Þjóðviljinn - 16.12.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.12.1955, Blaðsíða 1
Föstudagur 16. desember 1955 — 20. árgangur — 286. tölublað Fulltrúar meirihluta Reykvíkinga í bæjarstjóm: Alarer sleínubreytina er nauðsynleg Stórauka jbarf framlög fil IbúcSabygginga og verk- legra framkvœmda og minnka skrlffinnsku- bákniÓ og lœkka ónauSsynleg utgjöld Þau tímamót gerðust í bæiarstjórn Reykjavíkur ber að sama brunni: alltaf / j- r > n ■ »ii . fi ii hækka útgjöld og reksturskostn- i gær ao iulltruar allra minnmlutaiiokkanna — sem eru íulltrúar meirihluta kjósenda í bænum — fluttu sameiginlegar breytingartillögur við fjárhagsáætlun íhaldsins- Ætti það að vera fyrirboði þess að styttast fari sá tími sem íhaldinu helzt það uppi að stjórna bænum gegn hagsmunum almennings í þágu fá- mennrar auðstéttar. Fjárhagsáætlun Rej’kjavíkur var til síðarj umræðu og fullnað- arafgreiðslu á fundinum. Gunn- ar Thoroddsen borgarstjóri flutti framsöguræðu fyrir fjárhags- áætlunarfrumvarpi íhaldsins, og stóð ræða hans í ca. 4 mínútur. Guðmundur Vigfússon hafði framsögu fyrir breytingartillög- um minnihlutaflokkanna: Það ætti ekki að þurfa að vera deilu- mál að stefna sú í fjárhagsmál- um sem fylgt er nú hér á landi hefur mjög autin útgjöld í för með sér fyrir bæjarfélagið. Jafn- framt er þess að gæta að vax- andi borg eins og Reykjavík verður að hafa með höndum miklar framkvæmdir, — og þykir okkur í minnihlutanum þær löngum ganga slælega, og illa efnd kosningaloforðin. I>að er stefna Sjálfstæðis- flokksins í iandsinálum sem fyrst og fremst ber ábyrgð á aukniim útgjöldum vegna ört vaxandi dýrtíðar. Það er hlutverk bæjarstjórn- arinnar að vega og meta hvern- ig mæta beri vaxandi útgjöld- um. Ætlun meirihlutans, íhalds- ins er að hækka fjárhagsáætlun- ina um 37% og útsvörin um 40%. LÆKKUN TIL ÍBÚÐA- BYGGINGA Samtímis 40% útsvarshækkun boðar íhaldið 19% Jækkun á framlagi til íbúðabygginga, en á engu sviði þarf bæjarfélagið að taka eins rösklega til hönd- um og i íbúðabyggingum, eink- um yfir þær þúsundir Reyk- víkinga er árum saman hafa búið i heilsuspillandi og óhæfu húsnæði, og þá sérstaklega þá er búa i bröggum. Hér þarf allt aðra stefnu. í fyrsta lagi þarf að lækka öll ónauðsynleg útgjöld og í öðru lagi er það Jágmark að verja a. m. k. hlutfallslega jafnmiklu fé til íbúðabygginga og gert var á s. 1. ári. BORGARSTJÓRINN HEF- UR GEFIZT UPP Okkur er tjáð að „spaniað- arnefnd“ íhaldsins hafi samið þetta frumvarp. Einu sinni fékk íhaldið „spamaðarsérfræðing" alla- leið frá Chicago, en allt aður bæjarins. Þau hækka ekki aðeins i samræmi við aukna dýrtíð, Iieldur langt fram yfir það. í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir stórauknum tekjuaf- gangi. Hvað þýðir það? Það þýð- ir að borgarstjórinn gerir sér ekki vonir um að takast megi að fá lánsfé til framkvæmcla bæjarins. Það þýðir jafnframt að borgarstjórinn hefur gefizt upp við að innheimta þær 10— 20 millj. kr. sem bærinn á hjá tíkinu í ógreiddum framlögum til skólabygginga og heilbrigð- isstofnana. Það nær vitanlega ekki nokk- urri átt að bærinn leggi rik- issjóði til rekstursíé með slík- um hætti og afli í þess stað sjálfum sér rekstursfjár með siauknum álögum á bæjarbúa. ALGERT ÁBYRGÐAR- LEYSI Bæjarstjórnarmeirihlutinn hef- ur valið þá leið að stórauka álögur á bæjarbúa. Við í minni- hlutanum lögðum hinsvegar til að fela bæjarráði að endurskoða fjáihagsáætlunina í því augna- miði að lækka öll ónauðsynleg felldi slíka endurskoðun. Þegar hækka á fjárhagsáætlunina um 37% og útsvörin um 40% er algert ábyrgðarleysi að hafna með öllu að bæjarráð athugi um ráð til lækkunar. IBUÐABYGGINGAR Breytingartillögur okkar alger stefnubreyting frá áætl- un íhaldsins. Við leggjum til að lækka ýmis ónauðs.vnleg útgjöld en leggja til ný eða aukin fram- Framhald á 9. siðu. Alþingi hélt áfram fund-j um fram eftír kvöldi tíl að \ ræða frumvarpið um launa-j lögin. Allmargar tíllögur j hafa eim verið bornar framí tíl brejiingar, bæði tíl lag- ‘ færingar hvað snertí lág-j tekjumenn og um að minnkaj kauphækkun hátekjumamui. í umræðunum fluttí Sig-j urður Guðnason ágæta ræðuj og gerði grein fyrir sjónar-j miði sínu og stefnu verka- manna. Verður nánar sagt frá; umræðunum og atkvæða-1 gretðslu á morgun. Óveður á höfum Mikið óveður hefur geisað undanfarna sólarhringa á norð- urhöfum, á norðanverðu