Þjóðviljinn - 16.12.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.12.1955, Blaðsíða 7
Harp; Árni Thorsteinsson: Harpa minninganna, Ingólfur Kristjánsson færði í letur. Útgefandi: ísafoidarprent- smiðja. „Er hans hátign, konungur- inn, á lífi?“ „Helzt friður í heiminum, eða eru þeir ein- hversstaðar farnir að berjast?" „Nokkrar mannskæðar farsótt- ir eða plágur í útlandinu?" — Með þessum spurningum taka „,dip!omat“-klæddir borgarar Eeykjavíkur á móti bátnum frá hinu langþráða póstskipi, sem árlega flytur hingað fyrstu fréttirnar frá umheiminum á dfanverðri síðustu öld, eða í þann mund, er minningahöf- undur (f. 1870) er í barnaskóla — í þann mund sem búðarferð- ir á gondólum voru ekki ó- þekkt fyrirbæri í Austurstræti, eða að menn hleyptu skafla- járnuðum gæðingum sínum út á Faxaflóa, hafskipaleið til Akraness. Landfógetahúsið, æskuheimili Árna, sem nú er Hressingarskálinn, er eitt þeirra fáu mannvirkja, sem enn er svipao að ytri sýn því sem áður var, — og þá er ekki að sökum að spyrja um mannlífið sjálft, sem varla sér ( Br. nied. E. II. Lutz: LÆKN- ISHENDUR. Frægir skurð- < læknar glíma við dauðann. Björgúlfur ÓJafsson læknir jþýddi. Bókaútgáfan Hrímfell 1955. ; '•l-k Ekki fara þeir, sem jóla- bækurnar kaupa, varhluta af læknisfræðinni í ár fremur en í fyrra og hittiðfyrra, og enn eru skurðlæknarnir efst á baugi. „Læknishendur“ er í hæsta máta nýtízku bók. . Flestir kaflar hennar greina frá skurðaðgei’ðum á hjartanu eða stóru æðunum, sem næst því liggja — nál í hjartanu, sprengjubrot í hjartanu, hjart- að í kalkbrynjunni, bláa barnið, meginæðarþröng, stífla í lungnaslagæðinni o. s. frv. Iim á milli er dreift köflum, sem líka eru „spennandi", þótt af öðrum ástæðum sé -—- ein- ræðisberra skorinn upp, bana- - tilræðið við Heydrich, skips- læknir gerir botnlangaskurð eftir leiðbeiningum skurðlækn- ■ is, sem hann stendur í loft- • skeytasambandi við. Og sagan ■' um skipslækninn endar á því, að hann og hjúkrunarkonan standa við borðstokkinn og . horfa á sjóinn. „Hann hafði . lagt handlegginn utan um , hana og þrýsti henni mjúk- \ lega að sér.“ Þetta er að vísu , dálítið upp á gamla móðinn, \ en svona halda menn enn í \ dag, að sögur þurfi að vera, \ ef þær eigi að finna náð fyr- ir augum háttvirtra bóka- ' kjósenda. til framar nema á blöðum bóka, þó hin nýia öld eigi þangað upphaf sitt og örlög að rekja. Svo vegalaus sem hún er í allri nýlendunni, hefur slíkt lesmál lengi orðið henni fagnafengur. Nú hefur Árni Thorsteins- son tónskáld opnað henni sinn glugga inn í hinn horfna heim. Frá æskustöðvum tónskálds- ins við Austurstræti til borgar stúdentsáranna við Eyrarsund og starfsáranna í Reykjavík blasir sviðið við í lýsingum hans og ljósmyndum. Lesand- inn er þar að vísu í kunningja- hópi af afspum allt frá bernsku, en saga er sögn rík- ari um þá alla enn í dag'. Konungshljómsveitin á Skólabrú 1874, en svo heitir annar kafli bókarinnar, opnar hinum fjögra vetra sveini heim tónlistarinnar og áður en sá áratugur er ailur, stendur sex manna hornaflokkur Iíelga Helgasonar á sama stað og blæs vorið í bæinn. Þá kemur saga Lækjarins, þönglastríð- anpa og jólanna, þar sem Steingrímur Thorsteinsson skáld er jólakarlinn; tveggja ára nám í bamaskóla hjá Það er mikill vandi að rita þannig um fræðileg efni, að almennir lesendur hafi þess not, án þess að framsetningin verði barnaleg, væntanlega „þeim til geðs, sem ekkert skilja“ eða á hinn bóginn of- hlaðin tæknilegum smáatrið- um, sem enga þýðingu hafa fyrir aðra en fagrnenn. Milli þessara skei'ja tekst dr. Lutz ekki ævinlega að sigla, og fyr- ir bragðið verður bók hans ekki eins skernmtileg og efni hefðu getað staðið til. Stund- um hleypur skáldskapa r- hneigðin líka með hann í gön- ur. — Út úr sjúkrastofu koma spítalalæknar að lok- inni rannsókn á fárveikum sjúklingi. „Hjúkrunarkonan var þeim samferða út úr sjúkraherberginu og grét há- stöfum.