbiskup.
Ljóðmæli Gísla Brynjúifsson-
ar, úrval, er í flokknum Islenzk
úrvalsrit. Eiríkur Hreinn Finn-
bogason hefur valið kvæðin og
ritar allýtarlegan formála um
Gílsa Brynjúlfsson og ljóð
hans. Þetta er 14. bókin í
safninu tslenzk úrvalsrit.
Jörðin, eftir Ástvald Eydal
licensíat tilheyrir flokknum
Lönd og lýðir. Bókin er jarð-
fræðilegt yfirlit og eru kafla-
heiti hennar þessi: Jörðin og
sólkerfið, Loftið, Jarðbelti og
landsnytjar, Dýralíf, Hafið og
landið. Þá eru nokkrar töflur
í bókinni og um 100 myndir til
skýringar efni hennar.
Loks er skáldsagan: Saga
dómarans. Höfundurinn er
brezkur, Charles Morgan. Þýð-
andi er sr. Gunnar Árnason.
Með þessum árgangi félags-
bókanna kemur út 80. árgangur
af Andvara, tímariti Jóns Sig-
urðssonar. Það má því segja
að bókaútgáfa Þjóðvinaíélags-
ins eigi 80 ára afmæli um þess-
ar mundir. Andvari hefur frá
upphafi verið kjörviður útgáf-
unnar, og er því ekki fjarri,
að miða aldur hennar við út-
komu þessa merka tímarits.
Bókaútgáfa Þjóðvinafélagsins
var frá öndverðu þjóðarútgáfa.
Henni var tekið fagnandi hendi
af bókasnauðu eti lestrarfúsu
landsfólki, sem var að vakna til
Opna í dag ljósmyndastofu að Bergstaðastræti 12
undir nafninu
LjósniyndasÉofan Fllman
Ljósmyndastofan‘tekur að sér allar venjulegar mynda-
tökur á stofunni, auk þess auglýsingamyndir, myndatökur
í heimahúsum, samkvæntum o.fl. eftir því sem tími vinnst
til. Passamyndir afgreiddar daginn eftir að þær eru teknar.
Allar prufur afgreiddar eftir tvo daga. Áherzla lögð á
vandaða vinnu.
Bergstaðastræti 12 — Reykjavík — Sími 1367
Þórarinn Sigurðsson, ljósmyndari.
MitttfllHUMUaMI
meðvitundar um nýja og hetri
tíma í lok síðustu aldar. Helztu
máttarstólpar útgáfunnar voru
þeir Jón Sigurðsson og Tryggvi
Gunnarsson, sem um langt
skeið voru ritstjórar Andvara
og Almanaksins.
Markmið þessara mætu
manna með stofnun Þjóðvina-
félagsins var m.a. það að veita
þjóðinni fræðandi og menntandi
lestrarefni. Þessu sjónarmiði
hefur Bókaútgáfa Þjóðvinafé-
lagsins og Menningarsjóðs
reynt að fylgja og er útgáfan
fjölmennasta bókaútgáfufélag
landsins.
Á sýningunni er úrval þeirra
muna, sem sjúklingamir hafa
gert undir stjóm Jónu Kristó-
fersdóttur og amerískrar stúlku,
en báðar hafa þær kynnt sér
sérstaklega vinnulælcningar. —
Leiðbeina þær nú um 60 sjúk-
lingum daglega í þessum efn-
um.
Sýningarmunirnir em hinir
margvíslegustu og eiga þó allir
eitt sameiginlegt: þeir em nær
undantekningarlaust mjög vand
virknislega unnir og myndu
sóma sér vel á hvaða listiðn-
aðarsýningu sem væri. Þarna
eru allskonar gripir skornir í
bein, tré og plast, svo sem
pappírshnífar, hókmerki, flagg-
stengur ösfrv. Einnig fléttaðir
bastmunir, leikföng, prjónles
allskonar, að ógleymdum út-
saumuðu mununum, knippling-
um ofl.
Helgi Tómasson yfirlæknir
Kleppsspítalans gat þess í gær,
er hann sýndi fréttamönnum
sýninguna, að um það bil helm-
ingur allra sjúklinga spítalans,
en þeir em nú um 300, ynnu
einhverskonar vinnu, sumir úti-
vinnu á spítalalóðinni, aðrir
Þing Sveinasam-
bands bygginga-
manna
20. þing Sveinasambands
byggingamanna var sett sl.
sunnudag. Forseti sambandsins,
Ólafur Jónsson málari, setti
þingið og las skýrslu sam-
bandsstjórnar. — Voru síðan
kosnir starfsmenn þingsins, og
Lárus Bjarnfreðsson málari
kosinn forseti þess, en ritarar
Matthías Ólafsson málari, og
Jón Ari Ágústsson múrari.
Framhaldsfundur verður nk.
sunnudag, og verða þá tekin
fyrir og rædd hin ýmsu hags-
munamál byggingaiðnaðar-
manna, þ.á.m. eftirlit með ó-
faglærðum, sem er eitt laf
vandamálum sambandsins.
Islenzk náttúra vekur hjá
þeim ástúð sem halda mætti að
Islendingum væri einum lagið.
I myndum tjá þeir allt sem við
mundum sagt liafa ef ekki
brysti tækni. Við förum með
þeim á síldveiðar og vantar
ekkert nema Jónas Árnason
sem þul. Sjö ára gamall Norð-
lendingur er svo gagntekinn af
því að aka traktor að þeir geta
ómögulega fengið hann til að
brosa. Það vaxa ennþá blóm í
gluggakistunni þar sem Jónas
Hallgrímsson bjó endur fyrir
löngu. Halldór Kiljan sem þá
var ekki búinn að fá Nóhels-
störfuðu að hugðarefnum sín-
um á spítaladeildunum, en flest-
ir á námskeiðum þeim í list-
munagerð sem fyrr er getið.