Atlanz- hafi, Norðursjó og Eystrasalti eru og nokkur skip verið í sjávar- háska. Norskt skip strandaði 1 gær við Svíþjóð, og sovézkur togari norðan Þórshafnar í Færeyjum. Áhöfnunum var bjargað. Nasser hótar hörðu ef árásum ísraelsmamia linnir ekki Eg-yptar munu beita öllum hernaöarmætti sínum gegn ísraelsmönnum ef árásum þeirra. á sýrlenzkar og egypzk- ar landamærahersveitir linnir ekki. Nasser, forsætisráðherra Eg- yptalands, lýsti þessu yfir í gær i Kairó og hafði áður látið sendiherra. Bretlands og Banda- ríkjanna vita af Jþessari ákvörðun. Tilefnið er árás ísra- elsmanna á Sýrlendinga aðfara- nótt mánudagsins. Stjórn Sýr- lands hefur kært árásina fyrir Öryggisráðinu og verður kær- útgjöld. Meirihlutinn, íhaldið, an tekin fyrir á fundi ráðsins í dag. Brezka stjórnin hefur til- kynnt stjórn ísraels að full- trúi hennar muni greiða atkv, með því að Öryggisráðið taki kæruna á dagskrá. Forseti ísraels sagði í gær að Vesturveldin gerðu sér ekki fyllilega grein fyrir því hve hættulegt ástandið væri fyrir botni Miðjarðarhafsins. BE Ríkisstiórnin guggnar Ríkisstj. hefur nú guggn-J að á því að berja fram hiði sérstaka frumvarp sem húnj bar fram um hækkun ráð-i herralauna í 65 þúsund kr. j grunnlaun. Er nú lagt til aði launin verði í hinum ai- í mennu launalögum. Þessi viðbrögð stjórnar- i innar sýna að hún hefurj orðið þess vör að almenn- i ingur fordæmir hinar gífur-j legu hækkanir tíl hátekju-2 manna. Hún er orðin hrædd.j Próf. Ólafur Lár- usson heiðurs- dokior við Helsinkiháskóla Ölafur Lárusson prófessor hefur verið kjörinn heiöurs- doktor í lögum við háskólann í Helsinki. Var doktorskjörinu lýst við hátíðlega atliöfn í Hcls- inki í fyrradag og veitt.i Erik Juuranto, aðalræðismaður ís- lands þar í borg, doktorsbréfinu viðtöiku fyrir hönd Ólafs, sem ekki gat þegið boð háskólans um að vera viðstaddur athöfn- ina. — Þetta er í fyrsta skipti sem íslenzkur maður er sæmdur doktorsnafnbót við finnskan háskóla. Aldrei meiri hætta en nix al hernaðarmætti Sovétríkianna" Ályktar A-bar>dalagsrá8ið sem ákveSur að .samrœma' ratsjárkerfi aSildarrikjanna „Hættan sem aðildarríkjum Atlanzbandalagsins stafar af hernaöarmætti Sovétríkjanna, er meiri nú en nokkru sinni áöur.“ Þannig er komizt að orði í á- lyktun sem samþykkt var í gær á fundi ráðherranefndar Atlanz-1 bandalagsins í París. Ályktunin var lögð fyrir nefndina af hern-, aðarráði bandalagsins. í ályktuninni segir, að ekkert i bendi til aö Sovétríkin hafij dregið úr vígbúnaði sínurn. Þó! er viðurkennt a.ð Sovétríkm. hafi \ fækkað í her sínum um 640.000 j manns, en sagt, að sú fækkun! hafi ekki haft i för með sér að dregið hafi að ráði úr her- j styrk beirra, þa r'scrn betri vopn og búnaður hersins hafi meira en vegið upp á móti henni. Sérstök áherzla er lögð á að floti og flugher Sovétríkjanna hafi stórum eflzt og segir að flugherinn ráði nú yfir sprengju flugvélum sem geti flogið til fjarlægustu staða í ríkjum bandalagsins og heim aftur, án millilendingar. Hernaðarráð bandalagsins, þ. e. hinir bandarísku liershöfð- ingjar sem því stjórna, kvartar yfir því að mikið skorti á að fullkomin samvinna sé með her- stjórnum hinna einstöku aðild- arríkja, einkum um loftvarnir, og einnig milli flugherstjórna bandalagsins. Þær eru fjórar, ein í Osló fyrir norðursvæði bandalagsins, önmir í Fontaine- bleu í Frakklandi fyrir miðsvæð- ið, þriðja í Napólí fyrir suður- svæðið, og sú fjórða í Bretlandi. Verður reynt að bæta. samvinnu milli þessara fjögurra svæða- stjórna. ,, Sam ræming“ rat sjá rkerfa Hernaðarráðið kvartar enn- fremur yfir því að viðvörun- arkerfi bandalagsins vegna loft« árása sé ófullkomið og leggur til að ratsjárstöðvum í ríkjum bandalagsins verði stórum fjölg' að og starfsemi þeirra sam- ræmd. Þetía kemur heim við þá yf- irlýsingu yíirmanns bandaríska hersins á íslandi, White hers- höfðingja, í riðtali við blaða- meim á Keflavíkurflugvelli fyr- ir nokkru, að í ráði væri að byggja margar nýjar ratsjár- stöðxar hér á landi, þannig að þær nœðu umhverfis allt land- ið. Eins og áður segir, var á- lyktun herráðsins samþykkt af ráðberranefnd bandalagsins og er þsss ekki getið að fulltrúar Islands, þeirra á meðal er dr. Kristinn Guðmundsson utanrík- isráðherra, hafi vakið máls á að Islendingar væru mótfallnir byggingu fleiri bandan’skra ratsjárstöðva.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.