Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1955næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Þjóðviljinn - 10.12.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.12.1955, Blaðsíða 12
Allar aukaíélagsbækur Meeingar- • / SjOOS Oj Bókaútgáfa. MenningarsjóÖ's og Þjóövinafélagsins send- ir nú á markaöinn síöustu aukafélagsbækur sínar á þessu ári. Frásagnir eftir Árna Óla, íslenzkar dulsagnir 2. bindi, eftir Oscar Clausen og Undraheim dýranna, eftir Maurice Burton. | Áður eru komnar úr á þessu ári fjórar aukafélagsbækur hjá útgáfunni, Saga íslendinga 8. bindi, fyrri hluti, eftir Jónas Jónsson. Tryggvi Gunnarsson, 1. bindi eftir dr. Þorkel Jóhannes- ;son. Heimsbókmenntasaga, fyrra 'bindi, eftir Kristmann Guð- inundsson og Bókband og smíð- ar, eftir Guðmund Frímann. Aukafélagsbækur eru þessar bækur nefndar vegna þess, að félagsmenn útgáfunnar njóta sér- stakra vildarkjara um kaup á þeim óg nemur afslátturinn um 25 fi. Félagsbækurnar, sem eru 5, fá félagsmenn hinsvegar gegn föstu árgjaldi, og eru þær allar Jkomnar út. Félagsgjaldið þetta ár kr. 60.00. Frásagnir, eftir Áma Óla rit- stjóra, er, eins og nafnið bendir til, frásagnir af mönnum og merkurn atburðum úr iífi og sögu þjóðarinnar. Efnið er höfundin- um mjög hugstætt. Hafa fyrri bækur hans um líkt efni orðið sérstaklega vinsælar og víðlesn- ar. í þessari nýju bók sinni, Frá- s.ögnum, dregur hann upp margar skýrar og athyglisverðar myndir úr sögu lands og lýðs á liðnum öldum. fslen/.kar dulsagnir, eftir Óscar Clausen rithöfund komu út á s.l. ári. Nú er komið út 2. bindi af þessu safni, og eru þar skráðar margar merkilegar sagnir af dulrænni reynslu íslenzkra manna og kvenna. Höfundurinn er kunnur fræðaþulur og hefur samið margar bækur um dulræn efni og þjóðleg fræði, fslenzkar dulsagnir hafa að geyma mikinn fróðleik fyrir alla þá, er dulræn- um fra*ðum unna. Undraheimur dýranna, er rit- uð af frægum brezkum náttúru- fræðingi, Maurice Burton, en þýðinguna önnuðust þeir dr. Broddi Jóhannesson og Guð- fnundur Þorláksson magister. Bók þessi er skemmtilega skrif- uð, og segir frá ýmsum furðu- legum færirbærum í dýraríkinu og náttúrunni. Jafnframt því að vera visindarit, er bókin heill- andi lestrarefni, því að frásagnir höfundarins af dýrum, fuglum, fiskum og jurtum eru liíandi og efnisríkar. Eins og fyrr segir, eru allar fé- lagsbækur Bókaútgáfu Þjóðvina- félagsins og Menningarsjóðs komnar út. Geta því félagsmenn í Reykjavík vitjað þeirra til af- greiðslunnar nú þegar, og félags- menn úti á landi innan fárra daga til umboðsmanna útgáfunn- ar. Jafnframt er tækifæri fyrir félagsmenn að tryggja sér auka- félagsbækurnar með hinum góðu kjörum, meðan upplag þeirra endist. Seinasta kvik- myndasýning MÍR íyrir jóí Á morgun verður í Stjörnubíói 3. kvikmyndasýning MÍR og sú seinasta fýrir jól. Troðfullt hús var á báðum fyrri sýningunum. Verður barnasýning að þessu sinni og fjölbreytt dagskrá eins og áður. Sýndar verða teikni- myndirnar „Refurinn undirförli“ og „Bræðurnir“. Þá er mynd er sýnir útilíf sovézkra skáta og loks er aðalmyndin og sú lengsta, „Bjóramir", saga af bjórafjöl- skyldu. Og mnbassa- darar enn Ríkisstjórnir Islajtds og Sam- bandslýðveldis Þýzkalands hafa í hyggju vegna þeirrar áherzlu, sem þær leggja á að efla vin- áttu sína og náin samskipti, ákveðið að hækka sendiherra sína í Reykjavik og Bonn í tign og skipa þá ambassadora. Reykjavík, 9. desember 1955. . (Frá utanríkisráðuneytinu). iMÓÐVILJINII Laugardagur 10. desember 1955 — 20. árgangur — 281. tölublað Heimsljós, ömrnr útgáfa Ljós- víkingsins, kemur út í dag 1 tilefni þess að Halldór Kiljau Laxness tekur í dag við Nóbels- verðlauminum sendir Helgafell á markaðinn 2. útgáfu Ljós\ík- ingsins er nú hefur hlotið heildarheitið Heimsljós. Er verkið í tveim bindmn, samtals 681 blaðsíða. Sibeliusar-tónleikar