Lagði hann áherzlu á að list-
munagerð þessi væri ein af
lækningaaðferðum sínum, líkt
og þegar gefin eru róandi lyf
tvisvar til þrisvar á dag eins
og hann komst að orði. Það
væri löngu sannað að hugur
mannsins hvíldist við hverskon-
ar líkamlegt starf, enda teldi
hann árangur þessara lækninga
mjög mikinn. Við vinnu þessa
er reynt að laða fram það list-
ræna í huga hvers sjúklings,
jafnframt því sem leitast er
við að láta hið sérstæða í fari
hvers og eins njóta sín.
Sýning þess, sagði dr. Helgi,
á að geta sýnt mönnum að
,,Kleppsvinna“ er fyrsta flokks
vinna, en ekki til einskis nýtt
puð eins og almenningur hefur
haldið og trúað allt til þessa.
Þetta er þó ekki eini tilgang-
ur sýningarinnar, því allt það
sem inn kemur við sölu mun-
anna rennur í Jólagjafasjóð
sjúklinganna á Kleppi, sjóð
sem eins og nafnið bendir til
er varið til kaupa á jólagjöf-
um handa sjúklingum. Ekki
sakar að geta þess að lokum,
að verð sýningarmuna er mjög
lágt miðað við gæði þeirra.
Foreldiaiélagsíundur
í Laugamesskóla
Foreldrafélag' Laugarnesskóla
heldur aðalfund sunnudaginn 4.
des. kl. 4 í Laugarnesskólanum.
Fundarefni: Fréttaþáttur —
frá starfi foreldrafélaga. Um
bekkjarfundi með foreldrum:
Ragnar Þorgrimsson. Kristinn
Gíslason, formaður Kennarafé-
lags Laugamesskóla, skýrir frá
sjónarmiðum og niðurstöðum
varðandi bekkjarfundi. Frjálsar
umræður. Einleikur á píanó:
Kolbrún Sæmundsdóttir. Aðal-
fundarstörf. Kennurum skólans
er sérstaklega boðið á fundinn.
Allir foreldrar úr hverfinu
velkomnir.
verðlaun sést hér skrifa á rit-
vél með tveim puttum, ljós-
hærð hnáta, dóttir, horfir á
pabba sinn.
Þess ber að geta að mynd
þessi er samin fyrir um það bil
200 millj. Sovét-Rússa. „Miðað
við fólksfjölda“ eiga Islending-
ar víst heimsmet í Sovétníði.
Það er heldur skemmtilegt að
sjá hvernig þeir launa okkur
skáldskapinn, sumt í þjóðlíli
okkar gæti verið runnið undan
rifjum íhaldsins, vel að merkja
ef íhaldið hefði hugmyndaflug.
Islenzk músik fylgir mynd-
inni allri, Alfreð Clausen, Páll
Isólfsson ofl.
Ennfremur verður sýnd eink-
ar skemmtileg dans- og söngva-
mynd, „Söngvar átthaganna“.
Hin undurblíða rússneska al-
þýðumúsik á sívaxandi vinsæld-
um að fagna svo ekki séu
nefndir hinir spilfjörugu dans-
ar.
„Viljirðu hitta rússneska
stúlku þá komdu til Voronesh“.
Myndin er full af söng og dansi
eins og nafnið gefur til kynna.
Það er ætlun MÍR að hafa
kvikmyndasýningar tvisvar i
mánuði í vetur, eina barna- og
eina fullorðinssýningu. I þetta
sinn er fullorðinssýning sam-
kvæmt dagskrá, en börn og
fullorðin eiga hér vísa skemmt-
un.
Spánný fréttamynd fylgir og
sniðug teiknimynd ef tími
vinnst til. Aðgangseyrir er sá
sama og að venjulegum bíósýn-
ingum. Munið að sýningin hefst
kl. 3.
Rauðhólaropnaðir
fyrir fleirum en
Eimskip
Bæjarráð samþykkti á fundi
sínum í gær að heimila ein-
staklingum að taka efni í Rauð-
hólum á sama hátt og Eimskip
heíur fengið og blaðið upplýsti
í gær. Er þetta leyfi veitt fyrst
um sinn og verður efnistakan
háð eftirliti bæjarverkfræðings.
Blaðinu barst í gærkvöld
greinargerð frá skrifstofu bæj-
arverkfræðings um þetta mál.
Vegna rúmleysis er ekki unnt
að birta hana í heild. Er hún
algjör staðfesting á því að
frásögn Þjóðviljans hafi verið
rétt. Þó segir í greinargerðinni
að það hafi ekki verið Eimskip
heldur „fulltriiar Þróttar" sem
beðið hafi um e'nistökuleyfi
fyrir Eimskip í Rauðhólum.
Teppafilt
Verð kr. 32.00
T0LED0
Flschersundi
Klukkan 1 e.h. í dag veröur opnuð sölusýning á rúm-
lega 1300 handunnum munum, sem sjúklingar á geð-
veikrahælinu Kleppi hafa gert á undanförnum árum. Sýn-
ingin er til húsa í kjallara gömlu spítalabygging'arinnar
og' verður opin til kl. 10 í kvöld og einnig á morgun.