“ Nei, þannig hegða hjúkrunarkonur sér ekki, guði sé lof. Ekki fæ ég heldur séð, hvað fyrir höfundi vakir með endi- leysu eins og „berklum í maga,“ þegar leyna á skurð- lækni því, að hann er með ó- læknandi krabbamein í kviðar- holi. Enda stendur neðar á blaðsíðunni: „Maður veiðir ekki gamlan ref með slíkum lygasögum." Þýðing Björgúlfs Ölafsson- ar virðist lipurlega saman sett. Þó bregður fyrir dálítið klaufalegum setningum. — Dæmi: „Það var næstum því meira en mannleg ra,un“ o. s. frv. Þórarinn Guðnason. Árni Thorsteinsson Helgesen; erlend skip og stór- menni á Reykjavíkurhöfn; guðaveigar í Seljadal og sólar- lagssöngur í Ártúnsbrekku; Al- þingi, menn og minjar; vor- dægur í görðum; ýmsir fræð- arar, bekkjarbræður og brek í skóla, unz stúdentaskálin er drukkin í Skildinganeshólum 1890 og sögunni víkur til Hafn- ar. Þar tekur frú Música ung- lingshugann fanginn fyrir al- vöru, svo að lögfræðin bíður lægri lúut og tíminn líður við tónleika og söng; kemur þar enn við sögu fjöldi þjóðkunnra og heimskunnra manna: Fin- sensbræður, Geir Sæmundsson, „Jónsson med den store stemme“ (Jón Aðils), Kristján læknir, Vilhelm Herold, Hart- mann, Grieg og Gladstone, svo að nokkrir séu neíndir. Frá kvonfangi Árna, ljósmynda- námi, starfsárum hans, laga-®- smíðum og ljóðskáldunum sem áttu hlut að þeim, frá söng- félögunum Iiörpu, Kátum pilt- um og Sautjánda júní, og nokkrum minningardögum stúdentanna frá 1890 lýkur að segja á bls. 290. „Víða hefur verið reikað, en kannski oftast staldrað við óma söngs og tóna, enda ber harpa minninganna mér tíðum bergmál þeirra frá löngu liðnum árum.“ Það með er bókinni þó ekki lokið, því nú taka við á 128 síðum drög að söng- og tónlist- arsögu Reykjavíkur. Það sem segir þar um Helga Helgason á bls. 336 á við um marga fleiri og sýnir, hvaða skarð höfundur hefur viljað fylla með þessum þáttum: „Helgi Helgason andaðist 14. desem- ber 1922 og hafði þá með starfi sínu í þágu íslenzkrar söng- listar unnið landi sínu mikils- vert gagn og sóma, sem lítt var þakkað við andlát hans. Reykjavíkurblöðin frá þeim tíma geta að vísu andláts hans og að jarðaríörin hafi farið fram skömmu síðar, en engan staf liafa þau um tónskáldið né brautryðjandastarf þess á músiksviðinu. Svipar þar til og er líkt þvi sem sjá má á sögu Reykjavíkur, er eitt sinn var samin og gefin út í tveim bindtim, að þar er örlætið svipað — og músiklíf höfuð- staðarins afgreitt með þrjátíu línum og þremur mannamynd- um. — En lög Helga munu lifa Föstúdagur 16. desember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7‘ óbrotin og eðlileg, svo sem þau öll eru, með þjóð vorri svo lengi sem nokkur fslendingur er til og getur sungið.“ Með drögum Árna til þess- arar sögu er bætt fyrir marg- ar syndir vanhirðu og ræktar- leysis. Marka má efni þeirra af kafiaheitum: Upphaf söng- listar á fslandi; Söngur skóla- pilta; Harpa, 14. janúar og sönglífið til aidamóta; Nokkrir brautryðjendur; Helztu söngv- arar og kórar. Fyrstu hljóm- sveitirnar og forustumenn þeirra — og loks alltæmandi söng- og hijómleikaskrá frá 1900—1935, en að henni einni saman er hinn mesti heimilda- fengur. Ég get ekki stillt mig um að tilfæra hér frásögn úr þættin- um um Þórð lækni Pálsson, prests Sigurðssonar í Gaul- verjabæ. Hún lýsir ekki aðeins snilligáfu þessa einstæða al- þýðusöngvara heldur einnig því fólki, sem bjó nafni Árna Thorsteinssonar og lögum hans rúm í hjarta sér, þegar þau urðu fyrst kunn af útgáfunni frá 1907. Þar segir: „. . . sumarið 1915 var ég staddur uppi í Borgarfirði. Veður var bjart og hlýtt; í- þróttir var búið að sýna, ræðu- höldum og kórsöng þeirra Borgfirðinga lokið og fólkið gekk um hátíðasvæðið og virt- ist ekki glöggt vita, hvað til bragðs skyldi taka. Þá sté Þórður Pálsson upp í ræðu- stólinn og hóf söng, slíkan sem ég hef aldrei heyrt fyrr né síð- ar. Undirspil var ekkert, þögn og kyrrð færðist yfir staðinn, en Þórður var sjálfum sér nóg- ur og söng nú hvert lagið af öðru: „Þú bláfjallageimur", „Þú ert móðir vor kær“, „Fífilbrekka gróin grund“ o. s. frv., og engu erindi í ljóðunum sleppti hann, en hvert þeirra mótað á sinn hátt af hárfínum- smekk og túlkun söngvarans. Þórður mun hafa staðið þarna um klukkustund, og alltaf söng hann, því að fólkið bað stöðugt um fleiri og fleiri ættjarðarlög, en allt kunni Þórður. Ég þarf ekki að týsa fagnaðarlátunum, sem á eftir fóru. Allir voru sammála um, að söngur Þórð- ar hefði verið beztá skemmti- og unaðarstund dagsins þótt ekki væri hann á skemmti- skránni.” Öldin er nú önnur, og sam- komur í íslenzkum sveitum með nýjum brag. Síðasta sönglaga- hefti Árna kemur út 1922 eins og sjá má af tónverkaskrá í eftir- mála, og íylla þá þau lög hans, sem út hafa verið gefin, rúm- lega þriðja tuginn, flest þeirra kunn og hjartfólgin hverju mannsbarni í landinu. En voru þá öll kurl komin til grafar? Ónei. Eitthvað á sjöunda tug- inn af _ lögum þessa ástsæla tónskálds er hvergi tih á prenti, eða á dreif í sérprent- unum og ókunn þjóðinni. Margar skýringar eru nær- tækar í þessu tómlæti, og þó ein næst: Aldamótavorið er liðið. En vanzanum finnst ekk- ert til afsökunar. Ingólfur Kristjánsson rijhöf- undur var hvatamaður að þessu þakkarverða verki og hefur fært bókina í letur eftir frásögn höfundar. Kveðst hann hafa leitazt við að halda frá- sagnarhætti og orðfæri sögu- manns sjálfs. Get ég ekki af kunnugleika dæmt um, hvei-nig það hafi lekizt, en stíllinri er látlaus mjög og geðfelidm og og bókin öll einn yndislestur. Prentviilur eru sjaldgæfar (bís. 254: Arnarvatn í stað Aríihr- holts) og útgáfan, sem prýdd er fjölda mynda, öil hin vand- aðasta. Þorsteinn Valdimarssðn. Síbelíusartónleikar Þann 8. þessa mánaðar átti hinn aldni tónmeistari Finn- lands, Jean Síbelíus, níræðis- afmæli. Víða um lönd var þessa viðburðar minnzt, meðal annars með flutningi á verkum tónskáldsins, sér í lagi auð- vitað í heimalandi hans. Hér á landi iná Síbelíus heita vel kunnur af verkum sínum, fremur flestum, ef ekki öllum erlendum tónskáldum, sem nú jabetiu* eru á lífi, og óhætt er að full- yrða, að hann nýtur hér mik- illar virðingar. Þess var þvi að vænta, að afmælisins myndi verða minnzt hér með eins myndarlegum hætti og föng væru á. Skemmtilegast hefði verið, ef takast hefði mátt að flytja eitthvað af hinum miklu hljómsveitarverkum höfundarins meðal annarra góðra hluta. En um hljómsveit- ina okkar er nú þannig ástatt, eins og kunnugt er, að um slíkt gat ekki verið að ræða; Nokkrir góðir tónlistarmenn tóku sig liins vegar til og efndu til flutnings á ýmsum verkum tónskáldsins, sem minni kröfúr gera um fjölda leikenda. Hljóihleikarnir fóru fram í samkomusal Háskólans síðastliðið sunnudagskvöld. Fyrst léku þeir Björn Ól- afsson og Árni Kristjánsson sónatínu í E-dúr fyrir fiðlu og píanó. Samleikur þeirra var nákvæmur og vandaður í alla staði. Hið sama er að segja um flutning á strengjakvartetti í d-moll, sem mun vera eina verk tónskáldsins þeirrar teg- undar. Hami fluttu þeir-Björn Ölafsson, Einar Vigfússon, Jón Sen og Jósef Felzmann. Þorsteinn Hamiesson flutti sex af sönglögum Síbelíusar, en Árni Kristjánssou lék und- ir söngnum af sinni alkunnu smekkvísi. Söngur Þorsteins var með ágætum, en bezt mun honum þó hafa tekizt í hinu fagra lagi: „Flickan kom ifrán sin álsklings möte“ við kvæði eftir Runeberg, en það var siðast á efnisskránni. B.F.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.