r l Háskólaiium á morgun Þar verða flutt tvö kammerverk og sungin lög eftir hið níræða tónskáld Fyrir frumkvæði kennara við Tónlistarskólann í Reykjavík veröa haldnir tónleikar í hátíöasal Háskólans á morgtm og þá minnst 90 ára afmælis finnska tónskálds- ins Sibeliusar meö flutningi nokkurra af smærri verkmn hans. Tónleikarnir hefjast kl. 5 síðdegis. Björn Ólafsson og Árni Krist-^' jánsson leika sónatínu fyrir fiðlu og píanó, strokkvartett Björns flytur kvartett bp. 56 og Þor- steinn Ilannesson syngur 6 söng- lög. í kvartettinum eru auk stjórnandans Jósef Felzman, Jón Sen og Einar Vigfússon. Sagnabálkurinn um Ólaf Kára- son Ljósvíking kom út í fjórurh bindum árin 1937—1940 — eitt bindi á ári. Þau nefndust þá: Ljós heimsins, Höll sumarlands- ins, Hús skáldsins, Fegurð him- insins. Heildarheiti verksins nú er dregið af upphaflegu heiti fyrsta bindisins, en í þessari út- gáfu hefur sá hluti sögunnar verið nefndur Kraftbirtingar- hljómur guðdómsins. Upphafleg nöfn annars og þriðja bindis halda sér í þessari útgáfu, en nafni hins síðara er ofurlítið hnikað — heitir nú Fegurð him- ins. Fyrra bindi hinnar nýju út- gáfu hefur inni að halda Kraft- birtingarhljóm guðdómsins og Skipsferð til Englands Pósthúsið hehir beðið blaðið að vekja athygli á því að um helgina fellur skipsferð til Englands. Margir munu hafa áhuga á að koma þangað bögglum og öðrum pósti fyrir jólin, og eru þeir þá vinsam- lega beðnir að koma því í póststofuna fyrir kl. 5 í dag. Sjéiiieiin! Kjésið B- listann Sjómannafélag Reykjavikur Samþykkti á fundi sínum s. 1. sunnudag að skora á stjórn fé- lagsins að hefja innheimtu á hlut sjómanna af bátagjald- eyri fyrir árin 1952 og 1953. Sjómenn sem voru á bátunum þessi ár ættu að athuga plögg sín og láta ekki standa á sér að koma með reikninga yfir úppgjör eða önnur skilriki, svo stjórnin geti ekki falið sofanda- hátt sinn í þessu máli bakvið þá afsökun að hana vanti gögn. Þá skulu sjómenn minntir á að stjórnarkosning í SR stend- ur yfir og er kosið alla virka daga kl. 3-6 nema auglýstur sé ánnar tími. Kosningin fer fram í skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Það er fastlega skorað á sjó- menn að sækja kosninguna og fylkja sér um sjómannalistann, lista stjórnarandstöðunnar, B- listaiui! Sónatinan og kvartetjinn munu hafa ^rið leikín hér á tónleik- um áður, og einnig munu nokk- ur af lögunum sem Þorsteinn syngur hafa hejrrzt hér opin- berlega, en annars eru verk hins mikla finnska tónskálds alltof lítið þekkt hér á landi. Auk of- angreindra verka og nokkurra annarra smærri tónsmíða munu ekki hafa værið flutt hér á tón- leikum önnur af meiriháttar hljómsveitarverkum Sibelíusar en Önnur sinfónía hans og tón- verkin Finlandia og En Saga. Árni Kristjánsson pianóleikari gat þess í útvarpserindi sínu í fyrrakvöld, að Sibelius væri fyrst og fremst sinfóniskt tón- skáld og flutningur smærri verka hans gefur því aðeins óljósa mynd um það sem eítir hann ligg- ur. Hefði því verið vel við eig- andi að efna hér lil hljómsveit- artónleika í tilefni niræðisaf- mælis tónskáldsins og kynna ístenzkum hlustendum nokkur af stærri verkum hans. Af því gat t>ó ekki orðið af ástæðum sem öllum eru kunnar: Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri lagði Sinfóníuhljómsveitina niður í byrjun fyrra mánaðar og hefur síðan staðið einn í vegi i'yrir því að lagður yrði grundvöllur að áframhaldandi starfsemi hennar. Gjörsamlega éviðunandi að togarar liggi aðgerðalausir mánuðum saman Fi*umvai*piö um kaup eöa leigunám togara, sem liggja bundnir mánuöum saman, kom tll 1. umr. á fundi neöri deildar í gær. væri, að á rekstri þeirra yrði engin stöðvun. Við flutningsmenn lítum svo á, sagði Gils, að það standi engum nær en rikinu að koma til skjal- anna, þegar eigendur skipanna ekki treysta sér til að gera þau út. Það er alþjóðarnauðsyn, að fýrirbyggja það tjón, er af sliku hlýzt. Málinu var að lokinni fram- sögu vísað til 2. umræðu og sjávarútvegsmálaneínöar. Gils Guðmundsson hafði fram- sögu og rakti ástæðurnar fyrir því að frv. er borið fram. Benti hann á þær staðreyndir, að tog- ararnir væru afkastamestu at- vinnutæki þjóðarinnar. Þeir öfl- uðu gjaldeyrisverðmæta, sem næmi allt að 1 milljón á mánuði, það væri því dýr hver dagurinn, sem þeir lægju bundnir. Þegar þeása væri gætt, þá væri það hin brýnasta nauðsyn, að tryggt Höll sumarlandsins,, og er 360 blaðsíður. Hið síðara hefur að geyma Hús skáldsins og Fegurð himins.og það er 321 blaðsíður. Ekki er gerð nein grein fyrir því hvort höfundur hefur breytt sögunni íyrir þessa útgáfu, en gera má ráð fyrir einhverjum breytingum, eins og við endur- prentun fyrri verka. Sagnabálkurinn um Ólaf Kára- son hefur jafnan verið nefndur Ljósvíkingurinn í munni alþýðu, og er hætt við að nýja nafnið sigri ekki viðstöðulaust. Þó er það sjálfsagt þessi nafnbreyting sem veldur þvi að útgáfan aug- lýsir Heimsljós sem „nýja bók“ eftir Halldór Kiljan Laxness, og er gott að vera djarfur í fram- setningu. Það er fagnaðarefni að eiga nú kost á sögunum um Ólaf Kára- son í nýrri og fallfcgri útgáfu. Tvær æ\ intýrabækur frá F erðabókaútgáfimni Feröabókaútgáfan hefur sent frá sér tvær bækur, Sælu- dagar og svaðilfarir og Asía heillar. Höfundur fyrri bókarinnar nefnist Hans de Meiss-Teufí'en, Svisslendingur sem snemma lióf ævintýraleit og hefur lent í síður og prentuð í er 224 Rún. Asía heillar er eftir Roy Chapman Andrews, banda- Skiladagur í happdrætti Þjóðviljans Deildasamkeppni hafixt 14 dagar eru nú eftir þar til dregið verður í hinu vinsæla happdrætti Þjóðviljans. Þessir fjórtán dagar skera úr um það hvernig okkur tekst að tryggja f járhagslega útkomu baráttumálgagns okkar. Þess vegna verða allir velunnarar blaðsins að hefjast nú handa og stórauka þá sókn, sem liafin var svo myndarlega í fyrstu lotunni. 1 dag hef jum við deilda • samkeppni milli flokksdeild- anna. Láta mun nærri að all- ar deildirnar séu komnar í 60% miðað við það mark, sem við settum okkur. Fullir möguleikar eru á að Reykjavíkurdeildirnar geti náð þvi marki, sem' þeim var sett, eðá náð 100%; Það að deildirnar eru svona jafnar eykur mjög suenning þessarar samkeppni. Ekki dregur það heldur úr spenningnum að á- kveðið hefur verið að veita. þrem deildum, sem koma til með að skara fram úr við lokin verð- laun sem ekki mun verða birt hver eru fyrr en um leið og vinningsnúmerin, en óhætt mun að fullyrða að þau verða ekki af verri endanum. Til margs er því að vinna: Tryggja útlcomu Þ.jóðviljans, hljóta t\o veglega bíla, kross- gátu- og inyndagátuverðlaun og síðast þati þrjú leyniverðlaun sem þær deildir hl.jóta, sein ..... . , lilutskarpastar verða í déildar- morgu misjofnu, stundað sigl-1 rískan landkönnuð og náttúru- samkeppninni. mgar víða um höf, fengizt við ; fræðing, eu önnur af bókum j ’ Tðkum •mvndarleea á strax í smygl, njósnað fyrir Breta og j hans, Undir heillastjörnu kom!, ™ / ‘ S ...F Þjóðverja samtímis. Frá þess-! út í fyrra. Hér greinir hann . ®k(?adaffUrQ“. ^ f}™' ari fjölbreytilegu reynslu segir I frá leiðöngrum sínum í Aust- SkrifstoI"a Sosialistafelags hann í bókinni Sæludagar ogj urasíu, veiðiferðum og kynn-1 Re-ykJavikur’ Tjamargötu 20, verður opin i dag frá kl. 9-12 og 1-6. Á morg"un birtum við fyrsta yfirlitið um stöðuna í i deildunum. svaðilfarir sem Hersteinn Páls- Um af mönnum og dýrunn _______________ son ritstjóri hefur þýtt. Nokkr- ar myndir eru i bókinni sem Bókina þýddi Ævar R. Kvar- an, hún er 200 síður og prent- uð í Rún.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 281. tölublað (10.12.1955)
https://timarit.is/issue/215439

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

281. tölublað (10.12.1955)

Aðgerðir: